Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Miðasala hafin á Listahátíð ÞANN 1. maí hófst miðasala Listahátíðar í Upplýsingamið- stöð ferðamála í Bankastræti 2. Hægt verður að velja úr miðum á tuttugu tónleika, tvær danssýningar, þijár leiksýn- ingar, fjölleikahús, fjöllistasýn- ing og ljóðakvöld, en miðasala á óperuna Galdra-Loft hefst í íslensku óperunni 7. maí. Auk fyrrnefndra atburða verða 25 myndlistarsýningar og nokkrir bókmenntaviðburð- ir. Listahátíð er haldin annað hvert ár og er einn stærsti lista- og menningarviðburður á íslandi. Á dagskránni eru viðamikil erlend atriði sem að öllu jöfnu myndu ekki sækja ísland heim og innlend atriði sem spegla það listalíf sem hér blómstrar. Margt er fram- andi og óvenjulegt. Óvenju mörg atriði eru í boði á hátíð- inni sem stendur frá 1. júní til 2. júlí. Mozart á ferð og flugi TÓNMENNTASKÓLI Reykja- víkur heldur tónleika í Islensku óperunni laugardaginn 4. maí. Frumflutt verður tónverkið Mozart á ferð og flugi, sem 10 ára nemendur úr skólanum hafa samið undir handleiðslu Þorkels Sigurbjörnssonar tón- skálds. Einnig verður frumflutt tón- verkið Mozart í Reykjavík fyrir 22 hljóðfæraleikara sem Þor- kell hefur samið. Að síðustu koma fram nemendur frá skól- anum og leika einleik og sam- leik. Aðgangur er ókeypis og öil- um heimill meðn húsrúm leyfir. TÓNLIST Brciðholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Ýmis bandarísk gospel lög. Sönghóp- urinn Móðir Jörð u. stj. Estherar Helgu Guðmundsdóttur. Einsöngvar- ar: Agnes Erna Stefánsdóttir, Esther Helga Guðmundsdóttir, Lára Heiður Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Kristján Helgason, Oktavía Stefánsdóttir og Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir. Sigrún Grendal, píanó; Jón Steinþórsson, bassi; Kor- mákur Geirharðsson, trommur. Breiðholtskirkju, mánudaginn 29. apríl ld. 20:30. ÞAÐ VAR hopp og hí og tralala í indjánatjaldlaga Breiðholtskirkj- unni á mánudaginn var þegar „Móð- irJörð", sönghópur Söngsmiðjunnar á Hverfisgötu, ásamt hryntríói efndi til tónleika við allgóða aðsókn. Við- fangsefnin voru nær eingöngu bandarísk gospel-lög eftir þá af- kastamiklu félaga Anon og Trad, en útsett af nafngreindum útsetjurum. Guðspjallasöngur þessi varð til sem afsprengi hinna eiginlegu negra- sálma (spirítuals) upp úr 1920 og mótaður af hinum þá nýtilkomna jassi, s.s. þeldökkur þéttbýlissálma- söngur með sveiflu. Hann er „tónlist vonar“, eins og Mahalia Jackson eitt sinn orðaði það, andstætt blúsnum, sem er tónlist örvæntingar. Menn eru misjafnlega gerðir. Sumir taka öllu utanaðkomandi opn- um örmum án fyrirvara. Aðrir hafa vöflur á, og meðal slíkra mætti helzt nefna þrennt, þá staldrað er við vin- sældir gospelsöngs á Norðurlöndum. í fyrsta lagi varð tóngreinin til við sérstæðar aðstæður félagslegrar kúgunar og einangrunar, sem Norð- KRISTJÁN Jónsson sýnir mál- verk unnin á þessu ári og því síð- asta, á Sóloni íslandusi. Verkin vann hann sérstaklega með sýn- ingarsai Sólons í huga. „Ég fór að bera víurnar í salinn fljótlega eftir síðustu sýningu mína í Hafn- arhúsinu í fyrra.