Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Vanhugsaðar breytingar FYRIR Alþingi liggja tvö frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingar á skattkerfi landsmanna, annars vegar á vörugjaldi og hins vegar á virð- isaukaskatti. Það er margt við þessar fyrir- ætlanir ríkisstjórnar- innar að athuga og væri það raunar slys ef þær næðu fram að ganga án verulegra breytinga. Aðdragandi og vinnubrögð Forsaga þessa máls er sú að Eftirlitsstofnun EFTA tel- ur nauðsynlegt að gera breytingar á núverandi álagningu og inn- heimtu vörugjalds hérlendis til þess að vörugjaldið standist samninginn um hið Evrópska efnahagssvæði, EES. Vörugjald er skattur, á bilinu 6-30% sem leggst á margs konar vörur, t.d. ávaxtasafa, kex, par- kett, hreinlætistæki, þvottavélar, málningu o.fl. o.fl. Af hreinum ávaxtasafa er í dag greitt 18% vörugjald og 24,5% virðisauka- skattur, eða samtals 32% í neyslu- skatt til ríkisins. Af nýmjólk er þessi sami neysluskattur hins vegar 14%. Hér verður ekki vikið að því í hverju athugasemdir Eftirlits- stofnunar EFTA voru fólgnar. Fjármálaráðherra skipaði nefnd um mitt síðasta ár til þess að fjalla um hvernig heppilegast væri að bregðast við. Eftir ítarlega umfjöll- un á 22 fundum skilaði nefndin tillögum í febr- úar til ráðherra. Fljót- lega kom i ljós að ekki myndi nást samstaða um tillögur nefndar- innar óbreyttar, en um miðjan mars lá fyrir samkomulag stjórn- valda og helstu hags- munaaðila um tiltekna úfærslu nauðsynlegra breytinga. Það kom mönnum þess vegna algjörlega í opna skjöldu þegar ríkis- stjórnin sneri við blað- inu síðar í mánuðinum og hefur í kjölfarið lagt fram lagafrumvörp sem ganga þvert gegn því sem samstaða virt- ist vera orðin um. Kjarninn í tillögum starfshóps og samkomulagi við hagsmunaaðila Starfshópur fjármálaráðuneytis- ins lagði til að við breytingar á vörugjaldi yrðu þtjár meginfor- sendur lagðar til grundvallar: Einföldun og samræming. Dreg- ið yrði úr neyslustýringu og mis- munun milli framleiðenda og vöru- tegunda. Alþjóðleg þróun. Skattkerfið gert einfaldara og skattþrepum fækkað. Neysla skattlögð í stað launa og annars framleiðslukostnaðar. Virðisaukaskattur í stað vöru- gjalds. Tvöfalt kerfi neysluskatta yrði afnumið og vörugjaldið fært yfír í virðisaukaskattskerfið. Tillögur starfshópsins byggðust á þessum forsendum en gerðu ekki ráð fyrir að þessi breyting yrði gerð í einum áfanga. Samkomulag- ið sem gert var í kjölfarið gerði ráð fyrir að ganga enn skemmra og gera einungis lágmarksbreytingar sem áætlað er að kosti 800 milljón- ir og fjármagna þær breytingar með hækkun efra þreps virðisauka- skatts úr 24,5% í 25,0%. Leið ríkisstjórnarinnar Sú breyting sem ríkisstjórnin gerði á samkomulaginu og birtist í frumvörpunum er í því fólgin að draga úr þeim lækkunum sem ráð- gerðar voru á sértækri skattheimtu á byggingarvörur, rafmagnstæki, bílavarahluti og matvæli. I stað 800 milljóna lækkunar gera frumvörpin ráð fyrir 450 milljóna lækkun. í öðru lagi gera frumvörpin ráð fyrir að þessi breyting verði fjármögnuð með því að draga úr endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna vinnu við nýsmíði og viðhald íbúðarhúsnæðis. Um næstu áramót stefnir ríkis- stjórnin að frekari lækkun vöru- gjalds um 350 milljónir, væntan- lega í samræmi við fyrrgreint sam- komulag við hagsmunaaðila. Sá reginmunur er þó á að ætlunin er að fjármagna þá lækkun með hækkun tryggingargjaldsins í tengslum við samræmingu ' þess milli atvinnugreina. Helstu brotalamir Hugmyndir ríkisstjórnarinnar bijóta í meginatriðum gegn þeim forsendum sem nefndin lagði til grundvallar sínum tillögum og telja verður miklu farsælli en ríkisstjórn- arinnar. Einföldun og samræming. Frum- vörpin gera ráð fyrir að í stað 7 gjaldflokka í núverandi vörugjalds- kerfi komi 17 gjaldflokkar, 4 flokk- ar verðgjalda og magngjöld í 13 flokkum. Hvernig þessi staðreynd kemur heim og saman við það markmið að samræma gjaldtöku og fækka gjaldflokkum er með öllu 3 \oú€ri'/\X - Gœðavara Gjafdvara — inalar og kaffistell. Allir verðflokkar. . Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. AoóertXxxySS*-, verslunin Laugavegi 52, s. 562 4244. Haraldur Sumarliðason Gott verð... Jakkaföt 14.900 Stakir jakkar 3.900 Buxur 990 Mýjar vörur Laugardagstilboð Peysur 3.590, NÚ 2.800 Pólo bolir 3.590, NÚ 2.800 Síðerma bolir3.300, NÚ 2.500 TILBODIiX SI AiMÍA YI IR í l)A(i OO A MOROIJiY I A1J(; \RI)A(Í Verið velkomin 4* VOU Laugavegi 51, s. 551 8840. Samtök iðnaðarins lýsa fullri andstöðu, segir Haraldur Sumarliða- son, við að flytja í áföngum 800 milljóna lækkun á neysluskött- um yfir á launakostnað fyrirtækjanna og húsnæðiskostnað al- mennings. óskiljanlegt. Yfirlýst markmið og jafnframt réttlæting fyrir vöru- gjaldi er að beina neyslu frá vörum sem taldar eru óhollar og skaðlegar fyrir neytendur eða umhverfið. Mörg dæmi mætti nefna um hið gagnstæða í frumvarginu. Alþjóðleg þróun. í nágranna- löndum okkar er hvarvetna verið að draga úr neyslustýringu og mis- munun milli framleiðenda og vöru- tegunda. Einnig er verið að minnka vægi launaskatta og annarra skatta á framleiðslukostnað en auka vægi neysluskatta. Frum- varpið gengur í þveröfuga átt og með því er gengið þvert gegn þeim yfirlýstu markmiðum ríkisstjórnar- innar að efla atvinnulífið og draga úr atvinnuleysi. Launatengd gjöld. í gögnum sem ijármálaráðuneytið hefur sent frá sér kemur fram að launatengd gjöld á öðrum Norðurlöndum sem hlutfall af skatttekjum hins opin- bera eru að meðaltali 20,3% fyrir árið 1994. Þessar tölur eru greini- lega misvísandi og ekki hæfar til samanburðar og það er beinlínis rangt að þetta hlutfall sé aðeins 8,1% á íslandi. Nær lagi er að hlutfallið á ís- landi hafi verið 19,2% á árinu 1994, skv. upplýsingum Vinnuveitenda- sambands íslands, en þó ber að hafa í huga að á árinu 1996 er hlutfallið sennilega enn hærra vegna þess að tryggingargjaldið hækkaði um síðustu áramót. Það sem veldur^ þessum mikla mismun á tölum VSÍ og fjármálaráðuneytis- ins er sú einfalda staðreynd að ráðuneytið kýs að halda utan samanburðarins launatengdum gjöldum hérlendis sem eru lífeyris- sjóðsiðgjöld atvinnurekenda og greidd laun í veikindum. í flestum Evrópuríkjum eru menn þeirrar skoðunar að of langt hafi verið gengið í álagningu launa- tengdra gjalda og reyna að draga úr þeirri skattheimtu. Hækkun byggingarkostnaðar í stað þess að færa vörugjaldið yfir í virðisaukaskattskerfið er ætl- unin að lækka endurgreiðslur virð- isaukaskatts vegna vinnu við ný- smíði og viðhald íbúðarhúsnæðis um 40% án þess að grípa til hliðarráð- stafana í tekjuskattskerfínu. Þetta hækkar byggingarvísitölu um 3,3%, en á móti kemur lækkun vörugjalda á byggingarefnum sem lækkar vísi- töluna um 0,2%. Heildaráhrifín eru því 3,1% hækkun byggingarvísitölu eins og fram kemur í mati Hagstof- unnar, sem gert var að beiðni Sam- taka iðnaðarins. Svört atvinnustarfsemi Það vekur athygli að í greinar- gerðum frumvarpanna er ekki vikið einu orði að því að hætta sé á að svört atvinnustarfsemi aukist í kjöl- far þess að dregið er úr endur- greiðslu virðisaukaskatts og þar með dragi úr þeim skatttekjum sem ríkissjóður hefur af byggingar- og viðhaldsstarfssemi. Hér skýtur skökku við svo ekki sé meira sagt því rökin fyrir því að taka upp þessar endurgreiðslur á sínum tíma voru einmitt þau að koma í veg fyrir svarta atvinnustarfsemi. Það segir sig sjálft að ef þessar endur- greiðslur eru skertar án þess að gripið sé til hliðarráðstafana vex freistingin til undanskota að sama skapi. Samtök iðnaðarins efast stórlega um að sá sparnaður sem ríkið ætlar sér með lækkun endur- greiðslu virðisaukaskattsins sé raunverulegur. Full andstaða Frumvörpin gera ráð fyrir að flytja í áföngum 800 milljóna lækk- un á neyslusköttum yfir á launa- kostnað fyrirtækjanna og hús- næðiskostnað almennings. Samtök iðnaðarins iýsa fullri andstöðu við þá þætti frumvarpanna sem lúta að fjármögnun breytinga á vöru- gjöldum og skora á þing og ríkis- stjórn að taka þess í stað upp þær tillögur sem víðtækt samkomulag hafði náðst um. Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins. Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaða- pappír um allan heim á undan- förnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við mikl- um verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargrein- um og almennum aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðs- ins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hóf- sama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. blabib - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.