Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ INNLENT Landsmót í skólaskák ÚRSLITAKEPPNI Landsmótsins í skólaskák fer fram dagana 2.-5. maí nk. Keppnisstaður er Samkomu- húsið Staður á Eyrarbakka. Tefld var ein umferð á fimmtudagskvöld, íj'órar umferðir verða tefldar í dag, föstudag og laugardag og síðustu tvær umferðirnar verða á sunnudag. Landsmótið er nú hið 17. í röð- inni. Mótin hafa frá upphafi verið mjög fjöimenn og má áætla að í kringum 30.000 nemendur um allt land taki þátt í undankeppninni í skólum landsins. í úrslitakeppninni keppa sterkustu skákmenn kjördæmanna innbyrðis. Úrslitakeppninni er skipt í tvo 12 manna flokka, yngri flokk sem í eru nemendur 1.-7. bekkjar og eldri flokk sem í eru nemendur 8.-10. bekkjar. Keppnin nú verður væntanlega mjög hörð og hafa sjaldan jafnsterk- ir skákmeistarar verið meðal þátttak- enda og nú. Fremstir í flokki fara ólympíumeistaramir þeir Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Þorfínnsson, Bergsteinn Einarsson og Einar Hjalti Jensson. * Islandsmeist- arakeppni í samkvæmis- dönsum ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í samkvæmisdönsum með grunnað- ferð fer fram laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. maí. Þetta er stærsta danskeppnin sem haldin er hérlendis og er áætlað að keppendur verði um 500. Keppt er í öllum aldursflokkum i’A, B, C og D-rið!um en einnig verð- ur boðið upp á keppni í dansi með fijálsri aðferð. Keppnin fer fram í Iþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst kl. 14 báða dagana en húsið verður opnað kl. 13, forsala aðgöngumiða verður á keppnisstað og hefst kl. 12.30. Það er Dansráð íslands sem hefur veg og vanda af þessari keppni og er þetta lokahátíð vetrarins en ís- lenskir dansarar stóðu sig mjög vel á liðnum vetri bæði hér heima og erlendis. Dómarar eru þrír og koma frá Danmörku, Englandi og Hollandi. AÐSENDAR GREIIMAR Vorgrátur og vondir menn I MORGUNBLAÐINU birtist grein 12. apríl sl. með yfirskriftinni „Sætaframboð eykst um 20%“. Er svo árétt- að með myndrænu efni í blaðinu 14. apríl. Það er erfitt að gera sér grein fyrir, hvað þeir félagar Pétur J. Eiríksson, fram- kvæmdastjóri mark- aðssviðs Flugleiða, og Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, eru að fara með þessu viðtali. Einna helst minnir þetta mig á grát, sem venjulega Kjartan Helgason upphefst á hveiju vori um leið og farfuglar koma til landsins, um það hve leiguflugstakar séu vondir menn. Að þeir skuli leyfa sér að leggja út í slíkt og það á háanna- tíma. Hve fórnfýsi Flugleiða sé mikil og annað eftir því. Fleira spaugilegt er í þessu viðtali. Manni dettur stundum í hug Jón sterki í leikritinu: „Sáuð þið hvernig ég tók hann?“ Yfirleitt er lítið reynt að koma að alvöru málsins. Það er að vísu rétt að margir hafa hugsað sér til hreyfings í þessum efnum. Ekki að ófyrirsynju. Flestir eru það aðilar, sem verið hafa markaðnum undanfarið ár, svo sem Atlanta og LTU, sem Flugleiðir hafa nú tekið undir sinn verndarvæng og reka í samfloti við sín flug. Hvort slíkt kemur í stað leiguflugs, sem Flug- leiðir hafa haft um hönd eða ekki skal ég ekki um segja. Ég þekki ekki gjörla- hver leiguflugshluti Flugleiða verður á markaðnum á þessu ári. Atlanta er hins vegar að auka umsvif sín að verulegu leyti og má vera að það komi eitt- hvað við kaunin hjá Flugleiðum. Öðru máli gégnir um leiguflug það, sem ferðaskrifstofan ístravel stendur að. Það hefur um lengri tíma verið ljóst hveijum, sem vill vita að skortur hefur verið á flug- vélum á háannatíma ársins. Nægir þar að vitna í tvö síðastliðin ár. Farþegar, sem ætlað hafa að koma til