Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Stj órn þjóðernissinn- aðra hindúa fer frá Nýju Delhí. Reuter. ATAL Bihari Vajpayee, leiðtogi Bhar- atiya Janata, flokks þjóðemissinnaðra hindúa, sagði af sér sem forsætisráð- herra Indlands í gær, aðeins tólf dög- um eftir að hann komst til valda, þar sem ljóst var orðið að stjóm hans nyti ekki meirihlutastuðnings á þing- inu. Stjóm hans er sú skammlífasta í sögu Indlands frá því landið öðlaðist sjálfstæði árið 1947. Shankar Dayal Sharma, forseti Indlands, féllst á afsagnarbeiðni for- sætisráðherrans og bað hann um að gegna embættinu til bráðabirgða þar til ný stjóm yrði mynduð. Forseti þingsins aflýsti atkvæðagreiðslu um traust á stjómina eftir að Vajpayee tilkynnti um afsögn sína í áhrifamik- illi ræðu á þinginu. Vajpayee þótti nýta mælskuhæfíleika sína vel í ræð- unni, talaði á íjórum tungumálum, hindí, ensku, tamílsku og sanskrít. «rx 1 II". s Reuter Segir N- Kóreumenn undirbúa skyndiárás Næstu stjórn spáð skammlífi Ræðan tók rúma klukkustund og Vajpayee gagnrýndi einkum Samein- uðu fylkinguna, bandalag þrettán vinstri- og miðflokka, sem búist er við að myndi næstu stjóm með stuðn- ingi Congressflokks P.V. Narasimha Rao, fyrrverandi forsætisráðherra. „Eg held ekki að stjóm ykkar tóri mjög lengi,“ sagði hann. „Fæðing hennar hefur gengið mjög illa og henni mun reynast erfitt að halda velli.“ Forsetinn tilnefndi Deve Gowda, leiðtoga Sameinuðu fylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra. Samein- aða fylkingin er með 192 þingmenn af 535 eftir kosningamar í apríl og maí. Congressflokkurinn galt mesta kosningaafhroð sitt í sögunni, fékk 136 þingmenn, og hefur lofað að Rangoon. Reuter. ÞRIGGJA daga landsfundi Þjóðar- hreyfíngar lýðræðisins í Burma, flokks Aung San Suu Kyi, lauk í gær og er fullvíst talið að stefnuskrá flokksins muni reita herforingja- stjórn landsins til reiði. Umdeildasta atriði hennar er krafa hreyfingarinn- ar um að fá í hendur umboð til að semja nýja stjórnarskrá fyrir landið. Á milli 300 og 400 flokksmenn Þjóðarhreyfingarinnar sóttu fundinn og brutust út gífurleg fagnaðarlæti í lok hans. Þá hafði fundurinn m.a. samþykkt að fela framkvæmdanefnd hreyfíngarinnar að semja stjórnar- skrá fyrir Burma. styðja stjóm Sameinuðu fylkingarinn- ar án þess þó að eiga ráðherra í henni. Bharatiya Janata-flokkurinn varð stærstur í kosningunum og fékk 194 þingmenn. Deve Gowda, leiðtogi Sameinuðu fylkingarinnar, verður að sigla milli skers og báru, gæta hagsmuna svæð- isbundinna flokka í bandalaginu og verða við þeirri kröfu Congressflokks- ins að standa vörð um efnahagsum- bætur fyrri stjórnar, sem greiddu fyr- ir erlendum fjárfestingum. Stjórnmálaskýrendur segja ólíklegt að stjórn Sameinuðu fylkingarinnar haldi velli út kjörtímabilið, sem er fimm ár. Þeir telja að Vajpayee hafi tekist á skömmum valdatíma sínum að milda ímynd Bharatiya Janata sem flokks þjóðernissinnaðra hindúa og margir spá því að hann komist aftur til valda eftir næstu kosningar. í ályktun Þjóðarhreyfingarinnar er sagt að stefna eigi að þingræði og að kosið verði til þings í almenn- um kosningum en ekki skipað í sæti þingfulltrúa eins og herforingja- stjórnin stefni að. Krafist er lausnar pólitískra fanga og 261 félaga í hreyfingunni sem handteknir voru í síðustu viku. Er Suu Kyi var spurð að því hvort að flokksmenn gerðu sér grein fyrir því að mörg atriði í stefnuskránni myndu án efa reita stjórnvöld til reiði, svaraði hún því til að herinn teldi allar gjörðir sínar og flokksins vafasamar. Vilja nýja stjórnar- skrá fyrir Burma Reuter Beinagrind af sæskrímsli? SJÓMENN í hafnarbænum Ku- ala Kedah í Malasíu virða fyrir sér sjö og hálfs metra langa beinagrind er fannst á 54 metra dýpi norðan við eyna Langkawi. Mennirnir sem rákust á beina- grindina voru hálftíma að ná henni upp í togbát sinn. Um 10.000 manns söfnuðust saman við höfnina þegar fréttist um fundinn er virðist minna helst á leifar af risaeðlum. LI CHOL-su, herflugmaður frá Norður-Kóreu, er nýlega flýði suður yfír landamærin á Mig-19 þotu sinni, sagði á blaðamanna- fundi í Seoul í gær að kommún- istar hygðust efla enn búnað sinn til að geta gert skyndiárás á Suður-Kóreu. Vegna elds- ne^isskorts hefði æfingaflug- tímum verið fækkað en á hinn bóginn væri öðrum æfíngum haldið áfram af meira kappi en nokkru sinni. 