Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1996 39 Danir einu sönnu vinir í slendinga SUNNUDAGS- KVÖLDIÐ 21. apríl horfði ég mér til óblandinnar ánægju á þátt Ómars Ragnars- sonar frá heimkomu handritanna fyrir ald- arfjórðungi. Sem vænta mátti var í þættinum vikið að samskiptum þjóðanna, Islendinga og Dana, þær sjö aldir sem þær voru saman í kon- ungsríki og viðhorfum þeirra hvorrar til ann- arrar, einkum þó okk- ar íslendinga til Dana. I því sambandi brá hann á loft þeirri kennslubók í Islandssögu sem lengst af þessari öld hefur verið notuð í grunnskól- um hér á landi, bók Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu. Hann benti á hvernig Jónas með alkunnri rit- snilld sinni setti fram sögu okkar áðurnefndar aldirnar sjö er við lutum Dönum sem baráttu smá- þjóðarinnar, íslendinga, við kúgun og harðræði af hálfu hinnar dönsku herraþjóðar. Sjálfur lærði ég íslandssögu fyrir 50-60 árum af þessari bók og hreifst af frelsis- hetjum fyrri alda, Jóni Arasyni, Skúla fógeta, Jóni Eiríkssyni, Fjölnismönnum og Jóni forseta, eins og þeim var lýst á síðum henn- ar. Þess vegna komst enginn efi að í huga fermingardrengs vorið 1944 að stofnun lýðveldis væri rétt og sjálfsögð og greyptist í minni mitt þegar ég heyrði á tal tveggja kvenna rétt fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna þá um vorið. Önnur sagði skýrt og skori- nort að hún greiddi ekki atkvæði með stofnuninni, óhæfa væri að slíta sam- bandinu við konung- inn og dönsku þjóðina eins ástatt væri fyrir þeim. Ómar benti á stað- reyndir sem ganga mjög svo gegn áður- nefndri söguskoðun. Kúgun íslenskrar al- þýðu aldirnar sjö var fyrst og fremst af hendi innlendrar yfir- stéttar, embættismanna og jarð- eigenda, ca. 5% þjóðarinnar, er höfðu örlög hinna 95% að mestu í hendi sér. Hin æðstu yfirvöld í Kaupmannahöfn, svo sem konung- ur og hæstiréttur, reyndust stund- um hjálparhellur íslendinga sem í raun voru eða töldu sig misrétti beitta af stjórnvöldum eða dóm- stólum hér heima. Allir eru sam- mála um að einokunarverslunin 1602-1787 hafi verið áþján og böl fyrir íslendinga. En hún var ekki sérleg uppfinning danskra stjórnvalda til að plaga og typta almúgann hér á íslandi. Þau fylgdu aðeins þeirri efnahags- stefnu og hagkerfi sem allar helstu þjóðir í Evrópu voru sammála um og iðkuðu, kaupauðgisstefnunni. Ótrúlega oft skutu upp kollinum, segir Guð- mundur Gunnarsson, einhver tengsl við eða kynni af íslandi. Danir voru ekki frekar þá en nú í tölu stórvelda álfunnar og hlutu að laga sig að háttum voldugra nágranna. í sjónvarpsþættinum vék Ómar sérstaklega að lands- nefndinn svokölluðu er skipuð var 1770. Danskir stjórnarherrar ætl- uðu henni að afla sem bestra upp- lýsinga um hið frumstæða efna- hagslíf hér á landi og koma fram með tillögur um úrbætur er auka mættu fjölbreytni þess og fram- leiðni. Þetta var byggðastefna hins danska konungsríkis, ekki ósvipuð þeirri sem nú þekkist í íslenska lýðveldinu. Árangur hinnar fyrr- nefndu var víst heldur lakari en nú þekkist enda ekki hægt um vik að fylgja eftir fióknum tillögum eins og þá var háttað samgöngum milli