Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 35 MINNINGAR VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR + Valgerður Magnúsdóttir fæddist í Dölum í Fáskrúðsfirði 8. nóvember 1912. Hún lést í Sjúkra- húsi Akraness 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Sigríður Steins- dóttir og Magnús Stefánsson, búend- ur í Dölum. Systk- ini hennar eru: Guðfinna, hús- freyja í Eyjafirði og á Akureyri (látiii), Guðbjörg Huld, húsfreyja í Öxarfirði og í Kópavogi, Steinunn, hús- freyja i Hafnarfirði, Sigmar, bóndi í Dölum, Herborg, hús- freyja í Fáskrúðsfirði. Hinn 15. júní 1938 giftist Valgerður Sigurði Ásgeirssyni frá Reykjum í Lundarreykja- dal, f. 28.4. 1910. Þau voru búsett á Reykjum. Börn þeirra eru: Ásgeir, f. 6.4. 1937, kerfis- fræðingur í Reykjavík; Björg, f. 6.6. 1939, kenn- ari á Selfossi, maki Sveinn J. Sveinsson og eiga þau fimm börn; Freysteinn, f. 4.6. 1941, jarð- fræðingur í Kópa- vogi, maki Ingi- björg S. Sveins- dóttir, lyfjafræð- ingur, og eiga þau þtjú börn; Ingi, f. 13.9. 1946, sagnfræð- ingur og prófessor í Reykja- vík, Magnús, f. 2.9. 1957, mál- fræðingur í Reykjavík. Útför Valgerðar verður gerð frá Lundi í Lundar- reykjadal í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Valgerður á Reykjum er kvödd í dag. Hún hlýtur mikla þökk sam- ferðamanna og ekki síst samstarfs- fólks til margra ára. Persónuleiki hennar vakti eftir- tekt og hafði mikil jákvæð áhrif. Hún hafði lag á að kalla fram hina jákvæðu hlið viðmælenda sinna og vinnufélaga. Atorka hennar sýnd- ist ekki umtalsverð, en iðnin og afköstin, hyggindin og hagsýnin þeim mun drýgri. Námsdvöl henn- MARGRET JÓNSDÓTTIR + Margrét Jónsdóttir fæddist á ísafírði 4. júlí 1945. Hún lést í Landspítalanum 28. aprfl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá ísafjarðarkirkju 7. maí. Það var bjartan ágústdag 1993 sem ég kynntist Möggu frænku, fyrsta ferð mín til Isafjarðar á ævinni. Ég hafði vitað að ég ætti ættingja fyrir vestan. Frá því ég var á barnsaldri hafði faðir minn sagt mér að þetta væri alveg sér- stakt fólk. Honum varð tíðrætt um Jón frænda sinn og sagði mér oft að hann væri með bestu mönnum sem hann hefði kynnst á lífsleið- inni. Jón var faðir Möggu. Frá fyrstu kynnum urðum við Magga vinkonur, hún var svo ljúf, en á sama tíma glaðvær og orðheppin. Við ætluðum svo mikið að gera á komandi sumri, hittast, halda ætt- armót, hún ætlaði að kynna mig fyrir fleirum sem hún sagði að ég yrði að kynnast ef ég ætlaði að haldast í ættinni. Ég öfundaði hana og föður minn er þau töluðu saman um ættina af svo mikilli þekkingu og hún kunni ekki færri sögur en hann um fólk sem búið hefur og lifað fyrir vestan. Þannig var hún, frásagnargáfa hennar var engu lík og aldrei hallaði hún á nokkurn mann, allir höfðu kosti, bara að koma auga á þá, sagði hún stund- um við mig. Það var erfitt að sætta sig við fréttir af veikindunum hennar. Bjartsýni, barátta, Magga stóð sig vel. En nóttin skall á. Að eiga Möggu sem vin voru forréttindi. Faðir minn og ég sendum eigin- manni hennar, börnum og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Sólveig Guðmundsdóttir. ar á Laugaskóla 1933-34 veitti henni áræði að takast á við fleira en heimilisstörf og búsýslu. Það var heldur ekki í kot vísað þegar hún settist að sem húsfreyja á borgfirska fræðasetrinu að Reykj- um í Lundarreykjadal. Á 6. ára- tugnum annaðist hún farkennslu í Lundarreykjadal og síðan einn vetur á heimaslóðum í Fáskrúðs- firði. Veturinn 1966-67 kom hún í kennslu til okkar að Kleppjárns- reykjum, en gerði tveggja ára hlé og kom aftur til starfa 1969 í eld- húsinu og fljótlega sem ráðskona við mötuneytið til ársins 1980. Valgerður sýndi bæði kunnáttu og sálarhæfni í umgengni við börnin. Að öllu starfsfólki ólöstuðu reynd- ust húsmæðurnar við ræstingu og matreiðslu að jafnaði best, þegar eitthvað reyndi á í umgengni og umburðarlyndi við börnin. Svipað- an umgengnisnæmleika var að finna hjá þeim feðrum, er önnuð- ust^ akstur skólabílanna. Á sextugsafmæli hennar 1972 færði starfsfólk skólans henni hvíldarstól. Þessi stóll hennar tengdist framhaldsráðningu henn- ar næstu árin. Ef hún féllst á að vori að stóllinn hennar yrði geymd- ur í skólanum, þá var kominn á fullgildur ráðskonusamningur næsta vetur. Nú þegar Valgerður okkar hefur risið að síðustu*upp úr sæti sínu og kveðjustund upp runnin, fylgja henni þakkir en jafnframt blessuna- róskir til nýrra heimkynna. Að- standendum skal tjáð innileg samúð er tengist söknuði