Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGURH.MAÍ1996 29 AÐSENDAR GREINAR Byggingadagar 1996 SAMTÖK iðnaðarins standa nú í þriðja sinn fyrir Byggingadögum, í þetta sinn undir kjörorðunum FÉ OG FRAMKVÆMDIR. Þegar Sam- tök iðnaðarins fóru af stað með Byggingadaga, árið 1994, tóku ein- göngu fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu þátt í þeim. Á síðastliðnu ári bættust svo fyrirtæki á lands- byggðinni í hópinn og reyndin nú er að enn fleiri fyrirtæki á lands- byggðinni eru með sem þátttakend- ur. Þetta er ánægjuleg þróun og géfur Byggingadögum breiðari og traustari grundvöll. Alls taka nú þrjátíu fyrirtæki þátt í Bygginga- dögum víða um land. Byggingariðnaður Það er stór en jafnframt skemmtileg ákvörðun sem tekin er þegar fólk ákveður kaup á hús- næði, eða að koma garðinum sínum íslenzkir iðnaðarmenn hafa þá breiðu og traustu þekkingu, segir Haraldur Sumarliða- son, sem tryggir góðan árangur. í snyrtilegt og gott horf og að eign- ast sumarhús. Þetta eru mikilvægar ákvarðanir og af þeim sökum þarf að ígrunda þær mjög vel og sjá til þess að þær falli inn í þann fjár- hagslega ramma sem hver og einn getur sett sér. Félagsmenn í Sam- tökum iðnaðarins, byggingaverk- takar og iðnmeistarar hafa á und- anförnum árum lagt sig fram um að gera fólki íbúðakaup auðveldari. Innan byggingariðnaðarins hefur átt sér stað hagræðing sem hefur skilað sér í lægra verði til kaup- enda. Þetta hefur gerst á sama tíma og byggingariðnaðurinn hefur verið í öldudal og störfum innan hans fækkað um u.þ.b. 1200 ársverk á síðustu fjórum árum. Heldur hefur þó rofað til en samt ekki nægjan- lega til að snúa atburðarásinni við enn sem komið er. Á undanförnum árum hefur íslenskur byggingariðn- aður átt í stöðugri samkeppni við innfluttar byggingavörur og bygg- ingahluta. Nú lítur út fyrir að hér Guðœundw Rapi Geindal væntanlequr forsetaf rambióðandi ,j ljósi breyttra tíma má nýta forseta- embættið til að túlka æðstu sjónar- mið þjóðarinnar á hverjum t íma. Ekki einungis það, heldur getum við nýtt það til að útvarpa skoðunum okkar um tnveruna til annarra þjóða jarðarinar um hvað við teljum vera æskilega þróun fyrir mannkynið. Þetta er ég tilbúinn til að gera, verði ég forseti." sé að verða breyting á. Það hefur sýnt sig að íslensk framleiðsla og íslensk fagmennska stendur þeirri erlendu fyllilega jafnfætis ef ekki framar. Þetta hefur einnig sannað sig hjá íslenskum fyrirtækjum sem hafa verið að hasla sér völl á erlend- um mörkuðum. Það hefur líka kom- ið berlegaí ljós að húshlutafram- leiðsla á íslandi, hurðir, gluggar o.fl. ásamt innréttingaframleiðslu, stenst alla samkeppni við innflutn- ing ef borið er saman verð og gæði. Þetta er mannfrek framleiðsla og því nauðsynlegt að hún vinni sér fastari sess hér innanlands með aukinni markaðshlutdeild, enda mælir allt með því að nota íslenska framleiðslu í íslensk mannvirki. Viðhalds er þörf Viðhald húsa verður sífellt stærri hluti af vinnu iðnaðarmanna. Það er með sanni hægt að fullyrða að íslenskum húsum hefur ekki verið haldið nægjanlega vel við á undan- förnum áratugum. Þetta er mjög hættuleg þróun og á eftir að koma illa niður á íbúðareigendum á næstu árum. Margir íslenskir iðnaðar- menn hafa mikla þekkingu á þessu sviði, enda hafa þeir sérhæft sig í viðgerðum og viðhaldi fasteigna. Mikilvægt er að í þessum hluta byggingariðnaðarins sem og í öðrum sé fag- mennska • látin ráða ferðinni. íslenskir iðn- aðarmenn hafa mjög breiða og trausta þekk- ingu hver á sínu sér- sviði. Þeir hafa orðið að takast á við mjög fjðlbreytt verkefni, við mismunandi veðráttu og aðstæður. Sú þekk- ing er mikilvæg til að tryggja að vinnan skili þeim árangri sem ætl- ast er til. Byggingadagar: Sýnishorn af því besta Haraldur Sumarliðason manna fyrir því að ís- lenskur byggingariðn- aður er á réttri braut. Byggingadagar sýna vel hvers megnugur íslenskur byggingar- iðnaður er og að hann er fullfær um að svara kröfum markaðarins. Hér er hægt að kynn- ast handbragði iðn- aðarmanna og upplifa hvað byggingariðnað- ur er. Það er von okkar að landsmenn taki þátt í Byggingadögum 1996 og komi í heim- sókn á þá staði sem opnir eru. Meginmarkmið Byggingadaga er að opna augu almennings og ráða- Höfundur er húsasmíðameistari og formaður Samtaka iðnaðarins. 13. maí: Borgarnes Sýningarstaður: Hyrnan frákl. 10:00 til 17:00. 14. maí: Grundarfiörður Sýningarstaður: Esso-skáli frákl. 10:00 til 12:00. 14. maí: Stykkishólmur Sýningarstaður: Olís-skáli frá kl. 14:00 til 17:00. 15. maí: Hvammstangi Sýningarstaður: Félagsheimilið frákl. 10:00 til 17:00. 16. maí: Blönduós Sýningarstaður: Vélsmiðja Húnvetninga frákl. 10:00 til 17:00. 17. maí: Sauðárkrókur Sýningarstaður: Skagfirðingabúð frákl. 10:00 til 17:00. 18.-19. maí: Akureyri Sýningarstaður: Skálafell laugardag frá kl. 12:00 til 17:00, sunnudag frá kl. 12:00 til 17:00. 20. maí: Húsavík Sýningarstaðúr: Olís-skáli frá kl. 10:00 til 17:00. 21. maí: Egilsstaðir Sýningarstaður: Bílasalan Fell frákl. 10:00 til 17:00. 22. maí: Eskifjörður Sýningarstaður: Shell-skáli frá kl. 10:00 til 17:00. 23. maí: Höfn Sýningarstaður: Bifreiðverkstæði Ingvars og Gunnars frákl. 10:00 til 17:00. 24. maí: Kirkjubæjarklaustur Sýningarstaður: Skaftárskáli frákl. 10:00 til 12:00. 24. maí: Vík í Mýrdal Sýningarstaður: Víkurskáli frákl. 14:30 til 17:00. 19 4 6-1996 Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600 Ekki missa afþessu tækifæri til að sjá nokkra glæsilegustu bíla landsins ínærmynd. Komdu og reynsluaktu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.