Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 27 Kómísk kmfning í Borg- arleik- húsinu NÍUNDA sýning Höfunda- smiðjunnar í Borgarleikhúsinu verður laugardaginn 4. maí. Þá verður leikþátturinn Nulla mors sine causa eftir Lindu Vil- hjálmsdótt- ur sýndur á Litla svið- inu. I kynn- ingu segir: „Undirtitill verksins er Kómísk krufning og eins og nafnið bendir til gerist leik- þátturinn á krufningarstofu á sjúkrahúsi. Aðalpersónan er bókelsk sjúkraþerna sem dreg- ið hefur stallsystur síha með sér niður í kjallara til að kanna þar aðstæður vegna leikrits sem hún er með í smíðum. Þar lenda þær síðan í miklum hremmingum með ófyrirsjáan- legum afleiðingum." Leikendur í þættinum eru Bryndís Petra Bragadóttir, Jóhanna Jónas, Karl Guð- mundsson og Sigurður Karls- son. Stjórnandi krufningarinn- ar er Asdís Skúlasdóttir. Að sýningunni lokinni verð- ur ljóðadagskrá í veitingastofu í anddyri. Höfundasmiðja Leikfélags Reykjavíkur hefur verið starf- rækt síðan í haust en fastar sýningar smiðjunnar hófust 20. janúar sl. Fram að páskum voru sýningar í Höfundasmiðj- unni annan hvern laugardag en sú breyting hefur orðið á að hér eftir sýna höfundar verk sín hvern laugardag kl. 16.00 í Borgarleikhúsinu. MYND eftir Jón Örn Bergsson. * Ur ýmsum áttum ÞANN 4. maí næstkomandi kl. 14. mun Jón Örn Bergsson opna ljósmyndasýningum „Ur ýmsum áttum“ í Ljósmynda- miðstöðinni Myndás, Lauga- rásvegi 1. Myndirnar sem eru svart/hvítar eru teknar á ferðalögum víðs vegar um ís- land undanfarin ár. Jón Örn útskrifaðist úr Fjöl- tæknideild Myndlistar- og handíðaskóla íslands vorið 1991. í gegnum árun hefur Jón aðallega unnið með ljós- myndun og blandaða tækni sem listform. Þess má geta að hann fékk 2. verðlaun í Ljósmyndasamkeppni Agfa og Myndás sem haldin var í vetur. Sýningin er opin mánud. til föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 10-16. Sýningunni lýkur föstudaginn 31. maí. Linda Vilhjálmsdóttir Vísnatónleikar á Egilsstöðum Húsavík. Morgunblaðið. TJARNARKVARTETTINN hóf sína fyrstu tónleikaferð með við- komu á Húsavík sumardaginn fyrsta, en hann söng í ferðinni auk Húsavíkur á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Neskaupstað. Þótt kvartettinn sé orðinn þjóðþekktur og hafi gefið út hljómdiska og sungið við ýmis tækifæri víða um land, er þetta hans fyrsta beina tónleikaferð. A Húsavík söng kvartettinn í kirkjunni og voru tónleikarnir vel sóttir og undirtektir góðar, enda söngskráin fjölbreytt. Meðal ann- ars ný sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson og Hróðmar Sigur- björnsson og ýmsar nýjar útsetn- ingar á þekktum íslenskum söng- og dægurlögum. Kvartettinn skipa tvenn hjón búendur á Tjörn í Svarvarðardal, þau Rósa Kristín Baldursdóttir sópran, Kristjana Arngrímsdóttir alt, Hjörleifur Hjartarson tenór og Kristján Hjaltason bassi. í KVÖLD kl. 21.30 verða haldnir vísnatónleikar í Valaskjálf á Egils- stöðum. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Norrænir vísnadág- ar sem fram fer víðsvegar um land- ið dagana 1.-5. maí. Á tónleikunum koma fram Val- geir Guðjónsson, danska vísnasöng- konan Pia Raug og sænski vísna- söngvarinn Jan-Olof ARdersson. í kynningu segir: „Pia Raug hef- ur um árabil verið í hópi vinsælustu tónlistarmanna Danaveldis. Hún hefur komið víða við og reynt fyrir sér í rokki, flutningi sálma og ætt- jarðarlaga með jassívafi og ýmsu öðru. Hér á landi mun hún sýna á sér trúbadorhliðina. Jan-Olof Andersson á marga aðdáendur hér á landi eftir fyrri heimsóknir sínar hingað til lands. Hann hefur hvarvetna vakið at- hygli fyrir flutning sinn á lögum Taubes, Bítlanna og sínum eigin.“ Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu Norræna félagsins á Egils- stöðum, Héraðsvísnavina og Tón- listarfélagsins Vísnavina. Tjarnarkvartettinn. Morgunblaðið/Silli Tj arnarkvartettinn í tónleikaför Fyrirmæli dagsins EFTIR CHRISTIAN MARCLAY rífðu úr þessa blaðsíðu og hlustaðu vandlega hlustaðu og hnoðaðu blaðsíðunni saman í örlitla kúlu þú getur endurtekið hljóðin með öðrum blað síðum geymdu kúluna/kúlurnar en hentu blaðinu • Fyrirmælasýning í samvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.