Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 45 Eftir Hjört liggja nokkrar bækur þar á meðal árbók Ferðafélags Is- lands um Svarfaðardal, 1973, sem honum lét að sjálfsögðu vel að skrifa, svo skygn sem hann var á landið, landslag jafnt og það smáa í náttúrunni, gróðri og dýralífi. Hann skrifaði einnig sögu Spari- sjóðs Svarfdæla í 100 ár og sögu Sýslunefnda í Eyjafjarðarsýslu eftir að punktur hafði verð settur aftan við þeirra tilveru og hygg ég að það hafi verið eitt af hans mestu afreks- verkum því að þá var heilsan það mikið farin að bila að margir í hans spoj-um hefðu þá lagt árar í bát. Útgáfa þeirra Hjartar og Sigríðar á Tjörn og þess fólks skylds og óskylds sem með þeim vann, á blað- inu Norðurslóð er svo enn eitt afrek- ið. Það blað hefur nú komið út sam- fellt í tuttugu ár og á sér örugglega engan líka bæði vegna þess að ein- stakt það er að svo fámennt byggð- arlag eigi sér slíkt „málgagn" og svo þess hve menningarlegt það er og hefur alltaf verið. I því m.a. finn ég þeim orðum mínum hér að fram- an stað að Hjörtur og hans fólk hafi verulega styrkt og aukið við íslenska bændamenningu. Enn má við bæta því við hvað Hjörtur var ágætur ljóðamaður, hann kunni ógrynnin öll af ljóðum og unni þeim mjög. Ljóðagetraunir hans eða þeirra í Norðurslóð sem margir kannast við bera þess m.a. gott vitni og mættu fleiri leggja stund á slíka samkvæmisleiki. Og svo var anaðurinn ágætlega hagorður, fyndinn á efni og orðaval í besta lagi, svo að oft datt manni í hug að hann mætti flíka því meira. Fátt er okkur dauðlegum mönn- um mikilvægara en að eignast góða ferðafélaga. Það gildir jafnt í beinni og óbeinni merkingu, og það voru þau Hjörtur og Sigríður svo sannar- lega. Við hjónin minnumst þess frá ýmsum ferðum, utan lands sem inn- an. Á fjöllum og í byggðum lands- ins, í erindum Náttúruverndarráðs þar sem verið var að kynnast undr- um lands og náttúru í smáu sem stóru - þá las Hjörtur með okkur og þó einkum fyrir okkur söguna og náttúrusöguna á ógleymanlegan hátt. Við hjónin áttum þess kost að ferðast með þeim Tjarnarhjónum bæði um Norðurlönd og svo eina ferð alllanga suður um Evrópu um allmargar sögu- og menningarborg- ir en einnig um mið- og suðurevr- ópskar sveitir, láglendar og í Ölpun- um. Hjörtur var fyrir öllu jafnop- inn, las fyrir okkur og fræddi okkur með víðtækri þekkingu á sögu og í málum. Mest var þó áberandi að ekkert mátti fram hjá honum fara, helst enginn kastali, safn eða kirkja, hvað þá landslag, gróður eða nátt- úrusmíðar, svo mikill var áhugi hans og fýsn til að læra og þekkja - að okkur sem þó vorum yngri þótti stundum nóg um. Hér verða menn að taka hluta fyrir heild. Ég gæti skrifað niður óteljandi góðar minningar um sam- starfið við Hjört E. Þórarinsson og það hvað það var gott að vinna fyrir hann og undir hans stjórn, hvað gott var ætíð með honum að vera. Einnig gæti ég farið mörgum orðum um það hvað mikið honum var gefið en það er ef til vill ekki í sjálfu sér tilgangur þessara fáu minningarorða heldur hitt að votta einlægt þakklæti fyrir kynnin Við hjónin sendum Sigríði, börn- unum þeirra og öllu vandafólki hug- heilar samúðarkvæðjur nú þegar Hjörtur hefur kvatt. Jónas Jónsson. Leiðir okkar Hjartar lágu saman á nokkrum vígstöðvum á árunum upp úr 1970 og á öllum sviðum vorum við samheijar og með okkur tókst góð vinátta og samstarf. Ég sá hann sem