Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ^ FRETTIR Samkeppnisráð vegna kæru Lífs og sögu ehf. Miðlun ehf. brotleg gegn samkeppnislögum SAMKEPPNISRAÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Miðlun ehf. hafi við kynningu og sölu á fyrir- hugaðri útgáfu á ritinu „Dear Visit- or" brotið gegn ákvæðum 20. og 21. greinar samkeppnislaga. Miðlun beri að gæta þess vandlega í við- skiptum sínum að skýrt komi fram að Helgi Steingrímsson standi ekki lengur að ritinu Gesti. Niðurstaðan er fengin í fram- haldi af kvörtun Braga Sveinssonar og bókaforlagsins Lífs og sögu ehf. yfir fyrirhugaðri útgáfu Miðlunar ehf. á bókinni „Dear Visitor". í er- indinu kemur fram að Líf og saga hafí gefið út bækur undir heitinu Gestur síðastliðin fjögur ár og sé fímmta bókin væntanleg í maí. Bækurnar séu ætlaðar erlendum ferðamönnum, liggi frammi á gisti- herbergjum og sé dreift erlendis. Efni bókanna byggist á iandkynn- ingu og auglýsingum. I framhaldi af því er tekið fram að Helgi Steingrímsson, ritstjóri Gests síðastliðin tvö ár, hafi hætt því starfí fyrirvaralaust að eigin ósk um mánaðamótin nóvember/des- ember árið 1995. Bragi Sveinsson hafí svo orðið þess áskynja að Helgi hafi gengið til samstarfs við Miðlun ehf. um útgáfu slíkrar bókar undir heitinu Dear Visitor nokkru seinna.. Samkeppnisráð úrskurðar í niðurstöðu Samkeppnisráðs kemur fram að Miðlun telji að þar sem fyrirhuguð bók/bæklingur sé ekki komin út geti Samkeppnisráð ekki úrskurðað í málinu. Sam- keppnisráð fellst ekki á sjónarmiðið enda liggi fyrir að samningar hafi þegar verið gerðir um fyrirhugaða útgáfu og því skipti ekki máli að bókin sjálf sé ekki komin út. Að mati Samkeppnisráðs eru titl- arnir Gestur og Dear Visitor svo frábrugðnir að ekki verði villst á þeim og teljist nafngiftin Dear Vis- itor því ekki brot á 25. gr. sam- keppnislaga. Ekki hafí verið sýnt fram á að kærandi hafí krafíst þess að Helgi færi leynt með þá þekkingu sem hann aflaði sér í starfi sínu sem ritstjóri Gests. Samkeppnisráð telur ekki heldur að litið verði svo á að það liggi í hlutarins eðli að sú þekk- ing og reynsla sem felist í útgáfu á umræddu riti teljist til atvinnu- leyndarmála. Samkeppnisráð telur að af gögn- um málsins verði ekki séð að sú fullyrðing að Miðlun hafí gert samning um dreifingu Dear Visitor til rúmlega 70% hótel- og gistihúsa standist og er það því mat Sam- keppnisráðs að hún brjóti í bága við 21. gr. samkeppnislaga. Brotið gegn góðum viðskiptaháttum Að lokum kemur fram að með tilliti til fyrirliggjandi gagna verði að teljá að viðskiptaaðferðir Miðlun- ar hafi verið villandi gagnvart við- skiptavinum og ósanngjarnar gagn- vart kæranda. Miðlun hafí ekki með skýrum hætti látið koma fram að um aðra útgáfu væri að ræða en þá sem Helgi hafí unnið að síðastlið- in tvö ár. Þá hafí fyrirtækið með margvíslegum hætti villt fyrir væntanlegum viðskiptavinum, s.s. með yfírlýsingu um að það muni reyna að tryggja dreifíngu á hótel- um sem ekki voru með í dreifíngu á árinu 1995 en þá var einungis um bók kæranda að ræða. Miðlun hafi því að þessu leyti, við sölu og kynningu fyrirhugaðrar útgáfu á Dear Visitor, brotið gegn góðum viðskiptaháttum í atvinnu- starfsemi, sbr. 20 grein