Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ______________ Grindavík íþrótta- bærársins 1996 Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir NEMENDUR og kennarar Grunnskólans á Hellu voru tvo daga að planta 2.100 trjáplöntum í svæði, sem vonandi verður skógur þegar fram líða stundir. Grunnskólanemar á Hellu 2.100 trjáplönt- ur gróðursettar . Morgunblaðið/Frímann ólafsson HALLGRIMUR Bogason, forseti bæjarstjórnar í Grindavík, veit- ir viðurkenningu þess efnis að Grindavík sé íþróttabær ársins 1996 viðtöku úr hendi Ellerts Schram, forseta ÍSÍ. Hellu - Skólastarfi Grunnskólans á Hellu lauk nú á dögunum með því að allir nemendur skólans tóku þátt í vinnu við gróðursetningu trjá- plantna í svæði sem skólanum hefur verið úthlutað skammt austan Helluþorps. Verkefnið er unnið í samvinnu við Rangárvallahrepp, sem útvegaði land, Landgræðslu ríkisins, Skóg- ræktarfélags Rangæinga og Yrkju- sjóðs. Að sögn skólastjórans, Sigur- geirs Guðmundssonar, er þessi út- plöntun upphafið að framtíðarverk- efni, en ætlunin er að nemendur fái ár hvert að gróðursetja í þennan sérstaka gróðurreit skólans. Grindavík - íþróttasamband ís- lands hefur útnefnt Grindavík íþróttabæ ársins 1996 og nýlega afhenti Ellert Schram, forseti ÍSÍ, bæjarstjórninni í Grindavík viður- kenningarskjal því til staðfestingar. Ellert sagði m.a. í stuttu ávarpi af þessu tilefni, að það hefði kom: ið í ljós þegar forráðamenn ÍSÍ fóru að athuga tölur um styrki bæjarfélaga á landinu til íþrótta- hreyfingarinnar hefði komið í ljós að Grindvíkurbær veitti mest mið- að við höfðatölu og undanskildi hann ekki Reykjavíkurborg í þessu dæmi. Hann tók það fram að það væri eftirtektarvert að Grindvíkingar ættu lið í fremstu röð í knattspyrnu og körfubolta og íslandsmeistara- titill í körfunni væri því til vitnis. Hann afhenti síðan forseta bæjar- stjórnar, Hallgrími Bogasyni, viður- kenningarskjal. „Það var tvennt sem réð mestu til um þessa tilnefningu. Annars vegar árangur að Grindvíkinga í körfubolta og knattspyrnu hefur vakið mikla athygli, að vera þar í fremstu röð. Hins vegar hefur átt sér stað afar merkileg og mikil uppbygging á íþróttamannvirkjum sem er kannski skýringin á því hve þeir standa sig vel í keppni. Hér hefur verið vel staðið að málum af hálfu bæjarins. Allur aðbúnaður fyrir íþróttahreyfinguna í bænum og sjálft starfið á íþróttasviðinu er að skila sér með þeim hætti að eft- ir er tekið,“ sagði Ellert Schram, forseti ÍSÍ, í samtali við Morgun- blaðið. „Við höfum sagt að það hafi komið mörgum bæjarfélögum á landakortið að eiga íþróttamenn sem geta sér gott orð. Það er einn- ig lífsgildið sem felst í því að æskan hneigist til íþróttaiðkana, hún fær áhuga þegar vel gengur og hún leiðist til betra lífs, heilbrigðis og vellíðunar. Þetta vekur athygli, og aðdáun okkar hjá íþróttahreyfing- unni,“ sagði Ellert. Hallgrímur Bogason, forseti bæj- arstjórnar í Grindavík, veitti viður- kenningunni viðtöku. „Þetta er geysilegur heiður fyrir okkur og undirstrikar að við erum á réttri leið í uppbyggingu og uppeldismálin hjá okkur eru á réttri braut. Þetta hefur einnig mikið auglýsingagildi fyrir bæinn að eiga úrvalsdeildarlið í körfubolta og sæti í 1. deild í knattspyrnu annað árið í röð. Ég efast um að það sé nokkur leið betri til kynningar en einmitt í gegnum íþróttir," sagði Hallgrímur. Morgunblaðið/Átli Vigfússon Leikskólinn í Bjamahúsi í sveita- heimsókn Laxamýri - Vettvangsferðir bama hafa staðið yfir að undanfömu hjá skólunum á Húsavík enda hefur viðrað vel til ferðalanga. Að venju var sauðburðarferð