Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ~j-| Vtot&mbUútíb STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DYR UMFERÐ KOSTNAÐUR samfélagsins vegna umferðarslysa hefur til þessa verið talirtn liggja á bilinu 6-8 milljarðar króna á ári. Samkvæmt nýjum útreikningum Hagfræðistofnunar íslands má hins vegar gera ráð fyrir að heildarkostnaðurinn sé á bilinu 16,2 - 18,8 milljarðar króna árlega, eftir að tekið hefur verið tillit til þátta er ekki hafa verið metnir til þessa. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnun- ar, gerði grein fyrir þessum útreikningum á Umferðarþingi og sagði að sem hlutfall af árlegri landsframleiðslu samsvaraði þetta 4-6%. Því væri fyllsta ástæða til að líta á umferðarslys sem alvarlegt efnahagsvandamál. Það er fyllsta ástæða tjl að efna til umræðu um hvernig draga megi úr umferðarslysum, jafnt vegna þeirra líkamlegu og andlegu þjáninga sem slysin valda sem hins samfélagslega kostnaðar í heild. Þótt útreikningar af þessu tagi byggist ávallt, líkt og Tryggvi tók fram í erindi sínu, að einhverju leyti á huglægu mati er ljóst að kostnaðurinn er gífurlegur. Það hefur ítrekað komið fram að mesti áhættuhópurinn í umferðinni eru yngstu ökumennirnir. Að meðaltali slasast tveir af hverjum hundrað í aldurshópnum 17-20 ára í umferðaróhöpp- um og aldurshópurinn 17-24 ára er sá er veldur flestum umferð- arslysum. Ef grípa á tíl aðgerða gegn umferðarslysum er því ljóst að aðgerðir verða ekki síst að beinast að þessum hópi ökumanna. í nágrannaríkjum íslands er lágmarksaldur ökumanna yfir- leitt hærri en á íslandi og víða gilda strangar takmarkanir á akstri ungmenna fyrstu árin eftir bílpróf, t.d. hvað varðar há- markshraða. Stjórnvöld hljóta að skoða hvort ástæða sé til að herða kröfur til ungra ökumanna með einhverjum hætti. Því má jafnframt velta fyrir sér hvort fræðsla um afleiðingar um- ferðarslysa ætti að vera hluti af skyldubundnu ökunámi. Þá eru tryggingar bifreiða í Bandaríkjunum og Evrópu yfir- leitt mun hærri ef ungir og óreyndir ökumenn hafa afnot af þeim. Sú hefur almennt ekki verið raunin hér á landi þó að færa megi rök fyrir því að slíkt kerfi hefði gífurlegt aðhald í för með sér gagnvart þessum hópi. Útreikningar Hagfræðistofnunar hljóta loks einnig að vekja upp spurningar um hvort ástæða sé til að endurmeta hag- kvæmniútreikninga vegna vegaframkvæmda í ljósi þeirra. BREYTT STAÐA í SUÐUR-AFRÍKU SÚ ÁKVÖRÐUN F.W. de Klerks, leiðtoga Þjóðarflokksins, að segja sig úr þjóðstjórninni í Suður-Afríku markar mikil- væg kaflaskil í pólitískri sögu landsins. Eftir fyrstu lýðræðis- legu kosningarnar, sem opnar voru öllum kynþáttum, var talið rétt að helstu stjórnmálaöfl tækju höndum saman um stjórn landsins. Það samstarf hefur getið af sér nýja stjórnarskrá, sem sam- þykkt var fyrr í vikunni. Mat Þjóðarflokksmanna er að þar með sé þjóðstjórnin búin að skila hlutverki sínu og rétt að eðlileg stjórnmálabarátta taki við. Flokkurinn vill skerpa andstæðurnar í stjórnmálum og móta sér sjálfstæðan grundvöll fyrir næstu kosningar, árið 1999. Eigi lýðræði að dafna í Suður-Afríku er nauðsynlegt að það fái að þroskast með eðlilegum hætti. Hluti af því er að stjórn- völd fái raunverulegt aðhald ábyrgrar stjórnarandstöðu í stað þess að það falli einungis í skaut róttækustu og öfgafyllstu afla þjóðfélagsins að halda uppi gagnrýni á stjórn landsins. Ríkisstjórn Nelsons Mandela stendur nú frammi fyrir því vandasama verkefni að sannfæra þjóðina, erlenda fjárfesta og umheiminn um að hún sé fær um að takast á við vandamál Suður-Afríku og tryggja efnahagslegan og pólitískan stöðug- leika en falla ekki í sömu gryfju og margar aðrar stjórnir í álfunni hafa gert á undanförnum