Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Frændi okkar, JÓNMUNDUR JENSSON bifreiðastjóri, Vfðimel 34, sem andaðist 1. apríl sl., verður jarðsunginn frá Neskirkju miðviku- daginn 10. apríl kl. 15.00. Ásta Halldórsdóttir, Hermannía Halldórsdóttir, Sesselja Halldórsdóttir, Guðmundur Halldórsson. t Okkar kæri frændi og vinur, TORFI L. TORFASON, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 11. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda. Lauritz H. Jörgensen. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, PETRA ÁSMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 11. apríl kl. 13.30. Margrét Arnórsdóttir, Árni Gunnarsson, Emma Arnórsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SKARPHÉÐINSSON, Reynimel 54, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 8. apri'L Helga Jónsdóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Hans Þór Jensson, Gerður Sigurðardóttir, Eyjólfur Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir, INGÓLFUR GÍSLI ÍNGÓLFSSON, lektor við KHÍ, Lindarhvammi 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju á morgun, fimmtudaginn 11. apríl kl. 13.30. Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Gísli Ingólfsson, Helgi Ingólfur Ingólfsson, Gunnar Órn Ingólfsson, Fanney Sigrid Ingólfsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, dóttir og frænka, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR píanókennari, Öldugranda 1, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 5. apríl sl. Bjarni Jónsson, Andrés Jón Esrason, Anna Bjarnadóttir, Jón Eiríksson, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Helga S. Eiríksdóttir. GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR + Guðrún Gunnarsdóttir fæddist 27. júní 1904 á Leirá, Borgarfjarðarsýslu. Guðrún lést 1. apríl síðastliðinn á Sjúkrahúsinu á Akranesi á 92. aldursári. Foreldrar hennar voru Gunnar Bjarnason, ættað- ur úr Þönglabakkasókn í Þing- eyjarsýslu, og Þórdís Halldórs- dóttir frá Reyni undir sunnan- verðu Akrafjalli. Guðrún ólst upp í Fellsaxlarkoti í Skil- mannahreppi við sunnanverðan Leirárvog en fluttist síðar til Akraness þar sem hún eignað- ist 5 dætur: Vigdísi, Ónnu Helgu, Erlu, Agústínu og Hjör- dísi, sem allar lifa móður sina. Eru niðjar Guðrúnar búsettir ýmist á Akranesi, í Borgar- firði, Grundarfirði, Reykjavík eða Mosfellssveit. Útförin fór fram frá Akra- neskirkju 9. apríl. Sterk tengsl myndast jafnan milli kynslóða á íslandi, einkum þegar þau eru grundvölluð á mannlegri hlýju og umhyggju. Það var ætíð eftirsóknarvert að leita af mölinni fyrir sunnan til ömmu sinnar í út- gerðar- og ræktunarbæinn Akranes þar sem fjaran, kálgarðarnir og ömmusögurnar áttu dijúgan þátt í að toga af öllum kröftum til sín ungan dreng fyrir sunnan. Foreldr- arnir áttu oft í einhverju basli: óviss atvinna í Reykjavík, erfiðir sjúk- dómar, húsnæðisleysi, sífelldir flutningar vítt og breitt um aust- urbæ Reykjavíkur, öll tilveran virt- ist meira og minna vera í skötulíki: tengsl við annað fólk ýmist lausleg eða mjög yfirborðsleg, lítil sem eng- in vinasambönd mynduðust og þá var gott að fara í sumardvöl til ömmu sinnar á Skaganum. Þegar Sementsverksmiðjan var byggð var leiksvæði barnanna í grennd við þetta mikla fyrirtæki sem jók starf- semi sína með hverju ári. Bygging- amar stækkuðu og brátt mátti meira að segja sjá þær sunnan úr Reykjavík! Að lokum varð lágreista húsið þar sem amman á Skaganum bjó í, að þoka fyrir vaxandi umsvif- um og framkvæmdum. Já fjörurn- ar, höfnin, gömlu varirnar, Breiðin og Krókalónið að ógleymdum Langasandi