Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Starfsmanna- stefna ríkisins Birgir Björn Gunnar Sigurjónsson Armannsson Stefna fjármálaráðherra Frumvarp tii laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins liggur fyrir Alþingi. Það er sett fram sem hluti af nýrri starfs- mannastefnu ríkisins. Yfirlýstur tilgangur er „að jafna réttarstöðu ríkisstarfsmanna og starfsmanna á hinum almenna vinnumark- aði, .að auka sjálfstæði forstöðumanna rík- isstofnana og mögu- leika þeirra að taka ákvarðanir varðandi stjórnun og starfsmannahald, og að fella brott ýmis úrelt ákvæði úr 1. nr. 38/1954 og færa önnur til nútímalegra horfs.“ „...að jafna réttarstöðuna..." Fráleitt er að halda því fram að frumvarpið jafni réttarstöðuna. Skyldur starfsmanna ríkisins verða skv. frumvarpinu mun meiri en annarra launamanna. Á hinum almenna vinnumarkaði hafa réttindi launamanna aukist mikið á undanförnum árum. Engin hliðstæð aukning réttinda hefur átt sér stað hjá starfsmönnum ríkisins, enda hafa þau verið lögbundin. Ríkisvaldið hefur hafnað að bæta réttindi starfsmanna sinna með jafnverðmætúm breytingum og um hefur samist á almennum vinnu- markaði. Ríkisvaldið hefur kerfis- bundið dregið úr „skipunum“ starfsmanna og ráðið starfsmenn þess í stað með gagnkvæmum upp- sagnarfresti án þess að bæta slíkan réttindamissi. Þannig hefur bilið milli réttinda ríkisstarfsmanna og starfsmanna á almennum vinnu- markaði farið hrað minnkandi. Starfsmenn ríkisins hafa þó þurft að sæta því að launum þeirra hefur verið haldið niðri um árabil út af meintum mismun í ráðningarrétt- indum. Ef jafna ætti réttarstöðu starfs- manna ríkisins og annarra launa- manna sýnist brýnast að veita stéttarfélögum starfsmanna ríkis- ins fullan samningsrétt um öll kjaramál félagsmanna sinna og fullburða samnings- og verkfalls- rétt eins og öðrum stéttarfélögum til að fylgja eftir kröfum sínum. Verði frumvarp fjár- málaráðherra að lögum, segja Birgir Björn Sig- urjónsson og Gunnar — Armannsson, er tekið stórt skref afturábak í réttindum launamanna. Þess misskilnings gætir hjá höf- undum frumvarpsins að halda að ríkisstarfsmenn hafí raunverulegan samnings- og verkfallsrétt en þar er langur vegur frá. Þá virðist ekki vanþörf á að ríkisstjórn og Alþingi jafni réttarstöðu starfsmanna ríkis- ins og annarra með því að hætta algerlega afskiptum af innri mál- efnum stéttarfélaga ríkisstarfs- manna og hætta fyrir fullt og all' að breyta efni kjarasamninga með lögum. „...að auka sjálfstæði forstöðumanna...“ Með frumvarpinu eru völd for- stöðumanna aukin að því er varðar völd þeirra yfir starfsmönnum. Hins vegar er réttarstaða for- stöðumanna og æðstu stjórnsýslu, embættismanna, stórlega skert gagnvart ráðherrum og hinu stjórnmálalega valdi, bæði með því að taka af ótímabundnar skipanir í störf, og með því að heimila ráð- herra að veita forstöðumanni um- svifalaust lausn ef hann uppfyllir ekki fyrirmæli ráðherra varðandi gæði þjónustu. rekstrarhag- kvæmni eða árangur í starfi. Eng- inn vafi er á því að meðal sið- menntaðra þjóða þykir nauðsyn- legd að hafa öfluga stjórnsýslu og embættismenn til að sporna gegn geðþóttavaldi og spillingu stjórn- málamanna. Ráðningarfesta og starfsöryggi starfsmanna ríkisins er lykilatriði í þessu samhengi, ekki sem hagsmunir starfsmanna frá þessu sjónarhorni heldur til varnar hagsmunum almennings. Vald ráðherra að setja forstöðu- mann af sem ekki tekst 'að hag- ræða að skapi ráðherra, auka magn eða gæði þjónustu áð skapi ráðherra eða sýna meintan eftir- sóknarverðan árangur í starfi get- ur orðið að kúgunartæki gagnvart forstöðumanni og öllum starfs- mönnum þegar sami ráðherra get- ur gert síauknar kröfur fyrir sí- fellt minna fé, meira fyrir minna. „...að fella brott ýmis úrelt ákvæði..." Þá segir að fella eigi brott ýmis „úrelt ákvæði“ og færa önnur til „nútímalegra horfs“. Þar er trúlega