Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGURH.MAÍ1996 13 AKUREYRI LINEY^ Jóhanna, Halla Sigríður og Sigríður, Guðrún, Petra, Birna og Ólafía Kristin eru allar í 10. bekk og sólgnar í pizzur. Gagnfræðaskólinn á Akureyri Stundvísum nemendum umbunað með pítsu- veislu UM140 krakkar í Gagnfræða- skólanum á Akureyri upp- skáru ríkulega á síðasta kennsludegi skólans í gær þegar þeim var umbunað fyrir góða skólasókn í vetur með veglegri pítsuveislu. Nýtt mætingakerfi var tek- ið í notkun síðasta haust og þá jafnframt tilkynnt að þeir sem það stæðust fengju pítsu- veislu að vori. Þeir nemendur sem fengu fimm punkta eða minna var boðið til veislunnar en í hvert sinn sem komið er of seint í tíma fengu nemend- ur tvo punkta. Forráðamenn skólans áttu alls ekki von á að svo margir hef ðu sýnt þetta góða ástundun, „fjðldinn kom okkur eiginlega í opna skjöldu," sagði Baldvin Jóh. Bjarnason skólastjóri, en grip- ið var til þess ráðs að leita hagstæðra tilboða frá pítsu- stöðum bæjarins. Ekki leiddist þessum stund- vísu nemendum að njóta þjón- ustu kennara sinna meðan á máisverði stóð, en þeir þjón- uðu til borðs og stóðu sig með stakri prýði. Alls hurfu 72 pítsur ofan í mannskapinn og hÖfðu Starfsmenn Ding Dong Morgunblaðið/Margrét Þóra vart undan að aka matföngun- ELÍN handmenntakennari ásamt Ingvari Karli, Birni, Gunnari umísvangaunglingana. Val, Jóhanni og Helga Heiðari úr 8. bekk. Akureyrarbær Skipulag á Oddeyri Með vísan til 17. greinar skipulagslaga og greinar 4.4 í skipu- lagsreglugerð auglýsir Akureyrarbær tillögu að deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar og breytingu á staðfestu aðalskipulagi. Skipulagssvæðið afmarkast af Strandgötu í suðri, Eiðs- vallagötu í norðri, Glerárgötu í vestri og Hjalteyrargötu í austri. Meginmarkmið tillögunnar eru m.a. að styrkja stöðu hverf- isins sem íbúðarbyggðar, að viðhalda og styrkja megin- einkenni byggðarinnar, bæta yfirbragð hennar og fjölga íbúðum, m.a. með því að fylla í eyður og skörð í bæjarmynd- inni. í tillögunni felast breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 1990-2010 þar sem opið svæði meðfram Hjalteyrargötu er að hluta tekið undir íbúðarbyggð og útivistarsvæði austan leikskólans að Iðavöllum er lagt við lóð leikskólans. Skipulagsuppdráttur ásamt skýringarmyndum og greinar- gerð liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 8 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til mánudagsins 8. júlí 1996, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdafrestur er til kl. 16, 8. júlí 1996 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeir, sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna skipulagsgerðarinnar, er bent á að gera athugasemdir við tillöguna innan tilgreinds frests, ella teljast þeir samþykkir henni. Skipulagsnefnd Akureyrar mun halda almennan kynningar- fund um skipulagstillöguna þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30 í húsi aldraðra, Lundargötu 7. íbúar og húseigendur á skipu- lagssvæðinu eru hvattir til að mæta og kynna sér tillöguna. Skipulagsstjóri Akureyrar. Hvers vegna yfir 2500 íslendingar hafa talið Hyundai besta kostinn! Það er vandi að velja sér nýjan bíl og það krefst talsverðrar fyrirhafnar að bera saman kosti mis- munandi bíla. Á þeim fjórum árum sem Hyundai bílar hafa verið á íslenska bílamarkaðinum, hafa yfir 2500 fslendingar eignast Hyundai. Með öðrum orðum komist að þeirri niðurstöðu að Hyundai sé besti kosturinn að teknu tilliti til allra þátta. Gerið eigin samanburð, þið komist eflaust að sömu niðurstöðu. Verð frá kr. á götuna 949.000 ÁRMÚLA13.SlMI:568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 HYunoni tilframtíðar Búnaður í Accent Gls Bein innspýting Stafræn klukka AM/FM útvarp með 4 hátölumm Fjarstýrð opnun á bensínloki Fjarstýrð opnun á farangursrými Rafstýrðar rúðuvindur (framan) Tveggja hraða þurrkur með biðrofa og rúðusprautu Afturrúðuhitari Heilir hjólkoppar Samlitir stuðarar Öflugri ökuljós Hallastillt framsæti f sleða Hallastilling á setu hjá ökumanni og bakstuðningur Stillanleg hæð öryggisbelta við framsæti Miðstokkur með geymslu fyrir kassettur Alklætt farangursrými Inniljós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.