Morgunblaðið - 29.05.1996, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lágt hlutfall kvenna í útvarpsfréttum gagnrýnt af konum á Alþingi
Menntamálaráðherra ínun
ekki beita sér í málinu
MENNTAMÁLARÁÐHERRA var
gagnrýndur fyrir það af konum á
Alþingi í gær, að vilja ekki beita sér
fyrir því að hlutur kvenna í fréttum
og umræðuþáttum í Ríkisútvarpinu
verði aukinn en ráðherra telur að
slíkt væri íhlutun í innri mál stofnun-
arinnar.
í fyrirspurnartíma á Alþingi
spurði Siv Friðleifsdóttir Framsókn-
arfiokki Björn Bjamason mennta-
málaráðherra hvort hann hefði i
hyggju að hvetja Ríkisútvarpið til
að auka hlut kvenna í fréttum og
umræðuþáttum. Vitnaði Siv m.a. til
upplýsinga um rýran hlut kvenna í
fréttum, svo sem að konur væru
aðeins 18% viðmælenda fréttamanna
Ríkissjónvarpsins.
Björn sagðist ekki myndu beita
sér sérstaklega í þessu máli, sem
varðaði innra starf í Ríkisútvarpinu
og iyti að sjálfstæði þess. Ríkisút-
varpinu bæri sjálfu að gæta þess
að jafnrétti væri í heiðri haft innan
stofnunarinnar.
„Svekkjandi svar“
Töluverð umræða varð um þetta
svar Björns og gagnrýndu nokkrar
konur í hópi þingmanna afstöðu
Björns. Siv sagði að svar Björns
hefði verið afar svekkjandi og rislít-
ið. Ríkisútvarpið hefði ekki jafnrétti
í heiðri og skilaboð ráðherrans væru
einfaldlega þau að það ætti að drolla
áfram í sömu förum. Siv sagði
greinilega afar langt í land í jafnrétt-
ismálum þegar svona svör fengjust.
Arnþrúður Karlsdóttir Framsókn-
arflokki hvatti menntamálaráðherra
til að leita leiða, sem mættu verða
til að ijölga konum í hópi þátttak-
enda í fréttatímum og öðrum dag-
skrárliðum Ríkisútvarpsins. Með
slíku væri hann ekki að skipta sér
af innra starfi stofnunarinnar heldur
að vinna sitt verk.
Krjstín Ástgeirsdóttir Kvennalista
sagðist hafa staðið í þeirri meiningu
að það væri hlutverk menntamáia-
ráðherra að sjá um að lögum væri
framfylgt, ekki síst í stofnunum sem
heyrðu undir hann en í gildi væru
jafnréttislög og fyrri ríkisstjórn hefði
samþykkt sérstaka jafnréttisáætlun.
Rannveig Guðmundsdóttir Al-
þýðuflokki að mikið ójafnrétti væri
í umfjöllun fjölmiðla um þingmál.
Konur væru 25% þingmanna en það
væri mat þeirra allra að umfjöllun
um málefni sem þær stæðu fyrir,
væri minni en sem þessu hlutfalli
næmi.
Út fyrir verksvið
Björn sagði fyrirspurnina hafa
snúist um hlut kvenna í fréttum og
umræðuþáttum. Og ef menntamála-
ráðherra ætti að fara að gefa Ríkis-
útvarpinu fyrirmæli um að auka
bæri hlut kvenna í fréttum og um-
ræðuþáttum þá væri hann kominn
langt út fyrir verksvið sitt. Björn
sagði að ljóst væri af skýrslum, að
hlutur kvenna mætti vafalaust vera
betri ef fullt jafnrétti ætti að gilda,
en erfitt væri að beita jafnréttis-
reglu þegar um væri að ræða fréttir
og umræðuþætti. Björn sagðist sjálf-
ur hafa verið blaðamaður í 12 ár,
og ef hann hefði átt að ákveða og
skrifa fréttir með hliðsjón af því
hvort karl eða kona ætti í hlut, hefði
hann lent í miklum vandræðum.
