Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR11.MAÍ1996 39 FRETTIR Á fjórða tug fyrir- tækja taka þátt í byggingadögum SAMTÖK iðnaðarins standa fyrir byggingadögum um land allt um helgina undir kjörorðunum Fé og framkvæmdir. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til byggingadaga og hafa tugþúsundir gesta sótt þátt- tökufyrirtækin heim sl. tvö ár. Á fjórða tug fyrirtækja í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfírði, Borgarnesi, Akureyri og Vestmanna- eyjum taka þátt að þessu sinni. Markmið byggingadaga er að kynna framleiðslu og þjónustu fyr- irtækja í byggingaiðnaði og gefa þeim sem eru í framkvæmdahugleiðingum tækifæri til að skoða og bera saman það sem er í boði á markaðnum. Dagskráin er fjölbreytt og tefla fyrirtækin fram ýmsum nýjungum auk þess sem gestum býðst ýmiss konar ráðgjöf á sviði framkvæmda og fjármögnunar þeirra. Á bygginga- dögum verða sýndar íbúðir og sér- býli á öllum byggingastigum, sumar- hús, innréttingar og byggingavörur og veitt ráðgjöf um viðhald fast- eigna, fjármál, lóðahönnun og frá- gang. Fyrirtækin bjóða gesti velkomna laugardag og sunnudag frá kl. 13-17. Eftirtalin fyrirtæki taka þátt í byggingadögum: BM Vallá ehf., Breiðhöfða 3, Eld- hús og Bað, Funahöfða 19, Húsa- klæðning hf., Zimsen, Ármúla 42, Steinprýði ehf., Stangarhyl 7, einnig kynna eftirtalin fyrirtæki stafsemin sína í Stangarhyl 7: Húsaplast hf., Hönnun hf., Múrarameistarafélag Reykjavíkur, S.M. verktakar, Stein- smiðja S. Helgasonar og Viðar Guð- mundsson, múrarameistari. í Brúna- landi 14-18 verða sýndar endurbæt- ur á eldra húsnæði með ELGO múr- vörunum, Ármannsfell ehf., Lækja- smára, Alftárós efh. við Garðatorg, ímúr hf. við Garðatorg, Ásgeir og Björn ehf. Efstahlíð 31, Dixill ehf., Klettaberg 17-19, Dverghamarar sf., Efstahlíð 17-19, Erlendur og Reynir sf., Brekkuhlíð 12, 14 og 18, Fagtak efh., Brattakinn 1 og 3, Græ- nakinn 2 og 4, Feðgar ehf., Lindar- berg 76-78, Hafsteinn Jónsson, Efstahlíð 21, 23 og 25 og Hólshús ehf., Klettaborg 46 og 48. í Borgar- nesi: Byggingarfélagið Borg hf., Sól- bakka 11, Vírnet hf., Borgarbraut 74. Á Akureyri: SS Byggir ehf., Hafnarstræti 28 og 30, SJS verktak- ar ehf., Borgarsíðu 9, Steinprýði, Litalandi. í Vestmannaeyjum sýna eftirtalin fyrirtæki: Píparinn sf., Mið- stöðin sf., Reynistaður sf., Sceini og Olli sf., Tréverk hf., ZÞ hf. og Þórð- ur Svansson hf. FUGLAVERNDARFELAGIÐ efn- ir sunnudaginn 12. maí til fugla- skoðunar á Njarðvíkurfitjum. Hefst skoðunin kl. 10.30 og stend- ur yfir í um 2 kist. Hist verður við steypustöðina í Ytri-Njarðvík og þaðan yfir í Innri-Njarðvík. Að fuglaskoðun lokinni verður sest yfir kaffi og með því og smá- spjaUi í Stekkjarkoti, iitla og vina- lega torfhúsinu sem stendur við Fitjarnar. Leiran á Njarðvíkurfitjum er afar lit.rík og þar sækja þúsundir fugla sér æti á fjöru. Mest ber á NJARÐVHÍURFITJAR Fuglaskoð- un á Njarð- víkurfítjum vaðfuglum ýmiss konar, eins og lóuþræl, heiöióu, sandlóu, stelk, rauðbrystingi, tildru og sendlingi. Venjulega er þar lika inik.it) af mávum og æðarfugli ásamt öðrum | öndum. Tjarnirnar upp af Fi^jun- j um eru mjög skemmtilegar og þar 1 er oft mikið af öndum og öðrum fuglum, t.d. jaðrakan á vorin. Fuglaverndarfélaginu hefur borist til eyrna að leiran sé í hættu vegna yfirvofandi framkvæmda og leggur það þunga áherslu á verndun leirunnar og umhverfis hennar. Þetta er ómetanlegt svæði sem fóstrar ríkulegt lífríki í þétt- býli og gildi þess fyrir fugla og menn er mikið, segir í fréttatil- kynningu. Námskeið í sálrænni skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveggja daga nám- skeiði í sálrænni skyndihjálp, stór- slysasálfræði (áfallahjálp) 15. og 22. maí nk. Kennt verður frá kl. 18-21 báða dagana. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á áfalla- og stór- slysasálfræði og eru eldri en 15 ára. Væntanlegir þátttakendur þurfa ekki að hafa færðilega þekk- ingu né reynslu á þessu sviði. Nám- skeiðshaldari verður Lárus H. Blöndal, sálfræðingur. Kennslu- staður er Fákafen 11, 2. hæð. Námskeiðið inniheldur almenna kynningu á áfalla- og stórslysasál- arfræði, þar sem megininntakið eru þau áhrif og afleiðingar sem váleg- ir atburðir geta haft á fólk og hvernig hægt sé að draga úr mann- legum þjáningum í kjölfar þeirra eða í tengslum við þau. Meðal efnis eru fyrstu viðbrögð við vá, atriði sem geta valdið álagi á vettvangi, viðbrögð við skemmri og lengri tíma, ýmsar úrlausnar- leiðirm s.s. sálræn skyndihjálp á vettvangi válegra atvika og skipu- legir upprifjunartímar í kjölfar þeirra, s.k. andleg viðrun. Stefánsdag- ur í Austur- bæjarskóla ÞRJÁTÍU ár eru liðin 12. maí nk. frá láti Stefáns Jónssonar, rithöf- undar og kennara. Meðal barna- og unglingabóka hins kunna rithöf- undar eru Hjaltabækurnar, Gutta- vísur, Börn eru besta fólk, Margt getur skemmtilegt skeð og Mamma skilur allt. Að auki skrifaði Stefán bækur fyrir fullorðna. Hann var kennari í Austurbæj- arskóla frá árinu 1933 til dauða- dags. Margar sögur sínar las hann fyrir nemendur sína áður en þær voru gefnar út. Á þessum tímamótum efnir Aust- urbæjarskóli til hátíðahalda til að minnast hins ástsæla rithöfundar. Á bókasafni skólans hefur verið sett upp sýning á bókum Stefáns. Þá hafa nemendur teiknað myndir eftir sögum hans og þær verið hengdar upp á veggi á göngum skólans. í hádeginu, þriðjudaginn 14. maí, verður haldin skemmtun í portinu fyrir framan skólann. Þar munu nemendur lesa upp úr verkum Stefáns og skólakórinn syngur nokkur ljóða hans. Öllum er heim- ilt að koma og hlýða á. Síðar í maí verður haldin skemmtun í sal skólans þar sem fyrrverandi nemendur Stefáns ætla að afhenda skólanum bekkjarmynd og kennarar skólans afhenda skól- anum mynd af Stefáni. Þá verður á þeirri skemmtun formlega til- kynnt að skólinn ætlar að efna til verðlaunasamkeppni sem kennd verður við Stefán. Endanleg dag- setning verður ákveðin síðar. Þetta verður í fyrsta sinn sem skólinn efnir til dagskrár til minn- ingar um Stefán Jónsson og er ætlunin að Stefánsdagar verði haldnir á hverju vori hér eftir. Atkvöld Tafl- félagsins Hellis TAFLFÉLAGIÐ Hellir stendur fyr- ir atkvöldi mánudaginn 13. maí nk. Tefldar verða sex umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrst eru tefldar þrjár hraðskákir og svo þrjár at- skákir en þannig lýkur mótinu á einu kvöldi. Teflt verður með hinum nýju Fischer/FIDE-klukkum, en Hellir er eina taflfélag landsins sem býð- ur þessar vinsælu klukkur. Þátt- tökugjöld eru 200 kr. fyrir félags- menn en 300 kr. fyrir aðra. Teflt verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og hefst taflið kl. 20. Mótið er óllum opið. Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar er að hefja röð nemendatónleika að loknu 29. skólaárinu. Fyrstu tónleikarnir verða í Loga- landi, Reykholtsdal, í dag, laugar- daginn ll.'maí, kl. 16. Söngdeild- artónleikarnir verða í Borgarnes- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Á mánudag 13. og miðviku- HALLDÓR Sævar Guðbergssson, starfsmaður Blindrafélagsins, með happdrættismiða. Vorhappdrætti Blindrafélagsins BLINDRAFELAGIÐ hefur stað- ið fyrir á hverju ár happdrættis- sólu til að fjármagna starfsemi sína. Öflugt starf fer fram hjá Blindrafélaginu og hefur happ- drættissala félagsins verið for- senda þess. Að þessu sinni gefur félagið út happagleraugu Blindrafélagsins. Á næstu tveim- ur mánuðum mun sölufólk um allt land bjóða almenningi og fyrirtækjum að styrkja Blindra- félagið með því að kaupa happa- gleraugu sem jafnframt eru happdrættismiðar. Verð á hverj- um miða er 600 kr. og dregið verður þann 30. júlí nk. Vinning- ar eru eftirtaldir: 1. Nissan AI- mera 1400 GX, 4 dyra, frá Ing- vari Helgasyni hf. að andvirði 1.335.000, 2.