Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ - Húsfélag Kringlunnar og Framtíðarnefnd Eignarhaldsfélag Krínglunnar stofnað FÉLAGSMENN í Húsfélagi Kringl- unnar hafa verið boðaðir á stofn- fund Eignarhaldsfélags Kringlunn- ar,_sern haldinn verður 16. apríl n.k. I bréfi stjórnar Húsfélags Kringlunnar og Framtíðarnefndar Kringlunnar er lagt til að stofnað verði sérstakt eignarhaldsfélag, undirbúningsfélag, sem síðar yrðj gert að almenningshlutafélagi. í framhaldi af stofnun félagsins verða hafnar viðræður við hvern eiganda fyrir sig á grundvelli sam- ræmds verðmætamats um áhuga á að leggja inn eign í félagið. Á móti því kæmi langtímaleigusamn- ingur. Fram kemur að Framtíðarnefnd og stjórn Kringlunnar hafi að und- anförnu unnið að því að skoða eign- ar- og stjórnarfyrirkomulag Kringl- unnar, með það að markmiði að takast betur á við framtíðarverk- efnin. í viðræðum við eigendur Kringlunnar hafi komið fram að það væri kostur að allir núverandi eigendur yrðu stofnaðilar að slíku félagi án þess að skuldbinda sig til að breyta eignarhlut sínum í hluta- bréf. Lagt er til að stofnframlag hvers eiganda í nýja félaginu verði 40 þúsund krónur og þannig tryggt að núverandi eigendur yrðu stofn- aðilar. Einar I. Halldórsson, fram- kvæmdastjóra Kringlunnar, segir að allmargir af eigendum í húsinu séu áhugasamir um málið, en ekki fari þó að reyna á það hversu marg- ir þeirri vilji leggja inn sína eign í félagið fyrr en búið sé að stofna það. Síðar geti komið til þess síðar að félagið sem á 1. og 2. hæðina í Borgarkringunni muni sameinast þessu eignarhaldsfélagi. Tölvunet Tákns hf. 300 innbrotstilraunir á viku RÚMLEGA 300 tilraunir hafa verið gerðar til'að bijótast inn á tölvunet Tákns hf. á einni viku, eftir að framkvæmdastjóri fyrirtækisins hét verðlaunum ef innbrotstilraun heppnaðist. Enginn hefur þó enn haft erindi sem erfiði. Tákn hf. sérhæfir sig í uppsetn- ingu, ráðgjöf og þjónustu á örygg- isbúnaði fyrir tölvur. Forráðamenn Tákns buðu nemendum í tölvunar- fræði við Háskóla íslands að sann- reyna öryggisbúnað fyrirtækisins með því að reyna að bijótast inn á tölvunet þess. Heppnist einhveijum nemendanna „innbrotið" verður honum boðið starf hjá fyrirtækinu sem verðlaun auk þess sem öllum tölvunarfræðinemum verður boðið í „vísindaferð", þ.e. að heimsækja fyrirtækið og þiggja veitingar. Fyrsta innbrotstilraunin var gerð 3. apríl og segir Bjarni Júlíusson, framkvæmdastjóri Tákns, að „keppnin" muni standa yfir til 18. apríl. „Við efndum til þessa leiks fyrir tölvunarfræðinema og fyrsta sólarhringinn voru um 150 innbrot reynd. Tilraunirnar héldu áfram alla páskahelgina en engum hefur hingað til tekist innbrot." Bjarni segist vera vongóður um að vörnin haldi fyrst innbrot hafi ekki enn tekist. „Maður veit þó aldrei. Takist einhveijum að bijót- ast inn hefur fundist veila í kerfinu og þá kíttum við upp í hana. Eftir það yrði kerfið enn öruggara en það er nú,“ segir Bjarni. ^ Plastprent hf. Almennt hlutafjárútboð Plastprent hf. 10. apríl 1996 - 30. ágúst 1996. Núverandi hluthafar hafa allir horfið frá forkaupsrétti sínum. Því fellur forkaupsréttartímabil niður í þessu útboði. Nafnverð hlutabréfanna: 29.250.000 krónur. 3,25 á fyrsta söludegi. Gengið getur breyst eftir að sala hefst. Tuttugu milljónir króna að nafnverði verða seldar þannig að sala til hvers aðila verður að hámarki 1.000.000 krónur að nafnverði, og 9.250.000 krónur verða seldar þannig að sala til hvers aðila verður að hámarki 40.000 krónur að nafnverði. Kaupþing hf. og Kaupþing Norðurlands hf. Hlutabréf Plastprents hf. verða á Opna tilboðsmarkaðnum viku eftir að sölu hinna nýju hluta lýkur. Stefnt er að skráningu á Verðbréfaþing íslands á haustmánuðum. Kaupþing'hf. Útboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. KAUPÞING HF löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlan 5, 103 Reykjavík - Sími 515-1500, fax 515-1509 Sölugengi: Skilmálar: Söluaðilar: Skráning: Umsjónaraðili útboðs: Útgefandi: Sölutímabil:. Forkaupsréttur: Skagstrendingur hf. r reikningum 1995 Y IV/lilliAnir króna T 1QQS ■ Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1995 