Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 33 fHttrgtmfcliifeií STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI' FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EFTIRLAUN OG ATVINNULEYSI UPPLÝST hefur verið, að pottur er alvarlega brotinn í því atvinnuleysistryggingakerfi, sem við búum við. Fullyrt hefur verið, m.a. af formanni stjórnar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, að stórir hópar fólks, sem ekki ætti að eiga rétt á bótum, fái greiðslur úr sjóðnum. Fyrir páska kom eitt slíkt mál upp á yfirborðið, en þá var staðfest af félags- málaráðherra, að ýmsir hópar, sem komnir eru á eftirlaun, fái greiddar atvinnuleysisbætur til viðbótar lífeyrinum. Þar hafa verið til nefndir hópar, sem þiggja tiltölulega háan líf- eyri, og eiga rétta á því að fara snemma á eftirlaun, m.a. ríkisstarfsmenn, svo sem flugumferðarstjórar, og launþegar á almennum vinnumarkaði, svo sem flugmenn. Þetta er með ólíkindum, því samkvæmt eðlilegri skilgrein- ingu á atvinnuleysi nær hún ekki til eftirlaunaþega. Slíkt gengur þvert á tilgang atvinnuleysistrygginga, leggur út- gjöld á ríkissjóð og skapar úlfúð í þjóðfélaginu. Launþegar, sem almennt fá ekki greidd eftirlaun fyrr en um sjötugt, horfa upp á það, að þeir, sem best lífeyriskjör hafa, geta bætt atvinnuleysisbótum við. Yfirvöld standa ráðþrota gagn- vart þessu af þeirri ástæðu, að Atvinnuleysistryggingasjóður getur ekki að lögum aflað upplýsinga um greiðslur úr lífeyr- issjóðum. Það er illskiljanlegt, að ekki sé heimilt að fylgjast með greiðslum úr opinberum sjóðum til að sjá, hvort þær fari til réttra aðila. Þarna streymir fé skattgreiðenda út vegna gats í löggjöf. Gera verður þá kröfu til trúnaðarmanna almenn- ings í meðferð opinbers fjár, að þegar verði gripið til að- gerða til að ráða bót á. Það verður að gera áður en næstu fundalotu Alþingis lýkur. Leiðrétting má ekki frestast í því öngþveiti, sem skapast í þingsölum áður en þingmenn fara í sumarleyfi. Félagsmálaráðherra hefur skýrt frá því, að frumvarp um umbætur á lögum um Atvinnuleysistryggingasjóð verði ekki lagt fram í vor. Það er mjög óheppilegt, en þá lágmarks- kröfu verður þó að gera, að Alþingi samþykki hið fyrsta lagabreytingu, sem stöðvar þessa misnotkun á atvinnuleysis- bótum. EKKITIL SOMA ASOKN íslenzkra ríkisborgara í danska félagsmálakerfið, sem sagt var frá í Morgunblaðinu - og í dönskum blöð- um - í síðustu viku, er íslendingum til lítils sóma. Ef marka má upplýsingar frá dönskum og íslenzkum yfirvöldum, virð- ist einhver hópur fólks telja það sjálfsagðan og eðlilegan hlut að flytja á milli landa til þess að þiggja félagslega að- stoð, vegna þess að hún er rausnarlegri í Danmörku en hér á landi. I sumum tilvikum virðist vera um misnotkun á kerf- inu að ræða. Danskir embættismenn segja að ekki sé hægt annað en að taka eftir því hversu margir Islendingar séu í hópi þeirra, sem leiti ásjár félagsmálakerfisins. Sendiherra Islands í Danmörku greinir líka frá því að undanfarið hafi holskefla fyrirspurna um aðgang að danska velferðarkerfinu riðið yfir sendiráðið í Kaupmannahöfn. Sjálfsagt segir þetta einhverja sögu um efnahags- og at- vinnuástand hér á landi, þar sem laun eru lág og erfiðara að fá vinnu en áður. Jafnframt eru sögurnar af íslendingum í styrkjaútgerð í Danmörku til vitnis um þær ógöngur, sem velferðarkerfið þar í landi hefur ratað í. Danir bjóða í raun misnotkun á kerfinu heim með því að vera örlátari á bætur en aðrir, ekki sízt vegna þess að alþjóðlegir samningar, í þessu tilviki Norðurlandasamningar, veita