Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 11. MAI 1996 MORGUNBLAÐIÐ Stjörnurnar fjölmenna ROBERT De Niro sýndi nýja al- skeggið sitt í brúðkaupi vina sinna, Sean Penn og Robin Wright, í Santa Monica fyrir skemmstu. Með honum á myndinni er Ed Harris, sem lék síðast í myndinni „Apollo 13". Warren Beatty mætti einnig til brúðkaupsins fínn í tau- inu sem ávallt. Meðal annarragesta má nefna Tim Robbins og Susan Sarandon, en Penn lék nýlega í mynd þeirra „Dead Man Walking", Jack Nic- holson og Marlon Brando. Með slíkan gestalista reyndist Penn og Wright erfitt að halda brúðkaups- staðnum leyndum, eins og stóð til. WARREN Beatty er alltaf fínn í tauinu. MARLON Brando í öllu sínu veldi. BRÚÐHJÓNIN sjálf: Penn og Wright. TIM Robbins og Susan Sarandon samfögnuðu vinum sínum. Bylting Bítlanna INGÓLFUR Margeirs- son og Magnús Einars- son eru um þessar mund- ir að taka upp útvarps- þættina Bylting Bítl- anna, sem sendir verða út á sunnudögum á Rás 2. Þættirnir verða alls 17, en í þeim hyggjast þeir félagar, eins og nafn þáttanna gefur til kynna, fjalla um Bítlana. „Við munum ekki aðeins fjalla um sögu hljómsveitar- innar, heldur munum við einnig fara vandlega ofan í textagerðina og spila tón- dæmi. Alls munum við spila í kringum 180 Bitlalög." Ingólfur segir að þættirnir fjalli að miklu leyti um 7. áratuginn, tískuna og hugarfarið, sem endurspeglist í Bítlunum. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu mikil hugar- farsbreyting átti sér stað á þessum tíma, en að mínu mati var öldinni á vissan hátt snúið við," segir hann. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá félagana slá upphafshljóm hins marg- fræga Bítlalags „A Hard Days Night", en hann hefur verið umdeild- ur í gegnum tíðina. Ingólfur segir að mikil kúnst sé að ná hljómnum, sem sleginn sé á tvo gítara samtímis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.