Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 43 KRISTJANA JÓNSDÓTTIR + Kris<jana Jóns- dóttir fæddist á Flateyri við Ön- undarfjörð 24. ág- úst 1923. Hún lést 29. mars síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Hildar Magnúsdóttur, f. 24. mars 1900, og Jóns Péturssonar, f. 25 mars 1897, d. 10. maí 1973. Börn Hildar og Jóns auk Kristjönu: Jóhanna f. 6. febrúar 1922, d. 25. júlí 1943, og Ingvar, f. 25. febrúar 1933. Kristjana giftist Brynjólfi Jóns- syni, f. 14. desember 1923, d. 23 nóvember 1948. Börn þeirra: Jóhanna, f. 22. maí 1946, gift Birni Ragnari Bjarnasyni, f. 15. maí 1943, þeirra börn Brynjólf- ur, f. 28 desember 1970, og Guðrún Arna, f. 7. apríl 1972. Þú ert horfín hjartans elskan mín til himins stigin þar sem ljósið skín. Þú ljómar skært í innri sálar sýn og sérhvert spor þitt þerrar tárin mín. Svo orti móðir okkar er hún missti dóttur sína, Jóhönnu Jónsdóttur, 21 árs að aldri, árið 1943. Þessi orð hennar hafa nú öðlast merkingu á nýjan ieik, fimmtíu og þremur árum síðar, við lát yngri dóttur hennar, Kristjönu. Lillý systir, eins og ég nefndi hana ætíð, var reyndar frænka mín, enda við bræðrabörn, hún tiu árum eldri en ég. Ég kom á heimilið ný- fæddur og ólumst við upp saman. I mínum augum voru Lillý og Hanna systur mínar allt frá fyrstu tíð og fyrstu minningarnar eru tengdar þeim báðum. Sem litli bróðir þeirra og sá eini má nærri geta hve mikið var látið með mig af báðum. I æsku okkar þriggja, sem öll vorum fædd á Flateyri og meira að segja í sama húsinu, var alltaf gott veður eftir því sem ég man. Ég naut góðs af því að báðar hugsuðu vel um litla bróður sem fékk að fara með á bát er farið var til beija, eða í bílferðir sem voru mikið ævin- týri á þeim tíma, fyrir seinni heims- styrjöld. Mikið var um að vera alla daga, að mér fannst. Á stórhátíðum voru haldin boð og þar voru allir; tvær fjölskyldur bræðranna, föður míns og fósturföður, saman komn- ar. Meðal okkar barnanna var ætíð fjör við leiki og ærsl — og stundum jafnvel prakkarastrik sem í tímans rás hafa hjúpast sakleysi berns- kunnar. Svo kom stríðið og allt brejittist. Systurnar fóru til frekari menntun- ar, Hanna að nema hjúkrun, Lillý að nema klæðskerasaum á ísafirði en þar höfðu báðar farið í gagn- fræðaskóia. Hanna veiktist af berkl- um við undirbúning hjúkrunarná- I msins og fjölskyldan flutti suður til ! Reykjavíkur haustið 1942 til að vera I nær henni, en hún var á Vífilsstöð- um. Þar lést hún sumarið 1943. Liliý fór að vinna á saumastofu sem ekki var óvenjulegt á þeim tíma. Samkomur heima á Flateyri voru nú aðeins minning ein. Lillý kynntst ungum og glæsileg- um manni frá ísafirði, Brynjólfi Jónssyni. Þau giftust og fluttu til | ísafjarðar þar sem þeim fæddist j dóttirin Jóhanna og sonurinn Brynj- ólfur Aðalsteinn. Stuttu eftir fæð- I ingu hans sneru þau suður og sett- ust að í Kópavoginum hjá foreldrum okkar Lillýjar til bráðabirgða. Brynjólfur fór til sjós á togara og tók út af honum seint á árinu 1948, þá var Jóhanna dóttir hans og Liilýj- ar rétt rúmlega tveggja ára og Brynjólfur yngri aðains nokkurra mánaða. Þetta var mikið áfall fyrir | systur mína. Rétt