Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ 117 milljónirí aukafj árveitingu BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu um 117 milljóna króna auka- íjárveitingu vegna sumarvinnu skólafólks sumarið 1996. í bókun borgarráðsmanna Sjálfstæðisflokks er vakin athygli á að árið 1995 hafi 2.267 unglingar fengið sumar- vinnu með samtals 513 milljóna króna framlagi. í bókun Reykjavík- urlista er minnt á að á síðasta ári hafi þijár aukafjárveitingar verið veittar. í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokks segir að með sam- þykktinni sé gert ráð fyrir að 1.765 einstaklingar á aldrinum 16 til 18 ára fái vinnu og að til þess verkefn- is sé veitt 337 millj. í bókun Reykjavíkurlista er bent á að umsóknarfrestur um sumar- vinnu sé til 30. apríl og að þá fyrst sé Ijóst hversu margar umsóknir berast. Ef fleiri sæki um sé hægt að taka málið upp í borgarráði á ný. Á síðasta ári hafi aukafjárveit- ingar verið þijár til verkefnisins. Hvassaleiti - raðhús Gullfallegt 210 fm raðhús á tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr. Neðri hæð: Forstofa, gestasnyrting, 2 stofur, eldhús með vandaðri eikar-innr. og General Electric tækjum og svalir. Efri hæð: 3-4 svefnherb., öll rúmgóð, með parketi, einnig stórt þvottaherb., sval- ir, flísarlagt baðherb. með vönduðum tækjum. Verð 15,8 millj. Séreign - fasteignasala, Skólavörðustíg 38A, sími 552 9077. Pizza 67 Til sölu er vinsæll og þekktur pizzastaður sem hefur 8000 manns í tíu mín. göngufjarlægð. Nýjar innréttingar og tæki. Miklir framtíðar- möguleikar. góð framleiðni. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. S U O U R SÍMAR581 2040 OG 581 4755. REYN1R PORGRÍMSSON. BLÖNDUBAKKI SKIPTIÓSKAST Morgunblaöið/Birgir Valsson TVEIR rússneskir togarar komu rússneska togaranum Dimitríj Pokramovítsj til aðstoðar meðan varð- skipið Ægir stóð vaktina. Dimitríj Pokramovítsj er nær á myndinni og annar aðstoðartogarinn fjær. Rússneskur landhelgisbrjótur við veiðar út af Reykjanesi Ekki gripið til aðgerða ÍSLENSK stjórnvöld ákváðu fyrir páska að grípa ekki til aðgerða gegn rússneska togaranum Dim- itríj Pokramovítsj sem staðinn var að ólöglegum veiðum 2,4 sjómílur innan islensku efnahagslögsög- unnar út af Reykjanesi. I framhaldi af þeirri ákvörðun var Júríj Reshetov sendiherra Rússlands í Reykjavík boðaður á fund Helga Ágústssonar ráðu- neytisstjóra í utanríkisráðuneytinu á miðvikudagskvöld þar sem brot- um rússneska togarans á íslensk- um lögum og þjóðarrétti var harð- lega mótmælt. Jafnframt var skýrt frá því að ætlast væri til þess að rússnesk stjórnvöld gerðu ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir að slíkt atvik endurtæki sig enda gæti það spillt samskiptum landanna. Það var flugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYN, sem stóð rúss- neska togarann að ólöglegum veið- um 2. apríl. sl. Samkvæmt tilkynn- ingu frá dómsmálaráðuneytinu við- urkenndi skipstjóri togarans í sam- tali við áhöfn flugvélarinnar að hann væri innan efnahagslögsög- unnar og það stafaði af vélarbilun. Hins vegar neitaði hann að stöðva skipið, dró inn vörpuna og hélt út fyrir mörk lögsögunnar. Eftir það neitaði skipstjórinn að taka varð- skipsmenn um borð. Varðskip vaktaði togarann fram á kvöld 3. apríl þegar dómsmálaráðherra ákvað í samráði við forsætisráð- herra og utanríkisráðherra að grípa ekki til frekari aðgerða gegn togaranum. Gæslan éfld Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra sagði í fjölmiðlum um páskahelgina að þrátt fyrir þessa niðurstöðu væri stefnt að því að efla eftirlit með efnahagslögsög- unni. Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði í gær að þar fögnuðu menn slíkum yfir- lýsingum. Hins vegar lægi ekki enn ljóst fyrir með hvaða hætti gæslan yrði efld. Hafsteinn sagði ljóst, að fyrst og fremst þyrfti að bæta skipakost Landhelgisgæslunnar því eftir því sem miðin yrðu ijarlægari þyrfti stærri skip, auk þess sem fiskiskip væru nú almennt mun stærri en þegar varðskipin voru smíðuð. Varðskip Landhelgisgæslunnar eru þijú, Oðinn, Ægir og Týr. Það elsta er smíðað árið 1959 en það yngsta 1975. Rússneski togarinn sem vaktaður var fyrir páska er um 3.000 tonn að stærð, en varð- skipið Ægir er um 1.200 tonn. Falleg, björt og góð 102 fm 4ra herb. íb. með góðum innr. á þessum vinsæla stað. Stutt í alla þjónustu og sérstaklega góð aðstaða fyrir börn. Parket á nær öllum gólfum. Áhv. byggsj. ríkisins (40 ár) 3,3 millj. Athugið! Skipti óskast á stærri eign ca 10-11 millj. með góðum bílskúr. EIGNAHÖLLIN FASTEIGNASALA 552-4111 11ÍÍ1 197(1 LÁRöS Þ VALDIMARSSON, framkvæmdasijori UUL I luU'UuL lu/U KRISTJÁN KRISTJANSSON, ioggiliur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. eigna: Einbhús - stór bílskúr - útsýni Glæsii. einbhús ein hæð um 160 fm auk bílsk. rúmir 40 fm., stór rækt- uð lóð, á útsýnisstað v. Vesturvang, Hafn. Skipti mögul. Ágæt íbúð við Austurströnd Sólrík 2ja herb. íb. 62,5 fm á 5. hæð í lyftuh. Parket. Vönduð innr. Rúmg. svalir. Góð sameign. Stæði í vel hirtu bílhýsi. Vinsæll staður. Nýleg suðuríbúð - hagkvæm skipti Mjög góð 3ja herb. íb. á 3. hæð 82,8 fm v. Víkurás. Ágæt sameign. 40 ára húsnlán kr. 2,5 millj. Skipti mögul. á lítilli íb. „niðrí bæ“. Sérþvottahús - aukaherb. - bílhýsi Glæsil. 4ra herb. íb. rúmir 100 fm á 2. hæð v. Fífusel. Stórt aukaherb. (nú íb.) fylgir í kj. Ágæt sameign. Langtlán kr. 3,3 millj. Lyftuhús - útsýni - skipti Stór, sólrík 4ra herb. íb. í lyftuh. í Vesturborginni. 3 rúmg. svefnherb. Tvennar svalir. Fráb. útsýni. Skipti mögul. á 2ja-3ja herb. íb. Vins- aml. leitið nánari uppl. • • • Góð 3ja herb. íb. óskast i Laugarnesi eða nágrenni Ennfremur í Hlíðum, Safa mýri eða nágrenni. ALMENNA FASTEIGNASALAN HU6IVEE118 s"5527Í5n5rÍ37» GRIGOL Matsjavar- iani, íslandsvinurinn frá Georgíu, er látinn 33 ára að aldri. Hann lenti í bílslysi í Tbílísí höfuðborg Georgíu 21. mars sl. og lést af sá- rum sínum 1. apríl. Grigol lærði íslensku af lestri íslenskra bóka. Hann kom hingað til lands árið 1992 og dvaldi hér í nokkra mánuði. Eftirlifandi kona Grigols er Irma Ode- voladze. Hún sagði í samtaii við Morgun- blaðið að hún myndi vinna að því að gefa ritverk Gri- gols_ út. „Eg er ríkisborgari Georgíu og á heima í Tbílísí (eða Tvílýsi eins og H.K. Laxness kallar það svo skáld- lega). Eg er lögfræðingur að at- vinnu_ og heiti Grigol Matsjavar- iani. Ég er 29 ára gamall. Mörgum hef ég skrifað svipað bréf tii ís- lands en „Moggi“ er síðasta höfn mín.“ Þannig hefst bréf sem Grigol skrifaði Morgunblaðinu og birt var í blaðinu 24. október 1992. í því segir hann frá einlægum áhuga sín- um á íslandi og íslenskri tungu. „Elska og virðing til íslands létu mig taka mér íslenskunám fyrir hendur. Kennaraleysið hindraði mig ekki; ég tók mig til og fór að læra orð eða máltæki af íslensk-rússnesku orðabókinni eins og páfugl og var ég þá bara skólapiltur; en ís- lenskar bækur hafði ég ekki lesið. Georg- ísk-íslensk orðabók var ekki til en rússnesku kunni ég illa. Þá lærði ég rússnesku til þess að læra íslensku," skrifaði Grigol. Bréfið vakti mikla athygli og leiddi til þess að forsætisráð- herra bauð honum til landsins. Hann kom hingað í bytjun desem- ber sama ár og dvaldi hér í nokkra mánuði. Afkastamikill þýðandi Eftir að Grigol hafði náð góðum tökum á íslensku máli tók hann til við að þýða íslenskar bækur yfir á georgísku. Hann þýddi m.a. Gunn- laugssögu Ormstungu, Grænlend- ingasögu og smásögur eftir Halldór Stefánsson. Hann skrifaði einnig bók um Jón biskup Arason og bók sem hann nefndi Hvað vitum við um ísland? Áður en hann lést hafði hann vinnu við að semja georgísk- íslenska orðabók. íslandsvinurinn frá Georgíu er látinn Grigol Matsjavariani Fannst látinn HJALTI Guðjónsson, sem leitað hafði verið að frá því á þriðjudag í síðustu viku, fannst látinn í Reykjavíkur- höfn síðdegis á föstudaginn langa. Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir Hjalta á þriðjudag, en hann hafði síðast sést í mið- borg Reykjavíkur'aðfaranótt sunnudags. Tugir björgunar- sveitarmanna leituðu hans á opnum svæðum innan borg- armarkanna og kafarar leit- uðu í Reykjavíkurhöfn. Hjalti Guðjónsson var 21 árs gamall, fæddur 11. des- ember árið 1974. Hann var til heimilis í Suðurhólum 2 í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.