Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Þróunarstofa Aust- urlands sett á stofn Reyðarfirði - Á aðalfundi Atvinnu- þróunarfélags Austurlands sem haldin var fyrir skömmu á Reyðar- firði var sett á stofn Þróunarstofa Austurlands. Þeir sem stóðu að stofnun hennar voru auk Atvinnu- þróunarfélag Austurlands, At- vinnuþróunarsjóður Austurlands, SSA, og Byggðastofnun. Samningur var gerður milli þess- ara aðila en hann hefur verið í smíðum frá því í haust. Atvinnuþró- unarsjóðurinn og Atvinnuþróunar- félagið munu leggja til 5,5 milljónir á ári og Byggðastofnun 8 milljónir á ári í þrjú ár. Þróunarstofan mun hafa aðsetur á Seyðisfírði og við hana munu starfa 4 starfsmenn; forstöðumaður, ferðamálafulltrúi, fulltrúi í erlendum samskiptum við útlönd og skrifstofustjóri. Gunnar Vignisson, sem er atvinnuráðgjafi Atvinnuþróunarfélags Austurlands, mun veita stofnuninni forstöðu og Kristófer Ragnarsson, sem verið hefur ferðamálafulltrúi á Austur- landi, mun gegna því starfi innan þessarar nýju stofnunar. Þróunar- stofan verður undir umsjón At- vinnuþróunarfélags Austurlands. Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, tók fram í tölu sem hann hélt við þetta tækifæri, að frumkvæðið væri heimamanna og hann gleddist yfír áhuga og krafti aðstandenda. Hann sagði Byggðastofnun hafa fengið Há- skóla íslands og Háskólann á Akur-. eyri með í dæmið, þaðan kæmi þekkingin og ráðgert er að Þróunar- stofan og framhaldsskólamir á Austurlandi vinni náið með háskól- unum næstu árin. Nauðsyn á stofnun héraðsháskóla Þeir Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla Íslands, og Þorsteinn Morgunblaðið/Hilmar Sigutjónsson FRÁ aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Austurlands. Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, voru gestir fundarins og fluttu þar erindi um nauðsyn á stofnun héraðsháskóla á Austur- landi. Sveinbjörn taldi að grunnmennt- un íslendinga væri góð en hvað æðri menntuin varði þá væri við eftirbátar annarra þjóða. Þetta yrðu framhaldsskólar og háskólar að við- urkenna og bregðast við ef ekki ætti illa að fara. Sérstaklega þyrftu skólarnir að bæta sig hvað varðar kennslu tungumála og raungreina. Þorsteinn Gunnarsson viðraði hugmyndir um þrjár mögulegar gerðir háskóla fyrir Austurland. í fyrsta lagi sjálfstæða stofnun í lík- ingu við Háskólann á Akureyri. í öðru lagi einkarekinn háskóla og í þriðja lagi stofnun sem rekin væri í samvinnu eða samstarfi við Há- skólann á Akureyri og Háskóla ís- lands. Eitt er nauðsynlegt að þeirra mati. Stutt nám á háskólastigi sem sinnir atvinnulífinu með stuttum námsbrautum, endurmenntun og símenntun. Gengið til samninga við Einar Má Egilsstöðum - Á fundi stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands var ákveðið að ganga til samninga við Einar Má Sigurðarson einn þriggja umsækjenda um starf for- stöðumanns Skólaskrifstofu Austuriands sem auglýst var laust til umsóknar. Einar Már hefur gegnt starfi skóla- meistara Verkmenntaskólans í Neskaupstað. Aðrir um- sækjendur um stöðu for- stöðumanns voru Berit Jo- hnsen og Sigurbjörn Marin- ósson. Skólaskrifstofa Austurlands verður með að- setur á Reyðarfirði og gert er ráð fyrir að forstöðumaður taki til starfa í byrjun júní. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal VIÐSKIPTI ©merísku Starcraft fellihýsin og pallhús- in eru ekki aðeins á góðu verði því gæðin eru ósvikin. Einnig Camp-let tjaldvagnarnir sem hafa reynst svo vel hér um áraraðir og eru fádæma traustir. Skoðaðu líka fortjöldin, ferða- og gasvöruna eða hjólhýsin sem við útvegum beint frá framleiðenda. í* Q\SU JÓNSSON ehf Bíldshðfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 AREIÐANLEIK! ÁR EFTiR ÁR ! Síldarnót féll þvert yfir umferðargötu Neskaupstað - Það óhapp vildi til hjá skipverjum á Berki þegar þeir voru að flytja síldarnót frá Netagerðinni á Höfn að nótin féll af