Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Staða Clintons styrkist FORSKOT Bills Clintons Bandaríkjaforseta á Bob Dole, frambjóðanda Repúblikana- flokksins í forsetakosningunum í nóvember, eykst samkvæmt skoðanakönnun Harris-stofn- unarinnar. Samkvæmt nýjustu Harris-könnuninni nýtur Clint- on 58% stuðnings fólks á kosn- ingaaldri en Dole 39%. Þegar aðeins er tekið tillit til svara þeirra sem skráð hafa sig á kjörskrá er fylgi Clintons 56% en fylgi Dole 40%. Ef Ross Perot yrði í framboði sem óháð- ur styddu 49% Clinton, 32% Dole og 16% Perot, samkvæmt könnuninni. Mistök við gervifrjóvgun KONA á Kýpur heldur því fram, að mistök hafi átt sér stað á læknastofu þar sem hún gekkst undir gervifijóvgun. Hafi hún alið son annars manns en ætlað var og sé barnið, sem er 15 mánaða, haldið arfgeng- um blóðsjúkdómi, thalassaem- ia. Einungis er hægt að lækna hann með endurteknum blóð- skiptum. Heilbrigðisyfírvöld á Kýpur hafa hrundið af stað rannsókn á því hvernig þau mistök gátu átt sér stað, að sæði annars manns var tekið í misgripum fyrir sæði eigin- mannsins. Thurmond vill sitja lengur STROM Thurmond, öldunga- deildarmaður frá Suður-Karól- ínu, sem verður 94 ára í des- ember, hefur ákveðið að sækj- ast eftir endurkjöri við þing- kosningar í haust. Nái hann kjöri verður hann 100 ára á kjörtímabilinu. Thurmond var kosinn til öldungadeildarinnar 1954 og gæti því'sett nýtt met fyrir setu í deildinni snemma á næsta ári en það á Carl Hayd- en frá Arizona sem sat 42 ár í deildinni. Thurmond sagðist í gær eiga rétt á endurkjöri í ljósi þingreynslu sinnar og frammi- stöðu og skoðanakannanir benda til þess að hann hafi gott forskot á mótframbjóð- anda sinn, demókratann Elliott Close sem er 42 ára. Óvinnandi stríð gegn spillingn LUO Ji, æðsti embættismaður kínverskrar stofnunar sem berst gegn spillingu í stjórn- kerfinu, brotnaði saman og grét í sjónvarpsviðtali þar sem hann var spurður um árangur starfsins. Talsmaður stoðvar- innar sagði hann hafa iðrast hvernig komið væri fyrir fjöl- skyldu hans og annarra starfs- manna stofnunarinnar því þeir væru ofkeyrðir af vinnu og þyrftu oftast að sofa og matast á skrifstofunni vegna vinnu- álags. Luo sagði „íhlutun" ofan frá hafa gert stofnuninni erfitt fyrir við að uppræta spillingu. Þó sönnunargögn lægju á borð- inu væru mál oft svæfð vegna fyrirmæla ofan frá. Stofnunin var sett á Iaggirnar vegna gagnrýni á ört vaxandi spill- ingu meðal embættismanna í Kína. Reuter FJÖLDAGRÖF hefur fundist á svæði í Bosníu, sem áður var á valdi Bosníu-Króata. Gröfin hefur verið opnuð og reynt að bera kennsl á þá, sem þar voru grafnir. Líkin í gröfinni eru næstum öll með höfuðáverka. Finna stóra fjölda- gröf Banja Luka. Reuter. RÁÐAMENN Bosníu-Serba sögðu á mánudag að tugir manna hefðu verið grafnir upp úr fjöldagröf á landsvæði, sem áður var á valdi Bosníu-Króata, og benti allt til þess að þeir hefðu verið sviptir lifi með grimmilegum hætti. Serbneskir fjölmiðlar sögðu að 181 iík hefði verið grafið upp í þorpinu Mrkonjic Grad. Voru al- þjóðlegir eftirlitsmenn viðstaddir uppgröftinn að hluta. Sjúkdómafræðingur frá Belgrad og stjórnandi rannsóknarliðsins í Mrkonjic Grad, sagði að höfuð- áverkar hefðu verið banamein 102 af 104, sem grafnir hefðu verið upp. 52 hefði verið veitt höfuðhögg, en 46 hefðu bæði verið skotnir í hnakkann og barðir í höfuðið. Lið Bosníu-Króata náði Mrkonjic Grad á sitt vald með að- stoð stjórnhersins í Króatíu í sept- ember 1995, en fengu Bosníu- Serbum það aftur í hendur í mars. Ingvar Ásgeirsson starfsmaður Rauða krossins í Líberíu Áberandi hvað dregið hef- ur úr spennu í Monróvíu Bandaríkjamenn hefja brottflutning fólks frá Líberíu „ÞAÐ hefur verið mikil spenna hér í borginni en þó áberandi hvað mikið spennufall hefur orðið í dag. Það er mun fleira fólk á ferðinni en frá því á laugardag, minna er um skothvelli og það er léttara yfír öllu. Við erum að vona að þetta sé yfirstaðið," sagði Ingvar Ásgeirsson, starfsmaður Alþjóða Rauða krossins, í Monróvíu í Líber- íu í samtali við Morgunblaðið. Átök brutust út í borginni á laugardag vegna deilna stuðningsmanna stríðsherrans Roosevelts Johnsons og ríkisráðsins, sem farið hefur með bráðabirgðavöld í landinu frá því borgarastyijöld lauk í ágúst sl. „Það amar ekkert að okkur og við erum óhultir