Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jörð skalf í Þrengslum ÞRÍR jarðskjálftar urðu syðst á Hengilssvæðinu við Þrengsla- veginn nálægt Krossfjalli að morgni skírdags og mældust þeir á bilinu 3,3 til 3,5 á Ric- hter-kvarða. Talið er að þess- ari hrinu sé lokið í bili. „Það má segja að skjálftarn- ir hafí að undanförnu verið að færast fram og til baka frá þessu svæði og að svæði norðan við Hveragerði," sagði Páll Halldórsson eðlisfræðingur. „Það sem okkur finnst vanta þegar við horfum á eldri tíma- bil, eins og til dæmis 1953 til 1955, er að þá enduðu jarð- skjálftarnir með einum afger- andi skjálfta. Það hefur ekki gerst núna. Það er eins og þetta eigi eftir að klára sig og hangi í viðvarandi skjálfta- virkni. Þannig að við getum ekki afskrifað neitt ennþá.“ Arekstur og' ekið á mann EKIÐ var á mann á Vestur- landsvegi, skammt frá Hvammsvík í Kjós, á páska- dagskvöld. Tveir bílar lentu saman í hálku, en þegar ökumaðu'r annars þeirra var að gæta að skemmdum kom þriðji bíllinn aðvífandi. Ökumaður hans náði ekki að stöðva og rann bíllinn á manninn. Hann var fluttur á slysadeild. 4 slösuðust í árekstri risanna HARÐUR árekstur varð á mótum Flatahrauns og Álfa- skeiðs í Hafnarfirði á skírdag, þegar strætisvagn og flutn- ingabíll skullu saman. Ökumaður strætisvagnsins náði ekki að stöðva við bið- skyldu, heldur rann vagninn áfram í hálkunni og í veg fyr- ir flutningabílinn. Risarnir skullu harkalega saman, þarna nánast í hlaðinu hjá lögregl- unni í Hafnarfirði, en lögreglu- stöðin stendur við Flatahraun. Fjórir farþegar í strætis- vagninum slösuðust lítillega. Eldur í íbúð og bílskúr ELDUR kom upp í bílskúr húss við Bjarnastaðavör í Bessastaðahreppi um kl. 20.40 á mánudagskvöld. Talsverðar skemmdir urðu á bílskúrnum. Þá komst bæði reykur og vatn í íbúðarhúsið. Eldur kom einnig upp í íbúð á annarri hæð fjölbýlishúss við Suðurvang í Hafnarfirði föstu- daginn langa. Þar hafði kvikn- að í gluggatjöldum og skáp út frá logandi kerti. Engan sakaði í þessum brunum. Maríhúana íbíl LÖGREGLAN í Kópavogi lagði hald á 10 grömm af maríhúana, þegar bíll var stöðvaður í almennu eftirliti á páskadag. Bíll með þremur mönnum var stöðvaður og fannst efnið bæði á þeim og í bílnum. Tveir þeirra voru í vörslu lögreglu fram á annan dag páska. Morgunblaðið/Rax Morgunblaðið/Björn Blöndal 42 BÍLAR skemmdust í árekstrum í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi á skírdag. Keflvíkingar þurftu að grípa í snjóskóflurnar eftir fannfergið á skírdag til að greiða fólki Ieið út úr húsum og bílum út úr innkeyrslum. Bílstjórar komust ekkert áleiðis í óveðri í Svínahrauni 24 bílar í árekstrum á stuttum tíma LÖGREGLAN í Kópavogi og Reykjavík og björgunarsveitar- menn tóku höndum saman, þegar mikið óveður gerði ökumönnum líf- ið leitt í Svínahrauni ofan við Litlu kaffistofuna um hádegi á skírdag. Fjölmargir árekstrar urðu, oft lentu 3 eða 4 bílar saman og skemmdust alls 24 bílar á skammri stund. Lítil eða engin meiðsli urðu á fólki í þessum óhöppum. Þá skemmdust 18 bílar í nokkrum árekstrum í Kópavogi og fjöldi bíla einnig í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi urðu óböppin flest í umdæmi Selfosslögreglunnar, en þar sem hún var teppt handan við heiði fóru lögreglumenn úr Kópavogi og Reykjavík til hjálpar, ásamt