góðrar konu. Hjörtur Þórarinsson. Mér finnst eins og það hafi allt- af verið sólskin þessar sæluríkustu vikur sumra bernsku minnar. Reykir voru eins og töfraorð í hug- anum. Enda voru ævintýrin slík að engin veraldleg ferðalög munu nokkru sinni jafnast á við þau. Við frændsystkinin áttum slík ókjör af ímyndunarafli að engu okkar hefði dottið í hug að það myndi einhvern tímann þrjóta. Reykir. Valgerður og Sigurður. Óendanleg þolinmæði og væntumþykja og aldrei fann ég til þess að þau væru ekki afi minn og amma, aldrei var gerður nokkur greinarmunur á okkur krökkunum, sama hvaða blóð rann í æðunum. Konan sem við kveðjum í dag hef- ur áreiðanlega ekki hugmynd um hversu mikið veganesti hún gaf mér út í lífið, bara með því að vera ogjeyfa mér að vera. Ég kveð hana í innilegri þökk og votta Sigurði og afkomendum þeirra samúð mína. Þóra Arnórsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formá- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR frá Prestbakka, Kópavogsbraut 77, Kópavogi, ferfram í Kristskirkju, Landakoti, mánu- daginn 13. maí kl. 13.30. Jón Ármann Steinsson, Gunnhildur Hreinsdóttir, Halldór Guömundsson, María Julisa Orongan og barnabörn. ræðingai TÉlblómaverkstæði INNfW Skólavöröustíg 12, á horni Bergstaðastrœtis, sími 19090 t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför LOVÍSU DAGBJARTAR GÍSLADÓTTUR, Víöigrund 8, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til þeirra, sem önnuðust hana sjúka. Guð blessi ykkur öll. BERGSTEINN STEFÁNSSON + Bergsteinn Stefánsson fæddist í Reykjavík hinn 6. nóvember 1940. Hann lést í Svíþjóð hinn 29. april siðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 9. tnaí. Mig langar í fáum orðum að minnast Bergsteins frænda míns. í mínum huga var hann stóri bróðir sem tók mér eins og litlu systur sem gott var að halla sér að. Við ól- umst upp saman á Baldursgötu 15 og ef ég hugsa aftur í tímann þá er ég þakklát fyrir allar þær stund- ir sem hann gaf mér og leyfði mér að skottast í kringum sig. Ef til vill er ég systirin sem hann aldrei eignaðist, þannig var okkar samband kærleiksríkt sem aldrei bar skugga á. Heimili Sigrúnar og Stefáns og Bebba var mitt annað heimili, þar sem ég var umvafin ást og umhyggju. Þar stóðu mér allar dyr opnar og þar fann ég frið og ró. Milli okkar Bebba ríkti kærleikur frá fyrstu tíð, strengur sem batt okkur órjúf- anlegum böndum. Síðustu stundirnar sem við hittumst átti hann það til að taka mig í fangið, knúsa mig og segja: „Hvað segir litla stelpan mín í dag? Líður þér ekki vel, er ekki allt í lagi?" Ég kveð þig núna en mun ævin- lega muna þig eins og þú varst. Blessuð sé minning þín. Þín frænka, Steinunn Georgsdóttir, Sigurborg Gi'sladóttir og aðrir vandamenn. DANIEL JOENSEN + Daníel Joensen fæddist í Kolla- firði í Færeyjum 26. september 1918. Hann lést í Kópa- vogi 24. apríl síð- astliðinn og fór út- förin fram frá Kópavogskirkju 30. apríl. Eitt augnablik, hvarfst þú úr þessu lífi. Eitt augnablik, áttum við samverustund. Eitt augnablik ... Afi, þú áttir stórt pláss í okkar hjarta, við munum varðveita þig þar. Þú varst þekktur fyrir óvænt ferðalög og náðir að fara þau mörg. Þetta síðasta ferðalag þitt skilur eftir brostið hjarta sem allar minn- ingar um þig munu græða. Þú áttir marg- brotið hjarta sem var púslað saman af minningum ástvina þinna sem kvöddu okkur alltof snemma, en nú finnur þú frið með þeim. Þú minnir mest á bjarg sem stendur við óútreiknanlegt haf, fagur, stoltur, sterkur. Hafið mátti vinna á þér en þú naust þín samt. Þú naust lífsins og við erum þakklát fyrir þann tíma sem þú varst hér. Saknaðarkveðja. Barnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallfnubii og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elsku litli drengurinn okkar, HLYNUR GUNNARSSON, lést á vökudeild Landspítalans þann 5. maí. Útförin hefur farið fram. Læknum og hjúkrunarfólki vökudeildar og 22-B þökkum við frábæra umönnun og aðstoð. Bergrún H. Gunnarsdóttir, Gunnar Pálsson. t Hjartans þakkir til allra, vina og vanda- manna, fyrir auðsýnda samúð og hjálp vegna andláts og útfarar mannsins míns, föður okkar og fósturföður, HARALDAR EINARSSONAR, Ljósheimum 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins og Kristniboðsfélags kvenna fyrir ómetan- lega hjálp. Drottinn þlessi ykkur öll og launi. Helga G. Jakobsdóttir, Gréta S. Haraldsdóttir, Sigrún J. Haraldsdóttir, Fi iðþjófur D. Friðþjóf sson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.