Morgunblaðið - 11.05.1996, Síða 16

Morgunblaðið - 11.05.1996, Síða 16
Skapar engin fordæmi fyrir framtíðina „VIÐ teljum okkur ekki vera í stakk búna til þess að úthluta sfld- arkvótanum varanlega. Við erum Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Tónlistarvor í Fríkirkjunni Orgelfónlelkar þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30. Niis Henrik Nilsen, dómorganisti í Kaupmannahöfn. Á efnisskránni verk eftir: J.S. Bach, C. Franck, Leif Kayser, J.P.E. Hartmann og 0. Messiaen. aðeins að setja skilyrði fyrir veiði- leyfunum til að hvert og einstakt skip fari ekki yfir tilgreint há- mark. Það skapar ekki nein for- dæmi fyrir varanlegri úthlutun kvóta síðar eða grundvöll fyrir veiðireynslu. Því er þetta ekki afla- hlutdeild, eins og við notum al- mennt í fiskveiðistjórnunarkerf- inu,“ segir Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra, aðspurður um ástæður þess að síldarkvótinn, sem deilt var niður á skip í vikunni, væri ekki framseljanlegur. Þorsteinn sagði að verið væri að vinna að nýrri úthafsveiðilögg- jöf. Skipting sfldarinnar fyrir næsta ár byggðist m.a. á því hvern- ig henni reiddi af. „Þegar hún ligg- ur fyrir, verður hægt að úthluta veiðiheimildum með varanlegum hætti, en ekki er hægt að segja til um með hvaða hætti úthlutun veiðiheimilda í úthafsveiðum verð- ur fyrr en löggjöfin liggur fyrir.“ Stjórnarflokkamir tóku frum- varp um úthafsveiðar fyrst til umræðu sl. þriðjudag. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur samþykkt að leggja það fram, en þingflokkur framsóknarmanna hefur ekki lokið umfjöllun um það. Þorsteinn sagði að á milli stjórnarflokkanna væri engin togstreita um fmmvarpið, en auðvitað væru sjónarmiðin mis- jöfn varðandi þetta eins og allt annað, sem varðaði sjávarútveg. Það færi ekki eftir flokkum, heldur hagsmunum. Galli á aðferðinni Aðspurður um hvort ekki hafi komið til greina að selja síldarkvót- ann þeim útgerðaraðilum, sem skiptu honum á milli sín, sagði Þorsteinn að hvorki væru laga- heimildir fyrir því né meirihluta- vilji á Alþingi. „Mín skoðun er sú að það eigi ekki að stýra veiðum með skattheimtu og ég tel það tæknilega líka óframkvæmanlegt,“ sagði ráðherrann. Þorsteínn sagði það vissulega vera galla á úthlutunaraðferð sem þessari að kvótinn væri ekki fram- seljanlegur. Þess vegna næðu menn aldrei sömu markmiðum með slíkri aðferð eins og þegar úthlutað er varanlegum framseljanlegum kvóta. „Menn verða bara að bíta í það súra epli að menn ná ekki sama árangri með úthlutun sem þessari og úthlutun varanlegs kvóta. Ákvörðun þar um verður að byggja á nýrri úthafsveiðilög- gjöf.“ 16 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ ERLENT Sjávarútvegsráðherra um úthlutun síldaraflamarks Reuter Laus eftir 21 ár HANNA Krabbe, sem dæmd var í ævilangt fangelsi fyrir þátttöku í árás þýsku öfgasamtakanna Rauðu herdeildanna, RAF, á þýska sendiráðið í Stokkhólmi, var látin laus í Liibeck í gær eft- ir að hafa setið inni í 21 ár og sést hér fagna frelsinu með vin- um sínum. Tveir sendiráðsmenn og tveir hryðjuverkamenn létu lífið í árásinni í Svíþjóð. Dóm- stóll í Diisseldorf, sem kvað upp dóminn 1975, ákvað á mánudag að veita Krabbe frelsi til reynslu í fimm ár en henni ber að láta yfirvöld vita af dvalarstað sínum