Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 Orðsending fíá Samhjálp kvenna Opið hús vegna brjóstakrabbameins, hefur Opið hús" í Skógarhlið 8, húsi Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 10. apríi kl. 20.30. Hjónin Sigurður Ragnarsson og Inga Stefánsdóttir sálfræðingarflytja erindi sem nefnisf: Börn og unglingar, viðbrögð þeirra við langvarandi veikindum og dauðsföllum. Leið til hjálpar? Katfiveitingar » flllir velkomnír Háls-, nef- og eyrnalæknir í Hafnarfirði Hef opnaö læknastofu í Bæjarhrauni 2. Atli Steingrímsson, háls,- nef- og eyrnalæknir. Tímapantanir í síma 555 3 130. Hárgreióslusveinn óskast. Upplýsingar gefur Sigurpáll í síma 551-3010, kvöldsími 557-1669. HÁRGREIÐSLCJSIOFAN KIAPPARSTÍG v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. ÍDAG að finna á henni snöggan blett: 28. — Re5!? (Vogun vinnur, vogun tapar. Hvítur verður að taka áskoruninni og drepa riddarann, þðtt svartur fái sókn- arfæri eftir 29. fxe5 - Bxe5 30. Dc2 - Bxg3 29. Rfl? - Rf3+ 30. Bxf3 — exf3 (Hvítur stendur nú uppi með gertapað tafl) 31. Rd4 — Dxh4 32. Kf2 - Hxg3! 33. Rxg3 - Rg4+ 34. Kfl - Dxg3 35. Hc2 - Rh2+ 36. Hxh2 - Dxh2 37. Dh2 - Dhl+ 38. Kf2 og hvítur gafst upp um leið. Arnar þurfti nauðsynlega á þessum sigri að halda til að eiga möguleika á að hreppa annað sætanna tveggja í landsliðsflokki. Hann þarf að tefla einvígi við Sævar Bjarnason um annað sætið, en Magnús Örn Úlfarsson sigraði. SKÁK Omsjón Margeir Pétursson SVARTUR á leik. STAÐAN kom upp í áskor- endafiokknum á Skákþingi íslands um páskana. Heimir Asgeirsson (2.030) var með hvítt, en Amar E. Gunnars- son (2.130) var með svart og átti leik. Hvítur hefur stilit upp mjög traustri stöðu og erfitt Hlutavelta VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Ábending AÐKOMA að bifreiða- stæðum fatlaðra við sund- laugina í Laugardal er alltof þröng. Á merktum bílastæðum fyrir fatlaða eru oftast bílar sem ekki eru merktir fötluðum og bílum er lagt svo þétt allt í kring að erfitt er að bakka út frá merktum stæðum eða snúa við til að komast út í umferðina. Margir fatlaðir eiga erfitt með að snúa sér mikið í ökusæti til að sjá aftur fyrir sig. Eins er aðkoman að anddyri sundlaugarinnar iðulega heft, þar sem bílar leggja þrátt fyrir að skilti séu þar uppi sem banna það. En greinilega vantar fleiri stæði á stéttinni eða í allra nánasta umhverfi fyrir þá fjölmörgu fötluðu einstaklina, sem eru samt ótrúlega sporléttir, og neyðast til að leggja bif- reiðum sínum í þessari aðkomu. Sérstaklega er það átakanlegt að sjá fötl- uðu sendibílastjórana, sem verða að leggja sendi- bílunum sínum þama því að þeir komast ekki frekar en hinir inn í laugina með bílana sína. Með von um að þessum atriðum verði gefinn gaumur af forsvarsmönn- um sundlaugarinnar í Laugardal. Sundlaugargestur. Tapað/fundið Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA tapaðist, sennilega í Seljahverfi, laugardaginn 30. mars. Ef einhver hefur fundið kippuna vinsamlegast hringið í síma 553-9920. Þekkir einhver manninn? ÞESSI mynd fannst á víðavangi. Ef einhver kannast við manninn á myndinni getur sá hinn sami sótt myndina á af- greiðslu Morgunblaðsins. Gæludýr Fress í Grafarvogi SVART og brúnbröndótt fress hefur verið á flæk- ingi í Grafarvogi. Köttur- inn er hvítur á bringu, trýni og loppum. Hann er ekki merktur. Uppl. í síma 567-7442. Kisi er týndur FIMM mánaða högni, dökkgrár með hvíta snoppu og hvítar loppu, tapaðist frá Sólheimum 12 2. apríl sl. Hann er með rauða ól en ómerkt- ur. Ef einhver hefur orð- ið hans var vinsamlegast hringið í síma 553-8576. ÞESSIR duglegu strákar héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Hjálparsjóði Rauða kross íslands og varð ágóð- inn 980 krónur. Þeir heita Jón Gunnar Ragnarsson, Hannes Guðmundsson og Vilhjálmur Þór Gunnarsson. ÞESSAR duglegu stúlkur, þær Herdís og Bylgja, héldu tombólu nýlega og færðu Styrktarfélagi Íamaðra og fatlaðra ágóðann sem varð 4.371 króna. