Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Landvernd taki við af Náttúruverndarráði FORSVARSMENN Landverndar gera að tillögu sinni í umsögn um nýtt frumvarp til náttúruverndar að samtökin taki að sér hlutverk Náttúruverndarráðs í framtíðinni, að sögn Svanhildar Skaftadóttur framkvæmdastjóra. í frumvarpinu er lagt til að ný stofnun, Náttúruvernd ríkisins, taki við hlutverki Náttúruverndar- ráðs, en að það gegni ráðgjafar- hlutverki í staðinn. „Þessi ríkis- stjórn hefur á stefnuskrá sinni að fækka ríkisstofnunum og flytja verkefni yfir til einkaaðila eða áhugasamtaka. Þá hefur verið lögð áhersla á, til dæmis í Ríó-samþykktinni og fleirum, að ríkisstjórnir reyndu að virkja áhugamannasamtök og efla. Okkur finnst því eðlilegt að Land- vernd bjóðist til að taka að sér það hlutverk sem Náttúruverndarráði er ætlað samkvæmt þessum lögum og samtökin eru mjög vel fær um, gegn sanngjarnri þóknun," segir Svanhildur. „Það hangir fleira á spýtunni því við viljum að Náttúruvernd rík- isins verði efld og að henni verði gert kleift að starfa að öllum þeim málefnum sem henni verður gert samkvæmt frumvarpinu að sinna. I athugasemdum frá fjármálaráðu- neyti kemur fram að Náttúruvernd ríkisins eigi ekki að kosta meira en Náttúruverndarráð gerir nú, en okkur finnst það ekki rétt. Það er alveg ljóst að Náttúru- verndarráð getur ekki, vegna slæms fjárhags, sinnt þeim málum sem það á að sinna, eins og æski- legt væri," segir hún. 100 rnilljónir á sex árum Svanhildur segir aðspurð hvort tilboðið ráðist af fjárhagsskaða vegna slita á samningi Kaupmanna- samtakanna og pokasjóðs Land- verndar að svo sé ekki. „Þetta bitn- ar ekki svo mikið á okkur því þeir peningar sem komu inn vegna pok- anna fóru út aftur til alls kyns sam- taka og verkefna á þeirra vegum." Segir hún að 100 milljónum hafí verið úthlutað á sex árum til um- hverfis- og náttúruverndarmála. Óþarflega mikil stórnsýsla Arnþór Garðarsson prófessor og formaður Náttúruverndarráðs seg- ir nýja frumvarpið fela í sér „óþarf- lega mikla stjórnsýslu". „Það er gert ráð fyrir sérstakri stjórn Nátt- úruverndar ríkisins og svo Nátt- úruverndarráði. Þetta eru ansi margir menn og við hefðum kosið að láta þetta skarast meira. I okk- ar athugasemd er lagt til að ráð- herra skipi þriggja manna fram- kvæmdastjórn með stofnuninni, og að mestu leyti úr Náttúruverndar- ráði, í stað fimm manna. Auk þess leggjum við áherslu á ráðgjafarhlutverk Náttúru- verndarráðs og að það sé partur af ríkisrekstrinum. Ef um er að ræða sjálfstæð félagasamtök tel ég, og meirihluti ráðsins að mínu mati, að það sé ekki ríkisvaldsins að skipta sér af starfi þeirra." Jarðvegsbætir frá Sorpu SORPA hefur sett á markað jarð- vegsbætinn Moltu, sem gerður er úr garðaúrgangi af höfuðborgar- svæðinu. Úrgangur frá görðum var urðaður allt til ársins 1994 þegar myltingjmns var hafín í tilrauna- skyni. í kynningarbæklingi frá Sorpu segir að Molta gefi garðin- um líf, sé góð í útplöntun, fín fyr- ir grasflöt og sem næring fyrir gras og blóm. Einnig er hún sögð auka árangur af matjurtaræktun. Ekki er sama hvernig Moltan er nýtt vegna þess hve rík hún er af áburðarefnum. Félagsmenn Garðyrkjufélags íslands notuðu jarðvegsbætinn í fyrrasumar við ýmiss konar ræktun og hefur upp- lýsingum frá þeim verið safnað í leiðbeiningar um notkun. Þykir Moltan tilvalin til þess að hressa við jarðveg í gömlum mat- jurtagarði eða halda frískum í formi. Moltu má líka nota sem áburð á grasflöt, eða setja í kring- um tré. Við útplöntun er gott að blanda Moltu með rýrari mold því ungar plöntur geta verið viðkvæm- ar