voru fyrirheitna landið í augum barnsins á mölinni fyrir sunnan. Jafnvel húsþakið varð að kanna og skoða, strompar húsanna hafði sitt aðdráttarafl: af hveiju voru þeir svo ólíkir hver öðrum? Þá vom skrýtnu áhöldin og gamli hefilbekkurinn, litla skektan og netasteinarnir sem allt tilheyrði honum Ásgeiri gamla, barngóða manninum sem kominn var af vik- ingum norðan af Ströndum sem í huga drengsins var á heimsenda. Amma bjó með honum í gamla lág- reista húsinu í nálægt þriðjung ald- ar. í skúr áföstum húsinu var stór kartöflukjallari og þar rétt hjá helj- armikil kolastía þar sem maður gat breytt sér í blámann á örskammri stund. Kolin voru notuð til kynding- ar á köldum vetrardögum þegar annað uppkveikjuefni var ekki nógu gott. Það var gaman að læða einum litlum kolamola inn í eldinn og sjá hvað gerðist. Eldurinn í ofninum í ömmuhúsi var eitt af þessum undr- um veraldar sem ungur drengur þurfti að skoða betur. Oft vildu litl- ir puttar þreifa á ýmsu sem olli sársauka og sviða. Þeim fullorðnu stóð stuggur af þessum leiksvæðum og það var nefnd flenging af ein- hveijum. En það voru sett ósýnileg bönn og boð á nokkuð sérstakan hátt: þarna í kolastíunni hefði Móri sést um árið og eftir það var forð- ast að dvelja lengur en nauðsynlegt þótti og hraða för sinni sem mest um kjallarann og skúrina til að verða ekki á vegi þessarar óvættar úr Kjósinni. Að staldra við og fikta eitthvað í kjallaranum var ekki lengur eftirsóknarvert og allar þess- ar gersemar þar urðu smámsaman jafnframandi og keisarinn í Kína. Farið var með ömmu í kartöflu- garðana inn af bænum milli djúpra skurða með allskonar kassa og áhöld. Því þyngsta var ekið í græn- máluðum hjólbörum sem höfðu mik- ið og stórt járnvarið tréhjól. í görð- unum vann amma baki brotnu langt fram á kvöld við að setja niður út- sæðið á vorin, reyta arfa og hlúa að veikluðum gróðrinum yfir sum- arið, taka upp jarðeplin á haustin. Þá vann hún lengi fram eftir á kvöldin við þvotta sem hún tók að sér sem og skúringar en lengi vel sá hún um ræstingu þess hluta Sementverksmiðjunnar þar sem eru mötuneyti, snyrtiaðstaða verka- manna og nokkrar skrifstofur. Að lokum var sú vinna orðin henni um megn. Hún átti erfitt með að bera þungar vatnsföturnar og áhöldin um gangana og stigana, sífellt meiri aðstoðar varð hún að njóta áður en hún sagði þessum eina opinbera starfa lausum, þá komin á miðjan áttræðisaldur. Það var erfið stund fyrir hana að hætta vinnu. Hún var sífellt stritandi. En ætíð var gleðin og ánægjan í fyrir- rúmi hjá þessari alþýðukonu sem vildi leggja sitt af mörkum við að efla og rækta kærleikann og virð- inguna fyrir lífinu hjá ungviðinu, barnabörnunum sínum. Og þótt lík- amlega þreytan eftir erfiði dagsins væri mikil var ætíð grunnt á skemmtilegu sögunum og kvæðun- um á kvöldin. Jafnan lagði gamla konan mikla áherslu á að biðjast fyrir áður en farið væri að sofa. Kenna vildi hún bæði seint og snemma urmul bæna sem mér þótti sumar afargamlar og fornfálegar, - kannski voru þær aftan úr páp- ísku sumar hveijar. Því miður dag- aði engin þeirra uppi í huga mér - það væri gaman í dag að kunna eitthvað af þessum gömlu bænum. Svo blessaði gamla konan barna- börnin sín í bak og fyrir áður en hún fól honum Jesú að varðveita og gæta augasteinanna sinna fyrir honum írafellsmóra meðan myrkrið réð húsum. Þá var loksins kominn vinnufriður í húsið til að ganga frá þvotti sem átti að afhendast í bítið næsta morgun. Amma var sífellt að, þó sá ekki drengurinn að sunn- an að hún væri nokkurn tíma þreytt. Amma var flámælt eins og það var nefnt og var ekkert- að leyna