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI var ekki ánægður rneð frammistöðu Ríkissjónvarps laugardagskvöld fyrir skömmu. Hann er forfallinn aðdáandi Simp- sons og leggur mikið undir til þess að komast hjá þvi að missa af þeim þætti þegar hann er á dagskrá á laugardagskvöldum á eftir „frétta- þættinum“ Enn ein stöðin. Þegar hann á þess ekki kost að sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar Simpsons eru á dagskrá, er mynd- bandstækið notað, reyndar eru allir þættir teknir upp og þeim safnað á sérstaka Simpson-spólu. Sem betur fer var Víkveiji heima við sjónvarpið umrætt laugardags- kvöld, því þegar komið var að Enn einni stöðinni tilkynnti broshýr kona á sjónvarpsskjánum að vegna seink- unar á vinnslu þáttarins hefði verið ákveðið að færa Simpsons framfyrir. Bara sisona! Þarna fór fyrst að þykkna í Víkverja, enda lét þulan eins og þetta væri sniðugt og skemmtilegt mál, þáttur Enn einnar stöðvarinnar væri nefnilega að þessu sinni tekinn upp úti í geimnum og því ríktu sérstakar ástæður. Kannski hefur einhveijum öðrum en starfs- mönnum Ríkissjónvarpsins líka þótt þetta fyndið? Víkveiji breytti stillingunni á myndbandinu og naut Simpsons- þáttarins. Næsta dag var mynd- bandsspólan eftirsótt af þeim vinum Víkveija sem höfðu gert ráð fyrir því að dagskrá Ríkissjónvarpsins væri hægt að treysta. Að þættinum loknum birtist þulan aftur eins og lög gera ráð fyrir, að þessu sinni með afsökunarbeiðni vegna þess að „geimþátturinn“ var ekki enn kominn til jarðar. Og hvað gerði Ríkissjónvarpið þá? Jú, bauð sjónvarpsáhorfendum upp á fræðslu- þátt um fíkniefni og lítt spennandi tónlistarmyndband. Eftir íjörutíu mínútna dagskrá af þessu tagi, á besta tíma á laugardagskvöldi, birt- ist loks þátturinn margumtalaði, áttatíu mínútum á eftir áætlaðri dag- skrá. XXX • • OLLUM geta orðið á mistök, í vinnslu sjónvarpsþátta eins og öðru. Það sem hins vegar veldur reiði Víkverja er hvernig þarna var unnið úr málum. Að mati hans hefði í fyrsta lagi verið einfaldast að sleppa Enn einni stöðinni að þessu sinni, fyrst greinilega var langt í að þátturinn væri tilbúinn, skella öðru nothæfu efni inn í staðinn og láta dagskrána standa óbreytta að öðru leyti. í öðru lagi hefði vitræn útskýring í upphafi og afsökunarbeiðni verið meira en æskileg. Hefði hins vegar sú leið sem Ríkissjónvarpið fór verið ófrávíkjan- leg, hefðu starfsmenn mátt sýna áhorfendum þann virðingarvott að birta efni sem hæfði stund og stað. XXX VÍKVERJI gerir sér enga grein fyrir því hvaða hvatir lágu að baki þessari ótrúlega hrokafullu framkomu starfsfólks Ríkissjón- varpsins þetta laugardagskvöld í garð áhorfenda sinna, skattborgar- anna sem greiða þeim laun. Eitt er víst, forsvarsmönnum Stöðvar 2 og Stöðvar 3 var gerður greiði þessa helgi og að sama skapi var þetta að mati Víkveija lóð á vogarskál þeirra sem vilja ríkisverndina burt úr Efsta- leitinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.