hér í diplómata- hverfinu, höfum ennþá næg mat- væli og vatn og höfum auk þess rafal til að framleiða rafmagn ef á þarf að halda. Hér hefur verið gestkvæmt ■ því allir innlendir starfsmenn Rauða kross Líberíu og fjölskyldur þeirra hafa dvalist hjá okkur frá því á laugardag. Ekkert okkar hefur orðið fyrir skakkaföllum. Það er erfitt að henda reiður á ástandið og við héldum kyrru fyrir fyrstu þijá dagana en byijuðum að líta í kringum okkur í gær. En allt virkar þó á mann í dag eins og þetta sé að líða hjá. Við verðum um kyrrt í landinu nema ástándið versni til muna,“ sagði Ingvar. Hann er einn fimm starfsmanna Alþjóða Rauða krossins, sem vinn- ur að uppbyggingu Rauða kross Líberíu og sagðist búast við að verða í borginni til haustsins. Að sögn Reuters-fréttastofu nn- ar ákváðu Bandaríkjamenn í gær að senda hersveitir til Líberíu til þess að bjarga þaðan bandarískum þegnum og öðrum útlendingum vegna bardaga í höfuðborginni. Hófst brottflutningurinn þegar í gærkvöldi er fimm þyrlur hófu fetjuflutning fólks úr bandaríska sendiráðinu til Sierra Leone en þar voru flugvélar einnig í viðbragðs- stöðu í gær. Halda átti flutningun- um áfram í nótt. Alls eru um 450 bandarískir þegnár í Líberíu en rúmlega 200 þeirra tengjast starfsemi banda- ríska sendiráðsins í Monróvíu. Um 20.000 óbreyttir borgarar höfðu leitað skjóls á lóð sendiráðsins. Fulltrúi í breska utanríkisráðu- neytinu í London sagði, að hæfu Bandaríkjamenn brottflutning þegna sinna frá Líberíu yrðu þeir beðnir að flytja þaðan breska þegna einnig. Skothvellir heyrðust í höfuð- borginni í gær, að sögn Reuters, en virtust einskorðast við herstöð í miðborginni og voru minni en á mánudag er .þungavopnum var beitt. Ríkisráðið setti Johnson af sem byggðamálaráðherra og gaf út morðákæru á hendur honum. Stjórn Ghana, sem gegnir for- ystuhlutverki í Efnahagsbandalagi Vestur-Afríku (EVA), hefur sent friðargæslusveitir til Líberíu og hvatt Johnson til að gefa sig fram. Af hálfu EVA er jafnframt unnið að sáttum milli Johnsons og ríkis- ráðsins. Ekki endanlegar undan- þágur frá EMU-aðild Brussel. The Daily Telegraph. ÞRÁTT fyrir að einstök ríki hafi fyrirvara varðandi aðild sína að myntbandalagi Evrópuríkja (EMU) telur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki koma til greina að veita endanlega undan- þágu frá EMU-aðild. Háttsettur embættismaður hjá framkvæmdastjórninni segir að reynt verði að koma nýju hugtaki að er fjármálaráðherrar ESB-ríkj- anna hittast í Verona á Italíu um næstu helgi. Þau ríki sem ekki gerist strax aðilar að EMU standi þannig ekki „utan“ EMU heldur séu „í biðsal aðildar“. Framkvæmdastjórnin er jafn- framt bjartsýn á að hægt verði að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil, evróið, hinn 1. janúar 1999 líkt og stefnt hefur verið að. John Major, forsætisráðherra Bretlands, krafðist þess í desem- ber á síðasta ári að gerð yrði ítar- leg úttekt á áhrifum þess að ein- stök aðildarríki tækju upp sameig- inlegan gjaldmiðil en önnur ekki. Hann sagði að slíkt myndi þýða „sögulegan klofning" innan sam- bandsins og tortíma innri mark- aðnum ef ekki yrði gripið til ráða í tæka tíð. Ekki síst hafa margir áhyggjur af því að ríki utan EMU muni grípa til gengislækkana til að bæta samkeppnisstöðu útflutn- ingsafurða sinna. Vörn í sókn Talsmenn Evrópusamruna hyggjast snúa vörn í sókn á Ver- onafundinum og leggja fram áætl- un um tengingu ríkja utan EMU- svæðisins við ríki innan svæðisins. Eru helstu talsmenn þeirrar hug- myndar þeir Jacques Chirac Frakklandsforseti, Helmut Kohl Þýskalandskanslari og Jacques Santer, forseti framkvæmda- stjórnarinnar. Eru rök þeirra þau að með gengisbindingu sé hægt að tryggja stöðugleika og aðstoða þau ríki er ekki uppfylla kröfur um aðild árið 1999 við að ná aðild skömmu síðar. SKOPTEIKNARI The Ec- onomist telur EMU-áform Evrópusambandsins hanga á bláþræði. Þau ríki sem nú er talið líklegt að muni eiga aðild í fyrstu lotu eru Þýskaland, Frakkland, Hol- land, Lúxemborg, Austurríki og Belgía. Bretar munu að öllum lík- indum einnig uppfylla hin efna- hagslegu skilyrði en hafa undan- þágu frá aðild. Vinni Verka- mannaflokkurinn sigur í þingkosn- ingunum á næsta ári er þó allt eins líklegt að Bretar muni gerast aðilar að EMU frá upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.