Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ná tökum á gróðureldum Los Alamos. Reuter. SLÖKKVILIÐSMÖNNUM hefur tekist að hefta útbreiðslu gróður- elda í suðurhluta Kalifomíu og Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum og voru vonir við það bundnar að tækist að slökkva þá í dag. Eldar ógnuðu kjamorkurann- sóknarstöðinni í Los Alamos í Nýju-Mexíkó, þar sem fyrsta kjarnorkusprengjan var smíðuð. Tókst að stöðva þá við girðingu umhverfís verið í fyrradag eftir að björgunarsveitir höfðu grafið skurði og forbrennt gróður á litlum blettum hlémegin við eldinn. Af þessum sökum var hættu- ástandi í Los Alamos aflétt en sér- fræðingar höfðu sagt, að engin hætta væri á sprengingu eða leka geislavirkra efna þó eldamir hefðu teygt tungur sínar í kjamorkuverið. Kjarreldar loguðu á 17.000 hektara svæði í Arizonaríki en þar hefur slökkviliðsmönnum sömu- leiðis orðið ágengt í baráttunni við þá. Óttast hafði verið að eldarnir eyðilegðu klettabústaði Anasazi- indjána, 800 ára gamlar fornleifar í Bandolier-þjóðgarðinum í Nýju- Mexíkó en þangað koma um 400.000 ferðamenn árlega. Betur fór en á horfðist því minjarnar sluppu án teljandi tjóns. Skógareldamir í Nýju Mexíkó hafa verið raktir til lítils varðelds sem ferðalangar skildu eftir á fimmtudag í síðustu viku. Miklir vindar um helgina blésu í glóðina með þeim afleiðingum að tugþús- undir hektara gróðurlendis hafa orðið eldi að bráð. Baráttudagur verkalýðsins í Moskvu Fundum breytt í kosningahátíð Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. ÞÚSUNDIR manna tóku þátt í göngum og útifundum í Moskvu á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, og hátíðarhöldin breyttust í kosn- ingafundi tveggja helstu forseta- frambjóðendanna. Borís Jeltsín Rússlandsforseti, sem hefur yfirleitt haldið sig heima 1. maí, ávarpaði nokkur þúsund manns á útifundi sem verkalýðsfé- lög skipulögðu. „Lengi lifi vor breytinganna, sem Rússland hefur tekið sér fyrir hendur eftir lang- vinna deyfð og stöðnun,“ var boð- skapur _ forsetans til fundargest- anna. Ávarpi hans var vel tekið en meira var þó klappað fyrir Júrí Luzhkov, hinum vinsæla borgar- stjóra Moskvu, sem styður Jeltsín. Að ávarpinu loknu heilsaði for- setinn upp á Moskvubúa og dans- aði fjörugan alþýðudans við konu í rússneskum þjóðbúningi. Mun fleiri, eða um 10.000 manns, tóku þátt í göngu stuðn- ingsmanna Gennadís Zjúganovs, frambjóðanda kommúnista. Geng- ið var frá stórri Lenínstyttu á Október-torginu að styttu af Karli Marx við Bolshoj-leikhúsið. Á fundi Jeltsíns var miðaldra fólk í meirihluta en mest bar á öldruðu fólki á fundi kommúnist- anna. Fáir lögreglumenn fylgdust með fundi forsetans en fjölmennt lið sérsveitarmanna var við fund- arstað kommúnista. Zjúganov varar við borgarastyrjöld Nokkrir ungir stuðningsmenn Míkhafls Gorbatsjovs, síðasta for- seta Sovétríkjanna, voru á útifundi kommúnista og sögðu að harðlínu- kommúnistar hefðu ráðist á þá. Lögreglumenn skárust í leikinn og héldu mönnum Gorbatsjovs frá öðrum fundarmönnum. Ávarp Zjúganovs benti ekki til þess að hann væri sigurviss. Hann kvað hættu á því að ráðamennirnir í Kreml beittu kosningasvikum eða frestuðu kosningunum en sagði að kommúnistar myndu berjast áfram, þótt komið yrði í veg fyrir sigur þeirra. Hann varaði við því að ef kosningunum yrði frestað myndi það leiða til borgarastyijaldar sem yrði „miklu verri en í Tsjetsjníju". Allt að 35.000 