“ Myndirnar eru litríkar. Tíu litl- ar myndir hanga í stigagangi en í aðalsal eru fimm stór málverk. Myndefnið er hús og landslag en einnig notar hann skrift sem teng- ist myndefninu. „Það var mun dekkra yfirbragð yfir síðustu einkasýningu minni. Myndirnar voru grátóna en með mörgum undirliggjandi litum sem birtust sem heill heimur af litum þegar betur var að gáð. Þetta var hugs- anlega spænska arfleifðin," sagði Kristján en hann nam myndlist í Barcelona á Spáni. „Ég var mikið hvattur af kennaranum mínum út; að reyna að byggja á þeim grunni sem ég hafði, þ.e. íslenska menningararfinum, sem mér _ fannst mjög eðlilegt að gera. Ég hafði verið mikið frá landinu og leit þarafleiðandi mjög róman- tískum augum á Island.“ Kristján nam fjölmiðlafræði í Bandaríkjunum og kveðst hafa verið venjulegur áhugamaður um myndlist þá en þegar hann fór í ferðalag til Spánar 1986 hafi hann heillast af landinu og ákveðið að urlandabúar hafa fæstir forsendur til að geta skilið að fullu. í öðru lagi er flutningsmátinn afar háður tilfinningu fyrir swing, sveiflu, sem fæstir nema sjóaðir jasshljóm- listarmenn ná sannfærandi tökum á. I sjálfu sér mundi það litlu skipta, ef væri blús og jass ekki jafn alþekkt- ur stíll meðal áheyrenda í okkar heimshluta og raun ber vitni. í þriðja lagi kemur til ákveðin þreyta - a.m.k. hjá sumum okkar, er náð hafa að vaxa úr grasi - gagn- vart einhæfri mótun amerískra hryn- tóngreina - blús, jass og vaggs & veltu - á megninu af léttri tónlist hér á landi, sem staðið hefur í nær- fellt 40 ár, og enn sér ekki fyrir endann á. Því enn þann dag í dag fyrirfinnst varla íslenzkt rokk, sem ekki meira eða minna er undirlagt blússkalanum og mismunandi mikið stöðluðum synkópum svart/lat- neskra danslaga og enskrar mál- hrynjandi. En, sem sagt, sumir láta sig minna sliga af fortíðinni en aðrir, og auðvit- að sízt yngstu kynslóðir, fyrir hveij- um löngu liðnar lummur virðast endalaust geta öðlazt nýtt líf - a.m.k. svo lengi sem létta tónlist augna- bliksins nær ekki að endumýja sig sem skyldi, líkt og virðist hafa átt sér stað undanfarin ár. Svo mikið var þó víst, að áheyrend- ur létu sér framlag sönghópsins vel líka, því kórinn uppskar mikið klapp, og m.a.s. standandi klapp í lokin. Framan af virtist söngurinn samt nokkuð daufur, og hvarflaði að manni, hvort keiluform Breiðholts- Fast land undir fótum ganga alla leið og fara út í mynd- listamám. „Ég taldi að það væri vel þess virði að fara alla leið og athuga hvort þetta væri eitthvað meira heldur en að „telja sig hafa þokkalegan smekk og ánægju af hlutunum." Ég vinn myndirnar mínar mikið og það tel ég vera áhrif frá Barcel- óna. Þar er myndlistin allstaðar, í öllum byggingum og á hveiju götuhomi og listalíf allt mjög mik- ið. Ég vann töluvert með ljósmynd- ir í skólanum, sem ég framkallaði á málmplötur. Þetta vom myndir af húsum og arkitektúr mest- megnis. Ég vona að ég geti komið mér upp aðstöðu til að vinna meira með þann miðil í framtíðinni." Rómantískur draumur Titlar myndanna á Sólon eru ýmist latneskir og/eða íslenskir. Ein mynd heitir t.d. Stella, Banka- stræti - Terra firma en það þýðir kirkju væri heppilegt undir söng, því endurómur hússins var fjarska lítill. Hrynsveitin lék vel og snyrtilega án meiriháttar sveiflu-tilþrifa og var í