ári seinna fluttum | við til Reykjavíkur í nýtt hús við ! Skipasund, þar sem Lillý hélt heim- I ili fyrir börn sín, mig og föður henn- Brynjólfur Aðal- steinn, f. 26. ágúst 1948, giftur Kirsti Lovik, 10. apríl 1943. Hans börn eru Lísa Sigríður, f. 20. júlí 1971, og Egill Darri, f. 23. maí 1973. Seinni maður Krisljönu var Svein- björn Kristjánsson, f. 27. júlí 1920, d. 31. júlí 1981. Þeirra börn: Jón Ingvar, f. 4. janúar 1956, kona hans Anna Birna Garðarsdóttir, f. 8. júní 1959. Hans sonur er Svein- björn, f. 28 október 1981. Krist- ján, f. 4. desember 1958, d. 15. maí 1977. Hans dóttir er Krist- jana Hildur, f. 28. júlí 1977. Utför Krisljönu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13,30. ar — fósturföður minn — eftir skiln- að hans og móður okkar. Seinna fór ég að heiman og stofn- aði heimili eins og tíðkast. Lillý gift- ist góðum dreng sem hún hafði þekkt fyrir löngu á ísafirði, Svein- björn Kristjánsson hét hann. Þegar bæði Lillý systir og ég vorum kom- in með fjölskyldur hvort á sínum stað í bænum jókst samgangur á ný, upp voru tekin jólaboð á nýjan leik, farið í ferðalög saman og fleira. Lillý og Sveinbjörn eignuðust saman tvo drengi, Jón Ingvar og Kristján. Enn sótti sorgin Lillý, Svenna og börnin heim er Kristján lést sviplega á unga aldri. Systir mín var glæsileg kona, mér fannst hún afar falleg sem ung stúlka og hygg ég fleiri hafa verið sama sinnis. Lillý lék flest vel í hendi, hún óf, saumaði og var það sem kallað er mikil hannyrðakona, list sem ég ber lítið skynbragð á en þykir engu að síður falleg. Liilý hafði sterka skaphöfn sem hjálpaði henni í gegnum erfiðleika lífsins, en þung áföli féllu henni í skaut; missir systur og síðan eiginmanns frá ungum börnum, næst féll ungur sonur hennar í valinn og að síðustu annar eiginmaður. Um margra ára skeið vann hún í Hagkaup, fyrst við almenn störf á kassa og síðan við símaþjónustu fyrirtækisins og átti þar marga og góða vini. Hún lét af störfum þar við eftirlauna aldur. Síðustu árin naut Lillý góðrar umhyggju barna sinna og tengdabarna, eftir að sjúk- leiki sótti að henni af auknum þunga. Dóttir hennar, Jóhanna, og eiginmaður hennar, Björn, hafa ver- ið henni stoð og stytta og að sama skapi Jón Ingvar, sonur hennar, og hans kona, Anna; og Brynjólfur sem býr í Noregi og kona hans, Kirsti. Öldruð móðir, 96 ára að aldri og nú til heimilis á Hrafnistu í Hafnar- firði, saknar Lillýjar. Geri ég hálfrar aldar gömul orð hennar í framan- greindu ljóði að mínum og bið góðan Guð að styrkja aldraða móður okkar beggja, börn Lillýjar, tengdabörn og barnabörn í sorg þeirra. Fyrir hönd Jennýjar og barna okkar færi ég mína hinstu kveðju. Ingvar Magnússon. Sérfraeðingar í’blóiiiaski'pyliiigiiin vid öll la'kilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 ÞORIR KÁRASON + Þórir Kárason fæddist 16. september 1910 að Víðivöll- um ytri á Fljótsdalshéraði. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 29. mars síðastliðinn eftir skamma sjúkdómslegu. For- eldrar hans voru hjónin Guð- laug M. Einarsdóttir, f. 19. jan. 1883, d. 20. apríl 1966, og Guð- mundur Kári Guðmundsson, f. 30. júli, 1875, d. 8. febrúar 1965. Þórir var næstelstur af 5 systk- inum. Ingólfur var fæddur 1907, d. 1972, Sigríður, f. 1912, d. 1950, dóttir hennar er Erna, Pálsdóttir f. 1936, Einar, f. 1914, d. 1969, eftirlifandi eigin- kona er Vera Valtýsdóttir en synir þeirra eru Guðmundur Valdi, f. 1955 og tvíburabræð- urnir Gísli og Einar, f. 1956, Lára, f. 1922, dóttir hennar er Sigríður Dagbjört Benedikts- dóttir, f. 1950. Fóstursystir Þóris er Lilja Hallgrímsdóttir, f. 1926. Eiginmaður Lilju var Svavar Bjarnason, f; 1915, d. 1995. Börn þeirra eru Sigríður, f. 1945, Sigmar, f. 1946, Kári, f. 1950, Margrét Hólmfríður, f. 1952, Rósa Gerða, f. 1953, Björk, f. 1957 og Grétar Berg, Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðbord, fallegir salir og rnjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR f. 1965. Þórir ólst upp á Sturlu- flöt í Fljótsdal. Hann fór snemma að vinna að bústörfum á heimili foreldra sinna, en síð- ar einnig hjá öðrum. Árið 1935 tók Þórir við búskap af fÖður sínum. Árið 1944 keypti hann síðan jörðina Galtarholt í Skil- mannahreppi í Borgarfjarðar- sýslu og fluttist þangað ásamt foreldrum sínum. Hann var ókvæntur og barnlaus en á heimilinu ólust upp tvær systradætur hans þær Erna, f. 1936, maður hennar er Einar Guðjónsson, f. 1938, og Sigríð- ur, f. 1950, sambýlismaður hennar er Jón Jónasson, f. 1937. Börn Sigríðar eru Sóley Dröfn, f. 1972, og Kári Fannar, fæddur 1980. Þórir brá búi árið 1968, fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði eftir það í Bæjarútgerð Reykjavíkur við fiskvinnslu þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Heimili Þóris eftir að hann flutti til Reykjavíkur var að Ljósheimum 8. Útför Þóris fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Frændi okkar Þórir er látinn á 86. aldursári. Svo lengi sem við munum eftir okkur hefur hann ver- ið hluti af tilveru okkar. Við kölluð- um hann alltaf „frænda“. Við kom- um inn á heimiíið ungar að árum, hvor í sínu lagi, hvor á sínum tíma enda er 14 ára aldursmunur á okk- ur frænkum sem skrifum þessa grein. Engu að síður vorum við mjög samrýndar. Amma, afi og frændi mynduðu saman þann kjarna fjölskyldunnar sem alltaf var tikstaðar. Aðrar mikilvægar persón- ur komu og fóru enda þurftu þær að stunda vinnu sína og móðir Ernu dó þegar hún var 13 ára. Þórir var húsbóndinn á heimilinu á meðan við hin tókum öll dyggan þátt í bústörfunum allt eftir því sem þroski og kraftar leyfðu. Hann keypti jörðina Galtarholt í Skil- mannahreppi í Borgarfjarðarsýslu árið 1944 og fluttist þangað búferl- um með fjölskylduna austan af landi og það er frá Galtarholti sem við frænkur eigum okkar sameiginlegu minningar. Galtarholt liggur mið- svæðis í sveit þar sem fjallahringur er fagur og víðsýni mikið en í góðu skyggni sést til Snæfellsjökuls. Þór- ir ræktaði jörðina og byggði upp og kom sér smám saman upp góð- um bústofni og má nefna að stuttu áður en hann hætti búskap hafði næstum hver kýr í fjósinu unnið til verðlauna fyrir góða nyt. Hann var góður bóndi, sannur fagmaður á sínu sviði, duglegur og útsjónar- samur. Systkini Þóris komu oft í heimsókn í sveitina, t.d. á hátíðum, en einnig var