útlendingum sama rétt og Danir njóta. Hins vegar verður að vera gagnkvæmni í slíkum alþjóða- samningum og ljóst má vera að það hallar á Dani hvað varð- ar fjölda þeirra, sem nýta sér hið félagslega kerfi í hvoru landi um sig. Það er því ekki að furða að dönsk stjórnvöld íhugi að grípa til ákvæða í útlendingalögum, um að heimilt sé að senda þá heim, sem ekki geta framfleytt sér í landinu. Það, hversu íslendingar eru fjölmennir í hópi útlendinga, sem vilja nýta sér danska velferðarkerfið, og sú staðreynd að aðrir Norðurlandabúar hafa ekki gengið eftir rétti sínum af sama harðfylgi og íslendingar, segir okkur síðast en ekki sízt að goðsögnin um að Islendingar séu þjóða duglegastir að bjarga sér og vilji sem minnst þiggja af öðrum er farin að fjarlægjast raunveruleikann. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því viðhorfi að það sé sjálfsagt og eðlilegt að framfleyta sér á kostnað skattgreiðenda í nágrannalönd- unum. Fundur austfirskra útvegsmanna um smábátafrumvarpið Ráðherra og trillukarlar verjast Skoðanir um frumvarp um stjóm á veiðum smábáta voru skiptar milli útvegsmanna og trillukarla á fjölmennum fundi Útvegsmannafélags Austfjarða með sjávarútvegsráðherra og þingmönnum kjördæmisins í Félagslundi á Reyðarfirði í gær. Útgerðarmenn fengu ekki undirtektir þingmanna sinna við kröfur um að draga frumvarpið til baka. Flestir togarar kjördæmisins vom í höfn og mættu um 150 manns á fund- inn, útvegsmenn, trillusjómenn og aðrir sjómenn, og sagði einn þingmað- urinn að þetta væri fjölmennasti fundur um sjávarútvegsmál sem hann myndi eftir í kjördæminu. Helgi Bjamason fylgdist með umræðum. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson SJOMENN frá Höfn og Fáskrúðsfirði komu á rútum til fundarins á Reyðarfirði og voru þar bæði trillu- ÞORSTEINN Pálsson, Hjörleifur Guttormsson, Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson sitja fyrir svörum. Samkomulag um framkvæmd vamarsamningsins formlega undirritað Morgunblaðið/Þorkell WALTER B. Slocombe og Halldór Ásgrímsson undirrita samkomuiagið um framkvæmd varnarsamnings íslands og Bandaríkjanna í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun. Að baki ráðherrunum standa, frá vinstri talið, Guðmundur Eiriksson, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins, Frank Kramer, aðstoðarráð- herra í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Parker Borg, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Hal Gayman varaaðmíráll, staðgengill yfirhershöfðingja Atlantshafsherstjórnar NATO, Helgi Ágústsson ráðu- neytisstjóri, Stanley W. Bryant, yfirmaður varnarliðsins, Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri vamar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Jón Egill Egilsson, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu. Varnarstöðin mikil- væg til langs tíma litið Ráðherrar undirrituðu í gær bókun við varnar- * samning Islands og Bandaríkjanna, sem kveð- ur á um framkvæmd hans næstu fimm árin. Varavamarmálaráðherra Bandaríkjanna segir vamarstöðina í Keflavík mikilvæga til langs tíma litið og að Bandaríkjamenn vilji því áfram hafa lið þar, með samþykki íslendinga. ORSTEINN Pálsson sjávar- útvegsráðherra lagði áherslu á það í sínum mál- flutningi að ekki væri verið að skerða hlut annarra vegna sam- komulagsins við smábátasjómenn, þeim væri aðeins tryggð sama hlut- deild í væntanlegri aukningu þorsk- kvóta og þeir hefðu í kvótanum nú þegar. Úlfur! Úlfur! í upphafí máls síns sagði sjávarút- vegsráðherra að það væri mikill