Kaupmannahafnar og ís- lands. Enn má geta þess að fyrir nokkru var bent á þá staðreynd að dönsk stjórnvöld og stofnanir reiddu fram styrki til launa fyrir fræðastörf Jóns Sigurðssonar for- seta þrátt fyrir forystu hans í frels- isbaráttu íslendinga á öldinni sem leið. Guðmundur Gunnarsson Veturinn 1967-68 átti ég þess kost að dveljast við Kennarahá- skólann í Kaupmannhöfn, stofnun sem margir íslendingar hafa sótt í til framhaldsmenntunar eða starfsnáms. Má um leið geta þess að Jónas Jónsson frá Hriflu var einn þeirra og rifja upp að skoðan- ir mínar á sambandi og samskipt- um Dana og Islendinga voru þá enn litaðar af lærdómi mínum úr íslandssögu hans. Það kom mér því verulega á óvart þegar ég fór að kynnast dönskum kennurum að finna hvern hug þeir báru til íslands og íslendinga. Ég hefi reynt að lýsa því á þann hátt að þeim fannst íslendingar meira en tveimur áratugum eftir sambands- slit og lýðveldisstofnun vera eins- konar skjólstæðingar eða jafnvel börn danska ríkisins og dönsku þjóðarinnar sem hún bæri enn ábyrgð á. Sárindi vegna tímasetn- ingarinnar 17. júní 1944, á dimm- um hernámsdögum dönsku þjóðar- innar, voru ótrúlega lítil, eina dæmið sem ég nú man voru um- mæli fullorðinnar og röggsamrar konu sem gegndi einskonar fræðslustjórastöðu í skólakerfi Kaupmannahafnar. En ekki guld- um við íslendingarnir þess í neinu frá hennar hendi. Ég geri mér mæta vel ljóst að skoðanir danskra kennara og þekking þeirra á Islandi og íslend- ingum voru þá og eru enn ekki með sama móti og hjá dönskum almenningi. Vegna stöðu sinnar og menntunar hljóta danskir kenn- arar að vita meira um ísland en maðurinn á götunni auk þess að samskipti danskra og íslenskra kennara hafa verið mikil lengst af þessari öld. Engu að síður reyndi ég það einnig þennan vet- ur, er ég var í félagsskap venju- legra Kaupmannahafnarbúa, að ótrúlega oft skutu upp kollinum einhver tengsl við eða kynni af íslandi. Það var enn vel merkjan- legt í stórborginni, Kaupmanna- höfn, að hún hafði verið höfuðborg Islands í hartnær sjö aldir. Ómar Ragnarsson undirstrikaði nokkuð rækilega í sjónvarpsþætt- inum hve einstakt drengskapar- bragð frá hendi Dana afhending handritanna var. Ekki einungis það heldur á hve veglegan hátt þessi gjörð þeirra hófst að senda hér til stranda herskip með tvær þær bækur sem dýrmætastar mega teljast á allri jarðarkringl- unni. Svo einstætt er þetta atvik að sumir safnamenn meðal stór- þjóða eru gráti nær er þeir minn- ast þessa. Þeir geyma ómetanleg menningarverðmæti margra þjóð- landa er lutu í duftið fyrir evrópsk- um nýlenduherrum fyrr á öldum. Mönnum þessum er það óbærileg tilhugsun ef ríki þessi risu nú upp, gerðu og fengju framgengt hlið- stæðum kröfum og Danir féllust á frá hendi okkar Islendinga. Við íslendingar erum þátttak- endur í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi og ýmsum bandalögum og teljum okkur njóta velvilja meðal margra þjóða. Hætt er þó við að lítið mundi fara fyrir þeim velvilja í verki ef það ætti að verða á kostnað pólitískra eða efnahags- legra hagsmuna þessara þjóða. Nærtækasta og gleggsta dæmi um það eru fiskveiðideilur