Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNIINIGAR + Ástkær eiginmaður minn, EIRÍKUR ÓLAFSSON, Safamýri 54, er látinn. Sigurlaug Straumland. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og lartgafi, GARÐAR PÉTURSSON frá Rannveigarstöðum, siðast til heimilis í Grænumörk 3, Selfossi, lést í Landspítalanum 29. apríl. Oddný Gisladóttir, Ragnhildur Garðarsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Ágústa Garðarsdóttir, Stefán Arnórsson, Helgi Garðarsson, Björn Garðarsson, Sigfríður Eiriksdóttir, Eva Garðarsdóttir, Ragnar Þorgilsson, Guðný G. Garðarsdóttir, Sævar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN ÞORSTEINSDÓTTIR BENJAMÍNSSON, Bollagörðum 5, Seltjarnarnesi, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. maí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. maí kl. 13.30. Edda Benjamínsson, Gunnar Þór Benjaminsson, Jóhanna Linnet, Ásta B. Benjamínsson, Halldór Snæland og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faöir okkar og afi, GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON, Suðurbraut 14, Hafnarfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 21. apríl síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigrún Jonný Sigurðardóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Halldór Guðmundsson, Davið Ezra Magnússon, Sigrún J. Óskarsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, EGGERT GUÐJÓNSSON, Bugðulæk 17, lést á heimili sínu 27. apríl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 6. maí kl. 15.00. Geirlaug Þórarinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN PÉTURSSON, Fífumóa 1 b, Njarðvík, er lést 27. apríl sl., verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 4. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Sigrún Þórarinsdóttir, Sigurður Gústafsson, Skúli Þórarinsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Hallfríður Þórarinsdóttir, Þórunn Þórarinsdóttir, Unnur María Þórarinsdóttir, Snorri Wium og barnabörn. MALFRIÐUR GUÐNY GÍSLADÓTTIR + Málfríður Guðný Gísla- dóttir fæddist í Krossgerði á Beru- fjarðarströnd í Suð- ur- Múlasýslu 18. október 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 30. apríl. Elsku arama. Okkur sem ekki erum hér langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Þú sem hefur alltaf haft svo mikið yndi af ferðalögum ert að leggja af stað í vonandi þá bestu og yndis- legustu ferð sem þú hefur farið. Þú varst alltaf sannfærð um áð hitta Gunnar afa hinum megin, og þú kveiðst því ekki fyrir þessari ferð. Við kveðjum þig með söknuði, amma mín, því þó svo að þú hafir kannski verið tilbúin að fara, hefð- um við þegið að fá að njóta þín lengur. Það var alltaf gaman að ræða hlutina við þig, þú hafðir svo mikinn áhuga á umhverfi þínu og fylgdist vel með. Og ekki fáum við að taka í spil með þér oftar, en margar góðar stundir áttum við saman við spilaborðið norður á Akureyri. Takk fyrir samfylgdina, amma og „góða ferð“. Með þökk og virð- ingu. Helga, Ornólfur og Kristján Torfí. Elskuleg amma mín, Málfríður Guðný Gísladóttir, hefur kvatt í hinsta sinn. Ég vil minnast hennar hér í þessum orðum sem og ástríks afa míns Gunnars Jóhannessonar er lést árið 1990. Þau voru mjög hamingjusöm og samheldin hjón og lifðu þau þannig öll sín ár. Þau gerðu sér mjög fallegt heimili sem amma mín lagði stolt sitt og gleði í og einkenndist mjög af alúð henn- ar og umhyggjusemi. Þar ólu þau upp sjö börn sem þau eignuðust saman, þijá syni og fjórar dætur, hvert öðru glæstara. Heima hjá ömmu minni og afa undi ég mínar fegurstu stundir og var þar ávallt eitthvað um að vera. Glaðvær köll og lífsglöð fótatök þögn- uðu aldrei hjá þeim. Þar fór um hlýr andi sem tengdi fjölskyld- una sterkum böndum og gerir enn. Þau voru bæði einstök, amma mín og afi, og mynd alls þess sem lýsir í senn ijúfri dagskomu og stjörnu- bjartri kvöldkyrrð. Amma mín var mjög sterk og allt í öllu og hélt fast um heimilið enda varð ekki hjá því komist að handagangur yrði i öskjunni. Afi minn var einstaklega hjartahlýr og hugumstór maður og gerði sér far um velvild og hjálpsemi við alla. Hann var mjög trúrækinn alla sína tíð og lifði löngu og gæfuríku lífi í sátt við Guð og menn. Ég á mér margar ljúfar minningar um hann og þakka ég Guði daglega fyrir alla þá daga sem ég átti með hon- um. Hann hefur verið mér leiðarljós og haft mikil áhrif á mig og mitt líf og mun hann ávallt lifa í hjarta mínu. Amma var björt og góð kona og geislaði af henni hvar sem hún fór. Hún kappkostaði að hafa um- hverfi sitt allt sem hlýjast og vina- legast og gerði hún það með nær- veru sinni einni. Ekki var amma lengi að leggja línurnar um það sem gott var og minna mann á það hvar maður var staddur á lífsleiðinni og það gerði hún alveg til hins síðasta. Aldrei mun ég gleyma henni og orðum hennar, hlýju og birtu, held- ur varðveita um ókomna tíð. Ég kveð nú ömmu mína og afa, sem nú eru saman á ný í náð Drott- ins. Gunnar Jóhannesson. Fáein þakklætisorð fyrir að hafa fengið að kynnast Málfríði Gísla- dóttur. Það var í kvennadeild SLF 1966 sem við kynntumst, ég móðir fatl- + Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, afi og langafi, DANÍEL JÓELSSON, Laugavegi 132, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 6. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélags- ins. Kristin Þorvarðardóttir, Sigrún Þóra Indriðadóttir, Kristín Þórsdóttir, Rannveig Þórsdóttir, Hjörtur Skúlason, Sigrún Halldórsdóttir, Þórður Guðmundsson, Thelma Dögg Haraldsdóttir, Dani'el Þór Valdimarsson, Guðmundur Vignir Þórðarson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, HREFNA JÓHANNA HAUKSDÓTTIR, Miðtúni 19, Höfn, Hornafirði, sem lést í Landspítalanum 26. apríl sl., verður jarðsungin frá Hafnarkirkju laug- ardaginn 4. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameins- félag íslands. Ögmundur Einarsson, Bjarni Valgeir Ögmundsson, Anton Laxdal Ögmundsson, Ásdís Alda Ögmundsdóttír, Haukur Runólfsson. aðs barns, hún til að þakka Guði fyrir að hennar börn væru ófötluð. Hún kom til að gefa krafta sína í þágu þeirra sem minna mega sín, þannig var Málfríður. Þetta lýsir því hvern mann hún hafði að geyma. Málfríður var mikill dugn- aðarforkur, hún stóð fyrir vel flest- um fjáröílunar kaffisamsætum kvennadeildar SLF. Hún var ekki vön að hlífa sér, við lærðum mikið af henni, hún vann sín störf í hljóði, lét lítið á sér bera, en hún var allt- af til taks ef þurfti að taka til hendi. Fyrir dugnað og vel unnin störf og áhuga á öllu starfi kvennadeildar SLF var hún sæmd heiðursfélaga- nafnbót og var hún fyrsta konan sem slíkan heiður hlaut í kvenna- deild SLF. Málfríður var alltaf glöð og jákvæð, hafði ávallt ráð undir rifi hveiju. Ég veit að Málfríður var vinur vina sinna, þess fékk ég að njóta. Málfríður átti yndislegan lífs- förunaut. Eftir að hans naut ekki lengur við tók heilsu hennar að hraka. Það finnst mér ekki óskiljan- legt því Málfríður og Gunnar voru alltaf sem einn maður. Kæra Málfríður, nú gengur þú á grænum grundum við hlið þíns elskulega eiginmanns. Það er eins og mér finnist ég heyra þinn dill- andi og innilega hlátur og sjá stríðn- isglampann í augum Gunnars þegar ég sé fyrir mér endurfundi ykkar. Góður Guð styrki afkomendur ykk- ar, þeir eiga minninguna um góða foreldra. Við gömlurnar í kvenna- deild SLF þökkum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þessari mætu konu. Björg Stefánsdóttir. Nú þegar Málfríður Gísladóttir er horfin á braut, stöndum við eftir og hugsum með þakklæti til þessar- ar greindu, tignarlegu konu, sem alltaf tók svo vel á móti okkur á hinu myndarlega og hlýlega heimili sínu á Hagamel 38, þar sem hún bjó lengst af, boðin og búin að greiða leið okkar og veita skjól, þegar við fyrr á árum bjuggum fyrir austan og fórum til Reykjavík- ur. Fyrir þá greiðasemi er ekki hægt að þakka í orðum. Rósa mág- kona hennar minnist sérstaklega þegar Málfríður og eiginmaður hennar Gunnar Jóhannesson tóku á móti henni og hún dvaldi á heimili þeirra, þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn, og einnig þegar sonur Rósu dvaldi í nokkur ár á heimili þeirra eins og þeirra eigin sonur. Við minnumst þess líka sérstak- lega, þegar okkur bárust jólapakk- arnir frá Hagamel 38. Það fannst okkur, a.m.k. börnunum, hápunktur jólaundirbúningsins. Eftir að við vorum öll sest að fyrir sunnan, var alltaf jafn hátíð- legt að koma í heimsókn á Haga- melinn, hjólaborðið dregið fram og ilmandi kaffi og meðlæti ekið inn í stofu og samræður teknar upp sem hæfðu hinu vandaða, glæsilega heimili. Málfríður lifði langa og gifturíka ævi. Hún ólst upp undir háum hamraveggjum við ólgandi haf í hinni miklu náttúrufegurð Suðaust- urlandsins og bar ætíð með sér síð- an hina tignarlegu ró slíkrar nátt- úrufegurðar. En þótt fegurðin hafi verið mikil var náttúran grimm á Berufjarðarströnd eins og annars staðar, og varpaði dimmum skugga á æsku hennar, þegar tveir eldri bræður hennar drukknuðu í fjöru- borðinu fyrir neðan bæinn. Málfríður fór ung suður til Reykjavíkur og kynntist Gunnari Jóhannessyni, póstmanni, og var það henni mikil gæfa að giftast slík- um sómamanni sem Gunnar var, en hann féll frá 1990. Þau eignuð- ust sjö mannvænleg börn sem öllum hefur farnast vel á lífsleiðinni. Þær eru margar Ijúfu minning- arnar sem við eigum um Málfríði, og þær verða ekki frá okkur teknar þótt hún sé horfin á braut. Þessi myndarlega staðfasta kona verður ætíð í hugum okkar táknmynd þeirrar reisnar sem maðurinn ber með sér í sinni æðstu mynd. Kærar þakkir fyrir allt. Fjölskyldan frá Krossgerði 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.