björg- unarsveitarmönnum. Óhöppin byrj- uðu um hádegið og á mjög skömm- um tima höfðu 24 bílar skemmst meira eða minna. Árekstrana mátti rekja til hálku, en ekki síður til þess, að bílstjórar sáu ekki út úr augum, en óku samt, en slíkt seg- ir lögreglan allt of algengt. Lögreglan í Reykjavík greip fljótlega til þess ráðs að snúa öllum bílum við sem ætluðu Suðurlands- veg og ljósaskilti við Gunnars- hólma tilkynnti ökumönnum að Hellisheiðin væri ófær. Þá voru til- kynningar lesnar í útvarpið um hið sama. Samt sem áður virtust marg- ir ætla að freista þess að leggja á heiðina. Síðdegis á skírdag byrjaði svo árekstrahrina í Kópavogi og skemmdust 18 bílar á tæpum klukkutíma. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi muna menn ekki aðra eins törn, úr hrinu þar sem 24 bíl- ar skemmdust í árekstra þar sem 18 bílar komu við sögu, eða alls 42 bilar. Svipað var uppi á teningnum í Reykjavík. Þar skullu fjórir bílar saman á mótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar síðdegis á skírdag og þrír bílar skömmu síðar á mót- um Grensásvegar og Miklubrautar. í þeim árekstri meiddist ökumaður og tvö börn í einum bílanna, en meiðsli þeirra voru þó lítil. Bíll valt á fimmtudagskvöld á Suðurlandsvegi við Bláfjallaaf- leggjara og annar undir miðnætti á Vatnsmýrarvegi í Reykjavík. Erfitt að greiða úr flækjunni Samkvæmt upplýsingum lög- reglu getur verið erfitt að greiða úr flækjunni, þegar margir bílar lenda saman, því finna þarf út í hvaða röð bílarnir skullu saman, svo tryggingafélögin geri upp tjón í samræmi við það. Þannig er meginreglan sú, að sá sem ekur aftan á annan er í órétti. Hafi bílstjóri náð að nema stað- ar, en annar kemur aftan á hans bíl og kastar honum á þann þriðja, þá ber sá síðasti sök á skemmdum á fram- og afturhluta miðbílsins, enda hafði hann náð að nema stað- ar í tæka tíð. Lögreglan segir að oftast nær sé hægt að greiða úr þessum málum, þar sem ljóst sé hver hafi gert hvað á hvaða tíma. Að sögn varðstjóra í Kópavogi er ómögulegt að reyna að giska á tjónið, sem varð við alla þessa árekstra. Veður hafi ekki verið slíkt að menn hafi getað staldrað við, skoðað skemmdir og lagt mat á þær. Annar viðmælandi blaðsins sagði ljóst að tjón vegna umferð- aróhappa þennan dag hafi numið tugum milljóna, því þrátt fyrir að lögreglu hafi verið tilkynnt um fjölda óhappa sé þó reglan sú, að annan eins fjölda hafi ökumenn gert upp sín á milli. Fjölgun úrsagna úr þjóðkirkjunni Veður á Selfossi með versta móti Fólk selflutt um bæinn á snjóbíl Morgunblaðið/Sig. Jóns. ÞEIR stóðu í ströngu félagarnir í björgunarsveitinni Tryggva. ÞAÐ reyndi hressilega á björg- unarsveitarmenn á Selfossi þegar óveðrið gekk yfir á skírdag og föstudaginn langa og allar götur á Selfossi urðu ófærar. Veðrið var með því allra versta sem gert hef- ur þar um slóðir í mörg ár, að því er lögreglan segir. Félagarnir í björgunarsveitinni Tryggva voru á ferðinni á torfærubílum sínum og snjóbílnum við að flytja fólk til og frá vinnu og þjónusta þá sem áttu í erfiðleikum vegna veðursins. Snjóbíllinn reyndist mjög vel. Það var sama hvað skaflarnir voru háir, alltaf komst hann leiðar sinnar, hvort sem farið var með fólk til vinnu á stofnunum eða með frístundabændur til gegn- inga. Engin óhöpp urðu á Selfossi í veðrinu en eins