góðu jafnvægi við kórinn, en píanóið hefði mátt vera ögn sterkara miðað við bassa og trommur. Sönghópurinn hreyfði sig meira en títt er um hérlendan kórsöng; líkti t.d. líkamlega eftir hruni Jeríkó- veggja á orðunum down, down, og lét fátt eftir liggja með ýmsu handap- ati og tilheyrandi, sem náði þó ekki alltaf að vega upp skortinn á borinni og barnfæddri þeldökkri sveiflu. Mæddi þar reyndar meira á ein- söngvurum, mest á Oktavíu Stefáns- dóttur, sem komst líka næst því að ná upprunalegum blæ í impróvíser- uðum „frammíköllum“, eins og tíðk- ast í gosplum vestan hafs. Af 19 söngvurum hópsins voru aðeins 4 karlar, hvort sem olli veik- indi eða bara dæmigerður karla- skortur í reykvísku kórstarfi, og hlaut það að setja hálfgildings kvennakórsblæ á sönginn. Gæti þess utan komið til, að erfitt sé að fá íslenzkan karlpening til að leggja fram þær ástríðufullu tilfinningar og líkamshreyfingar sem greinin krefst, og kæmi það svosem ekki á óvart. Meðal 17 atriða söngskrár stóðu nokkur upp úr öðrum. I „All night, all day“ (Ángels watching over me) setti ídiðfagur píanóleikur Sigrúnar Grendal punkt yfir i-ið. „Óður til Móður Jarðar“, gamalt og frumstætt indjánalag við isienzkan texta kór- stjórans, hefði trúlega komið hópnum fast land undir fótum. „Ég rakst á þennan titil fyrir nokkrum árum og hann hitti mig því þetta var lítið samheiti yfir það sem ég er að gera, persónulega og í mynd- listinni. Ég hef grúskað í latínu eftir það því latínan er bæði mys- tísk og ljóðræn og vísar í upp- runa. Titlar mynda minna mynda ljóðræna heild þegar öll sýningin er komin saman. Þegar mynd er tilbúin og titill kominn við hana þarf ég að endurmeta allt aftur. Hún talar sínu eigin máli og fer jafnvel að gera mér grikki sem ég þarf að bregðast við. Kristján vinnur eftir ljósmynd- um og fer markvisst í ljósmynda- ferðir. „Ef ég finn myndir sem vekja spcnnu þá safna ég þeim saman. Ég hafna þeirri hugmynd að ekki sé hægt að vinna meira með landslagið," segir hann að- spurður um landslagsmynd á sýn- ingunni,„Ég verð að fá að eiga þann rómantíska draum að það sé hægt að halda áfram á þeirri braut og finna nýjar leiðir. Einn góðan veðurdag kemur einhver nýr snillingur upp á meðal okkar sem slær vopnið úr höndum efa- hyggjumanna." - Gætir þú kannski verið sá maður? „Nei. Ég er varla orðinn snill- ingur strax,“ sagði Kristján Jóns- son. á bálið í tíð Páls í Selárdal fyrir kukl. Hljóðnemaeinsöngur Agnesar Ernu Stefánsdóttur í „Amazing grace“ var áhrifamikill sakir sér- kennilegrar nefkveðinnar en heill- andi raddbeitingar. Hreinleiki hinna ungu kórsöngv- ara í inntónun var ekki alltaf eins og bezt varð á kosið, og var „Deep river" meðal dæma um það, auk þess sem framan af vantaði meiri kraft og opnari hljóm. 