manns tóku þátt í göngu kommúnista í Pétursborg og hópur ungra svartklæddra manna hélt þar á líkkistu með áletruninni: „kapítalisminn". FLÓÐ OG ELDAR í BANDARIKJUNUM Stór landssvæði í miðvesturríkjum Bandaríkjanna hafa farið undir vatn af öldum flóða og gífurlegir skógareldar hafa valdið miklu tjóni í suðvesturríkjunum. Ógnuðu þeir m.a. Los Alamos kjarnorkuverinu í Nýju-Mexíkó þar sem fyrsta kjarnorkusprengjan var smíðuð KAUFORNÍA NÝJA-MEXÍKÓ ILLINOIS OHIO 4.000 hektarar gróðurlands 6.000 hektarar Hundruðíbúa Tveirungir hala bmnnið í alskekktu fjall- ræktarlands hafa ylirgela heimili sín drengir farast lendi norður af Los Angeles brunnið norður al i borginni Austur- íslysumsem Santa Fe, skammt Irá St. Louis vegna rakin eru Los Alamos kjamorku- flóða af völdum tilllóða X INDÍANA y Flóð valda / víða erfiðleikum KALIFORNIA Rúmlega 400 ha ræktarlands brenna austur al LosAngeles ARIZONA Um 17.500 hektarar gróður- lands eldi að bráð b_J Flóð A Skógareldar MISSOURI Fjórirmenn drukkna vegna skyndilegra llóða Reuter GENNADÍ Zjúganov, leiðtogi rússneskra kommúnista, veifar til stuðn- ingsmanna sinna á 1. maí-fundi í Moskvu. Við hlið hans er Gennadí Seleznjov, forseti Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins. • • Onnur lota kosn- ingaá Indlandi Nýju Delhí. Reuter. ÖNNUR lota indversku þing- kosninganna hófst í gær og var kjörsókn góð en að þessu sinni átti að kjósa um 204 þingsæti af 543. Biðu sjö manns bana í ofbeldisaðgerð- um í Bihar og Andhra Pra- desh. Ofbeldisverknaðir hafa þó verið áberandi færri að þessu sinni miðað við síðustu kosningar, árið 1991, er dauði 300 manna var rakinn til kosn- ingabaráttunnar. Kosningarnar hófust 27. apríl en framkvæmd þeirra hefur verið skipt niður á sex daga fram til 30. maí í þeim tilgangi að draga úr ofbeldi. Kosið er í hluta kjördæma í einu svo öryggissveitir eigi auðveldara með að halda uppi röð og reglu og koma í veg fyrir kosningasvindl. Því hefur verið spáð að Kongress-flokkur P.V. Naras- himas Raos gjaldi afhroð og hrökklist frá völdum. Sam- kvæmt skoðanakönnun, sem birtist í vikuritinu Outlook í gær, mun Janataflokkurinn, flokkur þjóðernissinnaðra hindúa, fá 192 sæti og Kongr- essflokkurinn 142. Kongressflokkurinn hefur verið við völd á Indlandi frá seinna stríði ef undanskilin eru árin 1977-79 og 1989-91 er vinstriflokkar réðu ríkisstjórn. Einungis stjórnir, sem Kongr- essflokkurinn hefur veitt for- ystu, hafa setið kjörtímabil, sem er fimm ár, á enda. „Saddam Hussein“ til atlösru í Monróvíu Monrovíu. Reuter. ^ VOPNAÐIR liðsmenn líberísks stríðsherra er nefnir sig „Saddam Hussein hershöfðingja" börðust í gær um yfirráð brúar í höfuðborg- inni Monrovíu við menn Charles Taylors, eins öflugasta stríðsherr- ans í landinu. Taylor sagði að ekki yrði friður í borginni fyrr en Roose- velt Johnson og stríðsmenn hans af Krahn-ættbálki gæfust upp. Johnson og menn hans hafa lagt undir sig öfluga herbækistöð í borginni. Fullyrt er að áðumefndur Saddam Hussein fari einnig fyrir Krahn-mönnum en þeir eru sagðir mun verr búnir vopnum en liðs- menn Taylors. Þtjú bandarísk herskip, Guam, Trenton og Portland, sem ætlað er að veija bandaríska sendiráðið í Monrovíu, eru enn við strönd lands- ins en þau hafa verið á þessum slóðum í tvær vikur. Á þriðjudag var þeim siglt nær landi eftir að bandarískir landgönguliðat við sendiráðið svöruðu skothríð og felldu þijá Líberíumenn. George Moose, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hélt á miðvikudag aftur til Washington frá Monrovíu en honum mistókst að ná fundi Taylors og annars leið- toga, Alhaji Kromah, í ferð sinni til Líberíu. Ætlunin var að Moose reyndi að miðla málum. Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja munu hittast á fundi í Accra, höfuðborg Ghana, á miðvikudag til að reyna að koma á friði í Líberíu. 13 friðarsamning- ar, sem gerðir hafa verið undanfar- in sjö ár, hafa allir farið út um þúfur. Kúariða og útflutningsbann á nautakjöt rædd á breska þinginu Breskir íhaldsmenn æfír út í ESB ÞINGMENN breska Ihaldsflokks- ins gagnrýndu Evrópusambandið harðlega í þingumræðum á mið- vikudag fyrir að neita að aflétta útflutningsbanni á breskar naut- gripafurðir. Kröfðust margir þing- menn, jafnt úr röðum Evrópusinna sém Evrópuandstæðinga, hefnda- raðgerða gegn ESB-ríkjum. Virð- ist sem kúariðudeilan hafi efit andstöðuna við Evrópusamstarfið innan íhaldsflokksins. Douglas Hogg landbúnaðarráð- herra viðurkenndi í umræðunum að hvorki væru lagaleg né vísinda- leg rök fyrir útflutningsbanninu en hvatti til að enn yrði reynt að „sannfæra“ samstarfsþjóðir Breta í stað þess að láta hart mæta hörðu. Greindi hann frá því að dýra- læknanefnd ESB myndi ákveða á fundi í næstu viku hvort að fyrsta skrefið yrði tekið í átt til þess að aflétta banninu í áföngum. Hagur af ESB-aðild Hogg lagði þunga áherslu á að Bretar hefðu mikinn hag af Evr- ópusambandsaðild sinni þrátt fyrir að þeir kynnu að verða fyrir von- brigðum í einstaka málum. Malcolm Rifkind utanríkisráð- herra sagði það vera „óþarft og bjálfalegt" að viðra hugmyndir um einhvers konar rómantískan val- kost fyrir Breta utan Evrópusam- bandsins. Kenneth Clarke fjármálaráð- jJr+ic*l. EVRÓPA^ herra gekk skrefi lengra og sagð- ist vera ,jákvæður“ í garð sameig- inlegs gjaldmiðils Evrópuríkja og að hann sæi ekkert því til fyrir- stöðu að Bretar gerðust aðilar að EMU fyrir aldamót. Flaggar ekki Evrópufánanum Michael Forsyth Skotlands- . málaráðherra gagnrýndi . hins vegar ESB harðlega vegna kúar- iðudeilunnar og sagði að Evr- ópufánanum yrði ekki flaggað á stjórnarbyggingum í Skotlandi á Evrópudeginum 9. maí. Breskir bændur gagnrýndu í gær harðlega áform stjórnarinnar um að slátra þúsundum nautgripa til að útrýma kúariðu. Slátrun er þegar hafin og fengu bændur ein- ungis að vita með nokkurra klukkustunda fyrirvara hvar og hvernig nautgripunum verður slátrað. Þá segjast þeir ekki enn vita hversu miklar bætur þeir fái fyrir slátraða nautgripi. Háttsettur starfsmaður bænda- samtakanna sagði málið vera „eitt allsheijar klúður". Pangalos hót- ar Tyrkjum Nikósíu. Reuter. THEODOROS Pangalos, utanríkis- ráðherra Grikklands, hótaði því í gær að Grikkir myndu taka upp harðari stefnu varðandi tengsl Tyrklands og Evrópusambandsins ef Tyrkir reyndu að tengja þau mál við umsókn Kýpur um Evrópusam- bandsaðild. Pangalos hefur verið í tveggja daga heimsókn á Kýpur og sagðist hann vilja vara þá við er hygðust nýta sér umsókn Kýpur til að þrýsta á Grikki um að samþykkja aukin tengsl ESB og Tyrklands. Tyrkir hernámu norðurhluta eyj- unnar árið 1974 eftir að grískir Kýpurbúar gerðu þar valdarán. „Á meðan enn hefur ekki fundist lausn á Kýpurdeilunni og á meðan hluti Kýpur er hernuminn af Tyrkj- um mun ekki myndast traust á milli Grikkja og Tyrkja," sagði Pangalos.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.