og gefur að skilja var allt gistirými fullt og meira en j)að. Á fimmtudagskvöld og fram á aðfaranótt föstudags varð að skilja fimmtán bíla eftir á veginum milli Hveragerðis og Selfoss, en þeir komust ekki lengra vegna ófærðar og kafblindu, en rafkerfi sumra bílanna blotnaði í bylnum og þeir komust því hvorki lönd né strönd. Þrátt fyrir óveðrið var lítið um óhöpp, enda fóru allir afar hægt yfir og aðeins einn ökumaður var grunaður um ölvun um páskana og man lögreglan ekki svo rólega tíð fyrr. Lögreglan á Selfossi seg- ir að ófært hafi verið upp um all- ar sýslur, undir Ingólfsfjallinu hafi vegurinn lokast snemma á skírdag og Grímsnesið var ófært. Austan við Óseyrarbrú var allt ófært og höfðu björgunarsveitar- menn nóg að gera við að aðstoða fólk þar. Lögreglan á Selfossi sagði að um leið og veður var gengið niður þar hafi margir borgarbúar ætlað sér yfir Hellisheiðina og ekki tek- ið mark á viðvörunum um ófærð. Veðrið hafi enda verið mjög bund- ið við Suðurlandsundirlendið og til dæmis mætti nefna, að strax og komið var í Þrengslin hafi ver- ið ágætt færi. Óvæntir sjúkraflutningar eftir erfiða ferð Lögreglumenn á Selfossi lögðu af stað til Þorlákshafnar upp úr miðnætti aðfaranótt föstudagsins langa. Að sögn varðstjóra var ætlunin að kanna hvort leiðin væri fær, en lögreglumönnunum var sagt að tefla ekki á tvær hættur. Þeir komust til Þorláks- hafnar eftir 3*/2 stundar akstur. Um svipað leyti var óskað eftir sjúkraflutningabíl, þar sem koma þyrfti barnshafandi konu til Reykjavíkur. För lögreglumann- anna nýttist því vel og óku þeir með konuna til móts við sjúkrabíl úr Reykjavík og mættust bílarnir í Þrengslunum. Fór vel um konu og sjúkraflutningamenn á leiðinni. Strax og lægði hófst mokstur á götum Selfoss og fljótlega varð fært um allar götur en mikið verk var að hreinsa þann mikla snjó sem safnaðist í bæinn. Tekjur HI aukast TEKJUR Háskóla ísiands aukast nokkuð vegna fjölgunar þeirra sem sagt hafa sig úr þjóðkirkjunni á sein- ustu mánuðum. Háskólinn fær í sinn hlut sóknargjöld þeirra sem skrá sig utan trúfélaga. Samkvæmt upplýs- ingum Hagstofunnar voru fleiri skráðir úr þjóðkirkjunni á fyrsta fjórðungi ársins en allt seinasta ár. Af þeim 790 sem skráðir voru úr þjóðkirkjunni fyrstu þijá mánuði árs- ins létu 622 skrá sig utan trúfélaga. Upphæð sóknargjalda er nálægt 5.000 kr. á ári á hvern skattgreið- anda. Því má gera ráð fyrir að um þrjár milljónir kr. renni til Háskólans í formi sóknargjalda vegna þeirra einstaklinga sem skráð hafa sig úr þjóðkirkjunni og utan trúfélaga frá áramótum. Féð fer til menningarmála Samkvæmt upplýsingum Gunn- laugs H. Jónssonar háskólaritara fær Háskólinn árlega um 20 millj. kr. tekjur af sóknargjöldum en það er rúmlega 1% af fjárveitingu Háskól- ans. „Þetta hefur ekki verið það mikið hingað til að það hefði veruleg áhrif á fjárhag Háskólans," segir Gunnlaugur. Margir hafa haft samband við Háskólann og spurst fyrir um hvert féð rynni, að sögn Gunnlaugs. Hann segir að féð renni í sérstakan Há- skólasjóð, sem háskólaráð eða rektor í umboði þess úthluti svo úr og fer það til menningarmála af ýmsu tagi, sem Háskólinn hefði að öðrum kosti ekki getu til að sinna, að sögn Gunn- laugs. Hefur Háskólakórinn m.a. notið þessara styrkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.