Morgunblaðið - 29.05.1996, Side 26

Morgunblaðið - 29.05.1996, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar frumflutt LISTIR Stullmyndadagar í Reykjavík 1996 29 myndir kepptu til verðlauna TUTTUGU og níu myndir kepptu til verðlauna á stuttmyndadögum, en sextíu myndir bárust í keppn- ina. Reykjavíkurborg veitti verð- laun fyrir bestu myndirnar. 1. verðlaun hlaut myndin Hel- vítis Reykjavík eftir Ingibjörgu Magnadóttur og Róbert Inga Douglas. 2. verðlaun Anna eftir Torfa Frans Ólafsson og Jón Pál Halldórsson. 3. verðlaun Upp úr þurru eftir Hafliða Hörða Hafliða- son, Hrafn Leó Guðjónsson, Davíð Örn Sigþórsson og Jakob Agústs- son. Tilnefndar voru myndirnar: Á nóttunni sofa rotturnar Animati- on eftir Ragnar Brynjólfsson og Önnur vídd eftir Bjarna Þór Pét- ursson. Leikstjórastóllinn 1996 fór til Torfa Frans Ólafssonar og Jóns Páls Halldórssonar fyrir Önnu. Áhorfendaverðlaunin 1996 fóru til Önnu eftir Torfa Frans Ólafsson og Jón Pál Halldórsson. Dómnefnd skipuðu Kristín Jó- hannesdóttir leikstjóri og formað- ur og Hákon Már Oddsson dag- skrárgerðarmaður. -----» ♦ ♦ Tónlist víða að úr heiminum Vopnafirði. Morgnnblaðið. TONLISTARSMIÐJA Vopnafjarð- ar flutti tónlist víða að úr heiminum nú nýlega í félagsheimilinu Mikla- garði á Vopnafírði. í Tónlistar- smiðjunni eru nemendur Tónlistar- skóla Vopnafjarðar og aðrir sem mætt hafa á laugardagsmorgnum í vetur til að spila saman á ólík hljóðfæri. Tónlistarkennaramir Marcus Glanville og Indra James hafa haft veg og vanda að Tónlistarsmiðj- unni. Tónleikamir þóttu takast vel og voru áheyrendur virkir þátttak- endur í flutningnum, með klappi, hreyfíngum og söng. Ágóði af tónleikunum fer til kaupa á flygli, en Kiwanisklúbbur- inn Askja stofnaði nýlega reikning í Landsbankanum á Vopnafirði, með það að markmiði að kaupa flygil fyrir félagsheimilið, enda varla annað hægt þegar gróskan í tónlistarlífínu er jafn mikil og raun ber vitni. fiðluleikari, Sigurður Ingvi Snorra- son klarinettuleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari — allt mjög áhuga- samt fólk, að sögn Atla. „Signý er sem fyrr frábær,“ bætir hann við. „Hún gerir þetta ofboðslega vel.“ Lögin sem flutt verða eru Úr Hulduljóðum, Heiðlóukvæði, Ferðalok, Óhræsið, Vorvísa, Næt- urkyrrð (Heine), Festingin (Addi- son), Ég á þessi föt, Á gömlu leiði, Um hana systur mína, Vorvísur, La Belle, Grátittlingurinn, Illur lækur (kveðið eftir þjóðkunnu spænsku kvæði), Móðurást, Dal- vísa og íslandsminni. Að sögn Atla er frekari flutning- ur á lögum þessum ekki fyrirhug- aður að sinni. „Listahátíð er að skella á, þannig að það verður af nógu að taka á næstunni. Við sjáum hins vegar til í haust hvort fólk vill taka þetta upp. Síðan er ekki loku fyrir það skotið að lögin verði gefin út á nótum eða geisla- plötu síðar.“ Atli lýsir sér sem framúrstefnu- tónskáldi sem iðki eldri stíltegund- ir þegar svo beri undir — sér og öðrum til skemmtunar. „Ætli þetta sé ekki ákveðin hagmælska sem ég held að ég hafí, eins og atóm- skáld sem yrkir lausavísur." Ef vel takist til segir Atli að lög sem þessi lifi meðal þjóðarinnar, ef ekki falli þau einfaldlega í gleymskunnar dá. Engin markaðs- setning geti þar um breytt. Tækifæristónsmíðar „Ég hef áður samið lög í göml- um stíl. Allt eru það tækifæristón- smíðar, samdar fyrir leikhús eða skóla. Sum þessara laga hafa orð- ið mjög vinsæl, til dæmis lögin úr Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson og Ég er gull og gersemi við ljóð Davíðs Stefánssonar. Þá hef ég samið Ljóðakorn (ljóðakorn er orð sem Ólafur Jóhann Sigurðsson gaukaði að mér og er þýðing á þýska orðinu Liedchen), þrjátíu sönglög við ýmsa húsganga fyrir Tónlistarskólann í Reykjavík sem mikið hafa verið notuð við kennslu og víða sungin. Eru þau úr bók sem Jóhannes skáld úr Kötlum tók saman fyrir Ríkisútgáfu náms- bóka, að mig minnir, Litlu skóla- ljóðin. Eitthvað fleira brotasilfur liggur eftir mig á víð og dreif.