mánaðarlega. Krabbe, sem nú er fimmtug, afneitaði fyrir fjórum árum ofbeldi sem aðferð í stjórn- málabaráttu. Um tylft fyrrver- andi félaga í RAF situr enn inni og krafðist Krabbe þess að þeir yrðu einnig látnir lausir. RAF- samtökin voru arftaki Baader- Meinhof hópsins sem framdi fjölda hryðjuverka í Þýskalandi. STARFSMENN Fiskimjölsverksmiðjunnar framan við verksmiðjuna þegar síðustu vaktaskiptin á þessari vertíð fóru fram. Dole hæðist að utanríkisstefnu Bills Clintons Washington. Reuter. BOB Dole, væntanlegur frambjóð- andi repúblikana í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum í nóvember, gagnrýndi utanríkisstefnu Bills Clintons forseta harkalega í ræðu á fimmtudag og sagði að hann hefði stefnt hagsmunum Bandaríkja- manna í voða um allan heim, allt frá Atlantshafsbandalaginu (NATO) til Asíu, og dregið úr trú- verðugleika með „veiklyndi, óá- kveðni og tvíræðni". Dole, sem samkvæmt skoðana- könnunum hefur sýnu minna fylgi en Clinton, lýsti aðeins yfir stuðn- ingi við eitt atriði í utanríkisstefnu Clintons. Hann kvaðst fylgjandi þeirri stefnu forsetans að endurnýja vildarstöðu Kínveija í viðskiptum við Bandaríkin. „Ágreiningur okkar er mikill og snýst um grundvallaratriði, allt frá stækkun NATO til þess að koma fyrir langdrægum eldflaugum, reiða sig of mikið á Sameinuðu þjóð- irnar og grípa til afdráttarlausra aðgerða gegn óvinum þjóðarinnar," sagði Dole í ræðu, sem hampað var sem stefnuyfirlýsingu hans í utan- ríkismálum. „Skipti ekki daglega um skoðun“ „Ég skipti ekki daglega um skoð- un,“ sagði Dole og kvaðst stefnu- fastur. A1 Gore varaforseti hélt í skyndi blaðamannafund eftir að Dole hafði flutt ræðu sína og gerði lítið úr árás hans á Clinton. „Allir sjá að þegar einhver ákveð- ur að styðja sitjandi forseta á kosn- ingaári er eðlilegt að reyna að þyrla um leið upp moldviðri í pólitískum tilgangi," sagði Gore og lofaði Dole fyrir að styðja Clinton í Kína-málinu þrátt fyrir þrýsting frá Pat Buchan- an og hægri væng Repúblikana- flokksins. Mike McCurry, blaðafulltrúi for- setans, sakaði Dole um að búa til skoðanamun, en hinn raunverulegi ágreiningur hans væri við einangr- unarsinnana í röðum repúblikana. Bræðslu lokið eftir metvertíð Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. í LOK síðustu viku lauk bræðslu á loðnu hjá Fiskimjölsverk- smiðju Vinnslustöðyarinnar í Vestmannaeyjum. Á vertíðinni tók verksmiðjan á móti meira magni en nokkru sinni fyrr, 62.600 tonnum, en í heildina tók Vinnslustöðin á móti tæpum 68.000 tonnum og er þá meðtal- in sú loðna sem fór til frysting- ar. Bræðsla hófst hjá Fiskimjöls- verksmiðjunni seinnipart jan- úar en ekki var kominn fullur kraftur á vinnsluna fyrr en um mánaðamót janúar-febrúar. Síðan hefur verið unnið á tví- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ÞEIR voru uppábúnir í tilefni af síðustu vakt vertíðarinnar, Ágfúst Þórarinsson, lengst til vinstri, Óskar Valtýsson og Bryn- geir Sigfússon, en þeir hafa allir starfað í Fiskimjölsverksmiðj- unni í áraraðir. skiptum vöktum með ellefu starfsmenn á hvorri vakt. Sigurður Friðbjörnsson, verksmiðjustjóri, sagði í samtali við Verið að rólegur tími væri nú framundan en þó vonuðust menn eftir að fá síld til vinnslu úr Síldarsmugunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.