samkeppn- islaga. Sýslumannsembættið í Hafnarfirði Lögskrá ber áhöfn Heinaste á íslandi SÝSLUMANNSEMBÆTTIÐ í Hafnarfirði hefur lagt það fyrir eig- anda útgerðaraðila Heinaste HF 1, sem er á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg, að lögskrá áhöfn skipsins hér á landi nú þegar. Þegar lögskráningarmál Hein- aste komu til athugunar við emb- ætti sýslumannsins í Hafnarfirði í mars sl. sýndu framlögð gögn að útgerðarstaður skipsins væri á Kýp- ur. í bréfi sem embættinu barst frá samgönguráðuneytinu segir hins vegar að líta verði á „ákvæði lag- anna sem kveður á um að lögskrán- ing skuli fara fram á útgerðarstað skipsins sem verklagsreglu um framkvæmd á lögskráningarskyld- unni. { athugasemdum með laga- frumvarpi sem varð að lögum nr. 43/1987 er gert ráð fyrir að útgerð- arstaður sé almennt heimahöfn skipsins. Ráðuneytið telur eins og atvikum er hér háttað að líta verði svo á að útgerðarstaður skipsins sé Hafnarfjörður í skilningi lög- skráningarlaga nr. 43/1987, enda sé það heimahöfn skipsins og sú höfn sem það lét úr eftir að það var skráð hér á landi". Sýslumaðurinn í Hafnarfirði tel- ur því að útgerðaraðila skipsins og skipstjóra þess beri að láta lögskrá áhöfnina hér á landi. Helgu RE hleypt af stokkunum LAUGARDAGINN 4. maí síðastlið- inn var Helgu RE 49 hleypt af stokkunum hjá skipasmíðastöðinni Slipen í Sandnessj0en í Noregi. Skipið er tæplega 2.000 brúttótonn og 4.000 rúmmetrar, og er það í eigu Ingimundar hf. í Reykjavík. Helga RE er væntanleg hingað til lands 20. júlí næstkomandi. Fannst látinn MAÐURINN, sem lögreglan í Kópavogi lýsti eftir á fimmtudag, fannst látinn í fyrrinótt. Hann hét Sigurður Hjálmar Jóns- son, 37 ára, til heimilis að Hlíðar- hjalla 53 í Kópavogi. Hjálmar Árnason Gróft ofbeldi og klám á Sýn HJÁLMAR Árnason alþingismaður skoraði á menntamálaráðherra á Al- þingi í gær að láta kanna hvort út- sendingar sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar væru löglegar. Hjálmar sagði að ein íslenska sjón- varpsstöðin hefði ekki sýnt eina ein- ustu mínútu af íslensku efni frá því hún hóf útsendingar. „Það sem er meira. Hún sýnir grófara ofbeldi en nokkru sinni hefur sést í íslenskri sjónvarpsstöð. Og þessi sjónvarpsstöð sýnir grófara klám en nokkru sinni hefur sést í íslensku sjónvarpi. Ég nefni þetta vegna þess að það mál er svo alvarlegt, að ég vil skora á menntamálaráðherra að beita sér í krafti embættis síns fyrir að athugað verði hvort slíkt hátterni í sýningum er löglegt, til varnar íslenskum börn- um," sagði Hjáimar. Hjálmar sagði aðspurður við Morg- unblaðið að hann hefði þarna átt við sjónvarpsstöðina Sýn. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um síldarsamningana við Norðmenn, Rússa og Færeyinga NÆRRI lá fyrir skemmstu að Norð- menn og Rússar slitu samningavið- ræðum við íslendinga og hæfu við- ræður við Evrópusambandið um veið- ar úr norsk-íslenska sfldarstofninum. Þetta upplýsti Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á fundi sem Félag ungra framsóknarmanna stóð fyrir í vikunni Nærri lá að Norðmenn og Rússar semdu við ESB Qpel Astra Verð kr. 1.199.000.- Bíiheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími: S2S 90001 Halldór sagði að fyrir u.