“ Að mati Atla hefur það verið gæfa íslenskra tónskálda á okkar tímum að þau hafa lagt rækt við bókmenntaarfinn að fomu pg nýju. Minnir hann á lag Jóns Ásgeirs- sonar, Maístjömuna, við ljóð Hall- dórs Laxness og lag Þorkels Sigur- bjömssonar, Heyr himna smiður, við ljóð Kolbeins Tumasonar. Margt fleira mætti nefna. Morgunblaðið/Ásdís ATLI Heimir Sveinsson tónskáld ásamt tónlistarfólkinu sem kemur fram á tónleikunum í Skarðskirkju og í Listasafni Islands. Samtímamaður okkar allra ÁTJÁN lög eða ljóðakom eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Jón- asar Hallgrímssonar verða fmm- flutt á tónleikum í Skarðskirkju í Holtalandssveit næstkomandi föstudag kl. 20.30. Jafnframt verður flutt tónlist eftir Franz Schubert og Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari mun fjalla um Schubert og Jónas — ástsæla listamenn sem féllu ungir í valinn. Tónleikarnir verða endur- teknir í Listasafni íslands sunnu- daginn 2. júní kl. 17.00. Tildrög verksins em þau að fyr- ir allmörgum ámm leitaði Bríet Héðinsdóttir leikkona og leikstjóri á náðir Atla með uppkast að leik- riti um veröld Jónasar Hallgríms- sonar — Leggur og skel — og bað hann að semja einföld, auðlærð og auðsungin lög við ljóðin hans, eins og tónskáldið kemst að orði. Var ætlun hennar að sýna leikritið í skólum en ekkert varð þá úr framkvæmdum. Forráðamenn leikhúsa höfðu, að sögn Atla, aðr- ar áætlanir í huga og sögðu Bríeti að koma síðar, þegar betur stæði á. „Ég hafði þá samið nokkur lög og hvatti Bríet mig til að halda uppteknum hætti — og það gerði ég,“ heldur Atli áfram. „Þannig fjölgaði lögunum smám saman. Þetta hefur verið gaman enda varð ég að Iesa Jónas af fullum krafti og kynntist góðum skáldskap sem ég hélt að ég þekkti." Síðan kveðst Atli hafa lesið í blöðum að Inga Bjarnason leik- stjóri væri að setja leikritið upp og starfsbróðir hans og fomvinur, Leifur Þórarinsson, hefði gert lög við ljóð Jónasar. Þar með taldi Atli, sem sat uppi með safn ófluttra Iaga sem alltaf bættist í, ljóst að ekkert yrði úr framkvæmdum. Sakir þess lætur hann, „fyrir áeggjan vina og vel- unnara“, lögin nú frá sér fara, við allt annað tækifæri. En er engin mótsögn í því að nútímatónskáld sé að fást við göm- ul ljóð? „Þvert á móti,“ segir Atli. „Að minnsta kosti ekki í þessu til- viki, þar sem þessi ljóð em tíma- laus; Jónas Hallgrímsson er sam- tímamaður okkar allra.“ Skarðskirkja í Holtalandssveit er ef til vill ekki kunnasti tónleika- staður landsins en Atli segir kirkj- una afar fallega. „Okkur langaði til að flytja þessi lög í sveitinni og þama er öflugt tónlistarlíf og söng- fólk mikið sem vildi ljá okkur kirkj- una.