Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1996 53 Á VORDÖGUM GLEÐILEGT sumar, lesandi góð- ur. Með þessari fallegu kveðju heilsar blóm vikunnar nýju vori. Þessi hlýlega kveðja segir margt um hag þjóðarinnar og hugsun ef að er gáð. í henni birtist ekki aðeins fögnuður og tilhlökkun eftir betri tíð með blóm í haga heldur líka gleðin og þakklætið yfir að hafa komist undan enn einum vetri. Sumardagurinn fyrsti hefur um aldir skipað mik- inn hátíðarsess meðal íslendinga. Hvernig sem á því stendur eru íslendingar þó eina þjóðin a.m.k. í Norður-Evrópu sem enn fagnar sumri á sérstökum degi. Séu frændur vorir á Norðurlöndum spurðir um sumardaginn fyrsta, koma þeir af fjöllum. Eftir mikið hik nefna þó sumir „miðsumar- daginn“ eða Jónsmessuna. Það er mjög einstaklingsbundið hvað menn telja fyrsta vorboðann. Sumir miða við rauðmagann, aðrir taka undir með skáldinu sem kvað um vorboðann ijúfa og telja farfuglana hina einu og sönnu vorboða, enn aðrir miða við fyrstu myndirnar af fallegum stúlkum í sundlaug- unum, en ekkert af þessu er fyrst vor- boðinn í mínum huga. Ekki einu sinni blómið vorboði. Vorboðinn minn er kvenkyns, skrautleg og dálítið hávær. Þarna á ég við bý- flugnadrottningarn- ar, sem fara á kreik einn fagran sólar- dag og skeyta því lítt, þótt stundum kólni að kvöldi og þeim förlist þá flug- ið. Það hoppar í mér hjartað, þegar þess- ar blessaðar hlussur birtast, þótt stundum sé erfitt að muna að þær séu öllum mein- lausar, slíkur er hávaðinn í í þeim. Þetta hefur verið óvenjulegur vetur. Sunnanlands hefur varla fest snjó til mikillar mæðu fyrir skíðafólk og aðra, sem yndi hafa af ýmsum vetraríþróttum. Og það sem er enn óvenjulegra, það kom varla frost í jörð. Ég veit að gul- rótum var sáð í lok mars í garð, sem stundum er klakaskán í um miðjan maí. Þessi mildi vetur veldur því að gróður er allt að þrem vikum fyrr að vakna hér um slóðir en í venjulegu árferði. Þess vegna hafa margir freistast til að hefja vorhrein- gerninguna í garðin- um þótt enn sé apríl. Því miður er líklegt að enn komi hret, sem geti reynst gróðrinum skeinu- hætt og þá getur komið sér vel að fylgjast vel með veð- urspá og hafa til- tæka koppa eða kyrnur til að hvolfa yfir viðkvæmasta blómgróðurinn, með því má stundum bjarga töluverðu. Það er á vorin, sem mestur er munurinn á veðráttunni á land- inu. Garðar á suður- og suðvest- urlandi hafa oft staðið í blóma vikum saman meðan enn er snjór niður að sjávarmáli á Norður- og Vesturlandi. Ég hef látið mér tíðrætt um vorið og gróðurinn. Nú fer í hönd tími framkvæmda, bæði hjá gömlum og nýjum garðeigendum. Þeir sem eiga ómótaða lóð þurfa oft að leita ráða hjá fagmönnum og stöðugt fleiri láta landslags- arkitekta skipuleggja garðinn sinn. Flestir vilja þó hafa ein- hveija hönd í bagga. Þá vil ég benda á bókina Garðurinn, sem Garðyrkjufélag íslands gaf út á síðastliðnu vori. Þessi bók er mik- ill fjársjóður og sannur hug- myndabanki fyrir garðeigendur. í henni eru um 340 litmyndir úr íslenskum görðum auk svart- hvítra mynda og fjölda teikninga. Með því að athuga bókina má fá fjölda hugmynda sem unnt er að nýta við mótun nýs garðs. Auk þess er bókin mjög falleg og því skemmtun fyrir augað að fietta henni. En garðurinn er eins og lífið sjálft, þar ríkir aldrei alveg kyrrstaða. Garður er aldrei alveg fullmótaður, kominn í endanlegt horf. Líklega er þó réttara að segja að garðeigandinn breytist stöðugt og garðurinn með hon- um. Þarfir fólks með börn eru allt aðrar en fólks á miðjum aldri eða á efri árum og eins breytast kröfur til umhverfisins. Garðeig- andinn vill e.t.v. fá nýtt rækt- unarbeð, breyta grasflötinni, grisja tré eða koma fyrir leik- svæði eða matjurtasvæði. Bókin Garðurinn kemur þessum garð- eigendum líka að góðu gagni, því hún getur verið stöðug kveikja að nýjum hugmyndum, nýjum draumum. Gleðilegt sumar og góða skemmtun. S.Hj. BLOM VIKUNNAR 327. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir Hjólreiða- dagur á Sel- tjarnarnesi HJÓLREIÐADAGUR fjölskyldunn- ar verður á Seltjarnarnesi laugar- daginn 4. maí kl. 11 á skólalóð Mýrarhúsaskóla. Lögreglan skoðar reiðhjól, Slysa- varnardeild kvenna athugar hjálma, Björgunarsveitin Albert verður með hjólaþrautir og krakkar úr yngri sveit Lúðrasveitarinnar spilar nokk- ur lög. Hjólaður verður hringur með lögregluna í broddi fylkingar og komið aftur á skóialóðina þar sem öllum verður boðið upp á hressingu. Dregið verður í hjólagetraun en það eru Hugföng og Hjólið sem gefa vinningana. Hjúkrunar- fræðingar kynna hlaup í Kring-lunni FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð- inga, Heilsuefling og Reykjavíkur Maraþon verða með kynningu á al- menningshlaupum í sumar og heil- brigðisráðgjöf og forvarnarstarf í sambandi við þau. Nú hafa fleiri aðilar ákveðið að nýta sér þetta tækifæri og kynna , sín sjónarmið, það eru Iþróttir fyrir alla, Tannverndarráð, Vímulaus æska og Manneldisráð. Fyrsta kynningin fer fram í Kringlunni laugardaginn 4. maí nk. Boðið verður upp á fræðslu og ráð- gjöf varðandi heilsusamlegt líferni - og fólki gefinn kostur á blóðþrýst- ings- og kólesterólmælingum. Einn- ig verða ráðleggingar til þeirra, sem áhyggjur hafa af heilsufari maka síns, undir yfirskriftinni: 10 leiðir til að losna við eiginmanninn á 10 I árum. tANCÖMf: LANCOME Kaupauki í Hygeu Kringlunni Föstudag og laugardag bjóðum við glæsUegan kaiipauka* með LANCÖME kremum. Með Primordiale 50 mlfylgir r.d.: • Snyrtitaska * Bocage 30 ml •Varalitur • Eau Bienfait 30 ml • Mini Definicils *Meðan hirgðir etukist I i 4 * j i t 1 sma FÉLAGSÚF ÍR skíðadeild I.O.O.F. 1 = 178538V2 = 9.I.* I.O.O.F. 12 = 17853872 = HF* Frá Guðspeki- félaginu l.ngólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 I' kvöld kl. 21 flytur Sigurður Haukur Guöjónsson spjall í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15 til kl. 17 með fræðslu og umræð- um kl. 15.30 í umsjón Úlfs Ragn- arssonar. Miðvikudaginn 8. maí kl. 21 lýkur vetrarstarfi félagsins með erindi Kristjáns Fr. Guð- mundssonar um máttaryoga. Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 18. maí kl. 15.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Lokahóf skíðadeildar ÍR verður haldið í Hamragili sunnudaginn 5. maí. Innanfélagsmót verður ekki haldið í ár,. en við förum í leiki á túninu við Kolviðarhól kl. 12.30. Kaffiveitingar verða í ÍR-skálan- um síðdegis. Mætum öll og munum eftir kök- unum. Stjórnin. ÝMISLEGT Bak-, háls- og liðvandamál? Hefur þú prófað Osteopathy, bak- og liðmeðferð? Einnig höfuðbeina- spjald- hryggsmeðferð (cranio-sacral) og fæðuráðgjöf. Simon Bacon heilari starfar einnig við stöðina. Uppl. og timapantanir í síma 552-1103 alla virka daga. $ Kynning á einum mest selda kattamat í Bandaríkjunum ! KEA Hrísalundi föstudaginn 3.maí frá kl. 15-19 \ KEA NETTÓ laugardaginn 4.maí frá kl. 11-16 Jiyj jj jjj H, ^4 lÁ'mjíjj 9-Lives kisan kemur í heimsókn IHiy/es baiiiferfeM lajgLÍa 'kBlliiiif %nir kdÉ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.