Björn sagði að ekki væri hægt að
setja í jafnréttislög ákvæði um að
skrifa bæri fréttir á grundvelli þeirra.
Ríkisútvarpinu bæri að fara að jafn-
réttislögum ella gætu ráðherra og
Alþingi tekið í taumana en fyrirspurn
Sivjar hefði ekki snúist um það.
Framkvæmd-
um í Austur-
stræti frestað
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu um breytta forgangsröðun
framkvæmda í miðborginni.
Ákvörðunin var tekin í samráði við
atvinnurekendur með rekstur í aust-
urhluta Austurstrætis og verður
framkvæmdum þar frestað til næsta
vors.
í erindi borgarverkfræðings til
borgarráðs kemur fram að atvinnu-
rekendur í Austurstræti telja að
besti viðskiptatíminn sé í júlí og
fram í september og lögðu þeir til
að framkvæmdir hæfust snemma
vors eða 1. mars.
Þá segir að sóknarnefnd Dóm-
kirkjunnar hafí ákveðið að fresta
viðgerðum og endurbótum á kirkj-
unni og því er lagt til að frestað
verði endurbyggingu Templara-
sunds.
Er því lagt til að áætlun við
gatnagerð í miðbænum verði breytt
þannig að til framkvæmda við
Hverfisgötu verði veitt 41 millj., til
Skólavörðuholts, 38 millj., til Skipti-
stöðvar SVR, 37 millj. til Austur-
strætis, 5 millj. og til Templara-
sunds 1 millj. Þá er gert ráð fyrir
12 millj. til gönguleiða.
Grétar tekinn við
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
GRÉTAR Þorsteinsson nýkjörinn forseti Alþýðusam-
bands íslands tók í gær við lyklavöldum í húsnæði
sambandsins við Grensásveg. Hér má sjá Grétar við
skrifborð sitt og að baki honum standa varaforset-
arnir Hervar Gunnarsson og Ingibjörg R. Guðmunds-
dóttir og Benedikt Davíðsson fráfarandi forseti ASÍ.
■ 80 ára afmælishátíð/10
Hallaði í stjór
Morgunblaðið/RAX
SÓLEY SH-124 tók að halla í
dráttarvagni þegar verið var að
taka bátinn í slipp Stálsmiðjunn-
ar í Reykjavík laust eftir kl 17 í
gær. Nokkrir starfsmenn Stál-
smiðjunnar voru á dráttarsleðan-
um, að minnsta kosti þrír á
göngubrú til hliðar við skipið og
fjórir fremst á sleðanum. Þegar
báturinn tók að hallast sáu þeir
á göngubrúnni sitt óvænna og
stukku í sjóinn til að forða sér,
hinir óðu í land. I óðagotinu hras-
aði einn mannanna úr stiga og
meiddist við það á hné. Hann var
fluttur á slysadeild til aðhlynn-
ingar.
Dráttarsleðanum var slakað
út aftur og báturinn réttist við
þegar hann fór á flot á ný. Sóley
SH er 144 brúttórúmlesta skip
og rúmlega 23 metra langt.
Þrennt úrskurðað í gæsluvarðhald
Réðust gegn hús-
ráðanda, skáru
hann og rændu
TVEIR karlmenn og ein kona hafa
verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til
5. júní, vegna árásar á hálfsextugan
mann aðfaranótt sunnudags. Mað-
urinn leitaði ásjár nágranna um nótt-
ina og blæddi þá mjög úr djúpum
skurði í andliti hans og á hálsi.
Maðurinn býr í kjallaraíbúð í
Mosgerði og kom heim til sín ásamt
konu um nóttina. Skömmu síðar
knúðu tveir menn dyra og voru þar
komnir félagar konunnar. Húsráð-
andi opnaði dyrnar og ruddust
mennirnir tveir þá inn.
í átökum, sem á eftir fylgdu, fékk
húsráðandi skurð á kjálkabarð, niður
á háls og höku og blæddi mjög mik-
ið. Mennirnir tveir og konan hurfu
á brott og höfðu með sér ýmsa smá-
muni í eigu mannsins og lága fjár-
hæð, sem þau fundu í íbúðinni.