þ.b. einu ári þegar slitnaði upp úr samninga- viðræðum við Norðmenn um skipt- ingu norsk-íslenska sfldarstofnsins hefðu íslensk stjðrnvöld gefið fyrir- skipun að kvöldi til um að samið yrði við Færeyinga um veiðar íslendinga á 250 þúsund tonnum þá um nóttina þannig að sá samningur yrði tilbúinn um morguninn. „Norðmenn áttu alls ekki von á þessu og voru mjög undrandi á því að við skyldum gera þetta. Við fórum að veiða ag sfldin veiddist nær ein- göngu í færeyskri lögsögu. Þarna sköpuðum við okkur ákveðna stöðu sem við höfum reynt að nýta okkur eftir bestu getu," sagði Halldór. Rússar orðnir mjög þreyttir Hann sagði að þá þegar hefði leg- ið alveg ljóst fyrir að íslendingar hefðu verið tilbúnir til þess að semja um verulega minna magn ef það Utanríkisráðherra segir að viðhefðum verið við það að missatiltrú ann- arra þjóða vegna físk- veiðideilna við aðrar þjóðir. Guðjón Guð- mundsson var á fundi með utanríkisráðherra hefði orðið til þess að samningar næðust við Norðmenn. „Ég hef hald- ið uppi stöðugu sambandi við norska ráðamenn og aldrei látið það slitna. Það er engin launung á því að ástæða þess að við erum nú búnir að semja er sú að það hafði skapast trúnaður og traust milli íslenskra og norskra ráðherra. Við hikuðum ekkert við það að fara til leynifundar við þá í Lond- on til þess að gera úrslitatilraun til þess að klára þetta mál. Ef við hefð- um ekki gert það núna er engin vissa fyrir því að þetta mál hefði opnast til samninga á nýjan leik. Það lá við fyrir mjög stuttu síðan að Norðmenn og Rússar tækju þá ákvörðun að semja um þettamál við Evrópusam- bandið og láta íslendinga og Færey- inga eiga sig. Þetta var ekki vilji þeirra og þeir vildu ekki slíta böndin við íslendinga og Færeyinga. En Rússar voru orðnir mjög þreyttir á samskiptum við okkur. Við stóðum frammi fyrir því á loka- stundu að gera þennan samning eða engan. Útvegsmenn segja gjarnan að við höfum gefið eftir 50 þúsund tonn. Þetta er viðmiðun sem þeir vita að er röng því við vorum búnir að ákveða okkur magn sem við sögðum að við værum að sjálfsögðu tilbúnir til að lækka ef það yrði til þess að samningar tækjust," sagði Halldór. Aðrar þjóðir að missa tiltrú til íslendinga Halldór sagði að íslendingar hefðu smám saman verið farnir að missa virðingu margra annarra þjóða vegna fiskveiðideilna. „Menn vildu ekki trúa því að þarna væri um að ræða ábyrg- ar fískveiðiþjóðir sem höguðu sér með þessum hætti. fslendingar voru víða að missa tiltrú vegna þess að því hafði verið komið á framfæri að við höguðum okkur með óábyrgum hætti í þessum málum. Við megum ekki taka þá áhættu að missa tiltrú ann- arra þjóða," sagði Halldór. Halldór sagði að með þessum samningi gæti síldarvertíðin orðið i meiri líkingu við það sem var hér áður fyrr þegar sfldin var uppistaðan í vinnu fólks á Norður- og Austur- landi. „Hvaða vit hefði verið í því, þegar uppistaðan í sfldinni er 4-5 ára hér rétt utan lögsögunnar og við vit- um að sfldin þarf helst að vera 7-14 ára til þess að hún nái upp gamla göngumynstrinu, að taka þá áhættu að menn auki veiðarnar og gangi af stofninum dauðum? Það eru okkar hagsmunir að það verði sem minnst veitt. r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.