-9. Ferðaúttekt að eigin valið hjá Úrval-Útsýn að upphæð 75.090 kr., 10.-19. Tveggja daga helgarferð fyrir tvo til Edinborgar með Úrval- Útsýn og 20.-29. Vöruúttekt í Hagkaup hver að andvirði 10.000 kr. Alls verða 29 skattfrjálsir vinningar að andvirði 2.535.000 kr. daginn 15. maí verða tónleikar í Borgarneskirkju. Tónleikarnir eru öllum opnir. Vorferð barna- starfs Seltjarn- arneskirkju HIN árlega vorferð barnastarfs Seltjarnarneskirkju verður farin sunnudaginn 12. maí og hefst með nýstárlegri fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Guðsþjónustan hefst með því að nemendur úr ballettskóla Guðbjarg- ar Björgvins sýna ballett. Guðsþjón- ustan verður með léttu sniði og leið- ir barnakórinn sálmasönginn en auk þess verða sungin sunnudaga- skólalög við gítarundirleik. í guðs- þjónustunni verða skírð tvö börn. Að guðsþjónustu lokinni verður haldið af stað í Vindáshlíð þar sem farið verður í leiki og borðaðar pylsur. Erindi um unninn og frosinn fisk DR. JAE W. Park, prófessor hjá fiskrannsóknastofnun ríkisháskól- ans í Oregon, flytur tvö erindi um íblöndunarefni i unnar fiskafurðir á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins mánudaginn 13. maí. klukkan 13. Annað erindið tekur til efna, sem bæta byggingareiginleika unninna fískafurða og hitt fjallar um efni, sem auka frostþol í fiskafurðum. Dr. Park hefur margra ára reynslu í rannsóknum á unnum sjávarafurðum og hefur verið mjög virkur í samskiptum við fiskiðnað- inn i Bandaríkjunum. Sérsvið hans hefur mest verið í svonefndum sur- imi-afurðum og undanfarin þrjú ár hefur hann stjórnað sérstökum skóla á því sviði, Surimi-tækniskóla ríkisháskólans í Oregon. Erindin verða flutt á ensku og er öllum heimill aðgangur á meðan húsrými leyfir. ¦ DREGIÐ var úr innsendum mið- um sl. miðvikudag í Bylgjupotti Gírótombólunnar sem Lands- björg stendur fyrir í morgunþætti Valdísar Gunnarsdóttur á Bylgj- unni. Komu upp nöfn tíu einstakl- inga. Þeir sem unnu voru: Konráð Jakobsson, Seljalandsvegi 42, ísafirði, Mitsubishi 6 hausa Nicam- myndbandstæki frá Heimskringl- unni að verðmæti 59.000, Harald- ur Stefánsson, Sunnuvegi 3, Reykjavík, Mongoose-fjallahjól frá G.A. Péturssyni í Faxafeni, Jóhann P. Guðjónsson, Grundarbraut 41, Olafsvík, ævintýraferð fyrir tvo á Hótel Búðum, gisting, kvöldverður og hestaferð, Birgit Þórðardóttir, Flúðaseli 94, Reykjavík, matarút- tekt frá 10-11 búðunum að verð- mæti 10.000 kr., Fríða Eyjólfs- dóttir, Lækjarhvammi 56, Reykja- vík, hestaferð fyrir fjölskylduna eða vinahópinn (allt að 6 manns) frá Hestaleigunni Laxnesi, Stefanía B. Reynisdóttir, Nesbakka 13, Neskaupstað, flug fyrir tvo innan- lands með Flugleiðum, Daníel Helgason, Skógargötu 1, Sauðár- króki, 8 manna veisla frá Pizzahús- inu, pizzur, kjúklingavængir, salat, kartöflur ogkór, Jóhann V. Guð- mundsson, Alftarhólum 6, Reykja- vík, ljósmyndataka hjá Bonna að verðmæti 15.000 kr., Ágústa Guð- mundsdóttir, Álftamýri 24, Reykjavík, út að borða fyrir fjóra á veitingastaðnum Amigo, Guðni Eiríksson, Rauðalæk 41, Reykja- vík, út að borða fyrir fj'óra á veit- ingastaðnum Marhaba. Þátttakend- um í Gríótombólunni gefst kostur á að leggja vinninga sína undir og senda bréf til Bylgjunnar og lenda þar með í svokölluðum Bylgjupotti þar sem dregið er um tíu glæsilega vinninga í hvert skipti næstu fj'óra miðvikudagsmorgna;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.