Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 31
i J MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 31 AÐSENDAR GREINAR *3 i Heilsuvernd á vinnustað TOLFTI maí er fæð- ingardagur Florence Nightingale, konunnar með lampann, sem frá dögum Krímstríðsins hefur verið fyrirmynd hjúkrunarfræðinga um heim allan. Á afmælis- deginum er hennar minnst á margvíslegan hátt. Hún var fædd 1820 en í fyllsta máta kona framtíðarinnar, eins og sígild listaverk sem jafnan eiga erindi við alla tíma. Menntun hjúkrunar- fræðinga var mikið áhugamál Florence Nightingale. Hún trúði á mátt þekkingarinnar um leið og hún hafði glöggt auga fyrir mikil- vægi hinna mjúku gilda sem hlúa að hjartanum. Hermennirnir í Skut- ari kysstu skuggann hennar þegar hún kom á kvöldin til að líta eftir þeim fyrir nóttina. Á afmælisdeginum velja hjúkr- unarfræðingar að heiðra minningu hennar með því að vekja athygli á þeim málum sem hæst ber hverju sinni. í ár er heilsuvernd á vinnu- stað eitt af þemum dagsins. Það hefur dregist að hrinda í framkvæmd þeim hluta vinnuvernd- arlaganna sem fjallar um heilsu- vernd starfsmanna. Lögin gengu í gildi fyrir sextán árum en síðan hefur lítið verið gert til að fylgja þeim eftir. Tímarnir hafa vissulega breyst á sextán árum og því jafn- vel mögulegt að einhver ákvæði laganna þurfi endurskoðunar við. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Áður en lengra er haldið er rétt að reyna að skilgreina hvað heilsuvernd starfs- manna er. Auðvitað hlýtur slík skilgreining að byggjast á þekkingu þeirra sem að málinu koma, því að hér er ekki um að ræða fast efni eða afmarkaðan hlut. Heilsuvernd starfs- manna á fyrst og fremst að beinast að því að skapa þau skil- yrði á vinnustað að starfsmönnum sé eng- in heilsufarsleg hætta búin í vinnunni. Starfsmenn heilsu- verndarinnar þurfa að vera færir um að koma auga á og geta metið heilsufarshættur á vinnustöðum, hvort sem þær eru efnislegar eða andlegar. Sem dæmi um heilsufars- hættur á vinnustað er: hávaði, efna- mengun, sýkingarhætta, líkamlegt álag, andleg kúgun og einelti. Heilsuvernd á vinnustað á fyrst og fremst að vera forvarnarstarf. Talað er um þrjú stig forvarnar í þessu sambandi: 1. stigs forvörn: Fjarlægja áhættuþátt í vinnuumhverfinu áður en hann veldur vanliðan eða sjúk- dómseinkennum. 2. stigs forvörn: Fjarlægja áhættuþátt í vinnuumhverfinu til að koma í veg fyrir að vanlíðan eða sjúkdómseinkenni þróist áfram og valdi sjúkdómi. 3. stigs forvörn: Aðgerðir til að koma í veg fyrir að sjúkdómar þró- ist áfram og leiði til örorku eða dauða. Auðvitað er æskilegast að vinnu- staðirnir séu þannig úr garði gerðir að aldrei þurfi að fara af fyrsta stiginu í forvarnarstarfinu. Atvinnurekendum ber skylda til að vernda starfsmenn sína gegn heilsuvá í vinnumhverfínu. Heilsu- vernd á vinnustað á því fyrst og fremst að miðast við aðstæður hverju sinni. Það dregur ekki úr óafturkræfri heyrnarskerðingu hjá manni sem hefur unnið í hávaða þótt hann sé sendur í leikfimi eða blóðþrýstingsmælingu. Ómarkviss- Tólfti maí er fæðingar- dagur Florence Night- ingale. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir skrífar hér um eitt af þremur þemum þessa dags, al- þjóðadegi hjúkrunar- fræðinga, það er um heilsuvernd á vinnustað. ar heilsufarsskoðanir veita fólki falskt öryggi. Þótt heilsuvernd á vinnustað hafi ekki verið komið á í anda vinnu- verndarlaganna hafa margir vinnu- veitendur viljað leggja nokkuð af mörkum og greitt álitlegar fjárhæð- ir til ýmissa aðila sem hafa átt að sinna heilsu starfsmanna á einhvern hátt eða taka þá í leikfimi. Engar leiðbeiningar hafa legið fyrir um það hvernig heilsuvernd starfs- manna skuli sinnt og vinnuveitend- ur því stundum keypt kött í sekk. Talað hefur verið um að svo mjög hafi dregist að koma á heilsuvernd á vinnustað vegna þess aukna kostnaðar sem það hefði í för með sér fyrir atvinnurekendur. Þó hefur ISLENSKT MAL „EFTIR þessi orð textans" hljóð- ar á latínu: post illa vérba textus. Úr upphafsorðunum „post illa" hef- ur myndast heitið postilla = hús- lestrarbók. Varla er öðrum gert mjög rangt til, þótt svo sé sagt, að Vídalínspostilla sé frægust sinnar tegundar hér á landi. [Innskot: Á prófí var spurt um „lausmálsbók- menntir á lærdómsöld". Úrlausn: „Jón Vídalín þýddi heilaga ritningu á íslensku. Heitir hún síðan Jónsbók og hefur náð ótrúlegum vinsæld- um."] Postilla Jóns Þorkelssonar (Víd- alíns) er fágætlega snjallt og vin- sælt listaverk, þótt ofrnælt megi vera að samlíkja henni Heilagri ritn- ingu. Verður hér látið nægja að taka eitt dæmi af snilli Meistara Jóns, því að meistari var höfundur- inn nefndur með réttu: „Ágirndin er framsýni kölluð, drambsemin höfðingsskapur, hræsnin viska. Þegar menn brjóta réttinn, kalla menn það að byggja hann. Þegar menn sleppa skálkum og illræðismönnum, þá nefna menn það kærleika og miskunnsemi. Hirðuleysi og tómlæti í sínu kalli og embætti heitir spekt og frið- semi. Svo falsar nú andskotinn Guðs steðja á meðal vor og setur hans mynd og yfirskrift á svikinn málm. (Prédikun fímmta sunnudag eftir þrettánda.) • Vilfríður vestan kvað: Út í leiðinda landnyrðingsél gekk leiðtoginn Gamalíel, i rúmi ókresinn og í ritning vel lesinn, einkum þó Esekiel. Kristinn R. Ólafsson í Madrid er gamansamur og skrifar mér með Umsjónarmaður Gísli Jónsson 848 þáttur miklum lærdómi um nafnið Jesús, uppruna þess og beygingu. Hann vill gjarna laga beygingu þess að lögum íslenskrar tungu, en halda ekki beygingu þeirri klassískri sem notuðu Eysteinn og Hallgrímur, sbr. bréf um daginn frá Sigurði Eggert Davíðssyni. Kristinn er sem sagt á öðru máli en við Sigurður og reyndar margir, margir aðrir sem haft hafa samband við mig fyrr eða síðar. I bréfí Kristins segir m.a. svo: „Því tel ég skynsamlegast að fara með Jesús einsog við höfum farið með latneska orðið „magnus": beygja það eftir reglum tungu okk- ar en ekki latínunnar þótt Jesú bróð- ir besti og slík ömmufræði _megi standa enda rétt með farið. Ég er ansi hræddur um að mörgum Magn- úsnum á íslandi brygði í brún og þætti magnað ef menn færu að ávarpa hann í „vocativo" „Magne", töluðu um „Magnum" eða skryppu til „Magni" og enn verra væri ef menn kynnu ekki að fara með þetta