7 manna hóp- ur söng hið skemmtilega „Shut de do“ éftir Randy Stonehill, úts. Mark Hayes, er virtist undir áhrifum frá karíbskri tónlist, jafnvel kalypsó, og vantaði aðeins andstæðukafla til að lagið bæri af flestu öðru að frum- leika. Aukinn kraftur var kominn í kór- inn í „Sometimes I feel“ (like a moth- erless child). „Nobody knows the tro- uble I’ve seen“ þjáðist nokkuð af fleðulegu hljómavali útsetjarans, en í „0 happy day“ færðist fjörið í auk- ana með tilheyrandi vaggi, vingsi og undirklappi kórs á 2. og 4. slagi (off beat), er stangaðist á við hið venju- og múlbundna undirklapp íslenzkra tónleikagesta á 1. og 3., líkt og ver- ið væri að leika Radetzky-marsinn á áramótatónleikum í Vín. Hrynsveitin hefði þar mátt sýna meiri tilþrif, ekki sízt bassinn, er virtist nokkuð reyrður á klafa rokks á kostnað fijálsrar sveiflu. Stemningin var nú komin að suðu- marki, og síðustu lögin, „O, happy day!“, „This little light of rnine" og „Swing low, sweet chariot" uppskáru rausnarlegt lófatak, að hluta til fyrir bláleitu frammígjömm Oktavíu Stef- ánsdóttur, er voru, hvað sannfæringu og stílkennd varðar - eins og sagt er handan Atlantshafs - „almost there. “ Ríkarður Ö. Pálsson Vísnatón- leikar í Hafnarfirði í KVÖLD kl. 20.30 verða haldn- ir vísnatónleikar á veitingahús- inu A. Hansen í Hafnarfírði. Tónleikamir eru hluti tónleikar- aðarinnar Norrænir vísnadagar 1996. Þar koma fram norska tríóið Geirr Lystrup og gottfolk, og fínnska vísnasöngkonan Bar- bara Helsingius. Fulltrúi fslands á tónleikunum er Hreiðar Gísla- son og félagar hans, Ólafur Traustason og Guðjón Þorláks- son. Geirr Lystrup er í hópi þekkt- ustu tónlistarmanna Noregs. Hann kemur hingað með nafna sína tvo, þá Geirr Otnæs sem leikur á harmoniku og Geir Lovaid sem leikur á túbu. Þeir koma víða við í flutningi sínum. Barbara Helsingius á marga aðdáendur hér á landi, enda er hún einn af máttarstólpum nor- rænnar vísnatónlistar eftir rúm- lega þijátíu ára feril sem vísna- söngvari. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu Norræna félagsins í Hafnarfirði og Tónlistarfélags- ins Vísnavina. Kammertón- leikar KAMMERTÓNLEIKAR verða haldnir í sal Tónlistarskóla Kópavogs að Hamraborg 11, laugardaginn 4. maí kl. 11. Flutt verða verk eftir Alban Berg, J.S. Bach, Fjölni Stefáns- son, F. Mancini, Ronald Hamm- ei' og G.F. Telemann. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Inga Hlöð- versdóttir sýnir í London í GÆR var opnuð sýning á 20 olíumálverkum eftir Ingu Hlöð- versdóttur j Gallery Vermillion í London. „í verkum sínum fjall- ar Inga um öfl náttúrunnar þar sem landslagsform og litir gefa verkunum sérstakt andrúms- loft“, segir í kynningu. Inga er fædd í Reykjavík 1951. Hún stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1980-1984, Myndlista- og handíðaskóla íslands 1984- 1978, síðan í Rotterdam í Hol- landi við Academie van Beeld- ende Kunsten 1987-1989, það- an sem hún útskrifaðist úr málaradeild. Frá 1990-1993 bjó hún og vann í París, en býr nú aftur í Rotterdam síðan 1993. Inga hélt sína fyrstu einka- sýningu 1994 í Lucernaire, Centre national d’essai í París. Hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum víða. Síðasta sýn- ingarhelgi Hafsteins NU er síðasta helgi myndlist- arsýningar Hafsteins Aust- manns í Gerðubergi og á Sjón- arhóli, Hverfisgötu 12. Hrynjandilist í Ráðhúsinu UNGLINGAR frá Steiner- skólanum í Helsingfors í Finn- landi sýna hrynjandilist í Ráð- húsi Reykjavíkur á laugardag og sunnudag kl. 16. Morgunblaðið/Árni Sæberg KRISTJÁN Jónsson myndlistarmaður. Sveiflusálmar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.