frammámann í félags- málum eyfirskra bænda, ég kynnt- ist honum sem virkum náttúru- verndarmanni og einnig var hann mikill áhugamaður og frumkvöðull í gönguferðum um dali og fjöll á Tröllaskaganum. Mér þótti til um lífsskoðanir þessa fróða bónda, sem unni dalnum sínum svo mikið og taldi starf bóndans svo göfugt, að hann lét ekkert lokka sig til meiri metorða. Æðra starf var ekki til. Hann vildi „rækta garðinn sinn“ í þess orðs fyllstu merkingu. Og „garðurinn" hans var Eyjafjörður- inn, Svarfaðardalurinn og ijölskyld- an. Hjörtur var heimilisfaðir sem ásamt Sigríði sinní ól upp myndar- legan barnahóp, sveitarhöfðingi sem fáraðist ekki um búsafurðirnar en gerði það sem honum þótti skemmtilegt og tók þátt í þeim fé- lagsmálum sem hann hafði áhuga á. Hann komst nær því en flestir aðrir að vera fijáls. Einu sinni var ég með honum á þriggja manna fundi náttúruverndarnefndar og þá minnist ég þess að Hjörtur sagði að til að ná árangri þyrfti maður að vera „róttækur í hófi“. Þannig var Hjörtur, hóflega róttækur. En flestar minningar mínar tengjast gönguferðum okkar um Tröllaskagann. Með honum fór ég mína fyrstu ferð á skíðum i „Yfir- heima“, inn í hjarta þessa stór- brotna svæðis. Eg man eftir ferð okkar nokkurra fjallagarpa í há- vaðaroki með vírnetsrúllur á bakinu sem nota átti í grunn Tungna- hryggsskálans. Ég minnist villu í hríðarveðri umhverfis Hnjótafjallið og Hjörtur viritst nær áhyggjulaus, eins og mér fannst hann ætíð þegar hann gekk á jökli og klofaði yfir jökulsprungurnar sem ég hoppaði lafhræddur yfir. Hjörtur fáraðist ekki mikið um ferðaútbúnaðinn sinn og í einni ferð man ég eftir honum iklæddum svörtum ruslapoka í stað dýrrar yfirhafnar úr Skátabúðinni eins og margir minni ijallamenn fjárfesta í. Eg minnist þess enn fremur þegar við fyrir tíma göngu- skálans mæltum okkur mót á Tungnahryggsjökli, Hjörtur með Ferðafélag Svarfdæla sem kom upp Skriðadal og ég með Ferðafélagið Hörg upp Barkárdal, og var hvorug- ur hópurinn fjölmennur. Þegar við hittumst í lélegu skyggni í víðátt- unni á jöklinum gekk ég að Hirti, rétti honum höndina og heilsaði honum líkt og Stanley gerði í myrk- viðum Afríku forðum er hann var að leita að David Livingstone og sagði: „Doctor Lvingstone, I presume" (Þú munt vera Living- stone læknir)? Ég er þess fullviss að Hjörtur átti margt sameiginlegt með David Livingstone, skoska landkönnuðinum, lækninum og kristniboðanum. Hjörtur var ís- lenskur landkönnuður og hann var reyndar háskólamenntaður í Skot- landi og talaði góða ensku með skoskum hreim, sem skoskir ferða- menn undruðust. Það er bjart yfir minningunum um Hjört á Tjörn. Það sem ein- kenndi hahn öðru fremur var ást á sköpunarverkinu og hann tók eftir umhverfinu betur en flestir aðrir. Ég man enn hve ég dáðist að því þegar hann einhverju sinni inni í afdal lék tónverk á ílustrá. Þannig tókst honum á mörgum sviðum að gera einfalda og fátæklega hluti stórfenglega. Þess vegna fannst honum lífið ánægjulegt, þannig var hann fijáls og þannig ræktaði hann garðinn sinn. Á mörgum sviðum mun verka Hjartar gæta í framtíð- inni og hann átti hugmyndina að „Göngunni löngu" sem ég er nú lagður í og ætla að fara í áföngum ásamt tveimur félögum mínum, en hún liggur á vatnaskilunum um- hverfis Svarfaðardalinn. Þetta er fjallaleið umhverfis sveitina hans, leið sem Hjörtur fór í huganum og lýsti í rituðu máli. Hjörtur var lagð- ur til hinstu hvíldar í svarfdælsku moldinni sinni á Tjörn, en sál þessa landkönnuðar leggur upp í enn lengri ferð en „Gönguna löngu“, ferðina til himnaríkis Drottins. Þar hittir hann vini sína og þar mun verða sagt (en líklega ekki bara á ensku); „Hjörtur á Tjörn I presume.