Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Traust staða Lífeyrissjóðs Norðurlands Hrein eign 9,5 milljarðar HREIN eign Lífeyrissjóðs Norður- lands til greiðslu lífeyris nam í árslok 1995 samtals 9,5 milljörðum króna og hafði vaxið um 13,7% frá fyrra ári. Iðgjöld til sjóðsins á síðasta ári námu samtals 640 milljónum króna og hækkuðu um 7,5% á milli ára. Samtals greiddu 10.384 félagsmenn hjá 955 launagreiðendum til sjóðsins á árinu, þar af greiddu 6.106 iðgjöld allt árið og hefur þeim fjölgað um 3% frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur sjóðsins námu 254 milh'ónum króna og hækkuðu um ríflega 18% milli ára. Fjöldi lífeyris- þega í desember síðastliðnum var 1.724 og hafði fjölgað um 89 milli ára. Rekstrarkostnaður sjóðsins nam 0,27% af eignum og 3,87% af iðgjöld- um. Hrein raunávöxtun sjóðsins nam 7,13% á árinu, en sambærilega tala fyrir árið 1994 var 7,29%. Framkvæmt hefur verið trygginga- fræðilegt mat á stöðu sjóðsins t árslok 1995 en samkvæmt því eru eignir sjóðsins um 8% umfram verðmæti áunninna lífeyrisréttinda sjóðfélaga. Úttektin byggir á því að sjóðurinn nái a.m.k. 3,5% raunávöxtun til lengri tíma. Miðað er við dánarlíkur út frá reynslu áranna 1986-1990 og danska reynslu af örorkulíkum, en íslenskar tölur eru ekki til um það efni. Sam- kvæmt þessu á sjóðurinn vel fyrir skuldbindingum og er staða hans traust til lengri tíma litið. Aðalfundur Lífeyrissjóðs Norður- lands verður haldinn í Alþýðuhúsinu 18. maí næstkomandi. MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta á morgun, sunnudag kl. 11 og á Seli kl. 14. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14, sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bænastund kl. 19.30, almenn samkoma kl. 20, krakkaklúbbur kl. 17, lofgjörðarsam- koma kl. 20.30 á uppstigningadag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld, vakningasamkoma á morgun, sunnu- dag, ath. breyttan tíma, biblíulestur kl. 20.30 á miðvikudag og bæn og lofgjörð kl. 20.30 á föstudag. KAÞÓLSKA kirkjan, Eyrarlandsvegi 26, messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11. ----------» + +--------- Vortónleikar yngri nema VORTÓNLEIKAR standa nú yfír í Tónlistarskólanum á Akureyri, yngstu nemendur skðlans og nem- endur í píanódeild hafa þegar haldið tónleika en á morgun kl. 15 verða vortónleikar yngri nemenda á sal Gagnfræðaskólans. Þar koma fram nemendur á fyrri stigum hljóðfæra- náms í einleik og minni hópum. Fram koma nemendur á strengjahljóðfæri, blásturshljóðfæri, gftar, píanó og slagverk. Allir velkomnir og aðgang- ur ókeypis. Heilsað upp á ærnar BJARKI, sem er lítill gutti á Akureyri, fór i sína fyrstu heimsókn i fjárhús á dðgunum og ekki annað að sjá en kind- urnar á Hrísum í Eyjafjarðar- sveit kunni vel að meta félags- skap hans. Með Bjarka í för var systir hans, Selma, sem . fylgist sposk með Stefáni vini sínum, en hann er alvanur að fara í fjárhús - hjá ömmu og afa á Svalbarði í Þistilfirði þar sem hann á sjálfur ána Móru. 5, umariistaskóiivM á Akureari Skapandi frelsi - ögun og næmi. Myndltst - leiklist - dans - ritlist - kvikmyndagerð. Skapandi og örvandi leiðbeinendur....Möguleik á heimavist. Innritun hafin. Fyrir 10 til 13 ára....16. júní til 30. júní. Fyrir 14 til 16 ára....21. júK til 4. ágúst. Fyrir fullorðna i myndlist 25. ágúst til 1. sept. i Skráning og nánari upplýsingar í síma 462 2644 (Ath.: Takmarkaður fjöldi þátttakenda). örn Ingi, Klettagerði 6, Akureyri. Morgunblaflið/Margrét Þóra Hugarfar og hagvöxtur STEFÁN Ólafsson prófessor og forstöðumaður Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands flytur opinn fyrirlestur við Haskólann á Akureyri næstkomandi þriðjudag, 14. maí í stofu 24 í húsnæði há- skólans við Þingvallastræti. Stefán fjallar um efni nýútkom- innar bókar sinnar; Hugarfar og hagvöxtur. Menning, þjóðfélag og framfarir á Vesturlöndum. I bók- inni leitast hann við að þróa kenn- ingu sem skýrt gæti helstu þjóðfé- lagslegu forsendur efnahags- framfara. Þá spyr hann hvort þær þjóðir sem minni hagsældar njóta hafí markvert öðru vísi hugarfar en hinar hagsælli. Einnig mun Stefán ræða um hugarfar Islend- inga í þessu samhengi og forsend- ur framfara hér á landi miðað við önnur vestræn ríki. Amtsbókasafnið Opið á laugar- dögum í maí AMTSBÓKASAFNIÐ á Akureyri verður opið á laugardögum fram til 8. júní næstkomandi en það er gert til að bæta þjónustu við bæj- arbúa. Áður var safnið lokað á laugardögum í maímánuði. Safnið verður opið frá kl. 10 til 15 síðdegis en virka daga er opið frá kl. 13 til 19 og verður svo í allt sumar. 