Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 11. MAI1996 23 I LAUGINNI MEÐ FYRIRSÆTUM PRA ÞREMUR MODELSKRIFSTOFUM Eru þetta dætur? ERU ÞETTA Borgardætur," spyr heldri maður í heita pottinum á Hótel Loftleiðum. . „Nei, þetta eru fyrir- sætur sem eru að leika í auglýsingu," segir annar hneykslaður á fáfræði félaga síns. Sannleikurinn er sá að verið er að mynda fyrirsætur frá þremur módelskrifstofum fyrir Eru fyrirsætur eins og fólk er flest? Pétur Blöndal og ívar Páll Jónsson hittu þrjár og spurðu hall- ærislega. viðtal í Vikulokum. Það eru fyrirsæturnar Berglind Ólafsdóttir frá Model 79, Elma Lísa Gunnarsdóttir. frá Eskimo Models og Elva Eiríks- dóttir frá Umboðsskrifstofu Elite, John Casablancas. Eftir að hafa rætt saman um stund í lauginni er stefnan tekin á kaffiteríuna þar sem viðtalið fer fram. Eðlilegt framhald ér að spyrja fyrirsæturnar hvernig þær haldi sér í formi. Eða hvað? „Ég þoli ekki þessa spurningu," segir Elma Lísa. „Mér finnst hún hallærisleg." „Fyrirsætur hugsa misjafnlega mikið um að halda sér í formi," seg- ir Berglind. „Ef þær gera það á annað borð sleppa þær gos- drykkjum og sælgætisáti og reyna að forðast fitu." „Eg geri ekkert nema drekka kaffi og reykja," segir Elma Lísa, þreytt á umræðunni. „Annars veltir maður mataræðinu lítið fyrir sér fyrr en mánuði áður en maður fer út. Þá fer maður kannski að hugsa sig tvisvar um." „Það er samt varasamt að borða of lítið," segir Elva. „Þá er hætta á lystarstoli, ófrjósemi og ýmiskonar sjúkdómum" „... enda held ég að það sé ekki í tísku að vera eins og spíra. Skiptir ekki meira máli að samsvara sér og vera hraustur," segir Elma Lísa spyrjandi. Elva og Berglind játa því með semingi, en segja það nokkuð mis- jafnt eftir skrifstofum. „Það var eiginlega fyrirsætan Kate Moss sem kom þessu af stað á sínum tíma," heldur Elma Lísa áfram. „Hún er alveg eins og beina- grind." „Samt étur hún alveg eins og svín," skýtur Elva að. „Hún segir það," svarar Elma kaldhæðnislega. Furirsastur á öllum aldrí_________ Umræðunum lýkur þegar þjónn- inn kemur aðvífandi. Berglind pant- ar sér djús, Elma Lísa Capuccino og Elva kaffi og það sést greinilega að engin formúla er á bakvið það hvað fyrirsætur láta ofan í sig. Hinsvegar fá blaðamennirnir sér báðir kakó. Er einhver áherslu- munur á módelskrifstofunum? „Eskimo Models sérhæfir sig aðallega í því að koma fyrirsætum á framfæri erlendis," segir Elma Lísa. „Ásta Kristjánsdóttir sér um reksturinn og sendir reglulega út myndir af fyrirsætunum sem eru tuttugu talsins. Hún fylgir þeim vel eftir og fylgist með þeim þegar þær eru erlendis." „Model 79 er elsta skrifstofan og er með marga fasta við- skiptavini jafnt hér á þeirra í lauginni landi sem erlendis," segir Berglind. „Jóna Lárusdóttir rekur skrifstofuna og fyrir- sæturnar eru á öllum aldri, allt frá börnum til eldra fólks." „Skóli Johns Casablancas ræður einnig fyrirsætur á öllum aldri," segir Elva. „Kolbrún Aðalsteins- dóttir er allt í öllu og gaumgæfir allt mjög vandlega áður en hún sendir fyrirsætur utan. Ef þær fá tilboð fer hún oft út á, undan þeim til að athuga hvort allt sé ekki í lagi. Hún fer líka með stúlkunum í mynda- tökur, sérstaklega ef þær eru ungar og óreyndar." Tilhau frá Plaubau Talið berst nú að því hvort fyrirsæturnar setji sér einhverjar siðareglur í myndatökum. Berglind segist ekki vilja sitja fyrir á nektar- myndum hér heima. Ef henni stæði aftur á móti til boða falleg mynda- taka fyrir gott merki erlendis myndi hún íhuga það. „Ég myndi frekar treysta ein- hverjum hér heima heldur en í er- lendri stórborg þar sem maður þekkir ekki neinn," segir Elma Lísa. ,Annars er ekki gott að vera með svona myndir í möppunni því þá býður maður upp á svona myndatökur." „Mér finnst allt í lagi að vera ekki í neinum fötum ef ég fæ að halda fyrir viðkvæma staði," segir Elva. Eru miklir