at- burður þegar útgerðarmenn og sjó- menn sneru bökum saman með þeim hætti sem þeir gerðu í afstöðunni til samkomulags síns við Landssamband smábátasjómanna og kvaðst hann vona að sú samstaða næði til fleiri mála. Sagði hann að ávallt hefði verið tekið mikið mark á forystu út- vegsmanna enda hefði hún stutt kröf- ur sínar skynsamlegum rökum. Hins vegar kvaðst hann undrast þau stór- yrði sem forsvarsmenn útvegsmanna hefðu látið frá sér fara í umræðum um þetta mál. Sagði hann að mál- flutningur þeirra minnti sig á söguna af smaladrengnum sem svo oft hefði kallað Úlfur! Úlfur! að enginn hefði tekið mark á honum þegar úlfurinn loksins birtist. Sagðist Þorsteinn spyija sig þeirrar spurningar hvort ummælin nú, sem ekki væru í neinu samræmi við tilefnið, gætu ekki dregið úi' trúverðúgleika útvegs- manna í framtíðinni en tók fram að hann vonaðist til að svo yrði ekki. Ráðherra rakti umræður og laga- setningu um veiðar smábáta frá upp- hafi kvótakerfisins. Sagði meðal ann- ars að góð samstaða hefði náðst um þann grunn sem fiskveiðistjórnunar- kerfið byggðist á nema hvað smá- bátamenn hefðu verið afar óánægðir. Tekið hefði verið upp kerfi sem öllum hefði verið ljóst að væri óraunhæft og breytingar sem á því hefðu verið gerðar verið erfiðar í framkvæmd. Afar mikilvægt hefði verið að reyna að leysa málið og hann hefði því boðið upp á viðræður á aðalfundi Landssambands smábátasjómanna sem leitt hefðu til þess samkomulags sem nú væri rætt um. Rakti hann helstu atriði frumvarpsins sem á því er byggt og nýlega hefur verið lagt fram á Alþingi. Þorsteinn gagnrýndi þa.nn mál- flutning útvegsmanna að smábáta- sjómenn fengju alla þá aukningu sem yrði við væntanlega aukningu þorskkvótans á næstu árum og lagði á það áherslu að ekki væri verið að færa smábátasjómönnum eitt einasta tonn til viðbótar þeim veiðiheimildum sem þeir hefðu. Þessi útgerðarflokk- ur hefði nú 13,9% aflamarksins og myndi halda því hlutfalli áfram. Á bak við þessi 13,9% stæðu kannski 1.100 sjómenn eða um 20% af sjó- mannastéttinni í landinu. „Þetta er nú allur glæpurinn," sagði ráðherra og sagði síðar að ekki væri með nokkru móti hægt að segja að niður- staðan væri óréttlát gagnvart öðrum. Sagðist hann ekki halda því fram að tillögur sínar leystu allan vandann en taldi þær stórt skref til að bæta skipulag veiðanna. Með því að ákvarða hlut smábátanna út frá heildaraflanum væru veiðar þeirra orðnar hluti af heildarstjórnun þorsk- veiðanna. Þorsteinn sagðist vera sannfærður um að þetta væri eðlileg niðurstaða sem byggðist á málamiðl- un milli ýtrustu sjónarmiða aðila. Kemur ekkí af himnum Eiríkur Ólafsson, formaður Út- vegsmannafélags Austfjarða, sagði að sjávarútvegsráðherra hefði marg- oft sagt að aflamarkskerfið væri það hagkvæmasta sem vö! væri á en samt væri hann alltaf að krukka í það. Núna í fjórða sinn. Fór hann yfir þær ýmsu leiðir sem búið væri að prófa til að hafa stjórn á veiðum smábáta en án árangurs. Sjávarútvegsráð- herra hefði brugðist þegar hann nýtti sér ekki heimild sína til að setja alla bátana á aflamark þegar smábátarn- ir fóru 25% fram úr heimildum sín- um. í framhaldinu hefðu menn farið að fjárfesta upp á algera óvissu og á árinu 1994 hefði verið byggt upp nýtt kerfi sem fært hefði „frekju- hundum“ 800% aukningu. Sá kvóti hefði verið tekinn af aflamarksbátum en hefði ekki einu sinni dugað og aflinn orðið 1.300% umfram það sem áður var ákveðið. „Þessi fiskur kemur ekki af himn- um ofan, eins og skilja má af orðum ráðherra,“ sagði Eiríkur og benti á að útgerðarmenn og sjómenn