Morgunblaðið - 03.05.1996, Page 27

Morgunblaðið - 03.05.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 27 Kómísk kmfning í Borg- arleik- húsinu NÍUNDA sýning Höfunda- smiðjunnar í Borgarleikhúsinu verður laugardaginn 4. maí. Þá verður leikþátturinn Nulla mors sine causa eftir Lindu Vil- hjálmsdótt- ur sýndur á Litla svið- inu. I kynn- ingu segir: „Undirtitill verksins er Kómísk krufning og eins og nafnið bendir til gerist leik- þátturinn á krufningarstofu á sjúkrahúsi. Aðalpersónan er bókelsk sjúkraþerna sem dreg- ið hefur stallsystur síha með sér niður í kjallara til að kanna þar aðstæður vegna leikrits sem hún er með í smíðum. Þar lenda þær síðan í miklum hremmingum með ófyrirsjáan- legum afleiðingum." Leikendur í þættinum eru Bryndís Petra Bragadóttir, Jóhanna Jónas, Karl Guð- mundsson og Sigurður Karls- son. Stjórnandi krufningarinn- ar er Asdís Skúlasdóttir. Að sýningunni lokinni verð- ur ljóðadagskrá í veitingastofu í anddyri. Höfundasmiðja Leikfélags Reykjavíkur hefur verið starf- rækt síðan í haust en fastar sýningar smiðjunnar hófust 20. janúar sl. Fram að páskum voru sýningar í Höfundasmiðj- unni annan hvern laugardag en sú breyting hefur orðið á að hér eftir sýna höfundar verk sín hvern laugardag kl. 16.00 í Borgarleikhúsinu. MYND eftir Jón Örn Bergsson. * Ur ýmsum áttum ÞANN 4. maí næstkomandi kl. 14. mun Jón Örn Bergsson opna ljósmyndasýningum „Ur ýmsum áttum“ í Ljósmynda- miðstöðinni Myndás, Lauga- rásvegi 1. Myndirnar sem eru svart/hvítar eru teknar á ferðalögum víðs vegar um ís- land undanfarin ár. Jón Örn útskrifaðist úr Fjöl- tæknideild Myndlistar- og handíðaskóla íslands vorið 1991. í gegnum árun hefur Jón aðallega unnið með ljós- myndun og blandaða tækni sem listform. Þess má geta að hann fékk 2. verðlaun í Ljósmyndasamkeppni Agfa og Myndás sem haldin var í vetur. Sýningin er opin mánud. til föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 10-16. Sýningunni lýkur föstudaginn 31. maí. Linda Vilhjálmsdóttir Vísnatónleikar á Egilsstöðum Húsavík. Morgunblaðið. TJARNARKVARTETTINN hóf sína fyrstu tónleikaferð með við- komu á Húsavík sumardaginn fyrsta, en hann söng í ferðinni auk Húsavíkur á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Neskaupstað. Þótt kvartettinn sé orðinn þjóðþekktur og hafi gefið út hljómdiska og sungið við ýmis tækifæri víða um land, er þetta hans fyrsta beina tónleikaferð. A Húsavík söng kvartettinn í kirkjunni og voru tónleikarnir vel sóttir og undirtektir góðar, enda söngskráin fjölbreytt. Meðal ann- ars ný sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson og Hróðmar Sigur- björnsson og ýmsar nýjar útsetn- ingar á þekktum íslenskum söng- og dægurlögum. Kvartettinn skipa tvenn hjón búendur á Tjörn í Svarvarðardal, þau Rósa Kristín Baldursdóttir sópran, Kristjana Arngrímsdóttir alt, Hjörleifur Hjartarson tenór og Kristján Hjaltason bassi. í KVÖLD kl. 21.30 verða haldnir vísnatónleikar í Valaskjálf á Egils- stöðum. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Norrænir vísnadág- ar sem fram fer víðsvegar um land- ið dagana 1.-5. maí. Á tónleikunum koma fram Val- geir Guðjónsson, danska vísnasöng- konan Pia Raug og sænski vísna- söngvarinn Jan-Olof ARdersson. í kynningu segir: „Pia Raug hef- ur um árabil verið í hópi vinsælustu tónlistarmanna Danaveldis. Hún hefur komið víða við og reynt fyrir sér í rokki, flutningi sálma og ætt- jarðarlaga með jassívafi og ýmsu öðru. Hér á landi mun hún sýna á sér trúbadorhliðina. Jan-Olof Andersson á marga aðdáendur hér á landi eftir fyrri heimsóknir sínar hingað til lands. Hann hefur hvarvetna vakið at- hygli fyrir flutning sinn á lögum Taubes, Bítlanna og sínum eigin.“ Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu Norræna félagsins á Egils- stöðum, Héraðsvísnavina og Tón- listarfélagsins Vísnavina. Tjarnarkvartettinn. Morgunblaðið/Silli Tj arnarkvartettinn í tónleikaför Fyrirmæli dagsins EFTIR CHRISTIAN MARCLAY rífðu úr þessa blaðsíðu og hlustaðu vandlega hlustaðu og hnoðaðu blaðsíðunni saman í örlitla kúlu þú getur endurtekið hljóðin með öðrum blað síðum geymdu kúluna/kúlurnar en hentu blaðinu • Fyrirmælasýning í samvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.