“ Flytjendur á tónleikunum verða Signý Sæmundsdóttir sópransöng- kona, Sigurlaug Eðvaldsdóttir Það gerðist fyrir fjörtíuárum ... Danssýning um biskupstíð Guðmundar góða LEIKLIST Hafnarfjarðarleik- h ú s i ð KIRUNA AMATÖRTEAT- ER FÖRENING Sænski leikhópurinn Kiruna Amatör- teater frá Kiruna í Svíþjóð sýndu í Híifnarfjarðarleikhúsinu sl. fimmtu- dags- og föstudagskvöld Ieikritið Bónorðið. HÉR á landi er staddur leikhóp- urinn Kiruna Amatörteater frá Kir- una í Svíþjóð. Hann sýnir í Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar leikritið „Frieri- et“. Reyndar sá ég hvergi nafnið á frummálinu, aðeins enska þýðingu þess í leikskránni (leikblað væri þó réttara) „The Proposal", Bónorðið á ylhýrunni. Verkið er um elskendur sem ná ekki saman, skáld frá Stokkhólmi og heimasætu frá Karendöjárvi, litlu sveitaþorpi norðarlega í Svíþjóð, að ég held. Sambandið fær skjótan endi, í orðs- ins fyllstu. Faðir stúlkunnar skýtur á skáldið úr haglabyssu, gegnum eld- húsvegginn, þegar það kemur til að heimsækja sína heittelskuðu að kvöld- lagi. Skáldið flýr aftur til Stokkhólms og leggst þar í þungiyndi. Uppsetningin var í meira lagi frumleg, það var alltaf einn áhorf- andi, leikinn af Ieikstjóranum, sem ekkert virtist skilja og því var alltaf verið að gera hlé á sýningunni með- an söguþráðurinn var útskýrður fyrir honum. Stór hluti sýningarinnar var ein- hver veizla, ekki ólík hinni sænsku miðsumarsgleði. Þá voru áhorfendur ekki bara látnir vera áhorfendur held- ur fengu þeir eitthvert óþekkt rautt glundur úr skúringafötu að drekka og mjög bragðgott heimabakað brauð. Tónlistin !ék stórt hlutverk, örlítið poppuð sænsk þjóðlagatónlist með þéttri bassalínu, mjög grípandi. Meðal leikaranna voru nokkrir góðir söngv- arar auk eins eða tveggja sem voru virkilega færir. Innkoma kórsins/þorpsbúa var öðruvísi en maður hefur vanizt. Ég vissi ekki af fyrr en eitt þorpsfljóðið kom skríðandi undir sætið mitt og annað klöngraðist yfir hausinn á mér. Ég var ekki sá eini í salnum sem þetta fékk að reyna, innkoma kórsins alls var svona. I lokin sagði sögumaðurinn, sá hinn sami sem reyndi að útskýra sýning- una fyrir treggáfaða áhorfandanum, að þetta hefði gerzt fyrir fjörutíu árum, skáldið frá Stokkhólmi væri eflaust búið að jafna sig. Á aðgöngumiðanum var viðvörun til þeirra sem gætu látið lostafulla tilburði kvenna fara fyrir btjóstið á sér. Sniðugt að hafa hana á miðanum, fólk sér hana ekki fyrr en það er búið að borga sig inn, eða hvað? Er ég búinn að eyðileggja það? Heimir Viðarsson FRAMLAG íslenska dansflokksins til Listahátíðar í ár er verk Nönnu Ólafsdóttur og Siguijóns Jóhanns- sonar, „Féhirsla vors herra“, sem frumsýnt verður 4. júní næstkom- andi í Borgarleikhúsinu. I kynningu segir, að sýningin fjalli um biskupstíð Guðmundar góða og ófriðarbál það sem tendr- aðist af vígslu hans til biskups á Hólum i Hjaltadal 1202 og fylgdi honum meira og minna til dauða- dags 1237. Guðmundur stóð jafnan vörð um sérhvern einstakling sem til hans leitaði sem og kirkjuna sjálfa og þjóna hennar. Hann út- deildi fjármunum, sem honum var trúað fyrir, til meðbræðra sinna og lagði í „féhirslu vors herra“. Guðmundur stóð í vegi fyrir auð- söfnun og auknum völdum kirkju- goðanna og fékk höfðingja lands- ins upp á móti sér. Hann lét samt aldrei bilbug á sér finna og að lokum kom að því að höfðingjar vildu frekar hafa hann með sér en á móti. Verkin Geysir, Landsýn og Hekla eftir Jón Leifs hljóma í átakasenum í verkinu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands og Karlakórs Reykjavíkur. Gloría eftir Paulenc, í flutningi Sinfóníu- hljómsveitar Boston, Katheleen Battle og Hátíðarkórs Tanglewo- od, er notuð til að tákna hina guðdómlegu dýrð og Paradisar- hugmynd Guðmundar góða. Tón- listin verður flutt af bandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.