okkar við Norðmenn síðustu misseri. Lítil áhrif virðist það hafa haft á af- stöðu þeirra þótt samkvæmt sagn- fræðinni séum við afsprengi þeirra í rúmlega þrítugasta lið. Skoðun mín er sú að meðal þjóða heims séu Danir hin eina sem við getum treyst að sé vinur í raun, þeir mundu einir víkja til hliðar áður- nefndum hagsmunum vegna lið- veislu við okkur á stund örðugleika og háska. Höfundur er eftirlaunaþegi, búsettur á Akureyri. Tökum á — tækin vantar ÉG HEF verið þeirr- ar ánægju aðnjótandi að vera gjaldkeri í Landssamtökum hjartasjúklinga frá byijun, en þau voru stofnuð í október 1983. Frá þeim tíma og þar til nú hafa LHS staðið fyrir fjölda söfnunum fyrir tækjum og öðru sem mætti verða til að léttá Iíf hjartasjúklinga, er það komið á annað hundrað milljónir sem gefið hefur verið. Fyrsta tækið var gef- ið í árslok 1983, þá voru samtökin aðeins að byija, eitthvað um 200-300 með- limir. Tæki þetta var hér haft til Leggjum fram okkar skerf, segir Jóhannes Proppé, til bjargar mannslífum. reynslu og átti að sendast áfram til Noregs, en með því að lofa að greiða tækið gátum við haldið því hér. Var nú lagt út í mikla söfnun, algerlega af vanmætti og vankunn- áttu, en áhugi félagsmanna var svo mikill að okkur tókst að greiða tæk- ið að fullu, (tæpar 2 milljónir króna) í marz 1984. En þar sem við stefnum nú inn í mikla söfnun, fyrir enn fullkomnari tækjum en áður, þá langar mig til að segja smá sögu, alveg sanna, sem sýnir svart á hvítu hvað það er ánægjulegt að vera gjaldkeri í svona göfugum samtökum. Það eru nokkuð mörg síðan, síminn hringdi og fulltrúi Landspítalans var í símanum. „Nú liggur mikið við, Jóhannes,“ sagði hann, „hér á hafnarbakkanum er tæki sem okkur vantar nauðsynlega en höfum ekki fjármagn eða heimild til að leysa út, og það sem er verra, hér á spítalanum er ungbarn sem þarf að lækna, í snarhasti, og að senda það erlendis gæti kostað það lífið. En tæki þetta sem ég minntist á gæti bjargað málinu, ef við fengjum það strax í dag.“ „Nú, hvað kostar tækið?" spurði ég. „U.þ.b. 800.000 kr.,“ var svarið. Eg hringdi í þáverandi formann, Ingólf, og í sameiningu ákváðum við að verða við þessari ósk, enda þótt við tæmdum svo til sjóði félagsins í augnablikinu. Tækið var leyst út samdægurs og lífi barnsins var bjargað svo þið sjá- ið hvað það er alveg sérstaklega ánægjulegL að vera gjaldkeri í Landssamtökum hjartasjúklinga, því að sjálfsögðu er þetta ekki eina skiptið sem gjöf frá okkur hefur bjargað mannslífi, en þetta er eitt það minnisstæðasta. Höfum þetta því hugfast í kom- andi söluherferð, hvert merki selt getur verið mjög mikilvægur hlekkur í því að bjarga mannslífi, margt smátt gerir oft stóra hluti. Höfundur er gjaldkeri í Landssamtökuin hjartasjúkra. Jóhannes Proppé AIRTITANIUM, 2,8grömm Anna Sigurðardóttir, þolfimimeistari AIR TITANIUM fersigurför um heiminn. Anna F. Gunnlaugsdóttir veitir ráðgjöf við val á umgjörðum föstua. 3. maí c "O "O 00 Þar sem léttleikinn skiptir máli verdur valið AIR TITANIUM gleraugu Magnús Kjartansson, hljómlistarmaður Gl€RflUNRV€RSlUNIN MJÓDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.