Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 9 FRETTIR 110 sjóbirtingar í opnun úr Fitjarflóði LJÓMANDI góð veiði hefur verið í Fitjarflóði í Grenlæk fyrstu veiði- dagana. Eftir að vísindamenn og hópur stangaveiðimanna höfðu veitt og merkt yfir 400 sjóbirtinga, tóku menn til við venjulegan veiðiskap. Fyrsta hálfa daginn veiddust 15 fiskar, en fiskur var fremur tregur enda orðið kalt. „Svo hlýnaði strax daginn eftir, hitinn komst í 10 stig og veiðin glæddist um leið. Það er mikill fiskur á svæðinu og því hrökk takan í gang um leið og hlýnaði. Þetta var mjög góð veiði, 110 físk- ar á fjórar stangir á tveimur dög- um. Það veiddust einnig 10-12 fisk- ar fyrsta daginn á svæði 3, í svo- kölluðum Skurði," sagði Agnar Davíðsson á Fossum, formaður Veiðifélags Grenlæks í samtali við Morgunblaðið. Agnar sagði að fiskur hefði að jafnaði verið mjög vænn, mest 2-5 punda, en menn hefðu verið að tala um fiska allt að 9 pund í aflanum. Eingöngu er veitt á flugu, enda eru leigutakarnir Stangaveiðifélagið Ár- menn sem leyfir ekki annað innan sinna vébanda. Agnar sagði að auki, að veiðimenn hefðu veitt og sleppt aftur 30 merktum sjóbirtingum. Elliðaárnar ekki uppseldar Athygli hefur vakið, að veiðileyfi eru ekki uppseld í Elliðaánum fyrir komandi vertíð og hefur slíkt vart átt sér stað um langt árabil. Sam- kvæmt úttekt SVFR á óseldum veiðileyfum dagsettri 6. maí síðast liðinn voru milli 20 og 30 hálfs DAÐI Harðarson með 4 punda sjóbirting úr Fitjarflóði. dags stangir óseldar. Það er að heyra á áhugamönnum um stanga- veiði, að skýringarnar á þessari nýlundu séu ýmsar og hver úr sinni áttinni. Fyrst má nefna að í júní er nær öll veiðin frá Sjávarfossi og niður að sjó en á því svæði er nú mikið rask vegna brúarsmíðar. Þá hafa göngur verið að seinka sér í Elliða- árnar síðustu ár, þannig var óvenju slök veiði þar í júní í fyrra þó bú- ast megi við hinu gagnstæða í ár vegna góðs árferðis. Loks telja menn að þeir séu til sem vilja ekki veiða í ánum vegna kýlaveikinhar sem kom þar upp í fyrra. Veiðimálastofnun í hálfa öld Veiðimálastofnun er fimmtug á þessu ári og í tilefni þess verður sitthvað gert til hátíðarbrigða. Dag- ana 16. til 19. maí, er Veiðimessan haldin í Perlunni og sem fyrr verða flestir þeir aðilar og fyrirtæki sem að stangaveiði koma með einum eða öðrum hætti með kynningarbása á messunni og þar í hópi verður Veiði- málastofnun. „Þeir verða með mikið rými og myndarlegan kynningarbás. I tilefni af afmælinu hef ég óskað eftir því við Árna ísaksson veiði- málastjóra, að hann flytji ávarp við setningu messunnar," sagði Stefán Á. Magnússon forstöðumaður mess- unnar í samtali við Morgunblaðið. Leiðrétting Sú villa slæddist f „Eru þeir að fá 'ann?" þar sem fjallað var um vaxandi aðgengi innlendra veiði- manna í ár í Þistilfirði, að Svisslend- ingurinn Ralph Doppler leigði veiði- rétt í Hafralónsá. Það er ósatt, leigutími hans rann út í fyrra og tók þá við ánni franskur auðjöfur að nafni Montebe. Eru hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á mistök- unum. Glæsilegt gróöurhús m'eö gleri! Verð 48.750 kr. RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT ^GROÐURVORUR y& VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiöjuvegi 5, Kópavogi, slml: 554 3211 NYJAR HUSGAGNASENDINGAR Mikið úrval af lútuöum furuhúsgögnum, sófasettum, hornsófum, kommóðum, skenkum o.fl., o.fl. - Tilvalið í sumarhúsið - Opið ídagfrákl. 10-14 ?ÖBEECO HUSGAGNAVERSLUN Reykjavikurvegi 66, Hafnarfirði, simi 565 4100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.