fyrir kraftmikilli næringunni, sé hún óblönduð. Morgunblaðið/Þorkell MAGNÚS Stephensen, forstöðumaður þróunar- og tæknisviðs Sorpu, og Einar Ögmundsson framkvæmdastjóri sýna fjölmiðlum hina nýju framleiðslu fyrirtækisins. Best fer á því að sá í blandaða Moltu en gulrótarfræ þola hana illa óblandaða svo dæmi séu tekin. Ef segja á illgresinu stríð á hendur er ráð að setja 15-20 sentimetra lag ofan á því ólíklegt er að það nái sér upp úr slíkri þykkt. Þá gefur þunnt lag af Moltu beðinu heilbrigt og gott útlit við lokafrá- gang, segir í kynningarblaði Sorpu. MOLTAN er sögð full af bæti- efnum fyrir gróðurinn. >€vinbvrakvöi<J Kammerviveit Rejfejavífeur S*áT\ 'i9faitfriwii96 Stjórnvöld gera út- tekt á grasatekju Miðasalan opin Bankastræti 2 sími: 552 8588 UMHVERFISRAÐHERRA ætlar að setja á fót starfshóp til að gera úttekt á umfangi grasatekju hér á landi og meta hvort ástæða sé til að grípa í taumana til að fyrir- byggja rányrkjiu Þetta kom fram á Alþingi á mið- vikudag og einnig að ásókn í Is- lenskar jurtir til iðnaðarfram- leiðslu, einkum snyrtivara, hefur aukist mjög á síðustu árum. Þann- ig störfuðu a.m.k. fimm fyrirtæki við þetta hér á landi, og væri eink- um unnið úr fjallagrösum. Guðmundur Bjarnason um- hverfísráðherra sagði engar upp- lýsingar liggja fyrir um magn þessara plantna og hvort kynni að vera um að ræða rányrkju af einhverju tagi, en nýlega hefði ráðuneytinu borist upplýsingar um að eitt ákveðið fyrirtæki teldi sig þurfa 5 tonn af jurtum í sumar til framleiðslu og útflutnings. Sagði Guðmundur að ef þetta væru fjallagrös væri um mjög mikið magn að ræða. Guðmundur var að svara fyrir- spurn frá Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Alþýðuflokks, sem sagði að aukin nýting innlendra plantna til iðnaðarframleiðslu væri áhyggjuefni. Guðmundur sagði að samkvæmt náttúruverndarlögum gæti Náttúruverndarráð lagt til að jurtir eða dýr yrðu friðlýst til að tryggja að jafnvægi sé ekki rask- að, og í nýju frumvarpi um náttúru- vernd væru heimildir ráðuneytisins til að grípa inn í slík mál auknar. Ekki hefðu borist tillögur frá Nátt- úruverndarráði um að friðlýsajurt- ir vegna aukinnar ásóknar í þau vegna iðnaðarframleiðslu. Atvinnurekandi ársins 1996 Sló sænskum stór- fyrirtækjum við JÓNÍNA Benedikts- dóttir er fyrsta konan sem útnefnd er Atvinnurekandi ársins síðan farið var að veita þessi verðlaun 1984, segir í fréttum Helsing- borgarblaðanna í Svíþjóð er hún hlaut þessa nafn- bót að viðstöddum borg- arstjórnarmönnum, stjórnarmönnum at- vinnurekenda og fleiri gestum í hátíðasal Ráð- hússins. En á miðviku- dag í næstu viku verður formleg 300 manna kvöldverðarveisla henni til heiðurs. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, sagði Jónína í símtali við Morgunblaðið. Ég var plötuð í Ráðhúsið undir því yfirskyni að halda fyrirlestur á fundi. Svo kem ég upp. Þar mætti mér í hátíðasalnum fullt af frammá- fólki, borgarstjórinn, yfirmaður Atvinnurekendasambands Sví- þjóðar, fréttamenn og kampavín, blóm og læti. Þarna sá ég fjöl- skyldu mína. Þau höfðu vitað þetta í hálfan mánuð. Krakkarn- ir þögðu yfir því, sá sex ára stóð sig líka. Þau voru óskaplega stolt. Og það er ég líka. Ég hélt að þetta væri grín, ekki síst þar sem hér er allt fullt af stærstu fyrirtækjum Svíþjóðar, Erikson, Frigo Scandia, Zoegas Café o.fl. Það sést á blaðamyndunum hvað ég varð hissa þegar ég áttaði mig á að ég var miðpunkturinn í öllu tilstandinu. Þetta er næst- um of mikið fyrir mig eftir að hafa þrælað öll þessi ár og varla fengið svo mikið sem klapp á öxlina. - Nú segir í útnefningunni að