Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 47 Sveit Samvinnu- ferða-Landsýnar Islandsmeistari BRIPS Bridshöllin Þöngla bakka ÚRSLITAKEPPNI ÍS- LANDSMÓTSINS í SVEITAKEPPNI 8.-6. apríl - 10 sveitir - Aðgangur ókeypis SVEIT Samvinnuferða/Land- sýnar sigraði í úrslitakeppninni um Islandsmeistaratitilinn í svei- takeppni í brids sem fram fór um bænadagana. Sveitin háði hörku- keppni við sveit Antons Haralds- sonar frá Akureyri sem leiddi mótið fyrri hlutann nokkuð óvænt. í sigursveitinni spiluðu Helgi Jó- hannsson, Guðmundur Sveinn Hermannsson, Björn Eysteinsson, Karl Sigurhjartarson, Einar Jóns- son og Ragnar Hermannsson. Að sögn Björns Eysteinssonar landsliðsfyrirliða var engin sér- stök ástæða fyrir sigri SL-sveitar- innar að þessu sinni. „Við höfðum meðbyr og landsliðspörin voru ekki að sýna sitt besta. Að öllu jöfnu eru landsliðspörin „heit“ á þessum tíma og vinna þessi mót og ánægja mín er ekki sízt að vera skrefinu á undan mínum lærisveinum. Það er ánægjulegt að sjá hve Akureyringarnir komu sterkir til leiks og segir okkur að breiddin er orðin talsverð. Þá er það brids- íþróttinni jnikilvægt að fá svona óvænt úrslit. Það hvetur aðra spil- ara til dáða“, sagði Bjöm Ey- steinsson. Sigursveitin vann 7 leiki og tapaði tveimur. Það var gegn Akureyringunum í þriðju umferð sem þá voru á svífandi siglingu og sveit VÍB en þetta voru helztu keppendur _ Samvinnuferða/Land- sýnar um íslandsmeistaratitilinn. Lokakeppnin var mjög skemmtileg og spennandi. Fyrir síðustu umferðina var staðan þessi: Samvinnuferðir/Landsýn 151,5 Anton Haraldsson 147 VÍB 138,5 Landsbréf 131 Samvinnuferðir spiluðu gegn Búlka hf. í síðustu umferðinni, Anton spilaði gegn BangSímon og VÍB spilaði við Lyfjaverzlun íslands. I hálfleik áttu Samvinnuferðir 8 impa til góða, Anton Haraldsson átti 15 impa og VÍB 17 impa þannig að enn áttu allar efstu sveitirnar möguleika á titlinum. VÍB varð að fá 25 stig á móti Kópavogsbúunum til að eiga möguleika en Samvinnuferðum nægði 13 vinningsstig til að úti- loka VÍB en 21 vinningsstig til að sigra hvað svo sem Anton og félagar hans gerðu. Fyrstu úrslitin voru þau að Anton Haraldsson vann sinn leik 17-13 og tryggði sér þar með örugglega annað sætið. Og um sama leyti fengu Samvinnuferðir sveiflu í þessu spili: Vestur gefur, AV á hættu. Norður ♦ 72 ¥ G6542 ♦ Á853 ♦ 72 Vestur Austur ♦ D5 ♦ 98643 ♦ K8 ♦ D10 ♦ 1062 ♦ KG94 ♦ ÁKDG103 ♦ 98 Suður ♦ ÁKGIO ¥Á973 ♦ D7 ♦ 654 Við annað borðið opnaði Guð- mundur Sv. Hermannsson á 1 tígli með vesturspilin en í sagnkerfi þeirra Helga Jóhannssonar er eng- in opnunarsögn til að sýna lauflit og opnunarstyrk. Helgi í austur sagði 1 spaða og Guðmundur stökk í 3 lauf sem Helgi passaði. Sá samningut' fór svo einn niður þegar suður átti tíguldrottningu. Við hitt borðið sátu Björn Ey- steinsson og Karl Sigurhjartarson NS og Bragi Hauksson og Sig- tryggur Sigurðsson AV: Vestur Norður Austur Suður BH BE SS KS 1 lauf 1 hjarta pass 3 ty'örtu pass pass 3 spaðar pass 3 grönd pass pass dobl// Bragi valdi að opna á sterku laufi með þennan góða lauflit og reyndi svo við 3 grönd þegar Sig- tryggur enduropnaði. Dobl Karls bað um spaða út og