Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 52
>2 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Je&v ösL£G/ti \ TÓN HÉR. / 6£eNND/NN>?( , 01995TribuneMediaServices,Inc. /x-ii «Righte BasMVMl.____________ Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Um hjólreiðar Frá Margréti Sæmundsdóttur: HRÖNN Gunnarsdóttir skrifar í bréfi til blaðsins þriðjudaginn 2. apríl og kvartar yfir því að hjól- reiðamenn þekki ekki reglur um hjólreiðar. Starfsfólki Umferðar- ráðs berast alltaf öðru hvoru kvartanir frá hjólreiðamönnum um tillitsleysi ökumanna við þá, öku- menn aka of nálægt þeim og oft hefur komið fyrir að ökumenn kyrrstæðra bíla opni hurð bíla sinna svo ógætilega að hjólreiða- menn seni eiga leið framhjá lenda á þeim. Ökumenn kvarta aftur á móti yfir því að hjólreiðamenn virði ekki umferðarreglur og hjóli á móti umferð með tilheyrandi hættu fyrir þá sjálfa og aðra veg- farendur. Gangandi vegfarendur kvarta síðan yfir því að hjólreiða- menn sýni þeim litla tillitssemi og geri sér ekki grein fyrir skyldu hjólreiðamanna að víkja fyrir gangandi vegfarendum á gang- stétt ef þeir eru til hættu eða óþæginda. Þar sem ekki virðist vanþörf á að rifja upp reglur fyrir hjólreiðamenn sendi ég hér með til upprifjunar sérreglur fyrir hjól- reiðamenn í umferðarlögum, 39. og 40. gr. VI. sérreglur fyrir reiðhjól, bifhjól og torfærutæki Reiðhjól - 39. gr. Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla sam- hliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjól- reiðamenn eigi hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji. Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri. Akreinina við hlið hennar má þó nota til fram- úraksturs, ef eigi er unnt að fara fram úr hægra megin. Hjólreiðamaður, sem nálgast vegamót og ætlar að fara beint áfram eða beygja til vinstri, má vera áfram hægra megin á vegi. Ætli hann til vinstri skal hann fara beint áfram yfir vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er unnt án óþæginda fyrir aðra um- ferð. Gildir þetta þrátt fyrir um- ferðarmerki eða önnur merki, nema þau séu sérstaklega ætluð hjólreiðamönnum. Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendumm hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum. Hjólreiðamaður má ekki hanga í öðru ökutæki á ferð eða halda sér í ökumann eða farðþega ann- ars ökutækis. Læsa skal reiðhjóli, sem lagt er, nema því sé lagt um stutta stund, og ganga þannig frá því, að eigi stafi hætta eða truflun af. 40. gr. Barn yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leið- sögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri. Eigi má reiða farþega á reið- hjóli. Þó má vanur hjólreiðamaður, sem náð hefur 15 ára aldrei, reiða barn yngra en 7 ára, enda sé barn- inu ætlað sérstakt sæti og þannig um búið að því stafi eigi hætta af hjólteinunum. Eigi má flytja á reiðhjóli þyngri hluti eða fyrirferðarmeiri en svo að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á reiðhjólinu og gefið viðeig- andi merki. Eigi má heldur flytja á reiðhjóli hluti, sem valdið geta öðrum vegfarendum óþægindum. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, fræðslufulltrúi Umferðarráðs. Til umhugsunar Frá Tryggva Hubner: NÝLEGA kynnti landlæknir niður- stöður rannsókna á áhrifum lang- tíma einangrunar á fólk (langa). Þar kom m.a. fram að skv. norsk- um, bandrískum og dönskum rannsóknum getur löng einangr- unarvist orsakað „svefnleysi, skerta hæfni til einbeitingar, kvíða, höfuðverk, verk í bijósti, óþægindi frá maga, truflanir á skynjun og alvarlegt þunglyndi“, svo eitthvað sé nefnt. (Mbl. 14. mars sl.) Niðurstaða landlæknis er sú að einangrun sé óráðleg leng- ur en 3-4 vikur. En hvað er „Iöng“ einangrun? í þeim rannsóknum sem land- Iæknir vitnar til voru rannsakaðir fangar sem sættu einangrun að meðaltali 7-8 vikur, styst 2 vikur og lengst 20 vikur. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja að á íslandi hefur gæsluvarðhaldi verið beitt um lengri tíma en þarna er til umræðu, sér í lagi í svo- nefndu Geirfmnsmáli. Sá sem lengstri einangrun sætti í því máli var einangraður á árunum 1975- 1977 í 106 (eitt hundrað og sex) vikur samfleytt áður en yfir lauk, aðrir sakborningar nokkru skem- ur. Þessar staðreyndir hljóta að vekja upp vissar spurnignar: 1. Hvað finnst íslendingum almennt um að þessari aðferð skuli beitt við að „upplýsa“ saka- mál? 2. Geta þeir sem ábyrgð bera á þessari löngu einangrun haldið því fram með rökum að eftir 24 mán- aða einangrun og yfirheyrslur haldi sakborningur enn leyndri vitneskju? TRYGGVI HUBNER Kleppsvegi 6, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.