því. Hún vildi eðlilega tjá sig með því tungutaki sem hún hafði numið í æsku. Einhveiju sinni hafði eldri dóttursonurinn að sunnan, undirrit- aður, verið hjá henni um dálítinn tíma sem voru einhveijar vikurnar, jafnvel mánuðir en henni þótti dvöl- in allt of stutt. Amma virtist vera óháð tímanum, það var eins og hún þekkti ekki tímann fremur en hann væri draugarnir í Kjósinni. Norðan garri var á og því illt í sjóinn með Akraborginni (þeirri elstu) og því var ákveðið að senda strákstaulann suður í rútunni sem skreytt var fagurlega í bak og fyrir með þrem þornum. Þar sem hún vildi ekki að strákur kenndi sultar einhvers stað- ar í Hvalfirðinum á slóðum mór- anna, spurði hún áður en lagt var af stað að heiman áleiðis í rútuna: ,Veltu ekki venur fá þér meira sker áður en þú ferð söður“. Þetta svo- nefnda flámæli þótti um þær mund- ir lítt eftirsóknarvert í nuga ís- lenskra skólamanna og var kapp- kostað að kjafta það í hel sem tókst að ég held ágætlega. Hins vegar þótti ungum dreng það skrýtin ráð- stöfun og ákvörðun að bannað væri gegn harðasta straffi að nema tungutak þeirrar manneskju sem hann bar einna mestan kærleik til á þessum bernskuárum sínum. Lifsspekin var meitluð inn í hug- skot barnanna og hjörtu, stundum í formi málshátta. Einhveiju sinni hafði einhver óþurftarhlutur verið keyptur fyrir peninga sem fengust fyrir blaðasölu. Þótti henni illa far- ið með aurana sem þurfti svo mikið erfiði til að vinna sér fyrir. Þá kom þetta: Vertu ætíð sparsamur, þá áttu ætíð fyrir óvæntum útgjöldum, góði minn. Öðru sinni fannst ömmu nóg um þegar dreng einum að sunn- an þótti hlutur sinn rýr í barnaleik: Vertu trúr yfir litlu drengur minn. Þá verður þér trúað fyrir meiru, - seinna. Þannig var unnið á óþolin- mæðinni og bráðlæti með rósemi og stillingu. Betur væri komið í okkar að mörgu ágæta þjóðfélagi, að sem flestir gætu lært alþýðu- speki sem þessa og tileinkað sér hana með því að fara eftir því sem reynslan hefur kennt kynslóðunum. Reynsluspeki þessi var svo sjálfsögð hjá þessari góðu ömmu sem vildi öllum vel og trúði ætíð að aldrei fyrirfyndust svo miklir erfiðleikar að ekki mætti ráða þær þrautir með ráðdeildarsemi og sameiginlegri hjálp ijölskyldunnar ef þeir þá leyst- ust ekki smám saman að sjálfu sér. Amma vildi helst ekki viður- kenna neina erfiðleika, þeir væru bara til þess að sigrast á og hlut- verk þeirra væri að efla með okkur sjálfsbjargarviðleitnina. Það er góð endurminning um góða konu, ömmu mína á Akranesi sem ætíð grét einhveijum þeim feg- urstu tárum sem eg minnist að hafa nokkurn tíma séð þegar hún stendur dálítið kiðfætt og lágvaxin með bogið bak á bryggjunni eða rútubílahlaðinu veifandi hægt hend- inni sinni til að kveðja barnabarnið sitt á leið þess suður, grípur síðan um svuntuhornið sitt, dregur það upp að hvörmunum til að þerra saknaðartárin. Við kveðjum þessa góða konu yfir móðuna miklu með trega, ömm- una svo sem við eigum góða minn- ingu um. Guðjón Jensson, Mosfellssveit. Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 t JÓHANN HJALTI ANDRÉSSON, Vetrarbraut 19, Siglufirði, sem lést í sjúkrahúsinu á Siglufirði föstudaginn langa, verður jarð- sunginn frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 12. apríl kl. 14. Fyrir hönd vandarrianna, Jón Zophaníasson. t Útför JÓNS GUÐMUNDAR JÓNSSONAR frá Vestra-íragerði, Stokkseyri, fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag, miðvikudaginn 10. april, kl. 14. Fyrir hönd frændfólks og annarra vandamanna, Elín Bachmann, Guðný Pétursdóttir, Jón Adólf Guðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.