afla- marksskipa borguðu. Kvóti skipanna væri nú 30-40% minni en átt hefði að vera samkvæmt upphaflegri skipt- ingu kvótans. Það hefði í för með sér að laun sjómanna á ísfisktogurum væru 25% lægri en þau hefðu annars orðið og launalækkunin væri meiri á bátum sem háðari væru þorskveið- um. „Alþingismenn hafa lækkað þetta með lagasetningu og enn á að lækka þetta í vor,“ sagði Eiríkur. Eiríkur kvaðst telja að sjávarút- vegsráðherra og ráðuneytisstarfs- menn væru einangraðir í fílabeins- turni. Sagði hann að með tilkomu Fiskistofu hefði rofnað jarðsamband ráðuneytisins sem byggst hefði á beinum samskiptum við fólk í at- vinnugreininni. Ilann setti þingmenn undir sama hatt í þessu efni. Formaður útvegsbænda sagði að þeir sem spöruðu ættu að njóta vaxt- anna. En ráðherra færði viðbót á silfurfati til smábátanna sem hann sagðist telja að hefðu verið búnir að fá svo mikið fyrirfram og að komið væri nóg. „Sumir virðast eiga meira inni hjá guði en aðrir,“ sagði hann. Hann hélt því fram að þótt frumvarp- ið yrði samþykkt í vor væri málið ekki þar með búið. Ekki væri búið að loka neinu gati. Allt myndi fara í sama farið hjá smábátasjómönnum og enn þyrfti að gefa spilin upp á nýtt. Þá byijaði sama baksið og fært frá aflamarksskipum. Skiptar skoðanir Undir lok framsöguræðu sinnar varpaði hann fram nokkrum spurn- ingum, beindi þeim meðal annars til þingmanna kjördæmisins og eggjaði þá til þess að láta málið til sín taka: „Hvert er réttlætið í því að krókaley- fiskarlar sem aldrei hafa þurft að leggja neitt af mörkum í minnkandi sjávarfangi fái nú að sitja í raun ein- ir að kjötkötlunum, hlakkandi yfir því að hafa hrifsað til sín margfalt það magn sem þeim var ætlað og sjá nú fram á meiri verðlaun fyrir yfirganginn en nokkru sinni fyrr? Hvert er réttlætið í því að færa 50 togarakvóta yfir á krókaleyfisbáta? Hvers eiga sjómenn og fjölskyldur þeirra að gjalda fyrir það að veiða eftir aflamarkskerfinu sem hið háa Alþingi setti? Hvers vegna mega sumir útvaldir veiða fleiri hundruð prósent framyfir leyfilegt magn á meðan öðrum er stungið inn fyrir það?“ Auk ráðherra og formanns útvegs- bænda fluttu framsöguerindi Sigurð- ur Ingvarsson forseti Alþýðusam- bands Austurlands, Helgi Laxdal for- maður Vélstjórafélags Islands, Frið- rik Guðmundsson framkvæmdastjóri Tanga á Vopnafirði og Hjörtur Arn- finnsson smábátasjómaður frá Nes- kaupstað. Birgi Albertssyni smábáta- sjómanni frá Stöðvarfirði og foringja smábátasjómanna var bætt á listann á fundinum. Framsögumenn sátu síð- an fyrir svörum fundarmanna ásamt þingmönnum kjördæmisins. Ymsar skoðanir komu fram hjá framsögumönnum og þeim fundar- mönnum sem til máls tóku. Komu vel í ljós mismunandi hagsmunir manna, meðal annars í röðum smá- bátasjómanna. Þannig vakti Hjörtur Arnfinnsson máls á þeim miklu skerðingum sem hann hefði orðið fyrir, en hann gerir út 7,5 tonna aflamarksbát. Hann sagðist hafa veitt 89 tonn á viðmiðunarárunum en nú væri búið að skerða kvóta hans niður í 16 tonn. Á sama tíma væri verið að rétta mönnum allt að 100 tonn á minni báta. Sagðist hann ekki sjá fram á að komast upp í 30 tonna kvóta, jafnvel þótt heildarkvót- inn yrði aukinn í 300 þúsund tonn á næstu árum. Það væri ekki kvóta- kerfið sem færi svona með sig, held- ur væru ráðherrarnir að stinga ein- hveiju upp í gæludýrin sín. Gælu- dýrafóðrið kæmi frá þeim sem hefðu valið sér aflamark á sínum tíma. Fleiri fundarmenn vöktu athygli á vanda minni aflamarksbáta og hefð- bundinna vertíðarbáta. Sigurður Ingvarsson sagðist hafa talið sátt um 21 þúsund tonna