eftir spaðaút- spil fríspilaði vörnin hjartalitinn þannig að sagnhafi fékk aðeins sex laufaslagi og einn á hjarta- kóng. Það voru 500 til Samvinnu- ferða, 9 impar og íslandsmeist- aratitillinn var tryggður. Leikurinn endaði síðan með Morgunblaðið/Amór Ragnarsson SVEIT Samvinnuferða/Landsýnar sigraði sannfærandi í úrslitakeppninni um Islandsmeistaratit- ilinn í sveitakeppni. Talið frá vinstri: Björn Eysteinsson, Einar Jónsson, Ragnar Hermannsson, Karl Sigurhjartarson, Krislján Krisljánsson forseti Bridssambandsins, Helgi Jóhannsson og Guð- mundur Sv. Hermannsson. SVEIT Antons Haraldssonar spilaði vel í úrslitunum, tókfor- ystu í byijun og var í toppbaráttunni allt mótið. Talið frá vinstri: Pétur Guðjónsson, Anton Haraldsson, Sigurbjörn Haraldsson, Sigurður Vilhjálmsson, Magnús Magnússon, Stefán Ragnarsson og Krislján Kristjánsson forseti Bridssambandsins. sigri Sammvinnuferða, 22-8, og VIB vann sinn leik, 21-9. Loka- staðan varð því þessi: Samvinnuferðir/Landsýn 173,5 Anton Haraldsson 164 Verðbréfamarkaður Islandsbanka 159,5 Landsbréf 146 BangSímon 131,5 Ólafur Lárusson 131 Búlkihf. 122 Lyfjaverzlun íslands 115 Þormóður rammi 107,5 Aðalsteýin Jónsson 82 Reykjavíkursveitirnar, sem löngum hafa borið höfuð og herð- ar yfir landsbyggðina, lentu oft í kröppum dansi í þessu móti. Landsbréf lentu í því að vera 0-58 undir á móti Kópavogsbúum á skírdagskvöld og Ánton Haralds- son og félagar hans að norðan bættu um betur í fyrri umferðinni á föstudaginn langa þegar þeir spiluðu gegn BR-meisturunum, Búlka hf., en þeir höfðu yfir 65-0 í hálfleik. Jón Baldursson og Sævar Þor- björnsson sigruðu í Butler- útreikningi paranna í mótinu og fengu páskaegg í verðlaun. Guð- mundur Sv. Hermannsson og Helgi Jóhannsson urðu í öðru sæti og Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson í því þriðja. Aðstaðan til mótshalds sem þessa í Bridshöllinni er þokkaleg. Bryddað var upp á þeirri ný- breytni að sýna skor jafnóðum úr leikjunum, þannig að þeir, sem fylgdust með á töflu sáu stöðuna í öllum leikjunum nær jafnóðum og spilað var og kunnu áhorfend- ur þessu vel. Keppnisstjórarnir, Sveinn R. Eiríksson og Jakob Kristinsson og aðstoðarfólk þeirra, skiluðu sínu með nriklum ágætum. Nokkuð var um, einkum í fyrri umferðunum, að sveitir væru sektaðar fyrir að mæta of seint og spila of hægt en að öðru leyti gekk rnótið snurðulaust. Kristján Kristjánsson, forseti Bridssambandsins, afhenti verð- laun í mótslok en auk þess færði hann Helga Jóhannssyni, nýbök- uðum íslandsmeistara og fyrrum forseta Bridssambandsins, disk að gjöf fyrir vel unnin störf í þágu sambandsins. Arnór Ragnarsson. Guðm. Sv. Hermannsson. Landsliðskeppni kvenna Keppni um sæti í Norðurlanda- liði kvenna hefst í Þönglabakka 1, laugardaginn 13. apríl kl. 11. Spilaður verður tvímenningur með sveitakeppnisútreikningi, og er þátttaka takmörkuð við 16 pör. Gert er ráð fyrir að spiluð verði 90-100 spil. Fyrstu tvö pörin öðl- ast rétt til að velja með sér sveitar- félaga í einvígisleik sem háður verður helgina 20.