rétt." Umsjónarmaður freistast til að halda að hér sé í skopi skrifað en sé bréfritara alvara er sjónarmiðum hans kröftuglega mótmælt. Eignar- fallið *Jesúsar væri herfilegt. Að svo mæltu þakkar umsjónar- maður fyrir gömul kynni og bréf um langan veg hlotið. t Hjálpa þú mér nú, góði guð, grimm er mér aðsókn hafin. Rek burtu ára ófögnuð, öll skal fór þeirra tafin. Virstu að ég sofi í værð og ró - vertu nálægur sjálfur þó - en þraut öll gleymd og grafin. (Gamalt bænarvers, höf. óþekktur.) Tíningur 1) Ýmsar góðar nýjungar hafa heyrst í útvarpi og sjónvarpi í stað tuggunnar „hins pólitíska arms írska lýðveldishersins". Ég nefni sem dæmi: „stjórnmálaflokks lýð- veldishersins." 2) Fréttamaður sjónvarps leið- rétti strax kvöldið eftir. Fyrst var sagt: „sló þeim ref fyrir rass", en síðar „skaut þeim ref fyrir rass", og mun það réttara, sjá bækur Halldórs Halldórssonar og Jóns G. Friðjónssonar. 3) Umsjónarmaður hefur áður skrifað um hið merkilega lýsingar- orð hinstur = aftastur, síðastur (miðst. hindri, frumst. vantar): Honum þótti skondið að heyra lesið úr bréfi íslendings í Vesturheimi: „í hinstasta [= aftasta] vagninum." 4) Umsjónarmaður ítrekar þá kröfu að beygja án undanbragða bæði nöfn tvínefnds fólks, sjá ágæta grein í Tungutaki fyrir skemmstu. Hér skal aðeins tekið eitt æpandi dæmi: „ráðning Eiríks Björn" í stað: ráðning Eiríks Björns. 5) Mjög er nú ofnotað að enskri fyrirmynd orðasambandið vera með nafnhætti (á ensku reyndar með lýsh.nt.). Dæmi: „Við vorum að spila mjög vel" í stað spiluðum (lékum) mjög vel eða stóðum okk- ur o.s.frv. 6) Fjárlög er fleirtöluorð. Þess vegna á að segja tvenn eða tvöföld fjárlög íslenska ríkisins, ekki „tvö fjárlög". Hins vegar geta menn sungið tvö lög mín vegna. Salómon sunnan kvað: Sr. Marteinn á Miðfjarðareyri var makráður eins og þeir fleiri sem hafa magann að guði og eru í myljandi stuði við matarbo(r)ð sjö eða fieiri. P.s. Fram kom á alþingi fyrir skemmstu að til Litháen hefði verið „sendur sérstakur aðili". Hvað var sent? Var það kannski maður? ekki verið kannað hvað greitt hefur verið fyrir ýmiss konar heilbrigðis- eftirlit og líkamsrækt sem atvinnu- rekendur hafa borgað að öllu eða einhverju leyti fyrir starfsmenn sína. Meðal fagfólks hefur verið lögð á það áhersla að aðgreina heilsu- vernd á vinnustað frá almennri heilsuvernd. Það hefur verið gert til að undirstrika mikilvægi þess að ævinlega sé tekið mið af aðstæð- um á vinnustað þegar unnið er á þessum vettvangi. Nafngiftin heilsuvemd starfsmanna hefur kannski villt um fyrir mönnum. Vegna þessa hef ég meðvitað notað annað orðalag, þ.e. heilsuvernd á vinnustað, um þessa starfsemi en forvörn á vinnustað kæmi líka til greina. Orðalagið skiptir máli, orðin eru tæki til að lýsa fyrirbærum en þau eru þó þeirrar náttúru að það má gera um það samkomulag að láta þau merkja svo sem hvað sem er. Aðalatriðið er að koma því til skila að heilsuvernd á vinnustað á að miða að því að sjá til þess að vinnuumhverfið ógni ekki heilsu manna. Allt frá dögum Florence Night- ingale hafa hjúkrunarfræðingar viljað starfa í þeim anda að mann- eskjan