1994 Breyt. Rekstrartekjur 1.001,7 1.018,1 -1,6% Rekstrargjöld 767.5 811,8 -5.5% Hagnaður fyrir afskriftir 234,2 206,4 +13,5% Afskriftir 69,3 24,2 4186,4% Fjármunatekjur og (fjármaqnsqjöld) (10,7) (93,4) - Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi 58,6 (69,2) - Aðrar tekjur og gjöld 15,1 (12.1) - Hagnaður (tap) fyrir skatta 73,7 (81,3) - Hagnaður (tap) ársins 70,8 (81,9) - Efnahagsreikningur 31. des.: 1995 1994 I Eiqnír; \ Milljónir króna Veltuf jármunir 301,6 420,4 -28,3% Fastafjármunir 1.017,6 1.434,6 -29,1% Eignir samtals 1.319,2 1.854,9 -28,9% I Skuldir oo eiqiO ié: I Milliónir króna Skammtímaskuldir 263,6 322,4 -18,2% Langtímaskuldir 692,0 1.296,9 -46.6% Skuldir samtals 955,6 1.619,3 -41,0% Eigið fé 363,6 235,6 +54,3% Skuldir og eigið fé alls 1.319,2 1.854,9 -28,9% Sjódstreymi 1995 1994 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 159,3 97,5 +63,4% Skagstrendingur hf. Fjármagnskostnaður lækkaði um 82 millj. SKAGSTRENDINGUR hf. naut óvenju lítils fjármagnskostnaðar á sl. ári þar sem hann nam einungis 11 milljónum króna samanborið við 93 milljónir árið áður. Átti þetta stóran þátt í þeim bata sem varð í rekstri félagsins á sl. ári þegar hagnaður nam um 71 milljón samanborið við 82 milljóna tap árið 1994. Lækkun fjármagnskostnaðar má að stórum hluta rekja til þeirra aðgerða sem gripið var til á sl. ári. Félagið seldi sem kunnugt er frystitogarann Arnar HU-1 og ís- fisktogarann Arnar HU-101 á ár- inu, en keypti í staðinn tvö ódýr- ari skip með svipaða veiði- og vinnslugetu. Þetta lækkaði skulda- stöðuna um 500 milljónir króna og varð um 17 milljóna gengis- hagnaður af uppgreiddum lánum. Hins vegar varð einnig um 22 milljóna hagnaður af framvirkum samningum. Á meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á afkomu félagsins á árunum 1994 og 1995. Stjórn Skagstrendings hf. hefut' samþykkt að leggja til á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 19. apríl nk., að greiddur verði 5% arður af hlutafé. Jafnframt verði gefin út 20% jöfnunarhlutabréf. AEG ogFokker valda mettapi hjá Daimler Stuttgart. DAIMLER BENZ AG hefur skýrt frá því að sérstök útgjöld vegna Fokker NV og AEG AG hafi valdið 5.7 milljarða marka halla 1995, mesta tapi sem um getur í Þýzka- landi. Þó kveðst fyrirtækið vongott um að skila aftur hagnaði á þessu ári. Þótt tapið færi ekki yfir sex millj- arða dollara eins og DB hafði spáð í janúar stendur fyrirtækið það illa að það greiðir ekki arð á þessu ári og er það í fyrsta skipti frá stríðs- lokum sem það gerist. Tapið 1995 stafaði aðallega af útgjöldum vegna gjaldþrots Fokk- ers, lokunar AEG og af öðrum ráð- stöfunum til endurskipulagningar, sem Júrgen Schremp hófst handa um þegar hann tók við starfi aðal- forstjóra í maí í fyrra. Að sögn Daimlers nam rekstr- artap 1995 1.1 milljarði marka sam- anborið við 2.7 milljarða marka hagnað árið á undan, en reksturinn gekk betur á síðara árshelmingi vegna bættra gengisskilyrða. DM segir að rekstur aðalfyrir- tækjanna, Mercedes-Benz AG og fjármála- og tölvuþjónustunnar Daimler-Benz Interservice, hafi gengið vel 1995, en útskýrði það ekki nánar. Þessar tvær deildir afla 80% tekna Daimlers. Hlutabréf í Daimler lækkuðu um 5,60 mörk í 794,60 í Frankfurt. Hitaveita Egilsstaða og Fella 25 milljóna hagnaður Egilsstaðir. Morgunblaðið. HITAVEITA Egilsstaða og Fella skilaði 25,4 milljóna króna hagnaði á árinu 1995 miðað við 11,7 milljón- ir 1994. Heildarvatnssala nam kr 55,8 milljónup en var 53,4 á árinu 1994. Rekstrarbati veitunnar á sér nokkrar skýringar, en þyngst vegur árangur af endurskipulagningu á fjármálum veitunnar sem hefur verið í gangi si. 18 mánuði. Á sama tíma og tekjur hafa hækkað hafa gjöld lækkað. Lækkuðu fjármagnsgjöld um 5,4 milljónir milli ára. Guðmund- ur Davíðsson hitaveitustjóri segir ir..,rga samliggjandi þætti skýra þennan bata, m.a. hafi tekist að breyta hluta af lánum veitunnar úr erlendri mynt yfir í íslenskar krón- ur. Reksturinn hafi auk þess verið áfallalaus jafnframt því sem vatns- sala hafi .aukist um. 5% milli ára. \ : i i i i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.