Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 15 VIÐSKIPTI FIB í viðræðum um Verslunarkerfi S A F l\l K A S BYLTIN sver Tilboc 165 Itr. kr. 6.300,- stgr. 420 Itr. kr. 11.900,- stgr. NEUDORF satnkassarnir eru úr tvöföldu plasti, með holrúmi á milli, sem hitaeinangrar líkt og hitabrúsi. Afar hátt hitastig, allt að 70° sér um að lífrænn úrgangur rotnar fljótt og vel. NEUDORF kassarnir eru vandaðir og þægilegir í samsetningu. Tvær stærðir fáanlegar. NEUDORF í Þýskalandi framleiðir einnig efnið "Radivit". Það inniheldur lífræna gerla sem flýta rotnun lífræns úrgangs til muna. dLkx. VETRARSOL Hamraborg 1-3, Kópavogi. S. 5641864 tryggingarhjá Lloyd9s Ibex Motor Syndicate at Lloyd’s stefnir að því að hefja starfsemi hér á landi í haust BRESKI vátryggjandinn, Ibex Motor Syndicate at Lloyd’s, sem starfar innan Loyds-tryggingamarkaðarins í London, á nú í viðræðum við Félag íslenskra bifreiðaeigenda um trygg- ingar á ökutækjum félagsmanna. Viðræðumar eiga sér stað fyrir milli- göngu NHK vátryggingamiðlunar- innar sem sendi inn tilboð í trygging- ar félagsmanna FIB í útboði félags- ins í janúar. Ibex er ekki eiginlegt trygginga- félag heldur er einn fjölmargra tryggjenda („syndicates") sem starfa innan Lloyd’s-markaðarins, að sögn Halldórs Sigurðssonar, vátrygginga- miðlara hjá NHK. Þessi tryggjandi velti á síðasta ári um 305 milljónum sterlingspunda eða sem svarar til um 30 milljörðum íslenskra króna. „Þetta er mjög stöndugur aðili og einn af þeim betri innan Lloyd’s,“ sagði hann. Ibex annast m.a. bif- reiðatryggingar í Bretlandi og víðar í Evrópu. Halldór sagði að samningar stæðu yfír við FÍB en búið væri að ná sam- an um öll helstu atriði málsins. Að- eins væri eftir að uppfylla ákveðna milliríkjasamninga því breski tryggj- andinn þyrfti t.d. að gerast aðili að Alþjóðlegum bifreiðatryggingum á íslandi. Þar er um að ræða sameigin- legan vettvang tryggingafélaga á vegum Sambands íslenskra trygg- ingafélaga sem annast ijónauppgjör vegna óhappa ótryggra aðila eða erlendra ökutækja. Halldór segir að stefnt sé að því að breski aðilinn hefji hér starfsemi í haust og muni NNK setja upp að- stöðu fyrir fyrirtækið. Hins vegar muni það sjálft algjörlega þurfa að sjá um mat á tjónum. Navís með Fjölni NAVÍS hf., sem er nýstofnað fyrir- tæki í eigu Tæknivals, Landsteina og starfsmanna, hefur fengið sölu- umboð fyrir viðskiptakerfið Fjölni. Fjölnir er framleiddur af Navision Software A/S, sem er stærsti út- flutningsaðili viðskiptahugbúnaðar í Danmörku. Starfsmenn Navís hf. og eigendur hafa þróað Fjölnis-kerfi hjá mörgum stærri fyrirtækjum hér á landi, ásamt því að þróa Navision- hugbúnað fyr- ir flugmálastjórn Bretlands, Time Warner samsteypuna i Bretlandi og Morgunblaðið/Kristinn Auk NHK sendi Skandia inn tilboð í útboði FÍB í janúar sl. og kom þá fram að tilboðin virtust við fyrstu sín vera um 15-30% undir meðalið- gjöldum íslensku tryggingafélag- anna. FÍB hafði þá fengið umboð frá á fjórða þúsund félagsmönnum til þess að leita eftir tryggingum í öku- tæki sín, en þeir eru samtals á nítj- ánda þúsund manns. frá Hugbúnaði hf. kynnt í Bretlandi BRESKA fyrirtækið TEC Ltd. mun í næstu viku kynna verslunarkerfið HB-GPoS frá Hugbúnaði hf. á sýn- ingunni „Retail Solutions ’96“ í Birmingham í Bretlandi. Tveir starfs- menn frá Hugbúnaði eru farnir þang- að af þessu tilefni og verða til aðstoð- ar á sýningunni. Sýningin sem stendur yfir dagana 14.-16. maí er sérstaklega sniðin að þörfum verslunarfyrirtækja eins og nafnið gefur til kynna og sækir hana fólk víða að úr heiminum. Um 200 fyrirtæki munu kynna þar ýmiss konar nýjungar og endurbætur á búnaði sem sérstaklega er framleidd- ur fyrir verslanir. TEC (UK) Ltd. kynnir ýmsar nýj- ungar í vélbúnaði á sýngunni og hef- ur Hugbúnaður hf. haft aðgang að þessum nýja vélbúnaði á síðustu mán- uðum til að aðlaga kerfí sín að hon- um. Með samstarfínu við TEC hefur Hugbúnaður bætt stöðu sína gagn- vart samkeppnisaðilum, þar sem tryggt er að kerfi Hugbúnaðar hf. gangi á nýja vélbúnaðinn þegar hann er kynntur, að því er segir í frétt. TEC mun meðal annars kynna nýjan snertiskjá í lit, sem ætlaður er sér- staklega til notkunar í afgreiðslu skyndibitastaða. Hugbúnaður hf. hef- ur þróað kerfí, HB-FPoS, sem nýtir kosti þessa búnaðar og verður það sýnt á Retail Solutions ’96, sem hluti af lausn TEC fyrir þennan markað. Sveinn Aki Lúðvíksson, markaðs- stjóri Hugbúnaðar hf., er til aðstoðar sölumönnum TEC (UK) Ltd., og Tryggvi Magnús Þórðarson, verk- fræðingur, er til aðstoðar tæknimönn- um TEC. Báðir hafa mikla reynslu af verslunarkerfum hér á landi og erlendis, auk þess að gjörþekkja inn- viði kerfanna frá Hugbúnaði hf. TEC (UK) Ltd. býst við miklum viðbrögðum af sýningunni og hafa fjölmargir starfsmenn þess unnið að undirbúningi hennar siðustu mánuði. Þegar hafa verið skipulagðar kynn- ingar og sýningar fyrir ýmsa stóra viðskiptavini og dreifiaðila TEC og verða starfsmenn Hugbúnaðar hf. til aðstoðar á þeim fundum. ðTSKRIFd 1SI£ fleiri aðila erlendis, að því er segir í fréttatilkynningu frá Navís. Þar segir jafnframt að fyrirtækið muni styðjast við ný og fullkomin þróunarverkfæri fyrir Windows 95 auk annarra gluggakerfa. Áhersla verður lögð á þróun í Navision Fin- ancials, nýju grafísku upplýsinga- kerfi frá Navision Software a/s, en kerfið fékk nýverið gullverðlaun í úttekt breska tölvutimaritsins Pcus- er. Það er auk þess fyrsta viðskipta- kerfið í heiminum sem fær leyfí til að bera merki Windows 95. A1 uniÓ óskalhta brúd STÓRGLÆSILEG SKARTGRIPA- OG GJAFAVÖRUVFRSL.UN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.