lands- ins og fara frá því, hafa ekki komist með nema þá helst á allra hæsta verði. Það er einnig vitað mál að nýting gistingar og farartækja á þessum tíma hafa ekki verið til að hrópa húrra fyr- ir. Það er einnig vitað mál að þessi atvinnu- grein landsmanna hef- ur verið sú, sem skap- að hefur flestum þeim, er komið hafa nýir inn á vinnumarkaðinn, at- vinnu. Það kemur því frá 1. maí höfum við opið frá kl. 8—16 nytt stmanúmcr 540 50 60 fax 540 50 61 ||||jSkandia LAUGAVEGI 170, SlMI 540 50 BO úr hörðustu átt þegar forsvars- menn Flugleiða eru að skattyrðast út í þá sem gjarnan vilja leysa úr þessum vanda og taka á sig áhætt- Markaðsdeild Flug- leiða, segir Kjartan Helgason, er rekin sem ferðaskrifstofa. ur þess vegna. Þeir ættu frekar að þakka fyrir sig. Þeir hafa löngum hugsað um sjálfa sig og haft um það sjálfdæmi hvernig farþegar hafa komist milli landa og á hvaða verði. Verður sú saga ekki rakin hér hvernig þetta óskabarn hefur nánast gengið um þetta þjóðfélag eins og það ætti það með húð og hári. Það er kátbroslegt hvernig þessir aðilar hafa fengið milljónir í styrki frá því opinbera eins og það væri sjálfsagður hlutur. Ferða- málaráð, sem nánast er skipað full-. trúum Flugleiða leynt eða ljóst er holað niður á þriðju eða fjórðu í erlendum skrifstofum Flugleiða. „Ríkið, það er ég,“ sagði franskur kóngur og má segja að það sé við hæfi að minna á það í þessu sam- bandi. Umhyggja Flugleiða fyrir þeim er starfa að ferðamálum, er síðan kórónuð með því að tilkynna við lendingu hvers fíugs, að ferða- menn eigi að snúa sér að Scandic hótelum og Hertz eins og enginn lifandi maður væri í slíkum at- vinnurekstri annar en þeir. Menn sem þurfa að ná í farþega á Kefla- víkurflugvöll verða oftast hornrek- ur, því þar eru Flugleiðir einráðir með sínar „kynnisferðir", sem hafa forgang að allri bílaumferð. Þetta sama flugfélag hefur það í hendi sér raunverulega hvernig flugum- ferð allri er hagað á Keflavíkurflug- velli og ræður gjaldtöku allri, sem er svo há að erlend flugfélög veigra sér við að lenda þar og jafnvel flýja land með öllu samanber Canada 2000. Er von að menn hrópi hátt. Ekki er þetta þó forsenda þess að ístravel hefur ákveðið að hefja leiguflug. Heldur hitt að þeir, sem hafa löngum talið sig vera mál- svara einkaframtaksins leika okkur einkaframtaksmenn svo grátt að enginn getur þar haft arð af, nema til komi einhvers konar hagsmuna- tengsl við Flugleiðir. Þarf ekki ann- að en að líta á hluthafaskrá félags- ins til að komast að hinu sanna í þeim efnum. Að vísu hefur einn hópur hluthafa ekki átt upp á pall- borðið hjá stjórn fyrirtækisins, en það eru þeir sem voru eigendur Loftleiða hf. Þeim hefur tryggilega verið ýtt út eins og hveiju öðru óþarfagóssi. Væri ef til vill íhygli- vert að koma að þeim málum ein- hvern tíma síðar, þegar vel viðrar. Ferðaskrifstofa Kjartans Helga- sonar (ístravel) hefur um lengri tíma haft samskipti við Flugleiðir, fyrst við Loftleiðir, en síðan Flug- leiðir eftir að sameiningin fór fram. Ferðaskrifstofan hefur ár eftir ár reynt að ná samningum við fyrir- tækið um uppbyggingu ferða, þó í smáum stíl sé. Undantekningalaust hefur sú orðið raunin, að þetta virðulega fyrirtæki hefur ekki haft tilfinningu fyrir að sinna þörfum ferðaskrifstofu okkar fyrr en flest- ir þeir, sem þeim voru nátengdir höfðu fengið sinn skammt þar á meðal þeir sjálfir, sem halda úti verulegri ferðaskrifstofustarfsemi í samkeppni við aðrar ferðaskrif- stofur. Þó eiga þeir um 95% í einni stærstu ferðaskrifstofu landsins Úrval/Útsýn og hefðu menn haldið að það væri yfrið nóg að gera með því. Markaðsdeild Flugleiða er rek- in