“ Við hjónin þökkum fyrir ánægjuleg kynni af þessum heið- ursmanni og vottum Sigríði og börnum þeirra samúð svo og ætt- ingjum öllum. Bjarni E. Guðleifsson. t Systir mín, JÓNA STEINBORG KARVELSDÓTTIR ANDERSEN, lést í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 29. mars. Útförin fór fram í Gladsaxekirkju 3. apríl. Guðrún Anna Karvelsdóttir og fjölskylda. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGNHILD KONRÁÐSSON, Hagaflöt 5, Garðabæ sem lést í Vífilsstaðaspítala 3. apríl, verður jarðsungin frá Garðakirkju föstu- daginn 12. apríl kl. 13.30. Ragnheiður Björnsdóttir, Borgþór Björnsson, Grétar Signhild B. Borgþórsdóttir, Stefán og aðrir ástvinir. t Elskulegur sonur minn, stjúpsonur og bróðir, JÓNSIGURÐSSON vélstjóri og fyrrum ráðgjafi hjá SÁÁ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 11. apríl, kl. 13.30. Rebekka Stella Magnúsdóttir, Haraldur Jónsson, Ásgeir Sigurðsson, Magnús Sigurðsson og f jölskyldur. Karlsson, Halldórsson t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN REBEKKA SIGURÐARDÓTTIR, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 11. apríl. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ, fimmtudaginn 11. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Ólafur J. Einarsson, Sjöfn Ólafsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Einar S. Ólafsson, Inga Jóna Andrésdóttir, barnabörn og langömmubörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FRIÐJÓN SKARPHÉÐINSSON, lést 31. mars. Jarðarförin hefur farið að ósk hins látna. fram í kyrrþey Sigriður Ólafsdóttir, Þórarinn Friðjónsson, Ólöf Jónsdóttir, María Friðjónsdóttir, Ástmundur K. Guðnason, Ólafur Héðinn Friðjónsson, Auður Gunnarsdóttir, Kristín Lára Friðjónsdóttir, Erlendur Helgason og barnabörn. t Elskulegur ástvinur minn og faðir okkar, SVEINN BJÖRNSSON stórkaupmaður, lést að morgni páskadags. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavíkföstudaginn 12. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Sjúkrahús Akraness. Rannveig Böðvarsson, Kristfn Sveinsdóttir, Björn Sveinsson, Guðbjörg Sveinsdóttir, Ólafía Sveinsdóttir, Ingvar Sveinsson, tengdabörn og barnabörn. t Alúðarþakkir til ykkar allra sem auð- sýnduð okkur hlýhug, vináttu og samúð vegna andláts og útfarar eiginmanns míns,.föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGRÍMS HELGA HALLDÓRSSONAR fyrrv. kaupfélagsstjóra, Hornafirði. Guðrún Ingólfsdóttir, Ingólfur Asgrímsson, Haildór Ásgrímsson, Anna Guðný Ásgrímsdóttir, Elín Ásgrfmsdóttir, Katrfn Asgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Siggerður Aðalsteinsdóttir, Sigurjóna Sigurðardóttir, Þráinn Ársælsson, Björgvin Valdimarsson, Gísli Guðmundsson, NY LEGSTEINASALA OPNAR 1 tilefni opnunar SÓLSTEINA bjóðum við 15% kynningar- afslátt á öllum legsteinum til 25. apríl. Verð frákr. 19.200 Opið kl. 13-18 alla virka daga og laugardaga kl. 13-17. S Ó L S T E I N A R Nýbýlavegur 30, Dalbrekkumegin, 200 Kópavogi. Sími: 564 3555. FAX: 564 3556. SOLSTEINAR Nýbýiavegi 30, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.