Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ STARFSMENN Fiskimjölsverksmiðjunnar framan við verksmiðjuna þegar síðustu vaktaskiptin á þessari vertíð fóru fram. Bræðslu lokið eftir metvertíð Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. í LOK síðustu viku lauk bræðslu á loðnu hjá Fiskimjölsverk- smiðju Vinnslustöðyarinnar í Vestmannaeyjum. Á vertíðinni tók verksmiðjan á móti meira magni en nokkru sinni fyrr, 62.600 tonnum, en í heildina tók Vinnslustöðin á móti tæpum 68.000 tonnum og er þá meðtal- in sú loðna sem fór til frysting- ar. Bræðsla hófst hjá Fiskimjöls- verksmiðjunni seinnipart jan- úar en ekki var kominn fullur kraftur á vinnsluna fyrr en um mánaðamót janúar-febrúar. Síðan hefur verið unnið á tví- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ÞEIR voru uppábúnir í tilefni af síðustu vakt vertíðarinnar, Agúst Þórarinsson, lengst til vinstri, Óskar Valtýsson og Bryn- geir Sigfússon, en þeir hafa allir starfað í Fiskimjölsverksmiðj- unni í áraraðir. skiptum vöktum með ellefu starfsmenn á hvorri vakt. Sigurður Friðbjörnsson, verksmiðjustjóri, sagði í samtali við Verið að rólegur tími væri nú framundan en þó vonuðust menn eftir að fá síid tíl vinnslu úr Síldarsmugunni. Sjávarútvegsráðherra um úthlutun síldaraflamarks Skapar engin fordæmi fyrir framtíðina „VIÐ teljum okkur ekki vera í stakk búna til þess að úthluta sfld- arkvótanum varanlega. Við erum Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Tónlistarvor í Fríkírkjunni Orgeltónleikar þriðjudaginn 14. maíkl. 20.30. Niis Henrik Nilsen, dómorganisti í Kaupmannahöfn. Á ef nisskrónni verk eftir: J.S. Boch, C. Fronck, Leif Kayser, J.P.E. Hortmonn og 0. Messioen. + lgL.1 aðeins að setja skilyrði fyrir veiði- leyfunum til að hvert og einstakt skip fari ekki yfir tilgreint há- mark. Það skapar ekki neinfor- dæmi fyrir varanlegri úthlutun kvóta síðar eða grundvöll fyrir veiðireynslu. Því er þetta ekki afla- hlutdeild, eins og við notum al- mennt í fiskveiðistjórnunarkerf- inu," segir Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra, aðspurður um ástæður þess að sfldarkvótinn, sem deilt var niður á skip í vikunni, væri ekki framseljanlegur. Þorsteinn sagði að verið væri að vinna að nýrri úthafsveiðilögg- jöf. Skipting síldarinnar fyrir næsta ár byggðist m.a. á því hvern- ig henni reiddi af. „Þegar hún ligg- ur fyrir, verður hægt að úthluta veiðiheimildum með varanlegum hætti, en ekki er hægt að segja til um með hvaða hætti úthlutun veiðiheimilda í úthafsveiðum verð- ur fyrr en löggjöfin liggur fyrir." Stjórnarflokkarnir tóku frum- varp um úthafsveiðar fyrst til umræðu sl. þriðjudag. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur samþykkt að leggja það fram, en þingflokkur framsóknarmanna hefur ekki lokið umfjöllun um það. Þorsteinn sagði að á milli stjórnarflokkanna væri engin togstreita um frumvarpið, en auðvitað væru sjónarmiðin mis- jöfn varðandi þetta eins og allt annað, sem varðaði sjávarútveg. Það færi ekki eftir flokkum, heldur hagsmunum. Galli á aðferðinni Aðspurður um hvort ekki hafi komið til greina að selja sfldarkvót- ann þeim útgerðaraðilum, sem skiptu honum á milli sín, sagði Þorsteinn að hvorki væru laga- heimildir fyrir því né meirihluta- vilji