Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 41
~ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR11. MAÍ 1996 41 BREF TIL BLAÐSINS Svikin í viðskiptum Frá Jóhönnu Guðjónsdóttur: ÞAÐ ER óskemmtileg upplifun að lenda í því að vera svikin í viðskipt- um. Til að vara fólk við ætla ég því að rekja raunir mínar. En svo er mál með vexi að mig hefur vantað þvottavél. Og þar sem ég hef ekki mikil auraráð (er í hálfri vinnu og námi) datt mér í hug að setja upp auglýsingu á töfluna í Hagkaup. Einn daginn hringdi svo í mig maður og sagðist vera með þvotta- vél sem ég gæti fengið fyrir 10.000 krónur. Þar sem ég hafði þau mánaða- mótin fengið launauppbót átti ég akkúrat 10 þúsund krónur hand- bærar. Ég fór því til seljandans sem reyndist vera „viðgerðarmað- ur" með bilskúrsaðstöðu nálægt Sunnutorgi við Langholtsveg. Þegar ég kom inn í bílskúrinn blasti innviði vélarinnar við mér. Seljandinn útskýrði að hann þyrfti bara að skipta um felgur í henni og að því loknu yrði vélin í full- komnu lagi. Ég var efíns og játaði fáfræði mína og þá sagðist seljandinn ábyrgjast vélina og að ég féngi hvergi vél á þessu verði sem ábyrgð væri tekin á. Það vissi ég og staðgreiddi því vélina í trausti þess að seljandinn stæði við sín orð. Því miður reyndist hann ekki traustsins verður. Vélin var ekki tilbúin á umsömdum tíma og svo eftir mikla mæðu og leiðindi, þeg- ar ég loks var búin að fá vélina í hendur, kom í ljós að hvorki dælan né vindingin virkaði. Ég fékk fagmann til að athu- yga hverju sætti og hann fann það út að gangverkið í vélinni væri ónýtt. Nú var ég búin að fá meira en nóg af þessum leiðindum og bað hann því að hringja í seljandann og segja honum að endurgreiða mér peninginn og hirða vélina. Er skemmst frá því að segja að formælingar og kjaftháttur voru einu viðbrögðin sem við feng- um frá seljanda. Því vil ég benda fólki á að vara sig á þessum ná- unga sem segist vera „sjötíu ára og búinn að vera viðgerðarmaður í 40 ár" og er að selja notaða hluti á þennan hátt. JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Melabraut 29, Seltjarnarnesi. MESSUR A MORGUN Skógnytjar í Hnappa- dals- og Snæfells- sýslu 1702-14 - Frá Sveini Indriðasyni: SKÓGNYTJAR í Hnappadals- og Snæfellsnessýslum 1702-14 í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín eru talin hlunnindi jarða og þar með taldar skógnytj- ar. Við lauslega samantekt voru þessar nytjar í einstökum hreppum sem hér segir. í Kolbeinsstaða- hreppi, raftviður á einni jörð, kola- viður á 18 jörðum og eldiviður á 17 jörðum. Talinn eyðast mjög. í Eyjahreppi eru nefndar 3 jarðir með hrísrif, en lítið mjög. í Mikla- holtshreppi eru nefndar 9 jarðir með hrísrif, en þrotið að kalla og „naumast til dengingar". í Staðarsveit er nefnt hrísrif á 6 bæjum, en „naumt til ljádeng- ingarkola". í Breiðuvíkurhreppi er nefnt hrísrif á 3 bæjum, en lyngrif á 7 bæjum. í Neshreppi, sem þá náði frá Gufuskálum að Búlandshöfða er nefnt að hafi verið hrísrif á Skarði og Hrísum, en sé nú þrotið. í Eyrarsyeit eru ekki nefndar skógnytjar. í Helga- fellssveit eru 12 bæir nefndir með við til kolagerðar. Og 13 með eldivið. Einnig eru 6 nefndir með hrísrif. Frá því er sagt að Kára- staðir gjaldi 3 tunnur kola og Hrísar 9 tunnur. í Skógarstrand- arhreppi eru 6 bæir nefndir með raftvið, 10 með kolavið, 10 með eldivið og 4 með hrísrif. Á Vals- hamri er skógur talinn góður til raftviðar, kola og eldiviðar. Hann hefur verið „árlega burt ljeður til fjögra eða sex persóna fyrir beta- líng". Á Breiðabólstað var hann einnig léður „fyrir betalíng eða annan góðvilja". Af þessu má sjá að ræktun birkiskóga ættí ekki að vefjast fyrir Snæfellingum nú til dags. SVEINN INDRIÐASON, Árskógum 8. Kaffisöludagur Kven- félags Grensáskirkju Frá Halldóri S. Gröndal: SUNNUDAGINN 12. mai kl. 15.00 hefst hin árlega kaffisala Kvenfélags Grensáskirkju og verður hún að venju í safnaðar- heimilinu við Háaleitisbraut. Messa dagsins verður kl. 11.00 og þar með hefst sumartími mes- sunnar. Grensássöfnuður stendur nú gleðilegum stórræðum. Bygging hinnar eiginlegu kirkju og tengi- byggingar við safnaðarheimilið hefur gengið vel og mun vígsla fara fram síðar á þessu ári. Þetta er stórt verkefni og