Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 21
.. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGURH.MAÍ1996 21 NEYTENDUR Morgunblaðið/RAX AÐ sögn framleiðanda hafa konur komið fyrstar í mark í 5 kíló- metra hlaupi með barn og Baby Jogger kerru með sér. Barnakerra á þremur hjólum BANDARISKU BabyJogger barnakerrurnar eru nú fáanleg- ar hérlendis í póstverslun. Um- boð hefur María Ellingsen, sem segir kerrurnar henta einkar vel fyrir íslenskar aðstæður og eng- in hætta sé á að þær sitji fastar í möl, sjó, grasi og sandi. Kerrurnar eru ætlaðar börn- um frá 8 vikna til fimm ára, eða þar til þau verða 34 kg. Kerran er fislétt með þremur stórum, grófum hjólum og, að sögn Mar- íu, hönnuð til að komast allt á göngu og hlaupum. Hægt er að leggja hana saman með einu handtaki og setja hana í skottið á bílnum. Á grínd kerrunnar, sem er úr áli, er lífstíðarábyrgð, en árs- ábyrgð á hjólum og sæti. Sætið er úr þykkum, nylon-segldúk, sem má setja í þvottavél, hjólin úr stáli, 40 sm breið, dekkin grófmynstruð og fyllt með lofti. Á kerrunni er handbremsa til að auðvelt sé að hafa stjórn á hraðanum ef farið er niður brekku. Baby Jogger barnakerran er til í fjólubláu, rauðu og bláu. Verðið er 29.500 kr. og fáanlegt með kerrunni er skermur, regn- hlíf og karfa. Hægt er að sér- panta tvöfalda og þrefalda kerru og tengivagn við hjól. Hjá um- boðinu er síminn og símbréf s- númerið 562-9589. Brjóstamjólk og botnlangi EKKI er vitað með vissu hvers vegna sumir fá botnlangabólgu og aðrir ekki, en nýlegar ítalskar rann- sóknir benda til að næring á fyrstu mánuðum geti skipt máli í þessu sambandi. Ekki alls fyrir löngu greindi ítalska tímaritið Grazia frá rannsóknum á tengslum næringar og sjúkdóma, sem gerðar voru við Santobono-sjúkrahúsið í Napólí. Niðurstöður þeirra benda til að börn fá brjóstamjólk í að minnsta kosti fjóra mánuði eiga síður á hættu að fá botnlangabólgu en þau sem fá duftamjólk. Gönguskór íyrir minni og meiri- háttar gönguferðir. Mikið úrval. .Verðfrá 5.900,- UTIVISTARBUÐIIU við Umferðarmiðstöðina Sími: 551 9800 og 551 3072 Til væntanlegra frambjóðenda í forsetakosningum 29. júní 1996 Yfirkjörstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 21. maí 1996 kl. 15.00 til að gefa vottorð um meðmælendur forseta- framboða skv. 4. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör til forseta fslands. Þess er óskað að frambjóðendur, ef unnt er, skili meðmælendalistum með nöfnum meðmælenda úr Reykjavík til formanns yfirkjörstjórnar Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., Skólavörðustíg 6b, Reykjavík, föstudaginn 17. maíeða mánudaginn 20. maí 1996 svo unnt sé að undirbúa vottorðsgjöf yfirkjörstjórnar. Reykjavík, 9. maí 1996 f.h. yfirkjörstjórnar í Reykjavík Jón Steinar Gunnlaugsson. W^S^lfa við Stakkahlíð, sími 568 5540 laugardaginn 11. maíkl. 21.00. Félag Harmoníkuunnenda í Reykjavík HELDUR ÓSVIKIÐ GÖMLUDANSABALL Htjómsveit Guðmundar og Hilmars. Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar ásamt Kolbrúnu Sveinbjörnsdóttur. Hljómsveit Þórleifs Finnssonar ásamt Hjálmfríði Þöll. ^DAT ThNTO aukmnginísöluheldur yDALEil>VJ ÁFRAM:ÍDAGERUB6SELDIR1 TIL HAMINGJU ALLIR STOLTIR NÝIR BALENO EIGENDUR! Vandaður 3-dyra BALENO fyrir aðeins 1.140.000,-kr. 4-dyra BALENO fóJksbtU fyrir aðeins 1.265.000,- kr. MEÐ: 86 hestafla 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingum • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • upp- hituðum framsætum • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum • sam- 'llMin IU íí Komdu við ídagogvib skulumsýna þér afhverju nýir eigendur eru svo ánœgðir með Suzuki Baleno sem hefur slegið svo rœkilega tgegn 1996 1 SUZUKI Afl og öryggi • SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.