á Alþingi. „Mín skoðun er sú að það eigi ekki að stýra veiðum með skattheimtu og ég tel það tæknilega líka óframkvæmanlegt," sagði ráðherrann. Þorsteínn sagði það vissulega vera galla á úthlutunaraðferð sem þessari að kvótinn væri ekki fram- seljanlegur. Þess vegna næðu menn aldrei sömu markmiðum með slíkri aðferð eins og þegar úthlutað er varanlegum framseljanlegum kvóta. „Menn verða bara að bíta í það súra epli að menn ná ekki sama árangri með úthlutun sem þessari og úthlutun varanlegs kvóta. Ákvörðun þar um verður að byggja á nýrri úthafsveiðilög- gjöf." ERLEIMT Dole hæðist að utanríkisstefnu Bills Clintons Washúujton. Reuter. BOB Dole, væntanlegur frambjóð- andi repúblikana í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum í nóvember, gagnrýndi utanríkisstefnu Bills Clintons forseta harkalega í ræðu á fimmtudag og sagði að hann hefði stefnt hagsmunum Bandaríkja- manna í voða um allan heim, allt frá Atlantshafsbandalaginu (NATO) til Asíu, og dregið úr trú- verðugleika með „veiklyndi, óá- kveðni og tvíræðni". Dole, sem samkvæmt skoðana- könnunum hefur sýnu minna fylgi en Clinton, lýsti aðeins yfir stuðn- ingi við eitt atriði í utanríkisstefnu Clintons. Hann kvaðst fylgjandi þeirri stefnu forsetans að endurnýja vildarstöðu Kínverja í viðskiptum við Bandaríkin. „Ágreiningur okkar er mikill og snýst um grundvallaratriði, allt frá stækkun NATO til þess að koma fyrir langdrægum eldflaugum, reiða sig of mikið á Sameinuðu þjóð- irnar og grípa til afdráttarlausra aðgerða gegn óvinum þjóðarinnar," sagði Dole í ræðu, sem hampað var sem stefnuyfirlýsingu hans í utan- ríkismálum. „Skipti ekki daglega um skoðun" „Ég skipti ekki daglega um skoð- un," sagði Dole og kvaðst stefnu- fastur. Al Gore varaforseti hélt í skyndi blaðamannafund eftir að Dole hafði flutt ræðu sína og gerði lítið úr árás hans á Clinton. „Allir sjá að þegar einhver ákveð- ur að styðja sitjandi forseta á kosn- ingaári er eðlilegt að reyna að þyrla um leið upp moldviðri í pólitískum tilgangi," sagði Gore og lofaði Dole fyrir að styðja Clinton í Kína-málinu þrátt fyrir þrýsting frá Pat Buchan- an og hægri væng Repúblikana- flokksins. Mike McCurry, blaðafulltrúi for- setans, sakaði Dole um að búa til skoðanamun, en hinn raunverulegi ágreiningur hans væri við einangr- unarsinnana í röðum repúblikana. Laus eftir 21 ár Reuter HANN A Krabbe, sem dæmd var í ævilangt fangelsi fyrir þátttöku í árás þýsku ðfgasamtakanna Rauðu herdeildanna, RAF, á þýska sendiráðið i Stokkhólmi, var látin laus í Löbeck í gær eft- ir að hafa setið inni í 21 ár og sést hér fagna frelsinu með vin- um sínum. Tveir sendiráðsmenn og tveir hryðjuverkamenn létu lífið í árásinni í Svíþjóð. Dóm- stóll í Diisseldorf, sem kvað upp dóminn 1975, ákvað á mánudag að veita Krabbe frelsi til reynslu i fimm ár en henni ber að láta yfirvöld vita af dvalarstað sínum mánaðarlega. Krabbe, sem nú er fimmtug, afneitaði fyrir fjórum árum ofbeldi sem aðferð í s^jórn- málabaráttu. Um tylft fyrrver- andi félaga i RAF situr enn inni og krafðist Krabbe þess að þeir yrðu einnig látnir lausir. RAF- samtökin voru arftaki Baader- Meinhof hópsins sem framdi fjölda hryðjuverka í Þýskalandi. I $ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.