-21. apríl og sú sveit sem vinnur leikinn skipar kvennalandslið íslands á Norður- landamóti í sumar. Skráningarfrestur rennur út á hádegi á fimmtudag. Skrái sig fleiri en 16 pör til leiks áskilur Bridssambandið sér rétt til að velja úr pörunum. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur Tuttugu ára samfellt átak gegn reykingum FRÁ aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur: Sigríður Lister, hjúkrunarfræðingnr, formaður félagsins t.v., María S.'Héðinsdótt- ir, skólasljóri, og Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir. María og Þórar- inn báðust undan endurkjöri í stjórn félagsins svo og Gyða Bald- ursdóttir, hjúkrunardeildarstjóri. Voru þeim öllum þökkuð farsæl störf í þágu félagsins. AÐALFUNDUR Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur var haldinn 25. mars. Þess var minnst á fundinum að 20 ár eru í vetur liðin frá því að félagið hóf mikið átak gegn reyk- ingum í samvinnu við grunnskóla landsins. Þetta átak hefur staðið óslitið síðan og verið allt þetta tíma- bil veigamesta verkefni félagsins í fræðslu og forvörnum. Skipulegar heimsóknir í grunn- skólabekki hafa verið uppistaðan í þessu starfi. Hafa þær lengst af náð til minnst fjögurra árganga á öllu höfuðborgarsvæðinu, en nú síð- ustu árin til fimm árganga, þ.e. 6.-10. bekkjar. Auk þess hefur höfuðborgarsvæðis, víðs vegar um landið. Þegar. þetta forvarnarstarf hófst var lögð áhersla á að skólarnir fylgdu eftir heimsóknum Krabba- meinsfélagsins í 12 ára bekkina með hópvinnu nemendanna um áhrif og afleiðingar reykinga og þeir færu að henni lokinni til að fræða yngri skólasystkini sín um skaðsemi tóbaks. Var þetta víða gert um árabil og kann það að hafa verið fyrsta dæmi hér á landi um skipulega jafningjafræðslu um ávana- og fíkniefni. Auk heimsóknanna hefur félagið veitt skólunum margs konar þjón- ustu, m.a. útvegað þeim fræðsluefni og fræðslumyndir. Nær sú þjónusta til alls landsins. Um skeið hefur félagið, í samvinnu við Tóbaks- varnanefnd, árlega sent reyklaus- um (tóbakslausum) grunnskóla- bekkjum um land allt viðurkenning- arskjöl og veitt nokkrum bekkjum og einstaklingum verðlaun fyrir reykleysi. Nú vinna að fræðslustarfinu fimm starfsmenn félagsins auk þess sem hópur læknanema tekur árlega að sér sérstakt kennsluverkefni. Mikið hefur verið leitað til félags- ins um fræðslu fyrir starfshópa og erindi á fundum og ráðstefnum um baráttumál krabbameinssamtak- anna. Á árinu 1995 lauk að mestu sam- eiginlegu þriggja ára fræðsluverk- efni norrænu krabbameinsfélaganna um börn og óbeinar reykingar. Aðal- þættir þess voru kannaðir á aðstöðu og umhverfi bama og dreifing upp- lýsinga- og fræðsluefnis til starfs- fólks leikskóla, dagmæðra og for- eldra ungra bama. Enn er aðstandendum krabba- meinssjúklinga utan af landi veittur styrkur til dvalar í Reykjavík meðan á meðferð stendur, en þörfin hefur minnkað með hverri íbúð sem Krabbameinsfélag íslands og Rauði kross íslands hafa keypt í þessu skyni. Heildarupphæð styrlqa, frá því farið var að veita þá árið 1989, er um 850 þúsund krónur á núvirði. Formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur er Sigríður Lister hjúkrunarfræðingur en fram- kvæmdastjóri Þorvarður Örnólfs- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.