Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 29
LISTIR
Saltfiskur
lífsins
JÓHANNES Kjarval: Stúlkur með saltfisk, 1924. Kol á pappír.
MYNPLIST
Listasafn íslands
VEGGMYNDIR
Jóhannes S. Kjarval. Opið kl. 12-18
alla daga nema mánud. til 30. júní.
Aðgangur ókeypis. Sýningarskrár
1.400 kr.
ÞAÐ hefur lengi verið einn helsti
veikleiki íslenskra safna að þar hefur
of lítið tóm (og fé) verið aflögu til
að stunda fræðimennsku og rann-
sóknir með þeim hætti sem vert
væri. Þetta er ef til vill hvergi ljós-
ara en hvað varðar rannsóknir á ís-
lenskri listasögu; sérfræðingar opin-
beru safnanna (hvað þá fræðimenn
utan þeirra) hafa því miður haft
mjög takmarkaðan stuðning og tíma
til að stunda aðkallandi rannsóknir,
þar sem undirbúningur næstu sýn-
ingar hefur ætíð verið forgangsverk-
efni.
í iögum um Listasafn íslands er
skýrt kveðið á um hlutverk safnsins
og má segja að það skiptist í þijú
meginsvið þjónustu við listina: að
varðveita og vernda, að miðla, upp-
lýsa og fræða, og loks að stunda
rannsóknir og fræðimennsku, sem
hin þjónustusviðin byggja síðan á.
Hjá metnaðarfullum listasöfnum er
leitast við að hafa þessa þætti í góðu
jafnvægi, og nokkur undanfarin ár
má sjá glögg merki þess að opinberu
söfnin í höfuðstaðnum séu markvisst
að auka starf sitt á sviði listsögu-
legra rannsókna.
Sýningin „Lífið er saltfiskur" í
einum sal Listasafns íslands er merk-
ur áfangi á þessari braut. Hér eru
teknar til nánari athugunar vegg-
myndir sem Jóhannes Kjarval vann
á annarri hæð aðalbyggingar Lands-
banka íslands við Austurstræti um
miðjan þriðja áratuginn, en megintil-
efni sýningarinnar er óvæntur fund-
ur sjö forteikninga að veggmyndun-
um, sem komu í ljós við viðgerð á
gamla Stýrimannaskólanum fyrir
tveimur árum. Listasafnið fékk
teikningarnar til tímabundinnar
varðveislu, og gafst þannig sjaldgæft
tækifæri til að rannsaka þróun þessa
verks í heild sinni, og bera saman
við aðrar myndir listamannsins af
svipuðum toga.
Vandamál uppsetningarinnar er
hér leyst nokkuð skemmtilega. í
miðjum salnum er endurskapað við-
komandi rými úr Landsbankanum
og veggmyndirnar sýndar þar með
ljósmyndum í fullri stærð, en for-
teikningarnar eru utan við, og á
veggjum salarins eru síðan fleiri
teikningar, ljósmyndir og málverk
sem tengjast sömu viðfangsefnum.
Hér eru myndir frá miðjum 4. ára-
tugnum áberandi og athyglisvert á
hvern hátt listamaðurinn kom aftur
að myndefni sem hann hafði þá ekki
snert frá því hann lauk verkinu í
Landsbankanum haustið 1925.
Það er fróðlegt að skoða vegg-
myndirnar í þessu samhengi. Hér
birtast íslenskar verkakonur sem
tröllslegar valkyrjur í stórum sauð-
skinnsskóm, sem stíga vart til jarðar
við vinnu sína, enda stolt þjóðarinnar
og helsta söluvara, saltfiskurinn, í
aðalhlutverki. Aðrar myndir tengjast
sjósókn og vinnubrögðum, sem þá
þegar voru á leið inn í móðu minning-
anna.
Við skoðun forteikninga og ann-
arra mynda vekur athygli, að Kjarv-
al hefur verið nokkra stund að
ákveða hvað gera skyldi varðandi
hendur kvennanna; fínlegar hendur
líkt og bregður fyrir í teikningu nr.
3 og málverki nr. 12 finnast aðeins
á einum stað í veggmyndunum (hjá
ungri stúlku við hlið landformanns-
ins), en í stað þess eru allir komnir
í umfangsmikla belgvettlinga, sem
hæfa betur þeirri grófu vinnu, sem
þama var á ferðinni.
