Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minnast 150 ára afmælis Menntaskólans í Reykjavík Ríkið dæmt bótaskylt þar sem læknir hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu Allir stúd- entar frá MR fá afmælisrit sent heim SKÓLAFÉLAG Menntaskólans í Reykjavík hefur gefið út afmæl- isrit í tilefni 150 ára afmælis Menntaskólans. Ritið er gefið út í níuþúsund eintökum og verður dreift til allra núverandi nem- enda og stúdenta úr Menntaskól- anum i Reykjavík. Ritið var unnið af átta manna ritnefnd auk þess sem fjöldi greina eftir fyrrverandi nemend- ur eru í því. Það var aðallega fjármagnað með styrkjum og auglýsingum en kostnaður við blaðið nemur að sögn ritstjórans, Davíðs Guðjónssonar, rúmum fjórum milljónum króna. I ritinu er fjöldi ljósmynda, gamalla og nýrra og eru margar þeirra fengnar úr myndasafni skólans. Ritið er tæpar 190 síður. Þórlindur Kjartansson, Inspector scolae, segir hugmynd- ina að útgáfu afmælisrits hafa vaknað á síðasta ári og í byrjun þessa árs hafi vinnan við það hafist fyrir alvöru. í ávarpi Þór- linds í ritinu fer hann nokkrum orðum um aðstöðu og húsnæðis- mál skólans sem hann segir skammarleg. Hann segir merki- legt að þegar gamlir MR-ingar heimsæki skólann þá virðist þeir ánægðir með hversu lítið hafi breyst. „Þetta er kannski ástæða þess að þeir fjölmörgu MR-ingar sem eru í prýðilegri aðstöðu til að gera úrbætur mögulegar hreyfa hvorki legg né lið.“ Blaðinu er skipt í þijá hluta. í fyrsta hiuta eru greinar um sögu skólans. Þar er saga skóla- blaðsins rifjuð upp, greinar um Herranótt, Selið, Menntaskóla- húsið, íþöku og fleira. Viðfangs- efni annars hluta eru nemendur skólans fyrr og síðar. Elsti stúd- Morgunblaðið/Kristinn ÞÓRLINDUR Kjartansson, Inspector scolae, og Davíð Guðjóns- son ritstjóri með afmælisrit Skólafélags Menntaskólans í Reykja- vík, sem gefið er út í tilefni 150 ára afmælis skólans. ent MR, Þorsteinn Jóhannesson, er tekinn tali, þar er Skólasaga, áður óbirt smásaga eftir Davíð Oddsson, viðtal við Guðna Guð- mundsson, fyrrverandi rektor, smásaga eftir Pétur Gunnarsson og fleira. Þriðji hluti ritsins er skólablað MR. Davíð Guðjónsson segir mikla vinnu liggja að baki ritinu og hafi hún aðallega hvílt á ritstjór- unum þremur, sem allir eru að ljúka stúdentsprófum nú í vor. Alagið náði hámarki einmitt á sama tíma og prófin stóðu yfir og segir hann vinnuna við ritið óhjákvæmilega hafa komið niður á einkunnum. Davíð segir að kapp verði lagt á að Ijúka dreif- ingu ritsins á höfuðborgarsvæð- inu í dag en MR útskrifar stúd- enta á morgun, fimmtudag. Hálfs árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi HÉRAÐSDÓMUR Austur- lands hefur dæmt 22 ára gamlan mann í 6 manaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundið, fyrir mann- dráp af gáleysi. Hann er jafnframt sviptur ökurétti í fimm ár. Maðurinn olli bana- slysi í umferðinni aðfaranótt 1. október sl, þegar hann undir áhrifum áfengis ók bíl út af Norðfjarðarvegi. 21 árs gömul kona sem var farþegi í bílnum var látin þegar hún komst undir læknishendur. Ók of hratt í niðurstöðum dómsins segir að sannað sé að maður- inn, sem kvaðst hafa verið á 80-90 km/klst hraða, hafi ekið bifreið sinni of hratt miðað við aðstæður. Ljóst sé af framburði vitna að að- stæður til aksturs hafi verið mjög slæmar, rigning, rok, mikið myrkur og ekki lýsing við veginn. Óhæfur til að stjórna ökutæki Þá sé sannað, m.a. með niðurstöðu blóðrannsóknar, að maðurinn hafi verið óhæf- ur til að stjórna ökutæki vegna áfengisáhrifa þegar slysið