peningar í boði fyrir svona tökur? Buðiá aá taha þátt í Wepp- ninni um Leikfelaga „Mér stóð einu sinni til boða að sitja fyrir hjá Playboy," segir Berglind og hlær. „Ljósmyndari bauð mér tvær milljónir fyrir að taka þátt í keppninni um Leikfélaga ársins. Það sýnir kannski að peningar skipta mig ekki máli hvað þetta varðar að ég sagði nei. Ég myndi ekki kunna við að einhver kæmi með nektarplakat til föður míns og spyrði: „Er þetta ekki dótt- ir þín, Olafur?",, „Mér var einnig boðið að sitja fyrir hjá Playboy," segir Elva. „Kolbrún var með mér vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem ég sat fyrir klæðaÖtil. Ljósmyndarinn vildi endilega fá mig til að sitja fyrir hjá Playboy, en Kolbrún sagði þvert nei." ELMA Li'sa, Berglind og Elva í lauginni. Morgunblaðið/Kristinn Á kameltiýri í euaimarkiaai______ Hvað er ykkur minnisstæðast úr fyrirsætustarfinu? „Þegar ég fór til Ibiza^í sumar," segir Berglind og hlær. „Eg hreppti titilinn Ungfrú Ibiza og fékk peninga, kórónu og allt tilheyrandi. Síðan fór ég á snekkju með Thierry Russell og því liði sem er í kringum hann. Við létum fara vel um okkur á snekkjunni á daginn og fórum svo út á lífið á kvöldin." Fyrir þá sem ekki þekkja til Russels má geta þess að hann var giftur Christinu Onassis og þau eiga eina ríkustu smástelpu í heimi. „Ég er hálfhrædd við svona ævintýri og hef forðast þau af öllum mætti," segir Elma. „Mér er það minnisstæðast þegar Stefán Már, kærastinn minn, kom að heimsækja mig til Grikklands. Við heimsóttum grísku eyjarnar og áttum yndisleg- ar stundir saman." „I fljótu bragði dettur mér fyrst í hug ferð mín til ísrael sem stóð í tíu daga," segir Elva. „Landið er mjög ólíkt því sem maður á að venjast og ég hrífst af svoleiðis stöðum. Við skoðuðum Jerúsalem, Dauða hafið og eyðimörkina." Hún bætir við - sposk á svip: „Ég fékk að fara á kameldýr." Varstu ekki hrædd? „Nei.'^segir hún og brosir út í annað. „Ég er mikill dýravinur." Á rettum stað á réttum tíma_______ Ferðalögin hljóta að vera stór kostur við starfið, en er það vel borgað? „Ef markmiðið er að þéna peninga er best að fara til Þýskalands, Tókýó eða Banda- ríkjanna," segir Elma Lísa. „Ef markmiðið er að ná langt er best að fara til New York," bætir hún við og lítur glettnislega á Elvu. Elva var einmitt að komast á samning hjá Ford-skrifstofunni í New York og flytur þangað á næstunni. Er ekki starfsferillinn það stutt- ur að fyrirsætur verða að þéna vel? „Það er misjafnt," segir Elma. „Sumar verða þrítugar í þessu starfí." „Hjá ungum fyrirsætum felst starfið aðallega í því að safna í myndamöppuna, en þegar þær verða eldri og eru komnar með góðar möppur fá þær vel borgað," leggur Berglind til málanna. „Með heppni fær maður tækifæri hjá Vogue eða Bazaar," heldur Elma áfram. „Þá er það byrjað." „Þetta er spurning um að vera á réttum stað á réttum tíma," bætir Berglind við. „... og trúa á sjálfan sig," segir Elva af festu. „Þið eigið eftir að vita allt um fyrirsætubransann eftir þetta við- tal," klykkir Berglind út með og hlær. „Ætlið þið ekki bara að leggja þetta fyrir ykkur?" Blaðamennirnir líta vandræða- lega hvor á annan. Ætlið þið að horfa á úrslitaleikinn í bikarnum? „Nei," segir Berglind. Elva dæsir og segir: „Ætli maður neyðist ekki til að horfa á hann með kærast- „Kærastinn minn er líka þannig," tekur Elma Lísa undir. „Hann má ekki missa af neinum leik." „Annars hélt ég að þið mynduð spyrja okkur um forsetakosn- ingarnar," segir Berglind brosandi. „Eg hélt að viðtalið myndi snúast um stjórnmál og annað í þeim dúr," bætir Elma við - og ómögulegt er að greina hvort vonbrigði leynast í röddinni eða ekki. Blakarn Blákornið er áhrifaríkt við plóntun á litlum trjátn og gott fyrir sumarblóm og skrautrunna. Fáðu upplýsingabœkling á nœsta sölustað. ABURÐARVERKSMIÐJAN HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.