Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 13 Fékk fyrstu verðlaun fyrir lopapeysu í hönnunarkeppni ÍSTEX Fékk hugmyndina þegar ég var að veiða Selfossu - “Ég fékk hugmyndina að peysunni þegar ég var að veiða. Þess vegna ná ermarnar fram á fingurna og það er gat fyrir þu- malinn. Ég hafði hana svona því ég er sjálf handköld. Fólki finnst þetta snjöll hugmynd því þarna er kom- in hálfgerð griffla á peysuna sem maður ræður hvort maður not- ar eða ekki,“ sagði Halldóra Kristín Hjaltadóttir hús- móðir á Selfossi sem nýlega fékk fyrstu verðlaun fyrir lopapeysu í prjónahönnunar- keppni ÍSTEX . Halldóra Kristín tók þátt í sams konar keppni 1992 og sendi þá þrjár peysur en engin þeirra náði toppnum en núna sendi hún þessa einu peysu sem náði fyrstu verðlaunum af 377 peysum sem sendar voru inn til keppninnar. Verðlaunapeysan er prjónuð í large og er í sauðalitunum, prjónuð úr léttlopa sem Anna Kristín segir að sé mjög skemmtilegt efni að prjóna úr. „Þetta er léttlopi í orðsins fyllstu merkingu og gaman að vinna með hann og gott að leika sér með hann á prjón- unum," sagði Hall- dóra Kristín. Hún prjónaði verð- launapeysuna á tveimur dögum og fór óhefðbundna leið við pijóna- skapinn, filjaði upp á hálsmálinu og pijónaði peys- una niður. Hún sagðist telja það betra því þegar kæmi að munstr- inu þá væri minna á pijónunum og þeir léttari. Hún tekur úr fyrir ermunum og pijónar þær síðan áfram í lokin og losnar við að fella saman lykkjur í handveginum. „Ég held örugg- lega áfram að leika mér með pijónana því ég hef gaman af þessu og handavinnu yfirleitt. Hugmyndin að þessari peysu var í höfðinu á mér.Ég fór út í búð, keypti i hana og pijónaði hana ’siðan upp úr mér án þess að skrifa neitt niður nema lykkju- fjöldann. Þetta er eins og hjá skáldi ætli það megi ekki segja að ég yrki peysurnar sem mér dettur i hug, ég get alltaf rakið upp eins og skáldin sem nota strokleðrið," sagði Halldóra Kristín Hjaltadóttir húsmóðir á Selfossi. Morgunblaðið/Sig. Jóns. HALLDÓRA Kristín Hjaltadóttir húsmóðir á Selfossi með peysu sem hún hefur pijónað. LANDIÐ Morgunblaðið/Alfons HALLA Svansdóttir, Fegurð- ardrottning Vesturlands. Halla Svans- dóttir fegurðar- drottning Vest- urlands 1996 Ólafsvík - Fegurðarsamkeppni Vesturlands var haldin í félagsheim- ilinu Klifi í Ólafsvík 3. apríl sl. en alls tóku 13 stúlkur þátt í keppn- inni. Fegurðardrottning Vesturlands varð Halla Sveinsdóttir, 19 ára, frá Akranesi, en hún hlaut einnig titilinn vinsæíasta stúlkan. I öðru sæti lenti Hjördís Sigurðar- dóttir, 19 ára, frá Akranesi, sem einnig hlaut titilinn sportstúlka árs- ins og í þriðja sæti hafnaði Ingibjörg Kristín Kristjánsdóttir, 21. árs, en hún er frá Rifi. Þá hlaut Lilja Sigurð- ardóttir, tvítug Ólafsvíkurmær, titil- inn ljósmyndafyrirsæta Vesturlands og Sandra Steingrímsdóttir 18 ára frá Akranesi varð hlutskörpust um fegurstu fótleggina. „Ég átti engan veginn von á að sigra“, sagði Halla Svansdóttir er Morgunblaðið náði tali af henni í sig- urvímu eftir krýninguna. „En þetta var æðislegt.“ Húsfyllir var á keppninni og að henni lokinni var dansað fram eftir nóttu við undirleik hljómsveitarinnar Klakabandið. Framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Vesturlands er Silja Allansdóttir, Akranesi. Skipslíkön sýnd í Sandgerði Sandgerði - Á Fræðasetrinu í Sandgerði stendur nú yfir sýn- ing á skipslíkönum. Níu áhuga- menn um módelsmíði sýna þar verk sín og kennir þar margra grasa. Sumir þeirra hafa smíðað skipin alveg frá grunni og hafa þá ýmist notað raunveruleg skip sem fyrirmyndir eða látið hugarflugið ráða, aðrir hafa sett saman pakkamódel sem einnig er gífuleg þolinmæðis- vinna. Andrés Eggertsson á fjögur skip á sýningunni. Hann sagðist hafa byrjað með vasahnífinn einan að vopni en væri nú farinn að notast við spoijárn. Hann hefði fengið teikningar af tveim- ur skipanna en aðeins haft ljós- myndir af hinum auk þess sem hann var lengi skipveiji á Mars- inum. Baldur Júlíusson lætur hugar- flugið ráða þegar hann smíðar sín skip. Hann á t.d. skip á sýn- ingunni sem hann hefur sett rafmagnsvélbúnað í, hann lét á það veiðistöng og fjarðstýrði því út á Þingvallavatn þar sem skip- ið veiddi dágóða bröndu. Guð- mar Pétursson gaf sjálfum sér módel í afmælisgjöf og skemmti sér hið besta við að sefja það saman en konan var víst ekki eins ánægð þar sem hann var ekki viðræðuhæfur í þijá mán- uði. Aðrir sem eiga skip á sýning- unni eru Grímur Karlsson, Þor- steinn Jónsson, Guðmundur Jónsson, Valur Þorgeirsson, Magnús Stefánsson, Heiðar Vigg ríksson en hann er hvatamaður- inn að sýningunni. Morgunblaðið/Hrefna Björg Óskarsdóttir SKIPSLÍK AN ASMIÐIRNIR. IBALEN O Geturðu gert betri bílakaup? Gerðu samanburð... og taktu stðan dkvörðun. 86 hestafla 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingar • rafdrifnar rúðuvindur • rafstýrðir útispeglar • útvarp/segulband með 4 hátölurum • upphituð framsæti • öryggisloftpúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitar í hurðum • samlitir stuðarar. Allt þetta og margt fleira í rúmgóðum og vönduðum 4ra dyra fólksbíl íyrir aðeins: 1.265.000,-kr. SUZUKI • Afl og öryggi • fl5% SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.