varð. Refsing hans var ákveðin 6 mánaða fangelsi og var hún skilorðsbundin að hálfu leyti til tveggja ára. Þá var maðurinn jafnframt sviptur ökurétti í fimm ár og dæmd- ur til að greiða sakarkostnað allan. Ríkið borgi kostnað af bandarískri lýtaaðgerð HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða konu í Hafnarfirði 230 þúsund krónur með vöxtum. Um er að ræða kostn- að konunnar af því að leita til bandarísks lýtalækn- is, eftir að hafa gengist undir tvær lýtaaðgerðir á nefí hérlendis. Að mati landlæknís var árangur aðgerðanna tveggja, sem gerðar voru hér á landi, óviðunandi og bentí aðgerðarlýsing bandaríska læknisins til þess að þær hefðu ekki verið rétt gerðar. Dómur- inn byggist ekki á því að íslenski læknirinn hafi gert mistök heldur hafí hann ekki sinnt upplýsinga- skyldu við konuna um þá áhættu sem í aðgerðunum fólst. í aðgerðarlýsingu bandaríska læknisins segir m.a. að bijósk úr nefí hafí verið fjarlægt á ónærfær- inn hátt, þannig að ekki samræmist tilhlýðilegum aðgerðum við lýtaaðgerð á nefí og nefbroddurinn hafí verið skilinn eftir án stuðnings. Konan taldi að við aðgerðimar á handlækningadeild Landspítal- ans hafi útlitslýti hennar versnað til muna. Konan taldi að þótt hún hefði ekki mátt ganga út frá því að fá bót meina sinna hefði hún mátt ganga út frá því að lýtin versnuðu ekki við aðgerðimar. Fyrir fyrri aðgerðina hafi henni ekki verið gerð grein fyrir því að árangur væri torfenginn. Treysti sér ekki í þriðju aðgerðina hjá lækninum Konan gekkst því á eigin kostnað undir þriðju aðgerðina hjá lýtalækni í Kalifomíu sem systir hennar kom henni í samband við. í dómsmálinu hélt hún því fram að ekki væri hægt að ætlast til þess að hún gengist í þriðja sinn undir aðgerð hjá lýtalækninum sem þegar hafði gert tvær aðgerðir me_ð þem afleiðingum að neflýtið fór versnandi. I dómsmálinu var deilt um hvort árangur lækn- isins á íslandi hafí talist saknæm, læknisfræðileg mistök, eins og konan taldi, eða áfangi að viðun- andi árangri. Af hálfu íslenska ríkisins kom m.a. fram að vel þekkt væri að gera þurfi tvær eða fleiri aðgerðir áður en nefaðgerð beri viðunandi árangur. Dómurinn taldi ekki að aðgerðarlýsing banda- ríska læknisins hnekkti þeirri aðgerðarlýsingu í sjúkraskrám Landspítala að miðnesið hafi ekki verið fjarlægt heldur hafi verið losað um miðnesið og það fært til til að lagfæra skekkju á nefinu. Saknæm mistök læknisins ósönnuð Dómurinn taldi ekki í ljós leitt af hvaða orsökum nefíð afmyndaðist eftir síðari aðgerðina hér á landi þannig að það fékk á sig mynd páfagauksnefs. Ósannað sé að um saknæm mistök læknisins, sem aðgerðina framdi, hafí verið að ræða. Hins vegar féllst dómurinn á það með konunni að lækninum hafí borið að skýra henni frá áhættum sem aðgerðinni fylgdu, einkum í ljósi þess hversu þekkt það sé í nefaðgerðum að þær takist ekki í fyrsta og jafnvel ekki í annað skipti. Þar sem lækninum hafí ekki tekist að sanna að hann hafí leiðbeint konunni um það beri honum að bæta henni það tjón sem hún varð fyrir vegna þess að upplýsingaskyldunni var ekki sinnt, „en með því að fá ekki umræddar upplýsingar var stefn- andi svipt þeim möguleika að taka afstöðu til þeirr- ar áhættu, sem aðgerð fylgdi,“ segir í dóminum. Konunni verði ekki lagt það til lasts að hafa ekki treyst sér í þriðju aðgerðina hjá lækninum og að hafa ekki frekar en hún gerði leitað til annarra íslenskra lýtalækna enda þótt ótti hennar við frek- ari aðgerðir hérlendis kunni að vera ástæðulaus. Kröfur hennar hvað varðar fararkostnað og ferðatryggingar