sé hluti af stórri heild sem taka þyrfti tillit til. Heildarsýn er lykilorð í því sambandi. Hjúkrunar- fræðingar sem vinna við heilsu- vernd á vinnustað munu fara á vinnustaðina og kynna sér hvaða áhættuþættir kunna að leynast þar, en þeir munu jafnframt hvetja til heilsusamlegra lifnaðarhátta innan vinnustaðar og utan. „Það er allt í lagi hérna hjá okkur" var Florence sagt þegar yfirmaðurinn sýndi henni aðstæður í sjúkraskýlinu í Skutari. Þar lágu hermennirnir særðir og deyjandi við ömurlegustu aðstæður sem hugsast gat. Þetta er viðkvæðið á mörgum vinnustöð- um enn þann dag í dag, þótt ýmis- legt sé í ólestri. Florence Nightingale varð sjálf alvarlega veik meðan á Krímstríð- inu stóð og var aðstæðum og erfiði kennt um. í Lundúnablöðunum var skrifað um yfirvofandi andlát henn- ar sem ægilegt þjóðaráfall. En hún náði sér að fullu. Hún taldi sjálf að hún ætti heilsu sína að þakka litlum vendi villtra blóma sem henni voru færð. Þegar hún sá fegurð hinna fíngerðu jurta sem boðuðu sól og sumar vaknaði lífslöngunin og hún vildi komast á fætur til að hefja störf að nýju. „Starfsmennirnir eru auður fyrir- tækisins" segja atvinnurekendur á hátíðarstundum. Ef svo er borgar sig að hlúa að þeim — og það skað- ar ekki að færa þeim blómvönd — stöku sinnum. Höfundur er formaður vinnuvemdarnefndar Félags islenskra hjúkrunarfræðinga. Ekkí kjósa í Camp David i TÍU þúsund manns mótmæltu staðsetn- ingu Ráðhúss Reykja- víkur á sínum tíma. Því er það mikil ósvífni við þennan hóp að ætla að láta kjósa til forseta í hjalli þessum. í sam- komu að Höfða, sem Markús Örn Antons- son, þáverandi borgar- stjóri, bauð til vegna afmælis Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunar- manna, spurði hann mig, hvort ég væri ekki orðinn sáttur við Ráð: húsið og ég svaraði: „Ég hefi aldrei komið inn í það og mun aldrei stíga fæti mínum inn í það." Ég krefst þess, segir Leifur Sveinsson, Leifur Sveinsson Reykjavíkurhöfn ^ (Hafnarsjóður Reykja- yíkur) leigir ríkissjóði íslands stærstan hluta 4. hæðar Hafnarhúss- ins undir tvö ráðu- neyti, félagsmála- og samgöngu. Engum hefur dottið í hug að segja ríkissjóði upp þessu húsnæði og inn- rétta þar Skólaskrif- stofu Reykjavíkur. Al- mennir borgarar skilja ekki svona ráðs- mennsku. m að fá að kjósa í mínum gamla skóla, Miðbæjarskólanum. ii Nú á að rústa Miðbæjarbarna- skólanum. Breyta þar öllu innan- húss til þess að koma þar fyrir Skólaskrifstofu Reykjavíkur. Davíð Oddsson vildi heldur tapa meirihlutanum í Reykjavík en taka sönsum í Ráð- húsmálinu. Vonandi ber Sjálfstæð- isflokkurinn gæfu til að vetja sér samhenta forystu í framtíðinni, því hús sem er sjálfu sér sundurþykkt, fær aldrei staðist. IV ÉG krefst þess að fá að kjósa í mínum gamla skóla, Miðbæjarskól- anum, 29. júní. V Einnig krefst ég þess, að frestað verði flutningi Skóláskrifstofu Reykjavíkur, en hún flutti í Hafnar- húsið eftir lögmætan uppsagnar^ frest. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavúc. Síttir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - sími 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.