Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hvorki brun, svig né stökk Reuter ÞÝSKI áhættuíþróttamaðurinn Jochen Schweitzer sést hér skíða niður lóðrétta, 70 metra háa framhlið hótels í MUnchen í gær. Ekki kom skýrt fram í fréttinni hvernig búnað Schweitzer not- aði en Ijóst er að hann hefur ðfluga taug sér til trausts og haltls enda hætt við að hann yrði ella fyrir einhverju hnjaski við lendinguna. Bandaríkjastjórn Viðvörun til Serba vegna stöðu í Kosovo > Washington. Reuter. BANDARÍSK yfírvöld hafa varað Serbíustjórn við því að viðskipta- banni, sem enn stendur að hluta, verði ekki aflétt fyrr en bót verði ráðin á ástandi mála í Kosovo-héraði í Serb- íu, þar sem meirihluti íbúa eru al- banskur. Ástandið í héraðinu hefur valdið áhyggjum um árabil og ofbeld- isalda sem þar hefur risið að undan- förnu hefur aukið á þær. Bandarískir embættismenn sögðu að utanríkisráðherrann, Warren Chri- stopher, hefði ákveðið að skipa banda- rískan stjórnarerindreka í Pristina, höfuðstað Kosovo, eins fljótt og auðið er. Að sögn talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins, Nicholas Burns, lýsti Christopher yfir áhyggj- um vegna aukins ofbeldis í héraðinu á fundi sem hann átti á miðvikudag með utanríkisráðherra Albaníu, Alf- red Serregi. Tólf ára albanskur drengur lét lífið og þrír særðust í sprengingu í Kosovo í síðasta mánuði. Hún varð í kjölfar skotárásar sem kostaði fimm Serba lífið. Sú árás var gerð til að hefna dauða albansks námsmanns í hérað- inu. Viðskiptabanni Sameinuðu þjóð- anna hefur að mestu leyti verið aflétt af Serbíu í kjölfar friðarsamninganna um Bosníu í lok síðasta árs. Síðasti hluti bannsins, sem tengist því að aðild landsins að Sameinuðu þjóðun- um, Alþjóðabankanum, Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu, verði endur- skoðuð, er enn í gildi. Hefur Christop- her tilkynnt serbneskum yfirvöldum að batni ástandið ekki í Kosovo, muni Bandaríkin ekki mæla með því að þessum síðasta hluta viðskiptaþving- ananna verði aflétt. Enginn „ljósku- simi Stokkhólmi. Reuter. TALSMENN fmnska fyrirtæk- isins Nokia þvertóku í gær fyrir það að verið væri að setja á mark- aðinn „ljóskusíma" en kynning þess á nýjum einföldum farsíma hefurþótt gefa tilefni til þess. Síminn sem nefndur er „rinGo" er einfaldari að allri gerð en fyrri gerðir farsíma Nokia, sem er stærsti farsímaframleiðandi Evr- ópu. Er markhópurinn fólk sem lítið er gefið fyrir tækninýjungar, svo sem konur og ellilífeyrisþeg- ar, að sögn Lars Bjarnemark, tals- manns Nokia. „Allar markaðs- rannsóknir okkar hafa sýnt fram á það að töluverður fjöldi fólks veigrar sér við því að kaupa GSM- síma vegna þess að stafræna tæknin sé of flókin," segir Bjarne- mark. Auk kvenna og ellilífeyris- þega vonast Nokia til þess að sím- inn nýi höfði einnig til námsmanna og barnafjölskyldna enda ódýrari en fyrri gerðir síma fyrirtækisins. Ásakanir um stórfelld svik í f orsetakosningunum í Uganda Museveni með af- gerandi forystu Kampaia. Reúter. YOWERI Museveni, forseti Uganda, virtist í gær hafa tryggt sér áfram- haldandi setu í embætti og hafði 82,5% fylgi þegar atkvæði frá rúm- lega helmingi kjörstaða höfðu verið talin, en helsti andstæðingur hans, Paul Ssemogerere, sagði að rangt hefði verið haft við í kosningunum og úrslitin væru ómark. Ssemogerere var með 15,8% tal- inna atkvæða og Mohamed Mayanja var með um 2% atkvæða. Búist er við að talningu ljúki í dag. Ssemogerere, sem er 64 ára, hefur fordæmt fyrirkomulag kosninganna á þeirri forsendu að þar gæti hvorki frelsis né sanngirni vegna ýmissa vandamála, sem séu m.a. sprottin af því að Museveni, sem er 52 ára og fyrrverandi skæruliði, bannaði starfsemi stjórnmálaflokka þegar hann hrifsaði til sín völd árið 1986 eftir fimm ára borgarastyrjöld. Ssemogerere sagði á blaðamanna- fundi í gær að hann hefði fréttir af kosningasvindli og að haft hefði ver- ið í hótunum við kjósendur. Hann kvaðst því ekki geta tekið þessi kosn- ingaúrslit gild. Stjórnarerindrekar og stjórnmála- skýrendur hafa sagt að búast megi við átökum tapi Ssemogerere vegna þess að hann eigi sér stuðning meðal hermanna, sem hafa verið leystir frá störfum, og fátækra, sem hafa engu að tapa. Öryggisviðbúnaður var hert- ur í Kampala, höfuðborg Uganda, fyrir kosningarnar og Museveni hef- ur lýst yfir því að tilraunir til að spilla , kosningunum verði