voru teknar til greina svo og kröf- ur varðandi lækniskostnað ytra. Ósannað að aðgerð hérlendis hefði orðið ódýrari Sjúkrahúskostnaður hennar í Bandaríkjunum nam 144.744 krónum og að meðtöldum kostnaði við ferðir og tryggingar lagði hún út rúmlega 230 þúsund krónur vegna aðgerðarinnar vestanhafs. Dómurinn gerði íslenska ríkinu, vinnuveitanda íslenska læknisins, að endurgreiða henni þá fjár- hæð. I dóminum segir að kostnaðurinn þyki ekki óhóflegur og hafi íslenska ríkið ekki sýnt fram á að aðgerð hérlendis hefði orðið ódýrari en hvorki hafi verið upplýst um daggjöld né kostnað við sambærilegt læknisverk á Landspítalanum. Einnig var ríkinu gert að greiða konunni 80 þúsund krón- ur í málskostnað. Hins vegar var kröfum konunnar um missi at- vinnutekna og miskabætur hafnað. „Ljóst er að [konan] fékk á endanum nef, sem hún telur sig geta unað við, svo ekki er um varanlegan miska að ræða,“ segir í dóminum, sem Sigríður Ólafsdótt- ir héraðsdómari kvað upp ásamt meðdómendunum Jens Kjartanssyni lýtalækni og Friðrik Kr. Guð- brandssyni háls-, nef- og eyrnalækni. Þjófnaðir um helgina Gaskútar, golfkylfur og geisla- spilarar NÍTJÁN innbrot og fjórtán þjófn- aðir voru tilkynnt til lögreglu um hvítasunnuhelgina. Þýfíð var af ýmsu tagi, en sem fyrr voru hljómtæki og slíkur búnaður efst á vinsældalista afbrotamann- anna. Geisladiskum var stolið úr bíl við Dalhús, gaskút úr kjallara húss við Melbraut og tvær ungl- ingsstúlkur voru gripnar í Kringl- unni með jakka sem þær höfðu hnuplað í verslun. Þá voru geisla- spilarar teknir úr tveimur bílum við Hraunbæ, einum við Sveig- hús og öðrum við Melbæ og golf- kylfur hurfu í innbroti á golfvöll- inn í Grafarvogi. Gaskútur var fjarlægður af grilli við Vorsabæ, þvottur af snúrum við Akurgerði, geislaspil- ari og geisladiskar úr húsi við Hábæ og farsími og geisladiskar úr bíl við Tryggvagötu. Auk þessa hurfu reiðhjól og piltar voru gripnir við bensínstuld. Endurbætur á Skólavörðuholti Horn Eiríks- götu o g Njarðargötu lagfært BORGARRÁÐ hefur samþykkt fyrsta áfanga framkvæmda á Skólavörðuholti. Gert er ráð fyr- ir að í sumar verði lagfært horn Eiríksgötu og Njarðargötu. í erindi borgarverkfræðings segir að ekki þyki rétt að hefja framkvæmdir innan lóðamarka kirkjunnar meðan viðræður við sóknarnefnd og ráðuneyti standa yfír um þátttöku í verkinu. Lag- færingar við horn Eiríksgötu og Njarðargötu hafa í för með sér að aðkoma að leikskóla og lista- safni verður bætt og rammi fenginn um framkvæmdasvæðið á holtinu. Ljóst er að áfanginn er að stærstum hluta gatnagerð. Sluppu lerk- aðir frá veltu BIFREIÐ valt á veginum upp að gömlu öskuhaugum Hafnfírð- inga á Hamranesi á laugardag. Fjórir unglingspiltar sluppu ómeiddir, en lerkaðir og aumir. Ökumaðurinn ók amen'skum, kraftmiklum bíl sínum eftir veg- inum og upp á hæðarbrún, en varaði sig ekki á að vegurinn beygði hinum megin við hæðina. Hann náði ekki beygjunni, bíllinn skall á stóru gijóti og valt út fyrir veg. Piltarnir fjórir fóru af eigin rammleik á slysadeild, til að láta huga að meiðslum, en lögregla taldi stolt þeirra særð- ara en líkamann. Dómsmála- ráðuneytið Nýr yfirlög- regluþjónn JÓNMUNDUR Kjartanson yf- irlögregluþjónn hjá sýslumann- inum á Selfossi hefur verið skip- aður í embætti yfírlögregluþjóns í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu frá 1. júlí. Embættið var auglýst laust til umsóknar fyrr í mánuðinum og rann umsóknafrestur út hinn 15. maí síðastliðinn. Umsækj- endur voru sjö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.