sem ferðaskrifstofa og það er einmitt við þá menn, sem við hinir eigum að semja. Hvers konar við- skiptasiðgæði er þetta? Víða um lönd eru flugfélög að láta sér skilj- ast að ferðaskrifstofur séu við- skiptavinir við flugfélög, en það er Flugleiðum fyrirmunað að skilja. Þegar við á síðastliðnu ári, að ég hygg í september, hófum máls á að við gætum fengið samninga við Flugleiðir um framleiðslusamn- inga, voru uppi sömu svör og áður, ekki væri tími kominn til að ganga frá þessu o.s.frv. Eftir mikið ja.pl, jaml og fuður fæddist lítil mús, sem var samningur við þá undirritaður 19. febrúar sl. Brá svo við að samn- ingar um framleiðsluverð á ferðum til Amsterdam voru felldir niður frá og með 1. apríl 1996. Okkur þótti þetta ekki skynsamleg viðskipti og þegar við leituðum eftir skýringum, var ekki farið í launkofa með eitt eða neitt af hálfu forsvarsmanns markaðsdeildar þeirra, sem við í gríni kölluðum stundum „norður og niður“ eða Símon Pálsson. Við gátum ekki fengið þennan samning vegna leiguflugs okkar við Trans- avía. Þetta er þjónusta, sem kalla má í lagi. Ekki var Símoni þó öllum lokið með þessu tiltæki sínu. Snemma í sl. mánuði var hringt í skrifstofu okkar af fulltrúa hans og við spurðir hvort það gæti verið að forstjóri SAS skrifstofunnar hér á landi, frú Bryndís Torfadóttir, hefði komist yfir samninga milli okkar og Flugleiða. Þessu var að sjálfsögðu neitað. Þann sama dag óskaði ég eftir rannsókn á þessu og óskaði einnig eftir því við Bryn- dísi, að hún upplýsti mig um mál- ið. Bryndís hefur upplýst mig um það, að ekki hafi verið minnst á mig eða ferðaskrifstofu mína í því viðtali, er Símon Pálsson og Pétur J. Eiríksson hefðu átt við hana um tiltekin samstarfsmál Flugleiða og SAS. Svar Flugleiða liggur ekki enn fyrir enda þótt mánuður sé um lið- inn og margítrekað hafi verið um að leiða hið sanna í ljós. Ég veit ekki hvernig samskiptum Flugleiða og SAS er háttað og vil ekkert vita um það. Það er þeirra einkamál. En það er hins vegar alvarlegt mál að vera borið á brýn slíkt sem þetta og varðar reyndar við lög. Nú geta Símon og Pétur vel látið sér detta í hug að við hefðum lítinn áhuga á að láta SAS slíkt í té. Hvað er það þá, sem hér var að gerast? Maður lætur sér detta ýmislegt í hug. Einna helst það að með þessu móti ætti enn einu sinni að koma höggi á ferðaskrifstofu okkar og taka af okkur samning þann sem gerður var 19. febr. sl. Er þetta það viðskiptafrelsi sem verið er að boða á bak og fyrir? Ef til vill lít- ill angi. Það er dýrt að ætla sér að koma á „frelsi í flugi“ og af- hjúpa þannig þann skrípaleik, sem á sér stað í fargjaldamálum og gerð verður betri skil við annað tækifæri. Væntanlega gera þeir hreint fyr- ir sínum dyrum Flugleiðamenn. Jafnvel gæti verið tími til kominn að neytendasamtökim og sam- keppnisráð vöknuðu af þyrnirósar- svefni vetrarins. Jafnvel gæti það verið gott með hækkandi sól að samgöngunefndir Alþingis færu að huga að hallarekstri í rekstri Kefla- víkurflugvallar og huga að því hvernig þar mætti koma fyrir mál- um á skynsamlegri hátt. Höfundur rekur ferðaskrifstofu. Staðgr eid sluy fir lit — breytt fyrirkomulag Undanfarin ár hafa staðgreiðslu- yfirlit verið send til launamanna í aprílmánuði. Nú hefur þessu fyrirkomulagi verið breytt og verður yfirlit yfir innborgaða stað- greiðslu birt á álagningar- og innheimtuseðli 1996 sem sendur verður út að lokinni álagningu opinberra gjalda. Seðlinum fylgir bækiingur með helstu upplýs- ingum um álögð gjöld og í honum verður einnig að finna upplýsingar um yfirlit vegna innborgaðrar staðgreiðslu. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.