hjá grunnskólabörnum í yngri bekkj- um og einn árgangur nemenda var i sólahringsdvöl i sumarbúðunum við Vestmannsvatn. Leikskólabömin fara árlega i sveitaheimsókn og höfðu viðdvöl suður i Reykjahverfi á dögunum. A myndinni má sjá böm úr leikskó- lanum í Bjaraahúsi stilla sér upp á dráttarvélina, sem öll vildu ekið hafa, auk þess sem þau skemmtu sér vel við að klappa lömbum og sjá önnur fæðast. Eftir að hafa skoðað búsmalann var farið að Jónasarvelli i Aðaldal þar sem borðað var nesti og farið í leiki. Fluguveiðiskóli G.G. Kennir flugu- veiði í Selljörn Vogum - „Þetta er eftir því sem ég best veit elsti fluguveiðiskóli landsins," sagði Guðmundur Guðmundsson, eigandi Flugu- veiðiskóla G.G., í samtali við Morgunblaðið en í skólanum er kennt að kasta og veiða. Hvert námskeið stendur fimm kvöld frá kl. 20 til 23. Flugu- veiðiskólinn útvegar allan búnað sem er innifalinn í þátttöku- gjaldi, veiðleyfi, stangir og allt sem þarf. Þetta er fimmta árið sem skólinn er starfræktur og hafa nokkrir tugir veiðimanna sótt námskeiðin. Tvö námskeið hafa þegar ver- ið haldin í vor og það þriðja stendur yfir. Guðmundur segir að ef menn ætli sér að veiða á flugu sé nauðsynlegt að byrja á námskeiði. Við veiðina er notuð einkrækja þar sem agnhaldið hefur verið klemmt niður eða sorfíð af. Fiskurinn er tekinn í háf og þess gætt að meðhöndla hann varlega og kreista ekki við losun. Fiskinum er sleppt aftur í vatnið undir kjörorðinu „Veiddu og slepptu", sem er til- raun og mikilvægt að vel takist til. Það er farið eftir ströngustu reglum við veiðina og særðum fiski ekki sleppt. Sægarpur á tíræðisaldri safnar fyrir svölum á elliheimilið á Flateyri Hugmynd- in kviknaði í spjalli í sólinni Flateyri - Hér á Flateyri er tí- ræður sægarpur, Guðmundur Valgeir Jóhannsson, sem styttir sér stundir við að hnýta öngla og horfa á útlent tónlistarsjón- varp, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Fyrir skemmstu hafði fréttaritari spurnir af því að öldungurinn hefði tekið sig til og ákveðið að safna fyrir svölum utan á hús Oldrunarstofnunarinnar, þar sem hann er íbúi sjálfur. Hugmyndin hafi kviknað einn góðviðrisdag þegar hann sat á bekk sólarmegin við húsið með einni starfsstúlku og hafði á orði að ágætt væri að hafa skjól- vegg til að hlífa fólki við vindi þegar það vildi iyóta veðurblíð- unnar og drekka kaffi. Og það er ekkert verið að tvínóna við það, Gummi Valli eins og hann er kallaður, tekur sig til, fer á fund bankastjóra, Lions- og Kiwanismanna og kynnir þeim málið. Þrátt fyrir að vera í göngugrind og haltur, hitti hann alla þessa aðila. Þeir tóku vel í málaleitan hans og gáfu vilyrði sitt fyrir fjárfram- lögum. Þegar heim er komið til- kynnir hann forstöðukonunni undirtektirnar. Hún hefur þá á orði að það vanti nú frekar sval- ir á húsið. Það fannst honum alveg rétt athugað og ákvað því að safna frekar fyrir svölum. Morgunblaðið/Egill Egilsson GUMMI Valli undir húsvegg öldrunarstofnunarinnar. Sjálfur lagði Gummi Valli til 100 þús. krónur til minningar um konu sína. Nú er málið í höfn, svalateikn- ing að verða tilbúin og fram- kvæmdir senn að hefjast. Þótt ótrúlegt megi virðast er aðeins liðin vika frá því Gummi Valli fór af stað með þessa hugmynd sína. Með bjartsýni og þraut- seigju tókst honum að hrinda hugmynd sinni í framkvæmd svo hann gæti haldið áfram að fegra og bæta sitt nánasta umhverfi og um leið veitt vistmönnum á öldrunarstofnuninni Sólborg tækifæri til að sitja úti á góð- viðrisdögum í stað þess að liggja inni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.