hlut smábátanna og að reynt yrði að finna framtíðarlausn á næstu þremur árum. Sagðist hann ekki skilja hvað ráðherra hefði legið mikið á. Helgi Laxdal taldi að ekki næðist utan um vandamálið með frumvarpi sjávarút- vegsráðherra. Lýsti hann þeirri skoð- un sinni að ekki væri hægt að stjórna veiðunum nema með þvi að setja alla báta í aflamarkskerfi. Birgir Albertsson hvatti útvegs- menn til að hætta að beija á trillu- körlum, veiðar þeirra skiptu engum sköpum fyrir uppbyggingu fiski- stofnanna. Taldi að þeir gætu beint kröftum sínum að þarfari verkefnum, sumum í eigin röðum. „Ég lít á þetta upphlaup útgerðarmanna sem storm- sveip í kaffibolla," sagði Birgir og bætti því við að með frumvarpinu frestaðist það að ofursægreifar éign- uðust allan kvótann við Island. Bera ábyrgð á frumvarpinu Þingmenn kjördæmisins tóku ekki undir gagnrýni útvegsmanna á að óeðlilega hefði verið staðið að undir- búningi frumvarpsins. Stjórnarþing- mennirnir lýstu því yfir að þeir hefðu tekið ákveðna ábyrgð á frumvarpinu með því að samþykkja það sem stjórnarfrumvarp og höfnuðu kröfum um að það yrði dregið til baka. Sögðu þeir að frumvarpið fengi ítarlega umljöllun í þinginu þar sem um það yrði haft víðtækt samráð við hags- munaaðila. Ekki væri hægt að full- yrða um endanlega niðurstöðu. Hall- dór Ásgrímsson lagði á það áherslu að unnt væri að skapa svigrúm til að aðstoða þá sem orðið hefðu fyrir mestum skerðingum í þorskafla, ef menn það vildu, og benti á úthlutun úthafskarfa á Reykjaneshrygg og síldar í Síldarsmugunni í því sam- bandi. í umræðum og fyrirspurnum komu fram skiptar skoðanir, einkum milli útgerðarmanna og smábátasjómanna sem fjölmenntu til fundarins. Trillu- karlar hrósuðu sjávarútvegsráðherra en útgerðarmenn gagmýndu. Slæm staða fiskvinnslunnar og ýmis fleiri mál komu einnig mjög inn í umræð- una. Engin niðurstaða fékkst enda ekki til þess ætlast. „Tilgangurinn er ekki að fá svör, heldur skapa pólitískan þrýsting á sjávarútvegsráðherra. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég ég hef verið sammála ráð- herranum og vona að ég fái að lifa með því svolítið lengur," sagði Hrafn- kell A. Jónsson verkalýðsforingi frá Eskifirði í umræðunum. HALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra og Walt- er B. Slocombe, vara- varnarinálaráðherra Bandaríkjanna, undirrituðu í gær- morgun með formlegum hætti bók- un við varnarsamning Islands og Bandaríkjanna. Bókunin felur í sér samkomulag um framkvæmd varn- arsamningsins næstu fimm árin. Bókunin var undirrituð í Ráð- herrabústaðnum klukkan átta í gærmorgun, að viðstöddum emb- ættismönnum frá báðum ríkjum, fulltrúum bandaríska flotans og blaða- og fréttamönnum. Sameiginlegir hagsmunir Er Slocombe var beðinn að lýsa kostum hins nýja samkomulags út frá sjónarmiði Bandaríkjanna, sagð- ist hann telja sig geta fjallað um þá út frá hagsmunum beggja ríkja. „Samkomulagið er grundvöllur áframhaldandi veru vamarliðs hér, sem er mikilvægt fyrir Atlantshafs- bandalagið í heild,“ sagði Slocombe. „Samkvæmt því verður jafnframt viðhaldið virkum loftvörnum. Við skiljum fullkomlega að slíkt er ís- lenzku þjóðinni mikilvægt." Varavarnarmálaráðherrann sagði að samkvæmt samkomulag- inu uppfylltu Bandaríkin áfram varnarskyldu sína á íslandi, bæði samkvæmt tvíhliða varnarsamningi ríkjanna og í gegnum Atlantshafs- bandalagið. Til lengri tíma litið byði samkomulagið upp á tækifæri til að draga úr kostnaði við rekstur varnarstöðvarinnar. „Mikilvægast er þó að samkomu- lagið er staðfesting samstarfs ríkj- anna tveggja, sem eru