mikið og Kvenfélagið hefur stutt það rausnarlega eins og raunar oft áður. Og nú mun allur ágóði af kaffisölunni að þessu sinni renna til aðalglugga í nýju byggingunni, en hann er gjöf frá Kvenfélaginu. Þetta er 14 metra hár blýinn- lagður gluggi yfir altari eftir Leif Breiðfjörð. Glugginn er mikið listaverk og á vafalaust eftir að vekja mikla athygli. Honum hefur verið komið fyrir og verður til sýnis í nýju icirkjunni á meðan kaffisalan stendur yfir. Ég vil fyrir hönd okkar allra í Grensáskirkju þakka konunum í Kvenfélaginu fyrir þessa stór- mannlegu gjöf og einnig fyrir aðr- ar gjafir og gott starf á liðnum árum. Og ég vil hvetja allt safnaðar- fólk og aðra velunnara Grensás- kirkju að fjölmenna á kaffisöluna og skoða um leið nýja listaverkið. HALLDÓR S. GRÖNDAL, sóknarprestur. :l. 11. ÁSKIRKJA: Hinn almenni bænadag- ur. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Sumarferð barnastarfsins. Farið frá kirkjunni kl. 11. Hafið með skjólgóð föt og nesti. Foreldrar velkomnir með. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Arnfríður Guðmundsdóttir. Org- anisti Jakob Hallgrímsson. DÓMKIRKJAN: Laugardagur 11. maí: Vorferð barnastarfs Dómkirkj- unnar. Farið verður í Vindáshlíð. Farið frá Vesturbæjarskóla kl. 11 en frá safnaðarheimili Dómkirkjunn- ar kl. 11.10. Komið aftur til Reykja- víkur kl. 16. Sunnudag: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmunds- son. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Org- anisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. (Athugið breyttan messutíma.) Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Org- anisti Árni Arinbjamarson. Kaffisala Kvenfélagsins kl. 15. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til aðalgluggans í nýju kirkjunni, en það er 14 m hár blýinnlagður gluggi yfir altarinu, eft- ir Leif Breiðfjörð. Glugginn er mikið listaverk og hefur verið komið fyrir og verður til sýnis. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 11. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Pavel Mana- sek. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Krist- insson. Organisti Jón Stef- ánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnars- son. Aðalsafnaðarfundur miðviku- daginn 15. maí nk. kl. 20. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Melaskólans syngur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Nem- endur úr Ballettskóla Guðbjargar Björgvins sýna ballett.- Barnakórinn syngur. Organisti Kristín Jónsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir og sr. Hildur Sigurðardóttir. Að guðsþjónustu lokinni verður far- ið í vorferð barnastarfsins í Vindás- hlíð. Börnin koma vel klædd og með nesti. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis á bænadegi þjóðkirkj- unnar. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur annast guðsþjón- ustuna. Organleikari Sigrún Stein- grímsdóttir. Vorferð sunnudaga- skóla Árbæjarsóknar, farið verður frá kirkjunni kl. 9.30. Barnaguðs- þjónusta verður í Skálholti. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 14 í umsjá Kvenfélags Breiðholts. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknar- presti. Sólrún Hlöðversdóttir syng- ur einsöng. Kaffisala kvenfélagsins að messu lokinni. Barnakór Breið- holtskirkju syngur. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Carlos Ferrer prédikar. Organisti Smári Ólason. Léttur málsverður eftir messu. Að- alsafnaðarfundur Digranessóknar hefstkl. 13. Fjáröflunartónleikarfyr- ir orgelsjóð kl. 17. Fjölbreytt dag- skrá. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur Hreinn Hjartarson. Ragnheiður Guð- mundsdóttir syngur einsöng. Org- anisti Lenka Máteóva. Barnaguðs- þjónusta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. (Ath. breyttan messu- tíma). Sr. Þórey Guðmundsdóttir sóknarprestur Desjamýrapresta- katls prédikar. Prestamir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur. Skólakór Snælandsskóla kemur i heimsókn og syngur undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Organisti Oddný J. Bæna- dagurinn Guðspjall dagsins; Biðjið í Jesú nafni. (J6h. 16.) Þorsteinsdóttir. Vorfundur Hjalla- sóknar að lokinni guðsþjónustu. Skýrslur um starfið sl. vetur o.fl. Sóknarfólk er hvatt til að mæta. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Skólakór Kárs- ness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Organisti Örn Falkn- er. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 á degi Kvenfélags Seljakirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Guðrún Fanney Óskarsdóttir prédikar. Seljur, kór kvenfélagsins syngur. Organisti Þóra Guðmunds- dóttir. Sóknarprestur. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 14. Veislukaffi fyrir nýja félaga, sem eru boðnir sérstaklega velkomnir. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta VIÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði. kl. 14. Organisti Kristin Jónsdóttir. Cecil Haraldsson. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Mike Fitzgerald. Allir hjart- anieqa velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgun- arsamkoma sunnudag kl. 11. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20. Anna Vold- haug, Turid Gamst og heimilasam- bandssystur frá Akureyri og Reykja- vík taka þátt í samkomunum. VÍDALÍNSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Leikskólabörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðn- ar velkomnar. Börn úr Tónlistar- skóla Garðabæjar taka þátt í athöfn- inni. Héraðsprestur þjónar fyrir alt- ari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Gunnsteins ólafssonar. Kökubasar vegna Akureyrarferðar æskulýðsfélagsins að athöfn lok- inni. BESSASTAÐAKIRKJA. Útvarps- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þórhildur Olafs, safnaðarprestur Hafnarfjarð- arsóknar, prédikar. Álftaneskórinn syngur undir stjórn John Speight. Organisti Þorvaldur Björnsson. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Helgi Guðmunds- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón séra Þór- hildur Ólafs. Messa kl. 14. Altaris- ganga. 50, 60 og 70 ára fermingar- börn heimsækja kirkjuna. Prestar séra Gunnþór Ingason og séra Þórhildur Ólafs. Organleikari Sól- veig Einarsdóttir. FRIKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. í tilefni af Alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga mun Asta Möll- er, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, prédika og hjúkrunarfræðingar lesa ritningar- orð. Organisti Kristjana Þ. Ásgeirs- dóttir. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. KÁLFATJARNARKIRKJA: Kirkju- dagur safnaðarins. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson, prédikar. Félagar úr kórum Njarðvíkursókna ásamt kór Kálfatjamarkirkju syngja undir stjórn Frank Herlufsen og Steinars Guðmundssonar. Kaffisala í Glað- heimum að athöfn lokinni. Bragi Friðriksson. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar verður haldinn að lokinni guðsþjón- ustu. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 10.30. Sóknar- prestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa sunnudag kl. 13. Ferm- ing. Úlfar Guðmundsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa sunnudag kl. 10.30. Guðmundsson. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa: Messa sunnudag kl. 13.30. Jón Gislason, cand.theol. prédikar. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Kristinn Á. Friðfinnsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Almenn guðsþjónusta kl. 11. Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar hf. sérstaklega hvatt til kirkjugöngu. Fulltrúar úr hópi þess lesa ritning- artexta. Bjöllusveit Bústaðakirkju leikur á margvísleg hljóöfæri við messuna, undir stjórn Guðna í Landlist. Barnasamvera í safnað- arheimilinu meðan á prédikun stendur. Messukaffi. Messu dags- ins útvarpað á ÚVaff (FM104) kl. 16. SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa og ferming í Skálholti kl. 14. Messa í Haukadalskirkju kl. 21. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Fimmtíu ára fermingarbörn taka þátt í messunni. Björn Jónsson. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík___ Sunmidogur: Guðsþjómista kl. 14.00. Tónlistarvor í Fríkirkjunni Tónleikar þriðjudag kl. 20.30. NHs Henrik Nilsen, dómorgonisti í Koupmannohbfn. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.