mikið um gesti sem komu við á ferð sinni um landið. Á sumrin komu svo börn og unglingar til mismunandi langrar dvalar. Við frænkur uxum úr grasi og hlutverk okkar breyttust. Erna gerðist bústýra á heimilinu þegar kraftar ömmu og afa fóru dvín- andi. Sigríður flutti til Reykjavíkur og hóf nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Þórir var dulur maður og hlé- drægur. Hann var vel gefinn og bókhneigður og átti gott bókasafn. Þegar árin færðust yfir minnkaði hann lestur en hlustaði þeim mun meira á útvarp. Þórir var mjög umhyggjusamur gagnvart fjöl- skyldu sinni og fylgdist með mál- , efnum okkar allra fram á síðasta dag. Heiðarleiki, skilvísi og reglu- semi voru eiginleikar sem ein- kenndu hann í ríkum mæli. Önnur okkar frænkna (Sigríður) bjó í mörg ár í Svíþjóð. Kom hann þá þrisvar sinnum í heimsókn ásamt öðrum úr fjölskyldunni og var það í einu skiptin sem þessi aldraði bóndi steig á erlenda grund. Enginn naut þess betur en hann að sjá sig um og skoða og það var yndislegt að fylgjast með ánægju hans, t.d. þegar við rerum um í litlum báti á vatni í sænsku Dölunum eða bjugg- um í sumarhúsi á Gotlandi og höfð- um broddgölt sem húsvin. Þá var stutt í barnið í frænda okkar. Fyrir stuttu kom fjölskylda okkar saman til að skoða myndir og rifla upp ferðir sem fjölskyldan hafði farið saman í innanlands og utan. Frændi var ánægður með þetta kvöld og við að hafa í síðasta sinn haft tækifæri til að rifja upp með honum ánægjulegar minningar. Elsku frændi. Að leiðarlokum kveðjum við þig með þökk fyrir allt og allt með von um að eitthvað af ræktarseminni og vináttunni sem þú sýndir okkur gegnum tíðina hafi skilað sér aftur til þín. Aftrá móti var annað stríð í einum grjótkletti forðum tíð, . og það var alt út af einni jurt, sem óx í skjóli og var slitin burt. Því er mér síðan svo stirt um stef, stæri mig iítt af því sem hef, Því hvað er auður og afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús? (Úr „Sjálfstætt fólk“ eftir Halldór Laxness.) Erna og Sigríður. t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, ÚLFS INDRIÐASOIMAR frá Héðinshöfða. Indriði Ulfsson, Helga Þórólfsdóttir, Úlfar Þór Indriðason, ÞórdísWium, Ingunn Liney Indriðadóttir, Ingvar Sveinbjörnsson og barnabarnabörn. t Við sendum kærar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SVEINLAUGAR SIGMUNDSDÓTTUR, Lindargötu 57, Reykjavík. Stefanía Baldursdóttir, Jens Benedikt Baldursson, Herbert Viðar Baldursson, Sigmundur Heimir Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. Atli S. Sigurðsson, Þóra Grímsdóttir, Margrét Reynisdóttir, Arnfríður Eysteinsdóttir, t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar INGIGERÐAR SIGMUNDSDÓTTUR, Birkiteig 4, Keflavík. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun sendum við læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Suðurnesja og deildar A5 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þorbjörg Hermannsdóttir, Teitur Albertsson, Karl Hermannsson, Margrét Lilja Valdimarsdóttir, Eiríkur Hermannsson, Oddný Harðardóttir, Guðmundur Hermannsson, Sveindís Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.