mjög ólík að stærð en aðhyllast bæði lýð- ræði, stöðugleika og frið í sínum heimshluta,“ sagði Slocombe. Varnarbandalög eins og tryggingar Slocombe benti á að mikill niður- skurður hefði átt sér stað á herafla Bandaríkjanna á undanförnum árum og herstöðvum hefði' verið lokað, bæði í Bandaríkjunum og víða um heim. „Við teljum varnar- stöðina mikilvæga til langs tíma lit- ið og erum ákveðnir í að vera hér áfram, að fengnu samþykki almenn- ings og stjórnvalda á Islandi,“ sagði hann. Slocombe sagði ekki um neina hernaðarógn að ræða á Norður-Atl- antshafi nú um stundir. „Herafli og varnarbandalög eru hins vegar eins og tryggingar; menn halda áfram að fjárfesta í þeim, því að þótt eng- in hætta steðji að í allra nánustu framtíð eru alltaf hugsanleg vanda- mál og það er þess virði að viðhalda grundvallargetu og viðbúnaði, ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Áfram kannað að ísland taki þátt í þyrlubjörgun í texta bókunarinnar við varnar- samninginn ítreka Bandaríkin skyldur sínar samkvæmt vamar- samningnum frá 1951 og bæði rík- in árétta áframhaldandi náið sam- ráð í varnar- og öryggismálum, bæði tvíhliða og innan NATO. Þá eru bæði ríkin sammála um að fyrra samkomulag ríkjanna um fram- kvæmd varnarsamningsins frá 1994 hafi reynzt vel. ísland áréttar að varnarlið frá Bandaríkjunum og öðrum aðildarríkjum NATO skuli vera áfram í Keflavíkurstöðinni og Bandaríkin, fyrir hönd NATO og samkvæmt varnarsamningnum, ít- reka að þau muni áfram annast varnir landsins. Fram kemur að ísland muni áfram sjá fyrir þeirri aðstöðu, sem báðir aðilar telji nauðsynlega, til vama íslands og Norður-Atlants- hafssvæðisins. I bókuninni er ijallað um þann varnarviðbúnað, sem verður hér á landi næstu fimm árin. Helztu atrið- in eru þessi: • Loftvarnir verði tryggðar með því að aldrei verði færri en íjórar orrustuþotur staðsettar á íslandi. • Bæði ríki munu áfram gera sitt bezta til að bæta aðstöðu flugvéla varnarliðsins til æfingaflugs, bæði flugs yfir land og lágflugs. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins hafa íslenzk stjórnvöld ákveðið að stækka æfingasvæði varnarliðs- ins á miðhálendinu til þess að bæta æfingaaðstöðu orrustuþotnanna, en slík aðstaða er ein forsenda þess að bandaríski flotinn geti rétt- lætt veru þeirra hér á landi. Sú ákvörðun er þó ekki hluti af sam- komulaginu sem slíku, heldur á hendi íslenzkra stjórnvalda ein- göngu. • Aðstöðu fyrir orrustuþotur í Keflavíkurstöðinni verður viðhaldið. • Þyrlubjörgunarsveit varnarliðs- ins verður starfrækt áfram. • Áfram verða kannaðir möguleik- ar á að ísland axli aukna ábyrgð í björgunarstörfum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er vilji til þess af hálfu beggja ríkja að íslendingar taki að sér einhvern hluta af rekstri þyrlubjörgunar- sveitarinnar. • Flotaflugstöðin á Keflavíkur- flugvelli verður starfrækt áfram. • Loftvarnakerfi íslands verður starfrækt áfram, þar á meðal rat- sjárstöðvar. • Heræfingin Norðurvíkingur verður áfram haldin á tveggja ára fresti. ítrekað er að ríkisstjórnir beggja ríkja muni halda áfram að reyna að lækka kostnað við rekstur vam- arstöðvarinnar. Kostnaðarlækkun- arnefnd háttsettra embættismanna verður því starfrækt áfram. Samkomulagið gildir til fimm ára frá og með deginum í gær. Að fjór- um árum liðnum getur hvor ríkis- stjórn um sig farið fram á endur- skoðun þess. Viðræður um slíka endurskoðun þurfa að hefjast innan fjögurra mánaða frá því að annað hvort ríkið eða bæði setja fram ósk þar um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.