Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1996 25 Reuter jrjr.y- ' , r<; ' • '• ‘ • * .. :i 5% * <r . Of lítill flugtaks- hraði BOEING-727 þota brasilíska flugfélagsins FLY laskaðist nokkuð eftir misheppnað flug- tak frá Quito í Ecuador í fyrra- kvöld. Flugmaður þotunnar hætti við flugtak er hann var kominn langleiðina niður eftir flugbrautinni án þess að hafa náð tilskildum flugtakshraða. Það sem eftir var brautarinnar dugði ekki til að stöðva þotuna sem rann fram af, fór í gegnum steinvegg og út á götu. Um borð voru leikmenn og fylgdarmenn knattspyrnuliðsins Corinthians á heimleið og slösuðust nokkrir lítillega, auk þess sem einn leik- maður fótbrotnaði. Peres og Arafat ræða við Clinton Sjálfstjórn- arsvæðin lokuð til kosninga París, Washington, Jerúsalem. Reuter. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að umferð milli sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna og Israels yrði ekki heimiluð að nýju fyrir þingkosningarnar 29. þessa mánaðar. Peres sagði þetta í viðtali, sem franska tímaritið Le Nouvel Obser- vateur birti í gær. „Ég er viss um að Yasser Arafat [leiðtogi Paiest- ínumanna] veit hvers vegna. Úrslit kosninganna ráðast af öryggismál- unum.“ Umferð Palestínumanna frá sjálf- stjórnarsvæðunum til ísraels var bönnuð eftir mannskæð sprengjutil- ræði Hamas-samtakanna, sem leggjast gegn friðarsamningum ísraela og Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO). Flestir stjómmála- skýrendur teija nánast öruggt að Verkamannaflokkur Peres bíði ósig- ur í þingkosningunum komi til frek- ari tilræða fyrir kosningarnar. Hlýlegar móttökur í Hvíta húsinu Peres ræddi við Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu á þriðjudag ög þeir undirrituðu samning um samstarf í baráttunni gegn hermdarverkasamtökum í Miðausturlöndum. Leyniþjónustur ríkjanna eiga að skiptast á upplýs- ingum um starfsemi samtakanna. Hægrimönnum í ísrael þótti Clin- ton taka of hlýlega á móti Peres svo skömmu fyrir kosningar og Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudflokksins, sakaði forsætisráð- herrann um að hafa misnotað vin- áttutengsl ríkjanna til að afla sér atkvæða. Yasser Arafat heimsótti einnig Clinton á miðvikudag og tekið var á móti honum sem þjóðhöfðingja. Þetta er í fyrsta sinn sem Arafat og Clinton koma einir saman í Hvíta húsinu, en Arafat hafði tvisvar áður komið til Washington ti! að undir- rita friðarsamninga. Arafat sagði að sú ákvörðun Isra- ela að loka sjálfstjórnarsvæðunum hefði valdið Palestínumönnum mikl- um efnahagslegum skaða og hann kvartaði yfir því að aðeins lítið brot af því fjármagni, sem ríki heims hafa lofað Palestínumönnum, hefði borist til sjálfstjórnarsvæðanna. Clinton lofaði honum ekki frekari efnahagsaðstoð en hét því að beita sér fyrir því að aðstoðin bærist sem fyrst. Framtíð Evrópu - nýsköpun sem vopn í samkeppni Ráðstefna um „grænbók“ framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á sviði nýsköpunar Scandic Hótel Loftleiðir mánudaginn 6. maí 1996, kl. 8.30 - 17.00 Framkvæmdastjóm Evrópusambandsins gengst fyrir ráðstefnu um nýsköpun og samkeppnishæfni Evrópu gagnvart Asíu og Bandaríkjunum og stöðu Islands í því samhengi. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Rannsóknarráð íslands, Útflutningsráð íslands og iðnaðarráðuneytið. Markmið ráðstefnunnar er að kynna „grænbók“ framkvæmdastjómar Evrópusambandsins á sviði nýsköpunar og hvetja til umræðu um skilyrði nýsköpunar og tillögur til úrbóta sem fram koma í bókinni. Ráðstefnan er opin öllum þeim sem hafa áhuga á að móta nýsköpunarstefnu framtíðarinnar og vilja stuðla að samkeppnishæfu atvinnulífí á íslandi. Dagskrá: Ávarp viðskipta- og iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar. Dr. Constant Gitzinger fulltrúi framkvæmdastjómar Evrópusambandsins kynnir „grænbókina". Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands fjallar um stöðu nýsköpunar í íslensku atvinnulífi. Starf í vinnuhópum: Vinnuhópur I: Vinnuhópur II: Vinnuhópur III: Vinnuhópur IV: Vinnuhópur V: Matarhlé Að beina rannsóknarstarfi að nýsköpun. Að virkja mannauð í þágu nýsköpunar. Að bæta skilyrði fyrir fjánnögnun nýsköpunar. Að bæta umhverfi nýsköpunar á sviði laga og reglugerða. Að hvetja til nýsköpunar og nýtingar á nýrri tækni meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sérstaklega svæðisbundið. Aðlaga hlutverk og aðferðir opinberra aðgerða varðandi nýsköpun. Niðurstöður starfsins í vinnuhópum kynntar Umræður um niðurstöðumar Fundarlok Ráðstefnustjóri er Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands. Þátttaka tilkynnist til Rannsóknarráðs íslands í síma 562 1320. Þátttakendum verður send „græn- bókin“ og önnur fundargögn. Óskað er eftir því að menn geti þess við skráningu í hvaða vinnuhópi þeir hafi áhuga á að taka þátt. Þátttakendur geta sent skriflegar athugasemdir við „grænbókina“ til Rannsóknarráðs íslands og verða þær ræddar í vinnuhópunum. Rannsóknarráð íslands hefur opnað upplýsingamiðstöð fyrir þá sem óska frekari upplýsinga um „grænbókina" eða ráðstefnuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.