Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 27
«-4~- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGURH.MAÍ1996 27 vinnudeilur Breytingatiilögur melri- hluta félagsmáianefrtdar Ákvæðiðfelltbrott. Akvæðið fellt brott. Akvæðið óbreytt. Minnst fjórðung atkvæða í stað fimmtungs skv. atkvæða- eða félagsskrá þarf til að fella samning. Heimilt er að gera vinnustaðasamn- inga, sem bera skal sameiginlega undir atkvæði allra félagsmanna í fyrirtæki og ræður meirihlutinn. íiatil a- m >um r- m> |i- »ar ten sti st Fjórðungs þátttöku í stað f immt- ungs kraf ist til að nefja vinnu- stððvun, hvort sem hún er almenn eða tekur til hops starfsmanna en meirihluti greiddra atkvæða ræður niðurstöðu. 14 sólarhringa frestunin er lengd í 28 sólarhringa og eins sólarhríngs fyrirvari lengdur í þrjá sólarhrínga. Ákvæðið óbreytt Fellt út og núgildandi ákvæði laga um sáttastörf frá 1978 látið halda Þeim skilyrðum sem sáttasemjari þarf að uppfylla ti! að geta iagt fram miðlunartillögu er haldið óbreyttum i frumvarpinu. Akvæðinu hefur verið breytt. Tillaga telst felld ef meira en helmingur af greiddum atkvæðum er á móti og mótatkvæði eru fleirí en fjórðungur atkvæða skv. atkvæða- eða félaga- skrá. Þetta gildir einnig um póst- atkvæðagreiðslu. agsfrumvarpinu sameiginlega afgreiðslu vinnustaða- samninga. Þrír lögfræðingar á vegum stétt- arfélaga hafa komið á fund félags- málanefndar og m.a. lýst þeirri skoðun sinni að ýmis atriði breyting- anna brjóti í bága við félagafrelsisá- kvæði stjórnarskrár og samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Lagastofnun Háskóla íslands skilaði fyrir nokkru áliti á því hvort ákvæði frumvarpsins, eins og þau voru þegar frumvarpið var lagt fram á Alþingi, brytu í bága við stjórnar- skrá og þjóðréttarsamninga. Taldi Lagastofnun m.a. álitamál hvort bann við að félagssvæði stéttarfé- - lags sé minna en sveitarfélag sam- rýmdist alþjóðasáttmálum um fé- lagafrelsi og benti einnig á að ekki væri öruggt að áskilnaður um 250 manna lágmarksfjölda til að stofna vinnustaðafélög stæðist. Þessi ákvæði hafa nú bæði verið felld út úr frumvarpinu en bætt hefur verið inn í frumvarpið málsgrein um vinnustaðasamninga og sameigin- lega afgreiðslu þeirra, sem mætir einnig andstöðu verkalýðshreyfing- arinnar. Sérfræðingar Lagastofnunar munu koma á fund félagsmála- nefndar á mánudag til að kynna álit sitt á því hvort umræddar breyt- r ingartillögum, sem meirihluti nefnd- i arinnar hefur gert á frumvarpinu, standast ákvæði stjórnarskrár og , þjóðréttarsamninga. ¦m-4. * INNLENDUM VETTVANGI EMIL L. Sigurðsson hefur í félagi við læknana Guð- mund Þorgeirsson, Nikul- ás Sigfússon og Helga Sigvaldason verkfræðing unnið að rannsókn á kransæðasjúkdómum meðal íslenskra karlmanna. Hjarta- vernd stendur fyrir þessari rannsókn sem hófst árið 1968. Nú liggja fyrir ýmsar niðurstöður úr þessari rann- sókn, sem vakið hefur verulega at- hygli í erlendum læknatímaritum. „Það sem mesta athygli vakti í þess- ari rannsókn var að þriðja hvert hjartaáfall meðal íslenskra karl- manna er „þögult". Það þýðir að einstaklingurinn fær engin eða mjög óvenjuleg einkenni og greinist ekki fyrr en kannski löngu seinna. Rann- sóknin nær til 9139 karlmanna á aldrinum 34-70 ára. Af þeim höfðu 154 fengið hjartaáfall áður en þeir komu til rannsóknar, 84 til viðbótar höfðu hins vegar fengið „þögult" hjartaáfall. Um helmingur þeirra sem greindust með „þögult" hjarta- áfall virðist ekki hafa haft nokkur einustu einkenni, en hin helmingur- inn fær lítil eða óvenjuleg einkenni. Þessi óvenjulegu einkenni eru al- mennur slappleiki, þurr hósti, hjart- sláttur, kviðverkir, mæði, ógleði og uppköst og yfirlið. Eftir því sem menn verða eldri fá þeir frekar „þög- ul" hjartaáföll. Við sjötíu ára aldur f á yfir fimm prósent manna þennan sjúkdóm. Þessi rannsókn hefur sýnt fram á að það er um tvenns konar hjartaáföll að ræða, þau sem gefa hefðbundin einkenni og hin sem eru „þögul", gefa engin einkenni eða óvenjuleg." Reykingamenn í meiri hættu en aðrir Emil og félagar báru saman áhættuþætti þessara forma hjarta- áf alla og reyndust þeir vera nánast þeir sömu. Meðal annars voru 90 prósent af þessum „þöglu" hjartaá- föllum meðal reykingamanna. Þó að einkenni geti verið léttvæg við svona „þögul" hjartadrep eru horf- ur þeirra sem fá þau jafn slæmar og hinna sem fluttir eru í snarhasti „Þögul" hjartaáföll algengari en áður var talið Veríð er að vinna úr rann- sóknargögnum sem safnað hefur verið meðal íslenskra karlmanna sem haft hafa kransæðasjúkdóm. Margt bendir til að margir fái hjartaáföll án þess að hafa nokkur einkenni og eru í auk- inni lífshættu eftir það. Guð- Kntil L. Sigurðsson læknir. rún Guðlaugsdóttir ræddi þetta mál við Emil L. Sigurðsson lækni, sem varði nýlega doktorsritgerð um þetta efni. LÍNURIT sem sýnir lífslíkur einstaklinga með mismunandi form kransæðasjúkdóma. 