1. september er síðan fyrirhugað að lengja afgreiðslu- tímann og hafa opið á morgnana. Utskriftar- tónleikar ANNA Lea Stefánsdóttir heldur útskriftartónleika á sal Tónlistar- skólans á Akureyri næstkomandi þriðjudagskvöld, 14. maí kl. 20.30. en þeir eru liður í 8.^ stigs prófi sem hún er að h'úka. Á tónleikun- um leikur hún verk eftir J.S.Bach, W.A.Mozart, G. Bacewicz, A. Katsatúrían og Jón Nordal. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur með á píanó. Anna Lea er fædd árið 1976, hún hóf fiðlunám 9 ára göm- ul í Borás i_ Svíþjóð en eftir heim- komuna til ísland hefur Anna Pod- hajska verið aðalkennari hennar. Hún hefur einnig notið tilsagnar Krzysztofs Wegrzyn í Hannover og Szymonar Kuran. Hún hefur leikið með Kammerhljómsveit Tón- listarskólans á Akureyri og Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands. Anna Lea lýkur stúdentsprófi af tónlist- arbraut Menntaskólans á Akureyri nú í vor. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Vórtónleikar Kórs MA á Sal KÓR Menntaskólans á Akureyri heldur árlega vortónleika á Sal á morgun, sunnudaginn 12. maí, kl. 17. A efnisskránni er nýtt lag og nýjar útsetningar eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson auk laga úr ýmsum áttum. Kór Menntaskólans skipa nú ein- göngu stúlkur, en nokkrir piltar komu þó við sögu í vetur. Á tónleik- unum á morgun verða eingöngu fluttar útsetningar fyrir kvenraddir. Kórfélagar sem eru í hljóðfæranámi taka þátt, Hulda Sif Birgisdóttir leikur á píanó, Sigríður Hrefna Pálsdóttir á saxófón og Hildur Inga Rúnarsdóttir leikur eigin tónsmíðar á píanó. Undirleikari er Karl 01- geirsson og stjórnandi Ragnheiður Olafsdóttir. Aðgangseyrir er 300 krónur. Kveldúlfskór- inn í Deiglunni KVELDÚLFSKÓRINN í Borgar- nesi heldur tónleika í Deiglunni á Akureyri í dag, laugardaginn 11. maí kl. 17. Á efnisskrá kórsins eru m.a. þekkt íslensk lög og syrpur af vinsælum Vinarlögum. Ein- söngvarar með kórnum eru Miriola Kowalczyk, mezzósópran, Kristín Ágústsdóttir, sópran og Snorri Hjálmarsson, tenór. Stjórnandi er Ewa Tosik-Warszawiak og undir- leikari Jerzy Tosik-Warszawiak. Danssýning DANSSÝNING Ballettskólans á Akureyri verður á morgun, sunnu- daginn 12. maí kl. 17 í Gryfju Verkmenntaskólans á Akureyri. Yngri og eldri nemendur ballett- skólans sýna ballett, modern og djass. Danshöfundur er Asako Ichi- hashi. Tónlist flytur Nicole Vala Cariglia ásamt slagverksnemend- um Tónlistarskólans á Akureyri. Aðgangseyrir 400 krónur fyrir eldri en 6 ára. Aðalfundur Aðalfundur Lffeyrissjóðs Norðurlands verður haldinn laugardaginn 18. maí 1996 í Alþýðuhúsinu á Akureyri (Skipagötu 14) og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Reglugerðarbreytingar. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Allir greiðandi sjóðfélagar, svo og elli- og örorkulifeyrisþegar eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétti. Þeir sjóðfélagar, sem hyggjast nýta sér þennan rétt, eru beðnir um að tilkynna það til aðal- skrifstofu sjóðsins á Akureyri (sími 461 2878) eða svæðisskrifstofanna á Húsavfk (sfmi 464 1301), Sauðárkróki (sími 453 5433), eða Blönduósi (slmi 452 4932), eigi slðar en 15. mai næstkomandi. Þeir sjóðfélagar, sem vilja kynna sér fyrirliggjandi breytinprtillögur á reglugerð sjóðsins, geta fengið þær á skrifstofum hans, eða fengið þær sendar í pósti. Reikningar sjóðsins liggja frammi á skrifstofum hans frá 20. apríl 1996 fyrir þá sjóðfélaga, sem vilja kynna sér þá. Stjórn Lífeyrissjóðs Norðurlands. Heillaóskaskrá Gísli Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari, á í júní næstkomandi 50 ára stúd- entsafmæli. Af því tilefni verður gefið út afmælisrit Gísla til heiðurs, er hefur að geyma úrval íslenskuþátta hans úr Morgunblaðinu. Þeir, sem myndu vilja fá ritið keypt (en það kostar kr. 3.990), og jafnframt nafn sitt skráð á heillaóskalista er í bókinni verður, er hér með boðið að fylla út þennan seðil og senda eða að öðrum kosti að hringja í síma 462-2515. Ritnefndin (í ritnefndinni sitja eftirtaldir: Haraldur Bessason, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, Lárus Zophoníasson, yfirmaður Amtsbókasafnsins á Akureyri, Jóhannes Nordal, fyrrverf- andi Seðlabankastjóri, Matthías Johannessen, ritstjóri, Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, Sigurður Eggert Davíðsson cand. mag., Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og Jón Hjaltason, sagnfræðingur). Naf n/nöf n (eitt eða tvö) Heimili. Sími. Póstnúmer/staöur. Sendist til Bókaútgáfunnar Hóla, pósthólf 427, 602 Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.