vagninum sem flutti hana og lenti hún þvert yfir aðalum- ferðargötu bæjarins. Ekki hlaust neitt slys af en gatan var lokuð nokkurn tíma vegna þessa. Vel sótt kynning á íslandi sem fjárfestingarkosti í Þýskalandi A MYNDINNI má m.a. sjá þá Pál Kr. Pálsson, forsljóra Sólar, Finn Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ingimund Sig- fússon sendiherra. Ahugi fyrír frek- ari kynningum LIÐLEGA 80 þýskir fjárfestar voru viðstaddir kynningu á Islandi sem fjárfestingarkosti í Dusseldorf nýverið. Sýndu fjárfestarnir því mikinn áhuga að haldnar yrðu fleiri slíkar kynningar, þar sem kastljós- inu væri beint að einstökum at- vinnugreinum. Meðal annars hefur verið rætt um sérstaka kynningu á ferðaþjónustu hér á landi og hugsanlega kynningu á sjávarút- vegi i tengslum við sjávarútvegs- sýningu hér á landi í haust. Að sögn Kristínar S. Hjálmtýs- dóttur, hjá Þýsk-íslenska versl- unarráðinu, sem var meðal að- standenda þessarar kynningar, var þátttakan mun betri en búist hafði verið við. Fjöldi fjárfesta víða að í Þýskalandi hafi sótt þennan fund. Þeirra á meðal hafi verið fulltrúar frá Volkswagen, utanríkisráðu- neytinu í Bonn, þýskum bönkum, flugfélögum og fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu og sjávar- útvegi. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði fundargesti og ræddi m.a. um við- horf stjórnvalda til erlendra fjár- festinga á Islandi og þær laga- breytingar sem í vændum væru á takmörkunum á erlendum fjárfest- ingum hér á landi. Sagði hann að stjórnvöld teldu slíka fjarfestingu mjög mikilvæga til þess að tryggja hér hagvöxt. Finnur ræddi einnig um þann árangur sem náðst hefði í því að auka stöðugleikann í efnahagslíf- inu og nefndi í því sambandi að ísland væri nú eitt fárra Evrópu- ríkja sem uppfyllti öll skilyrði sem sett væru fyrir þátttöku í evrópska myntbandalaginu. Fjölmargir fulltrúar viðskipta- lífsins hér á landi kynntu fundar- mönnum viðskiptaumhverfið hér á landi. Þeirra á meðal voru Páll Kr. Pálsson, forstjóri Sólar, Ingi Bogi Bogason, frá Samtökum iðnaðar- ins, Þorvarður Alfonsson, forstjóri Iðnþróunarsjóðs. Þá ræddi Christ- ian Roth, forstjóri ÍSAL, um kosti og galla íslands sem fjárfestingar- kosts fyrir erlenda fjárfesta og fyrirtæki. Það voru Þýsk:íslenska verslunar- ráðið, sendiráð íslands í Bonn, Fjár- festingarskrifstofa Útflutningsráðs og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og þýska iðnaðar- og verslunarráð- ið í Nordrhein-Westfalen sem stóðu að þessari kynningu. SAS býður 66% íEstonian Air Stokkhólmi. Reuter. SAS hefur boðið í 66% hlutabréfa í eistneska flugfélagið Estonian Air, sem það vill gera að arðbæru flugfélagi búnu vestrænum flug- vélum, en með eistnesku yfir- bragði. SAS býður upp á sameign til langs tíma og lofar að leggja fram 20 milljóna dollara viðbótarfjár- magn í eistneska flugfélagið. Tallinn-banki, danskur fjárfest- ingarsjóður fyrir Austur-Evrópu (7) \ Xoúen ^o^L- Gœðavara Gjáfavara — malar- og kaflistell. Heim Allir verðflokkdi. m.a. l Wóek/'^sL^ verslunin Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðn m.a Gianni Vérsace. og Swedfund International AB standa að tilboðinu auk SAS. Tilboðið býður upp á möguleika á samvinnu Estonian Air og lett- neska flugfélagsins Air Baltic, sem SAS, danski fjárfestingarsjóðurinn og Swedfund eiga í. Samkvæmt tilboðinu mun eist- neska ríkið eiga 34% í félaginu, SAS 28% og Tallinn-banki 17%, en fjárfestingarsjóðirnir 10,5% hvor. Estonian Air heldur uppi flugi til Skandinavíu, Norður-Evrópu og fyrrverandi lýðvelda gðmld Sovétríkjanna, aðallega með Bo- eing 737 vélum. Félagið var rekið með 2.17 milljóna dollara tapi 1995 og er meðal þeirra fyrir- tækja sem eistneska stjórnin hyggst einkavæða. SASfækkarferðum Jafnframt hefur SAS tilkynnt að ferðum félagsins verði fækkað um 3% vegna skorts á flugmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.