1. Hefðbundin hjartaáföll. 2. „Þögul" hjarta- áföll. 3., 4. og 5. Hjartaöng. 6. „Þöglar" línuritsbreytingar. 7. Ein- staklingar án kransæðasjúkdóms. með sjúkrabíl á sjúkrahús. Okkar ályktun er sú að bæði læknar og leikmenn þurfi að hafa vakandi augu með þessum óvenjulegu ein- kennum, sérstaklega þegar um er að ræða einstakling sem er í hættu á að fá kransæðasjúkdóm, t.d. reykir eða hefur í ætt sinni slíka sjúkdóma. I rannsókninni kom einnig fram að miklu færri fá kransæðasjúk- dóma nú en fyrir t.d. tuttugu árum. Þetta stafar af breyttum lífsvenjum fólks, svo sem minni neyslu á dýra- fitu, þannig að kólestról hefur lækk- að í blóði þess. Fleira fólk sem greint hefur verið með háþrýsting fær lyf sem lækka blóðþrýstinginn og með- ferðin er áhrifaríkari en áður var," sagði Emil. I rannsókninni var rætt við menn sem fengið hafa hjarta- áfall og svo þá sem fengið hafa hjartaöng (hjartakveisu). í ljós kom að kransæðasjúkdómum í heild hef- ur fækkað, þó hefur þeim sem hafa einungis hjartaöng fjölgað en hjartaáföllunum fækkað. Emil bar í ritgerð sinni saman lífslíkur þessara tveggja hópa manna. „Horfur þeirra sem fengið hafa hjartaáfall eru mun verri þeirra sem fengið hafa hjartaöng," sagði Emil. Hann nefndi tölur máli sínu til staðfestu. Þrjátíu prósent af þeim sem fengu hjartaáfall voru látnir eftir tíu ár en aðeins 12 prósent þeirra sem fengu hjartaöng um sama leyti dóu. „Þetta stafar af því að hjartaáfallsmennirnir hafa frekar háþrýsting og of hátt kolesteról í blóði og þeirra hjartavöðvi varð fyr- ir skemmdum sem ekki var til að dreifa í hinum hópnum." Einnig voru áhættuþættir skoð- aðir hjá báðum þessum hópum. „Við sýndum fram á að hinir hefðbundnu áhættuþættir kransæðasjúkdóms höfðu veruleg áhrif á horfur ein- staklinga sem þegar eru komnir með sjúkdóminn og niðurstöðurnar benda til þess að horfur hvers ein- staklings mótist af flóknu samspili áhættuþáttanna og þess hvort hann hafi fengið hjartaáfall eða sé með hjartaöng." Hjartaöng getur fólk fengið aftur og aftur. Hún lýsir sér með brjóstverk éða þyngslum sem koma helst við áreynslu og hverfa við hvíld. Þessi einkenni geta leitt út í vinstri handlegg og jafnvel upp í háls. Við hjartaáfall á sér stað stífla í einni af kransæðunum sem veldur algerri blóðþurrð á ákveðnu svæði í hjartavöðvanum sem leiðir til þess að viðkomandi fær hjartadrep og hjartavöðvinn veiklast vegna örvefs- myndunar, slík örvefsmyndun á sér hins vegar ekki stað við venjulega hjartaöng Áhættuþættir skipta miklu máli fyrir alla Rannsóknin sýndi svo ekki verður um villst að þótt einstaklingur sé kominn með kransæðasjúkdóm hafa áhættuþættirnir ennþá verulega þýðingu fyrir hann. Ef fólk reykir ekki, hefur eðlilegt kólesterólmagn í blóði og blóðþrýstingur er í lagi eru horfur, jafnvel þeirra sem feng- ið hafa hjartaáfall, verulega góðar. Þetta bendir til þess að mikilvægt sé að kanna áhættuþáttamynd ahra kransæðasjúklinga og meðhöndla þá sem þörf er á. í síðustu tveimur hlutum rann- sóknarinnar var fjallað um annars vegar gildi ákveðinna hjartalínurits- breytinga meðal karlmanna sem ekki hafa neinn þekktan kransæða- sjúkdóm og sýndi sú athugun að þessir einstaklingar hafa oft þögult form á kransæðasjúkdómum og þessar breytingar tvöfalda dánarlík- ur. Hins vegar var skoðað sérstak- lega vægi áhættuþátta kransæða- sjúkdóms meðal þeirra sem hafa hjartastækkun eða hjartabilun. Ný- legar rannsóknir sýna að mjög mikil- vægt er að meðhöndla fólk með of hátt kolesteról í blóði, en í þessum rannsóknum hafa hins vegar ekki verið teknir með einstaklingar með hjartabilun eða hjartastækkun. Nið- urstöður hinnar íslensku rannsóknar hafa sýnt að áhættuþættir eins og reykingar, of hár blóðþrýstmgur og hátt kólésterol í blóði hafa jafn slæm áhrif á lífslíkur þessara manna og annarra kransæðasjúklinga." \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.