viðkomandi fyrirtæki þurfi í rekstri sínum að skara á ein- hvern hátt fram úr, í rekstri, markaðssetningu, persónulegri stjórnun eða eiga persónulega þátt í framþróun í Helsingborg og að þú fallir vel að þessum markmiðum. Hvernig? í ræðunni sem borgarstjórinn hélt gerði hún grein fyrir því. Sagði að ég hefði gripið bylgju í samfélaginu og umbreytt í arð- bæran fyrirtækjarekstur, umbylt rekstrarþættinum og skapað fyr- irtæki atvinnumanna. Sérlega áhugavert væri að ég hefði haft heildaryfirsýn og mótað nýjan rekstur með líkamsrækt, nám- skeiðahaldi og læknisfræðilegri ráðgjöf, sem byggði á viðkomandi sérfræðingum. Eg fór hjá mér að standa þarna undir þessu. Einnig nefndi hún að ég væri fulltrúi kvenna í atvinnurekstri og væri stéttinni fordæmi. Hún kvaðst hafa fylgst ----------- með mér og hvernig ég hefði alltaf ráðið fram úr öllum mótbyr. - Fyrirtækið þitt Studio Aktiverum AB er þá annað og meira Jónína Benediktsdóttir ? Jóníua Benediktsdóttir er frá Húsavík. Hún er íþrótta- fræðingur frá McGill háskóla í Kanada. Á íslandi hefur Jón- ína verið athafnasöm. M.a. átti hún og rak líkamsræktar- stöðina Studio Jónínu og var í Studio Plus á Akureyri, auk þess sem hún kenndi víða. I fimm ár var hún með morgun- leikfimina í útvarpinu. Hún var lika í sjónvarpi, auk þess sem hún skrifaði pistla í Morgunblaðið. Hún flutti til Svíþjóðar fyrir 7 árum og keypti Studio Aktiverum AB í Helsingborg fyrir 3 árum. Hefur u iin ið það upp í stórfyr- irtæki af þvílíkri drift að hún var kjörin af Samtökum at- vinnurekenda og Helsingborg Atvinnurekandi ársins 1996. Eiginmaður Jónínu er dr. Stefán E. Matthíasson yfir- læknir og eiga þau þrjú börn, 6,9 og 11 ára gömul. einu sinni heldur verður að vera félagi í minnst hálft ár. Ég er með 25 manns í fastri vinnu og annað eins í lausastörfum og legg mikið upp úr því að þetta sé vel menntað fagfólk. Þegar ég keypti þetta fyrirtæki fyrir þremur árum gerði ég starfsfólk- inu strax grein fyrir að við yrðum öll að vinna ofboðslega mikið ætti það að ganga. Þau gerðu það og þetta tók fljótt að rúlla vel. - / útnefningunni er nú talað um markvisst vel skilgreind markmið hjá þér, byggð á þekk- ingu. Hvert er svo framhaldið? Ég held áfram rekstrinum en við erum að flytja heim til ís- lands í haust. Stefán verður læknir á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Ég er búin að ráða sænskan framkvæmdastjóra og þarna er toppfólk, þar^ á meðal margir íslendingar. Ég ferðast svo á milli. Ég held að ég fái þannig meiri tíma með krökkunum. Ég verð kannski úti eina viku annan hvern mánuð og er svo heil með þeim á milli. en venjuleg Mkamsræktarstöð. Þetta hefur verið dálítið mikið Hvernig fórstu að því að marka hér, að vera að byggja upp fyrir Fyrsta konan sem verður Atvinnurek- andi ársins svona nýja stefnu og tvöfalda reksturinn á þessu 200 þúsund manna markaðssvæði? Ég hefi unnið eins og ljón. Markmið okkar er fyrirbyggjandi heilsurækt. Við erum ekkert í neinu tískustandi eða fitukjaft- æði. Það sem einkennir Aktiver- um er að hér eru engar barbídúkkur. Hjá okkur eru 4.000 meðlimir sem koma eins og þeir eru klæddir og líður vel. En ekki er hægt að koma bara tækið og halda heimili. Mér finnst ég gera allt illa, allt að hálfu. Þetta verður betra. Ég hlakka til að koma heim, hefi haft heimþrá. - Jónínu hafði semsagt tekist, eins og einn blaðamaðurinn orð- aði það, að vinna til þessara verð- launa með að uppfylla krðfurnar um að snúa fyrirtæki sínu úr mínus í plús, að hafa yfirsýn og að vera starfsbræðrum sínum fyrirmynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.