fyrst og fremst vísað til þess að svipta á starfsmenn ríkisins nær öllu starfsöryggi og rétti til bið- launa ef staða viðkomandi er lögð niður og forgangs til starfsins ef það er stofnað á nýjan leik. í sérstöku riti þýska atvinnu- málaráðuneytisins, Soziale Sicher- heit in den Mitgliederstaten der Europáischen Union (1994), er sýnt fram á hvað þykir nútímalegt í Evrópu í þessum efnum. Skv. þessari heimild eru ómálefnalegar og órökstuddar uppsagnir launa- manna yfirleitt alls staðar bannað- ar, ýmist með lögum eða samning- um, og starfsöryggi tryggt með margvíslegum hætti umfram það sem þekkist hjá starfsmönnum rík- is á Islandi. Uppsagnarfrestur er almennt miklu lengri en hér og biðlaun eða starfslokasamningar eru víðast reglan, ekki aðeins hjá opinberum starfsmönnum heldur hjá öllum launamönnum, og telj- ast hluti af starfsöryggi starfs- manna. Þetta er ástandið, nútíminn, í meintum samkeppnislöndum Is- lands innan EES. Réttindi starfs- manna ríkisins í þessum löndum eru gjarnan meiri en hér gerast (og launakjör að sjálfsögðu miklu betri). Starfsöryggi launamanna, ríkisstarfsmanna sem annarra, er hvergi úrelt mál nema í fyrirliggj- andi frumvarpi til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Birgir Björn Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna. Gunnar Ármannsson erístjórn Bandaiags háskólamanna. 'X * stærra húsnæði við Eyjaslóð 9 FELLIHJÓLHÝSI TJALDVAGNAR OG FELLIHÝSI um helgina K7. tw rw. rw. SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 51 I 2200 Eyjaslóð 9 Reykjavík s. 51 I 2203 RAPiDO- FELLIHJÓLHÝSI Hvernig á fólk með skerta færni að tak- ast á við daglegt líf? „GEFÐU hungruðum manni fisk og þú seður hungur hans í eitt sinn. Kenndu honum að veiða og þú seður hungur hans til frambúðar". Þetta forna kínverska spakmæli lýsir í hnot- skurn hvernig iðjuþjálf- ar aðstoða skjólstæð- inga sína við að finna leiðir til að takast á við verkefni daglegs lífs. Iðjuþjálfun er ein af mörgum starfsgreinum heilbrigðisþjónustunn- ar, sem hefur skipað sér fastan sess ekki síst inn- an endurhæfingar. Iðju- þjálfun snýst um virkni og færni í daglegu lífi. Iðjuþjálfar eru sérhæfð- ir í að draga úr þeirri röskun sem verður á daglegri iðju þeirra sem verða fyrir sjúkdómum, slysum eða öðrum áföllum og styðja þá til sjálf- stæðs og innihaldsríks lífs í eigin umhverfi. Þetta gera iðjuþjálfar með því að skoða og aðlaga hið flókna samspil milli einstaklingsins annars vegar og viðfangsefna og umhverfis hins vegar. Iðjuþjálfar beina því sjón- um sínum í fyrsta lagi að þeim verk- efnum sem einstaklingurinn vill og þarf að sinna. í öðru lagi að þeim eiginleikum og hæfni sem einstakl- ingurinn hefur yfir að ráða og í þriðja lagi að því umhverfi sem einstakl- ingurinn lifir í. Daglegt líf Iðjuþjálfar skipta daglegu lífi í 4 megin þætti, en þeir eru eigin umsjá, störf, tómstundaiðja og hvíld. í eigin umsjá felst m.a. að borða, snyrta sig og klæða. Störf eru oft launuð vinna til að sjá fyrir sér, en til starfa telj- ast einnig ýmsar aðrar skyldur sem t.d. fylgja því að vera í námi eða halda heimili. Tómstundaiðja getur verið t.d. heilsurækt og útivera, lest- ur, leikhúsferðir eða handíðir. Hvíld þarf ekki eingöngu að vera svefn heldur getur einnig verið í formi markvissrar slökunar. Iðjuþjálfar líta svo á að til að fólk haldi heilsu þurfi að vera jafnvægi milli þessara þátta og meta því skjólstæðinga sína sem heild í tengslum við eigið umhverfi. Þetta felur í sér skoðun á líkamlegri og andlegri hæfni og úttekt á færni einstaklingsins við daglegar athafnir og í félagslegum samskiptum. í þessu felst einnig að skoða daglegt líf ein- staklingsins frá öllum hliðum. Hvaða hlutverkum gegnir hann og hvaða skyldum? Hveijar eru daglegar venjur hans, hvar liggur áhugi hans og gild- ismat og í hve miklum mæli trúir hann á að hann eigi þátt í að móta lífshlaup sitt og