Þegar fólkið var farið leitaði mað-
urinn ásjár nágranna, sem kallaði
eftir lögreglu og sjúkrabíl. Hann var
fluttur á slysadeild, þar sem gert
var að áverkum hans.
Rannsóknarlögregla ríkisins, sem
fer með rannsókn málsins, hafði
uppi á öðrum manninum og konunni
á sunnudag og voru þau úrskurðuð
í gæsluvarðhald til 5. júní. Hinn
maðurinn var svo handtekinn á
mánudag og er gæsluvarðhald hans
til sama tíma. Fólkið hefur „eitthvað
komið hér við sögu áður“, að sögn
lögreglu.
Orkan lækkaði
bensínverð
Munar sex
krónum
á lítra
VERÐ lækkaði um tvær krónur
lítrinn af 95 og 98 oktana bens-
íni hjá Orkunni hf. síðastliðinn
laugardag. Óskar Magnússon,
stjómarformaður Orkunnar,
segir að verð á hvern lítra sé
sex krónum lægra hjá Orkunni
en venjulegt verð er hjá hinum
olíufélögunum.
„Við höfum lengst af boðið
lítrann á 4-5 kr. lægra verði svo
þetta er mesta verðbil sem hef-
ur sést. Lækkunin er m.a. svar
við samkeppni sem kom frá einu
olíufélaganna sl. laugardag þar
sem boðinn var fimm kr. af-
sláttur," sagði Óskar.
Hann sagði að hjá Orkunni
væri meira farið eftir markaðs-
aðstæðum hérlendis við verð-
lagningu en hjá öðrum olíufé-
lögum. Félagið væri þó ekki
fremur en önnur olíuféiög óháð
verðbreytingum sem verða á
heimsmarkaði. Óskar sagði að
til athugunar væri enn frekari
lækkun á bensíni hjá Orkunni
í takt við lægra heimsmarkaðs-
verð.
Kona lagði
konu hnífi
KONA fékk djúpan skurð á
handlegg þegar nágrannakona
hennar lagði til hennar með
hnífi á laugardagskvöld.
Nágrannakonan kom í heim-
sókn og vildi ræða við húsráð-
anda. Konunum sinnaðist og
lauk deilum þeirra svo að sú
gestkomandi dró upp hníf og
lagði til húsráðanda.
Særða konan var flutt með
sjúkrabíl á slysadeild, þar sem
gert var að sárum hennar, en
árásarkonan var flutt í fanga-
geymslur. Hún var leidd fyrir
dómara og úrskurðuð í gæslu-
varðhald, sem rennur út í dag,
miðvikudag.
Málið liggur ljóst fyrir og
verður konunni því að líkindum
sleppt úr haldi í dag.
Atta piltar
réðust á einn
ÁTTA unglingspiltar réðust á
einn á Hverfisgötu við Þjóðleik-
húsið aðfaranótt laugardags,
en lögregla skarst í leikinn og
náði að handtaka sjö þeirra.
Þrír piltanna voru vopnaðir
lurkum og steypustyrktarj árni.
Pilturinn, sem ráðist var á, var
barinn í kviðinn, bak og andlit
í þessum ójöfnu átökum og var
gert að meiðslum hans á slysa-
deild.
Atvinnu-
miðlun
fær styrk
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
tillögu atvinnu- og ferðamála-
stofu Reykjavíkurborgar um að
styrkja Atvinnumiðlun náms-
manna um 200.000 krónur.
í erindi atvinnumiðlunarinn-
ar kemur fram að Stúdentaráð
hafi rekið miðlunina í sautján
ár. Að henni standa, auk Stúd-
entaráðs, Bandalag íslenskra
sérskólanema, Samband ís-
lenskra námsmanna erlendis og
Félag framhaldsskólanema. A
siðasta ari leituðu tæplega
1.100 námsmenn til miðlunar-
innar og tókst að útvega um
500 þeirra atvinnu.