kveðnar niður harðri hendi. Óháðir eftirlitsmenn munu ekki Reuter YOWERI Museveni, forseti Uganda, greiðir atkvæði í forsetakosn; ingunum í landinu á fimmtudag í Mbarara, heimabæ sínum. í baksýn sjást kjósendur bíða þess að fá að neyta atkvæðaréttar síns. Museveni virtist í gær ætla að fá rúmlega 80% atkvæða. skera úr um það hvort kosningarnar hafi farið vel fram fyrr en í dag, en haft hefur verið eftir eftirlitsmönnum að yfírleitt hafi ekki virst ástæða til að kvarta undan framkvæmdinni. Kjörtímabil forsetans er fímm ár. Utanríkisstefna Evrópusambandsins Bretar og Grikkir á móti afnámi neitunarvalds Brussel. Reuter. BRETLAND og Grikkland leggjast algerlega gegn tillögum annarra ríkja Evrópusambandsins um að vik- ið verði frá þeirri reglu að öll aðildar- ríkin verði að vera sammála um að- gerðir Evrópusambandsins í utanrík- is- og öryggismálum. Hin ríkin þrett- án telja að afnám neitunarvalds ein- stakra ríkja sé forsenda þess að ESB geti látið til sín taka á alþjóðavett- vangi. Þetta er niðurstaðan eftir samn- ingafundi vikunnar á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins. Bretar og Grikkir eru þó áfram beittir miklum þrýstingi. „Mikill meirihluti aðildar- ríkjanna skilur þörfína til að finna leiðir, sem gera okkur kleift að kom- ast hjá þeim takmörkunum, sem leiða af því að allir verði að vera sammála um allt," segir Silvio Fagiolo, aðal- samningamaður forsætislandsins ít- alíu. Bretar leggjast gegn hverri þeirri EVROPA*. tillögu, sem þeir telja að gangi gegn „fullveldi" Bretlands og hafa þvertek- ið fyrir að fjölga meirihlutaákvörðun- um í ráðherraráði ESB. Grikkir vilja hins vegar ekki fórna tækifæri til að standa í vegi fyrir auknu samstarfi Evrópusambandsins og erkióvinarins Tyrklands. Þeir hafa á undanförnum misserum oft beitt neitunarvaldi sínu þegar samskiptin við Tyrkland hafa verið til umfjöllunar í ráðherraráðinu. Hin aðildarríkin þrettán eru komin að þeirri niðurstöðu að reglan um samhljóða samþykki vinni í raun gegn hagsmunum ESB. Hún sé ástæða þess að sambandið hafí ekki getað gripið til aðgerða í Bosníudeilunni og að pólitískt vægi þess á alþjóðavett- vangi sé ekki í neinu samræmi við efnahagsmáttinn. „Þrátt fyrir efna- hagslegt vægi ESB og veiti meiri efnahagsaðstoð en aðrir, getur sam- bandið lítið látið til sín taka til að koma í veg fyrir átök," segir þýzki ráðuneytisstjórinn Werner Hoyer. Framkvæmdastjóri ábyrgur gagnvart utanríkisráðherrum Á rfkjaráðstefnunni hafa Frakkar lagt til að skipaður verði hátt settur „framkvæmdastjóri" utanríkisstefnu ESB, sem verði andlit sambandsins í utanríkismálum og beri ábyrgð gagn- vart leiðtogum aðildarríkjanna. Onnur aðildarríki hafa verið mátulega hrifin af þessari hugmynd og er talið lík- legra að hinn hátt setti embættismað- ur muni verða ábyrgur gagnvart ut- anríkisráðherrum ríkja ESB. Rudolf Seiters í FAZ Villhlutaaðildl997 Bonn. Reuter. RUDOLF Seiters, helsti ráð- gjafi Helmuts Kohls Þýska- landskanslara í utanrikismál- um, ritaði á fimmtudag heils- íðugrein í dagblaðið Frankf- urter Allgemeine Zeitung þar sem hann slær fram þeirri hugmynd að Austur-Evrópu- rikin geti fengið hlutaaðild að Evrópusambandinu þegar á næsta ári og að súm þeirra geti fengið aðild að Atlants- hafsbandalaginu fyrir árið 2000. Grein Seiters hefur verið túlkuð þannig að þýsk stjórn- völd vitfi varpa fram þessum hugmyndum til að fá viðbrögð við þeim án þess þó að þær verði kynntar sem opinber stefna sljórnarinnar. Seiters sagði Evrópusam- bandsleiðtoga þegar hafa ákveðið að efla tengslin við ríki Austur-Evrópu og und- irbúa þau undir fulla aðild að sambandinu. Telur hann rétt að á ríkjaráðstefnu ESB verði reynt að koma þessu í fram- kvæmd með því að aðlaga hina sameiginlegu stefnu sam- bandsins í utanríkis- og varn- armálum að þessu markmiði. „Þetta vekur upp spurning- ar um hvort að við ættum ekki að veita þessum samstarfsríkj- um í Mið- og Austur-Evrópu aðild að hluta á þessum sviðum ríkjaráðstefnunnar að ráð- stefnunni lokinni, þar ti\ að þau fá fulla aðild," segir Seiters. Hann leggur jafnframt ríka áherslu á að þessum sviðum eigi ríki að afsala sér neitunar- valdi og fallast á að ákvarðan- ir verði teknar með auknum meirihluta aðildarríkjanna og auknum meirihluta þess íbúa- fjölda, sem þau eru fulltrúar fyrir. 1 i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.