aðstæður? Iðjuþjálfar skoða líka hvaða kyöfur umhverfið gerir og hvaða möguleika það hefur upp á að bjóða. Færni Iðjuþjálfar skilgreina færni sem hæfíleikann til að framkvæma at- hafnir. Undirstaða færni eru eigin- leikar einstaklingsins, svonefndir hæfniþættir. Sumir hæfniþættir varða skynjun og hreyfingu, aðrir vitsmuni og enn aðrir hafa með tiÞ finningalíf og félaglega aðlögun að gera. Færni er mismunandi milli ein- staklinga og einnig mismunandi við ólíkar athafnir. Einstaklingur sem er laginn við að sauma er ekki endilega góður kokkur. Röskun á færni getur verið tímabundin eða varanleg. Við handleggsbrot getum við e.t.v. ekki skrifað, pijónað eða eldað mat tíma- bundið, en við lömun eftir mænuskaða raskast fæmi varanlega, þar sem vi- komandi verður væntanlega bundinn hjólastól það sem eftir er ævinnar. Iðjuþjálfar meta hæfniþætti og veita meðferð í samræmi við niðurstöðu matsins. Sem dæmi má taka einstakl- ing sem fengið hefur heilablóðfall og hefur skerta hreyfingu og litla tilfinn- ingu í vinstri hönd. Minnið er skert og hann á erfitt með að mæta á réttum tíma. Hann er einnig dapur yfir ástandi sínu og kvíðinn fyrir framtíð- inni. í iðjuþjálfun þjálfar hann hreyfifærni með ýmsum hreyfiæfingum en einnig með því að nota höndina við ýmis verk, s.s. eldhússtörf og smíðar sem hafa alltaf verið honum hugleiknar. Þetta eykur honum sjálfstraust og vellíðan og dregur úr depurð og kvíða. Hann eykur ein- beitingu með ýmsum hugrænum verkefnum m.a. á tölvu. Hann skoðar með iðju- þjálfanum hvemig hann getur komið á jafnvægi í lífi sínu á ný þrátt fyrir fötlun, hvernig og hvort þurfi að breyta umhverfinu heima eða í vinn- unni og hvort hann þurfi á hjálpar- tækjum að halda. Umhverfi og hjálpartæki Iðjuþjálfar leggja ríka áherslu á að samspil einstaklinga og umhverfis sé á þann hátt að einstaklingurinn nýti hæfni sína sem best. Oft þarf að aðlaga heimilið eða vinnustaðinn að breyttri færni t.d. að bæta að- gengi fyrir hjólastól með skábraut Vonandi verður það svo, hér sem í Danmörku, segir Lilja Ingvarsson, að stærsta verksvið iðjuþjálfa verði á vegum sveitarfélaga'í tengslum við heimaþjónustu aldr- aðra og fatlaðra. og rafknúinni hurð eða að hækka rúm til að auðveldara sé að standa upp af því. Einföld hjálpartæki eins og langt skóhorn, griptöng og sokkaífæra geta gert bakveikan mann færan um að klæða sig án hjálpar. Breytingar á hinu félagslega umhverfi eru einnig nauðsynlegar ef einstaklingur með skerta færni á að hafa möguleika á viðfangsefnum við hæfi. Breytt verkaskipting á heimili og öðruvísi samskiptafærni eru dæmi hér um. Iðjuþjálfar leggja þess vegna ríka áherslu á samstarf við aðstand- endur skjólstæðinga sinna. Iðjuþjálfun á erindi víða Iðjuþjálfar starfa í dag fyrst og fremst á sjúkrahúsum og endurhæf- ingarstofnunum, en þekking þeirra er mikilvæg víðar, s.s. í skólum, á heilsugæslustöðvum, í dagvistun fatlaðra og aldraðara og í fangelsum. Ekki má horfa fram hjá því að endur- hæfingu lýkur ekki við útskrift af stofnun, heldur er hún þá e.t.v. rétt að byija. Þegar heim er komið reyn- ir fyrst verulega á færni einstaklings- ins og aðlögun hans við raunveruleg- ar aðstæður. Iðjuþjálfar geta gegnt mikilvægu hlutverki við að fylgja eftir heima fyrir þeim árangri sem náðst hefur í endurhæfingunni. Þessi þjónusta er hins vegar ekki til staðar hér á landi. Iðjuþjálfar eru fámenn stétt og stjórnvöld hafa ekki áttað sig á hve iðjuþjálfar geta gegnt mikil- vægu hlutverki á þessum vettvangi. Víða erlendis,t.d. í Danmörku, er stærsta verksvið iðjuþjálfa á vegum sveitafélaga í tenslum við heimaþjón- ustu aldraðar og fatlaðra. Vonandi verður þetta líka framtíðin á íslandi nú þegar boðaðar eru nýjar áherslur í heilbrigðiskerfinu með aukinni þjón- ustu við fólk í heimahúsum. Höfundur er yfiridjuþjálfi á Reykjalundi. Lilja Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.