árum. KJÖRSTAÐIR FYRIR ALLA BORGARYFIRVÖLD í Reykjavík íhuga nú að færa kjördeild- ir, sem verið hafa í Austurbæjarskóla, Sjómannaskólanum og Miðbæjarskólanum, í_ Ráðhúsið og á Kjarvalsstaði í kom- andi forsetakosningum. Ástæðan er sú að fatlaðir hafa kvartað undan því að aðgengi þeirra að fyrrnefndu kjörstöðunum sé mjög slæmt. Sama þykir eiga við um Laugarnesskóla og Lauga- lækjarskóla. Þetta sýnir það ófremdarástand, sem ríkir enn hér á landi varðandi aðgengi fatlaðra að opinberum byggingum. Úr því þarf að sjálfsögðu að bæta. Ef byggingar eru óaðgengilegar sem kjörstaður, eru þær það ekki síður sem skóli eða þjónustu- stofnun, sem fatlaðir jafnt og aðrir þurfa að nýta sér. Frumvarp til laga um stéttarfelög og \ VI Drögí janúar Frumvarp Afstaða ASÍ Aðild að stéttarfélögum og félagssvæði • Stéttarfélög opin öllum í starfsgrein. Félagssvæði þeirra sé ekki minna en sveitarfélag. Andvígt. Ákvæðið skapar hættu á i átökum um einstök samningssvið. Vinnu-staðafélög Heimilt að stofna vinnustaðafélög i fyrirtækjum með 250 eða fleiri starfsmenn. Andvígt. Teiur ákvæðið brot á stjómarskrá og alþjóðlegum samningum. Umboð samninga-nefnda Samninganefnd hefur umboð til að setja fram tillögur að samningi og undirrita samning, kveða á um sam-eiginlega atkvæðagreiðslu félags-manna og framselja umboð sitt. Óbreytt f rá tillögum í janúar. Andvígt. Gróf íhlutun í innri málefni stéttarfélaga og brot gegn sam-þykkt Alþjóðavinnumálastofnunar-innar(ILO). Afgreiðsia kjarasamninga Samningur gildir frá undi rskriftar-degi nema hann sé feildur af þriðjungi atkvæða skv. atkvæða-eða f élagaskrá ínnan f jögurra vikna, sé ekki á annan veg samið. Meirihluta greiddra atkvæða þarf til að fella kjarasamning og minnst fimmtung atkvæða skv. atkvæða- eða félagaskrá. Taki samningur til hluta félagsmanna eða starfsmanna fyrir-tækis þarf meirihluta og minnst þriðj-ung atkvæðisbærra til að fella hann. Andvfgt. Tilraun til að lögbinda starfshættl stéttarfélaga. Brot á samþykkt ILO um frelsi stéttarfélaga. Boðun vinnustöðvunar Vinnustöðvun er lögmæt ef viðræð-ur hafa átt sér stað eða leitað haf i verið eftir viðræðum. Tillagan þarf að hljóta fullan helming greiddra atkvæða og tiltekið hlutfall skv. atkvæða- eða félagaskrá í leynilegri atkvæðagreiðslu. Ákvörðun um verkfall og verkbann tekin i leynilegri atkvæðagreiðslu með þátttöku a.m.k. ftmmtungs atkvæðis-bærra og þarf meirihlutinn að sam-þykkja. Póstkosning er heimil og gildir niðurstaða hennar óháð þátttöku. Taki vinnustöðvun til ákv. hóps þarf helm-ingur þeirra að taka þátt og meirihluti að samþykkja. Andvígt. Fer í bága við samþykkt ILO um frelsi stéttarfélaga. Auðveldara verður að boða til verkfalls stærri hópa en minni, sköpuð er hætta á langvinnari verkföllum en orðið hafa. Frestun vinnustöðvunar Samninganefnd eða fyrirsvars-mönnum aðila er heimilt að fresta boðaðri vinnustöðvun um allt að 14 sólarhringa án samþykkis gagnaðila með minnst sólarhrings fyrirvara. Andvígt. Gjðrbreytlr eðii verkfalls-heimllda. Félögin þyrftu að semja við vinnuveitendur ef fresta á verkfalli lengur en 14 sólarhringa. Um slíkt verður ekki samið. Fjölda-uppsagnir Vmnustöðvanirskilgreindar. Fjölda-uppsagnir eða sambærilegar aðgerðir af hálfu vinnuveitenda eða launa-manna teljast til vinnustöðvana Andvígt. Ekki þarf lengur að koma til sönnunar á aðild félags að fjölda-uppsögn til að á hana sé litið sem verkfall. Brot á Iðgum og ákvæöum mannréttindasáttmála. Vald sáttasemjara Sáttasemjara erheimilt að uppfyllt-um skilyrðum að leggja f ram eina sameigínlega miðlunartillögu, sem getur náð til allra hópa sem eru með lausa samninga (svokölluð tengi-regla). Efnislega óbreytt frá drögum í janúar en bætt er við að