Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 11. MAI1996 4- MORGUNBLAÐIÐ -I- I HLJOMBORÐSHUGLEIÐINGUM MEÐ GRÉTARI ÖRVARSSYNI HH Tánafíáð tæhninnar j_ Stórstígar framfarir hafa orðið í gerð i. hljómborða, sem hafa að geyma eftir- líkingar af öllum mögulegum hljóðfærum, allt frá trommuslætti upp í flókið samspil strengja- og blásturshljóðfæra. Sveinn Guðjónsson fór á rölt í hljóðfæraverslanir með Grétari Qrvarssyni hljómborðs- leikara og komst að raun um að úrvalið er mikið og fjölskrúðugt. >,VW^ A Morgunblaðið/Halldór GRÉTAR Örvarsson með Solton-Mjómborðið á sviðinu í Kafií Reykjavík ásamt Bjarna Arasyni söngvara. ÞAÐ var ekki fyrr en Roland E- 86 kom á markaðinn að ég tók þessi hljóðfæri í sátt, en fyllilega sáttur varð ég þó ekki fyrr en ég fékk mér Solton-græj- una í fyrrasumar," segir Grétar Örvarsson, sem er einn þeirra hljómborðsleikara sem hafa með góðum árangri tileinkað sér þá hljómborðstækni, sem felur í sér undirleik heillar hljómsveitar. Grétar heldur þó enn úti hljómsveitinni Stjórninni, en þess á milli kemur hann fram með söngvurunum Sigríði Bein- teinsdóttur og Bjarna Arasyni og annast þá einn undirleikinn á Solton- hljómborðið. Hér erum við ekki að tala um „skemmtara" í hefðbundinni merkingu þess orðs, heldur háþróuð Wjómborð, sem gefa hljóm sem er svo ótrúlega eðli legur og líkur venjulegum hljóðfærum að vart má sundur greina ^T^'Ð1 við hlustun. Þessi þróun er ef til vill ekki ánægjuefni fyrir tónlistar- menn, enda hefur mætur hljóðfæraleikari kallað þessi tæki „trommu- og bassaleikarabanann". Á rölti með Grétari á milli hljóðfæraverslana í Reykjavík kom í ljós að hljómborð sem byggja á þess- ari tækni eru af hinum ólíklegustu stærðum og gerðum. ' FJalskrúðug fíára „Það er gott „sánd" í þessari græju og hún er aðgengileg, eða notenda- væn, eins og sagt er í dag," sagði Grétar um Technics-hljómborðið, sem er til sölu í Japis. Pullkomnasta gerðin af því hljómborði kostar rúm- ar 270 þúsund krónur, en hægt er að fá ódýrari gerðir af Technics, allt niður í tæpar 50 þúsund krónur. Sömu sögu er að segja af Yamaha- hljómborðum sem eru til sölu í Hljóðfærahúsinu við Grensásveg. Þar getur að líta fjölskrúðuga flóru hljómborða allt frá 26.900 krónum upp í 245 þúsund fyrir fullkomnustu gerðina. Reyndar voru Yamaha- verksmiðjurnar braut- ryðjendur í gerð „skemmtara" á sínum tíma og sjálfsagt muna margir eftir Yamaha- stofuorgelunum sem nutu mikilla vinsælda hér í •»<** einatíð. ^p^ Að mati Grétars eru japönsku hljóm- borðin vel forrituð frá tæknilegu sjónarmiði, en hann tekur þó Solton-hljómborðið, sem framleitt er á ítalíu, fram yfir. Sem von er, enda er hann orðinn van- ur því. „Þetta er auðvitað smekksatriði, en að mínu mati er hljómurinn mýkri og þéttari í Soltoninum, en japönsku hljóm- borðunum. Ég hef á tilfinningunni að þeir sem hafa forritað Soltoninn séu atvinnumenn úr hljómsveitar- Morgunblaðið/Árni Sæbcrg GUÐNI Ágústsson, verslunarsijóri í Rín, leikur af fingrum fram á eina af ódýrari gerðunum af Roland-hljómborði. , Morgunblaðið/Árni Sæberg „ÞETTA hljóðfæri hefur góðan hljóm og er notendavænt," segir Grétar Orvarsson um Technics-hyómborðið í Japis. Morgunblaðið/Sverrir HINN landskunni pfanóleikari og djassgeggjari Kristján Guð- mundsson, afgreiðslumaður í Hljóðfærahúsinu, fer liprum höndum um Yamaha-hjjóm- borðið, eins og honum einum er lagið. bransanum, svo nærri fara þeir hinum upprunalega hljómi," segir Grétar. „En svo er þetta auðvitað líka alltaf spurning um hvernig hljóðfærið er notað." Hljóðfæraverslunin Rín er með umboð fyrir Solton og ennfremur Roland-hljómborð, sem hafa um langt skeið verið áberapdi á mark- aðnum. Að sögn Guðna Ágústssonar, verslunarstjóra í'Rín, hefur eftir- spurn eftir Solton farið vaxandi meðal atvinnumanna í tónlistinni. Roland-hljómborðin hafi þó haldið sínum hlut, einkum á heimilis- markaðnum, enda hægt að fá þau frá Allt mitt lífmistök? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURDUR SÁLARLÍFSINS Spuming: Mig langar að biðja sálfræðinginn að svara þessu: Ég er 60 ára kona og mér finnst ég eiga við sálræn vandamál að stríða. Eg er nýlega orðin ekkja og það hvílir þungt á mér að ég hafi ekki verið nógu góð við manninn minn. Ég hef mikla sektarkennd og mér finnst allt mitt líf mistök, að ég hafi aldrei gert neitt af viti og orðið mér og mínum til skamm- ar, ég vakna snemma á morgnana og þá þyrmir yfir mig. Eiginlega finnst mér það aðeins eitt sem ég hef ekki gert, ég hef engan drepið, annars allt annað illt. Hvað er til ráða? Svan Hér er lýst dæmigerðum þunglyndiseinkennum, en kannski er kveikjan að þunglyndinu í þessu tilviki sorgin eftir missi eigin- mannsins. Sorg og þunglyndi eru náskyld og einkenni þeirra oft mjög svipuð. Munurinn er helstur sá, að sorgin er eðlilegt og heilbrigt viðbragð við áfalli, sérstaklega missi einhvers sem manni er kær, og flestir vinna sig út úr sorginni á hæfilegum tíma og þá gjarnan með hjálp og stuðningi sinna nánustu. Þunglyndið getur hins vegar tekið á sig sjúklegar myndir, þar sem sjálfsmat og veruleikaskyn getur brenglast og vanlíðan verður svo mikil að nauðsynlegt er að beita sérhæfðri meðferð. Lítum fyrst á sorgina. Hún getur tekið á sig mörg andlit, og í henni getur endurspeglast allt litróf til- fínninganna. Söknuður og sársauki eru þær tilfinningar sem helst eru tengdar sorginni, en í kjölfar þeirra geta komið fram sektar- kennd og sjálfsásakanir. Maður getur jafnvel kennt sér um lát ást- Sektarkennd vinar síns vegna einhvers sem maður gerði eða lét ógert. Finnst kannski að maður hafi ekki sýnt honum nægilega ást eða verið nógu góður við hann, og nú er allt um seinan að bæta úr því. Síðan getur þessi tilfinning alhæfst, og viðkom- andi finnst hún vera alómöguleg manneskja, sem sé einskis verð, jafnvel vond manneskja. Allar þessar tilfinningar koma fram í lýsingu konunnar. Þessu blandast líka oft mikil reiði út í sjálfan sig, en að hinu leytinu getur syrgjandi einnig fundið til mikillar reiði út í allt og alla, jafnvel guð almáttugan, fyrir að láta þetta áfall dynja yfir sig. Reiði út í hinn látna er heldur ekki óalgeng: „Hvers vegna fórstu frá mér? Hvernig gastu gert mér þetta?" Þessi tilfinning kemur oft fram hjá ungum börnum sem hafa misst foreldri sitt. Fullorðnir eiga hins vegar erfítt með að réttlæta þessa tilfinningu og bæla hana niður. Engu að síður getur hún verið fyrir hendi, þótt bæld sé, og eykur á vanlíðan syrgjandans. Mikilvægt er að þekkja og viður- kenna þessar tilfinningar hjá sjálf- um sér til þess að geta losnað und- an þeim. Þær eru raunverulegar, almennar og algengar, þótt oftast séu þær algjörlega óraunhæfar. Ef ekki tekst að vinna bug á sorginni getur hún leitt til varan- legs þunglyndis, þar sem þessi einkenni verða viðvarandi, draga úr lífsþrótti og geta jafnvel gert hinn þunglynda alls óstarfhæfan. Að sjálfsögðu á þunglyndi sér fleiri orsakir en sorgina, oftast margar samverkandi orsakir. Það getur stafað af utanaðkomandi kringum- stæðum, t.d. sjúkdómum, hjóna- ' bandserfíðleikum eða fjárhags- örðugleikum. Innri eiginleikar geta einnig átt sinn þátt í þunglyndi. Sumir hafa meiri tilhneigingu en aðrir til þess að verða þunglyndir, og margt bendir til þess að meiri háttar þunglyndi geti að einhverju eða öllu leyti verið arfbundið í mörgum tilvikum. Þunglyndi er einhver algengasti sálrænn sjúkdómur sem fólk á við að stríða. Rannsóknir hafa sýnt að fimmti hver maður getur átt von á því að verða þunglyndur einhvern tímann á lífsleiðinni. Helstu ein- kenni þunglyndis auk þeirra sem greint er frá hér á undan, eru nei- kvæðar hugsanir um sjálfan sig, sem jafnvel geta jaðrað við rang-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.