270 flugvélar væru hafðar til reiðu rétt við landamærin og við Onchon-flugbækistöðina, þar sem hann starfaði sjálfur, væri neðanjarðarvöllur. Við bækistöðina væru gervi-flug- brautir og eftirlíkingar af flug- vélum og þungavopnum. Sam- kvæmt nýjum áætlunum ætti að taka Seoul á innan við 24 stundum frá því átök hæfust. Sérfræðingar í S-Kóreu töldu rétt að treysta varlega fullyrð- ingum Lis; stjórnvöld í N-Kóreu gætu reynt að ala markvisst á stríðsótta til að beina athygli frá matarskorti og öðrum inn- anlandsvanda. Samkvæmt lögum í S-Kóreu fær Li rúmar 20 milljónir króna, að mestu í gullstöngum, að launum fyrir að flýja en hann sagðist miður sín af ótta um fjölskyldu sína. Hætta væri á að eiginkonu sinni, bömum og öldruðum föður yrði refsað með því að senda þau i þrælkunar- vinnu. „Engum er sama um fjöl- skyldu sína en ég kom hingað til að segja ykkur að Kim Yong- il er stríðsóður. Ég vildi frelsa þjóð mína undan valdboði hans“. Li sagði Kim Yong-i! hafa öll völd í landinu, þau hefði hann tryggt sér með því að vingast við leiðtoga hersins sið- ustu tvö árin. Víðtæk spiiling heijaði meðal liðsmanna ráð- andi stéttar, ekkert væri hægt að gera án þess að beita mútum. Reuter AUNG San Suu Kyi svarar spurningum að loknum landsfundi Þjóðarhreyfingar lýðræðisins í gær. Skæruliðar | á brott frá í Monróvíu Monróvíu. Reuter. LIÐSMENN vopnaðra fylkinga í Monróvíu, höfuðstað Líberíu, yfirgáfu í gær borgina og hlýddu þannig skip- unum bráðabirgðastjómar landsins sem hefur verið lömuð vegna innbyrð- i is ágreinings um marga vikna skeið. i Er síðustu skæruliðarnir hurfu á brott sáust leigubílar og strætisvagn- | ar aftur á götunum. Fólk sem verið hafði í felum um langa hríð hætti sér nú út og fór að huga að eigum sín- um, húsum og verslunum sem oft hafa verið lagðar í rúst. Sveitir friðargæslumanna frá nokkrum ríkjum Vestur-Afríku, er höfðu flestir yfírgefið borgina, tóku sér á ný stöðu á mikilvægum stöðum | og fögnuðu íbúarnir þessari þróun mála. Fáir eru þó svo bjartsýnir að halda að sex ára borgarastríði sé að I ljúka. Bonn, Prag. Reuter. Fijálsir demókratar og Kristilega sósíalsambandið deila í Þýskalandi Styðja kröfur Súdeta-Þjóðverj a HARÐAR deilur hafa brotist út í Þýskalandi milli talsmanna Fijálsra demókrata (FDP) og annars stjómar- flokks, Kristilega sósíalsambandsins (CSU), systurflokks Kristilegra demó- krata Helmuts Kohls kanslara, um bótakröfur Súdeta-Þjóðverja og af- komenda þeirra á hendur Tékkum. Súdeta-Þjóðverjar voru reknir frá héruðum sínum í þáverandi Tékkósló- vakíu eftir stríð og kreíjast nú afsök- unar og skaðabóta af hálfu Tékka. Nasistar höfðu mikið fylgi meðal Súdeta-Þjóðveija og voru héruð þeirra innlimuð í ríki Hitlers, skömmu síðar lögðu Þjóðveijar allt landið undir sig og héldu því til stríðsloka. Þýskir fjölmiðlar bentu á að á fundi samtaka Súdeta-íjóðveija um helgina hefði ekkert verið minnst á þjáningar Tékka undir hernáminu. Theo Waig- el, fjármálaráðherra Þýskalands, ávarpaði fundinn og flokksbróðir hans, Edmund Stoiber, forsætisráð- herra Bæjaralands, höfuðvígis CSU, lýsti einig yfir stuðningi um helgina við kröfurnar. Samtökin hafa einnig hótað að reyna að fá væntanlegri aðild Tékk- lands að Evrópusambandinu, ESB, frestað ef stjómvöld í Prag verði ekki við kröfunum. Kosningar verða í Tékklandi í lok vikunnar og formaður FDP, Wolfgang Gerhardt, sagði óskiljanlegt að CSU skyldi nú hreyfa þessu viðkvæma máli sem verið hefur til umræðu um langt skeið á fundum fulltrúa Tékka og Þjóðveija. Leiðtog- ar helstu flokka í Tékklandi gerðu með sér samkomulag um að fjalla ekki um málið í kosningabaráttunni. Vaclav Klaus forsætisráðherra braut þann samning er hann heyrði um afstöðu CSU og er óttast að Súdeta- I málið verði efniviður í þjóðrembubál j í kosningabaráttunni. „Ég furða mig á að nokkur skuli ’ vilja að við ræðum síðari heimsstyij- öld með iðrun í hjarta," sagði Klaus. „Ég hef það á tilfínningunni að Þjóð- veijar ættu að ræða þau mál öll á mjög lágum nótum“. Stuðningur við ESB-aðild í Tékk- landi hefur minnkað að undanförnu, aðeins 42% eru henni hlynnt. Segja heimildarmenn að ekki muni áhuginn j vaxa ef Tékkum fínnist að íjóðveijar j setji sig nú í dómarasæti yfír þeim og geri Súdeta-málið að eins konar I aðgöngumiða 5 sambandið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.