sameiginlegt atkvæðamagn ráði úrslitum um sameiginlega miðlunartillögu og tekið er fram að atkvæðagreiðslur á almennum vinnumarkaði og meðal opinberra starfsmanna skuli vera algertega aðgreindar. Andvígt rærir sáttasemjara stór-aukin völd. Skilyrði sem sáttasemj-ara eru sett eru gagnsiaus. Tengi-regian getur leitt til að stórir hópar launafólks verði algerlega áhrifa-lausir um sín mál. Sáttasemjara sett skilyrði Til að geta sett fram sameiginlega miðlunartillögu þarf m.a. viðræðu-áætlun að vera lokið, samningar verið lausir um tíma, efnislegar viðræður átt sér stað og aðilar átt kost á að gera athugasemdir við hugmynd sáttasemjara um miðlunartillögu. Að mestu óbreytt frá tillögum í janúar en með breyttu orðalagi. Andvígt. Engin trygging fyrir að viðræður séu ekki aðeins til mála-mynda, skilyrði háð nánast frjálsu mati sáttasemjara og hafa litla efnislega þýðingu. Atkvæða-greiðsla um miðlunar-tillögu Þriðjung atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá þarf tJI að fella tillögu. Til að fella miðlunartillögu þurfa 33,3% atkvæðisbærra félagsmanna að vera á móti og einnig meirihluti þeirra sem þátt taka í kosningunni. Algerlega óásættanlegt. Tvðfatt strangari kröfur eru gerðar til að hægt sé að fella miðl unartillög u ert núgildandi lög kveða á um. Þótt þátttaka sé nær 70% í atkvæða-greiðslu og meirihlutinn sé á móti getur tillagan engu að síður talist samþykkt. Félagsmálanefnd fjallar um breytingar á stéttarfélags RIKISSTJORNIN og stjórn- armeirihlutinn á Alþingi hafa tvívegis breytt frum- varpsdrögum um breyt- ingar á vinnulöggjöfinni til að koma til móts við kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar. Forysta verkalýðshreyf- ingarinnar er þó enn ósátt við frum- varpið. í töflunni hér að ofan eru í samandregnu máli bornar saman helstu breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu og afstaða ASÍ til einstakra atriða. í janúar kynnti félagsmálaráð- herra frumvarpsdrög að breytingum sem áttu eingöngu að ná til laga um sáttastörf í vinnudeilum. Hug- myndirnar mættu mikilli andstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Þegar frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur var lagt fram á Alþingi í mars hafði ráðherra dregið til baka ýmsar tillögur sem voru í upphaf- legu frumvarpsdrögunum frá í jan- úar, þ.á.m. hugmyndir um að þriðj- ung atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá þyrfti til að fella kjarasamning. Frumvarpið í heild sinni og flest ákvæði þess mættu engu að síður mikilli mótspyrnu verkalýðshreyf- ingarinnar og í byrjun vikunnar kynnti félagsmálanefnd fulltrúum stéttarfélaganna ýmsar nýjar tillög- ur um breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Mæta þær einnig andstöðu verkalýðshreyfmg- arinnar. Lagastofnun kynnir álit sitt ámánudag ASÍ fellst ekki á breytingar meirihluta félags- málanemdar á stéttarfélagsfrumvarpinu. Skv. heimildum Omars Friðríkssonar telja þrír lögfræðingar stéttarfélaga breytingarnar brot á félagafrelsisákvæðum en álit Laga- stofnunar HI á breytingartillögunum verður ______kynnt í nefndinni á mánudag. Skv. heimilum Morgunblaðsins standa enn yfir viðræður í nefndinni við fulltrúa ASÍ og Sambands banka- manna um ýmis álitaefni og.er ekki talið útilokað að enn frekari breyting- ar verði gerðar en reiknað er með að frumvarpið verði afgreitt út úr nefndinni f fyrri hluta næstu viku Fulltrúar ASÍ eru mjög ósáttir við ýmis atriði brytingartillagnanna m.a. um umboð samninganefnda, atkvæðagreiðslur og ákvæði um sar sar ] arf má skc am kvs Alt ] ski ák1 voi &i ski La. bai lag rýi lag V3E nu vir ák úr ini vir le| eir ari ne áli in| ar stí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.