Til að njóta sýningarinnar og
þeirrar fræðimennsku sem þar býr
að baki er nauðsynlegt að nýta sér
sýningarskrána sem hefur að geyma
þijár ágætar ritgerðir (eftir Júlíönu
Gottskálksdóttur, Viktor Smára Sæ-
mundsson og Aðalstein Ingólfsson)
þar sem farið er ofan í sögulegt bak-
svið verkanna, fjallað um varðveislu
þeirra og endurlífgun viðfangsefnis-
ins. Það 'er t.d. ánægjulegt að sjá
hér efnafræðilega sönnun þeirrar
sögu sem Björn Th. Björnsson sagði
í riti sínu um íslenska myndlist um
að Kjarval hafi áratugum síðar sjálf-
ur málað yfír saltfiskana í vegg-
myndinni, til að þeir væru nú örugg-
lega hvítir og fallegir!
Einstök verk hér standa sig fylli-
lega sem sjálfstæð listaverk, hvort
sem litið er til minni teikninga eða
málverka sem Kjarval gerði síðar út
frá saltfiskinum. Þetta á einkum við
myndimar frá fjórða áratugnum,
sem helst má líta á sem hyllingu
atvinnuvegar, sem var ein mikilvæg-
asta undirstaða þjóðlífsins. Þetta sést
ef til vill best í því hversu risastórir
fiskamir eru í fangi kvennanna, og
hversu greinilega áherslan er á gildi
þeirra fremur en erfiði vinnunnar.
Þetta er gjörólíkt viðhorf frá því sem
fínna má í vinnumyndum annarra
listamanna á þessum kreppuáratug,
og kenning Aðalsteins um saltfiskinn
í hlutverki gnægtarhorns þjóðarinnar
setur þessar myndir í mun skýrara
samhengi við lífsviðhorf Kjarvals en
áður hefur tekist.
Þannig er þessi sýning gott dæmi
um á hvem hátt fræðimennska getur
orðið til að auka gildi listarinnar og
gera hana aðgengilegri fyrir allan
fjöldann. Sýning sem þessi ætti ekki
síst að höfða til skólafólks vegna
þeirrar innsýnar sem hún veitir í
þjóðlífíð jafnt sem listina, og hinum
almenna listunnanda er hún þörf
áminning um að oftar en ekki sprett-
ur besta myndlistin af þeirri lifandi
sýn, sem listamaðurinn hefur á eigið
samfélag, fremur en úr brunni fræði-
legra kenninga einna saman.
Er rétt að hvetja sem flesta til að
nota þetta tækifæri til að líta aftur
í tímann í gegnum verk Kjarvals;
saltfiskurinn var lífsviðurværi þjóð-
arinnar, og er svo að nokkru leyti
enn í dag.
Eiríkur Þorláksson
Hátíðin opnar í kvöld með málverkasýningu Ástu Árnadóttur
í Kvennó og sýningunni „Sjóklæði í 100 ár" ásamt sögusýningu frá Grindavík með kvikmyndaívafi í
Grunnskólanum, auk þess sem veitingastaðirnir, Sjómannastofan Vör, Hafur Björninn og Veitingahúsið við
Bláa lónið, bjóða sérstaka hátiðamatseðla með saltfiskréttum og öðrum fiskréttum á tilboðsverði.
Grindvíkingar bjóða upp á besta fisk í heimi!
Dagskráin \ kvö\d, m\ðv\kudag\nn 29. maí ‘96.
K\. 20-. 00 N\enrimgarm\6stöö Grindavikur
Hátíöin opnuð
MáNevkasýrimg Kstu Kmadóttur -TónVistaratriði
K\. 2t: 00 Grunnskólinn
Svrimgin'. S'\ók\æði í V00 ár
kynntar nýungar trá S'\ók\æðagerðinni i
s'\óvinnu- og b'\örgunarfatnaði.
Grindavíkursaga - Kvikmyndir
K\ 23: 00 Bótin
Varðeiduv, sungnir vevða s'\óaras\agarar
Útvarp Grindavik byr'\ar bátíðarútsendingu k\. T7: 00
- Wmp&t - \ W\ótw ■ tó
• $\ós\öwt\ ■ Mwtatya ■ S\óM\ \ M i\
Gö\uWa - wuw\ó\W\ewwa ■ Matóp 09
S AwMwWu • \wpMm ■ W\öwp$\jw\w$ ■ VöteöW ■ Tj\\M\a^ww\w<\
©wtyfeftvt • \\m\wk - tota\oWw\ó\ - W\wpto\\ • Wimi\wqu\
• Y\4u^w\w<p - lteV\\f\\ \km - W\uw\aw á \u\\u ■'Mtaawqstap
stew\w\fcVDVk ■-MotWw^tówww mh fetaító o<\ gtifctoVta
Sjómannadagskrá eins og þær gerast bestar úti á landi!